Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Qupperneq 60
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Þömngafaraldurinn: Gæti komið upp svipað staðbundið ástand við ísland -segir Sven Áge Malmberg „Það er útilokað að þörungar frá Noregi geti borist að strönd- um íslands. Hafstraumar frá Noregi eru mörg ár hingað til lands en þörungarnir lifa ekki nema nokkra daga en endurnýja sig svo ef lífsskilyrðin eru góð,“ sagði Sven Áge Malmberg, haf- fræðingiu- þjá Hafrannsókna- stofnun, í samtali við DV. Hann sagöi hins vegar aö svipaðir þör- ungar gætu myndast við ákveðn- ar aöstæöur hér á landi og þá gæti komið upp svipað stað- bundið ástand við íslandsstendur og nu er aö gerast við vestur- strönd Noregs. „Viö köilum þetta stundum vorblóma. Þetta er ekkert annað en vorið í sjónum þegar plöntur sjávarins taka við sér,“ sagði Sven. Mikil íjölgun þörunga getur or- sakast af því aö næringarsöltum fjölgar mjög i sjónum en þaö get- ur gerst vegna mengunar. ,JÉg held að íslendingar í fiskeldi geri sér fulla grein fyrir því að hér er mengun við strendumar og ef sjór nær ekki að endumýja sig þá getur alltaf komið upp stað- bundið ástand, svipað því sem er að gerast við Noregsstrend- ur.“ Sven sagði afleiðingamar af þörungablómanum í Noregi geta orðið alvarlegar. „Ef þörungamir em á innilokuðu svæði og deyja kemur að því að þeir fara að rotna. Þá verður súrefnisskortur í sjónum og afleiðingin af því er að allt líf deyr út á svæð- inu.“ -JBj EINANGRUNAR GLER 66 6160 LOKI Gæti þetta ekki komið I veg fyrir eilífan taprekstur Þörungavinnslunnar? Hlutafjámtboð Hafekips ógilt bústjóramir hafa áfrýjað til Hæstaréttar Hlutafjárúfboð Hafskips h/f á ár- inu 1985 var dæmt ógilt í fógetarétti í Reykjavík í gær. Úrskurður í tveim- ur málum var kveðinn upp. Annars vegar í máli, sem Finnbogi Kjeld og fleiri sóttu gegn þrotabúinu, og hins vegar máh sem Tækja-tækni h/f höfðaði. Þrotabúið tapaði báðum málunum. Finnbogi og fleiri keyptu hlutafé fyrir um 20 milljónir króna. Sú upp- hæð er nærri 40 milljónum að nú- virði án vaxta. Finnbogi gerði þá kröfu að krafa hans yrði tekin sem aimenn krafa. Tækja-tækni krafðist þess aö sín krafa yrði tekin gild sem búskrafa. Dómurinn féllst á hvoru tveggja. Líklegt er að allar búskröfur fáist greiddar. Meiri óvissa gildir um almennar kröfur. Því er enn óvíst hvort Finnbogi og hans aðilar fái sín- ar kröfur greiddar. Tækja-tækni keypti hlutafé fyrir um 500 þúsund krónur, núvirði er tæp milljón auk vaxta og að auki fyrir 1.430.500 sem greitt var með tveimur gámagrindum. Sú greiðsla er ein ástæða þess að hlutafjárút- boðið mistókst að mati fógetaréttar. Ekki er útséð um hvor tapar meiru, vegna þessa dóms, þrotabú Hafskips eða Útvegsbankinn. Þeir sem greiddu vegna hlutaljár- aukningarinnar eða gáfu loforð til kaupa, en lýstu ekki kröfum í búið, hafa nú dóm í höndunum og geta hugsanlega höfðað mál gegn þrota- búinu. Fyrir bæjaþingi Reykjavíkur hefur verið höfðað mál á hendur fyrrver- andi stjórnarmönnum Hafskips. Þar krefst þrotabúið að stjórnarmenn- irnir verði gerðir ábyrgir fyrir 3,5 milljónum sem vantaði á að hluta- fjarútboðið hefði nað þeim áttatíu milljónum sem að var stefnt. „Þar sem fógetaréttur hefur úrskurðað hlutfjárútboðið ólöglegt er hugsan- legur möguleiki að krafist verði þess að stjórnin fyrrverandi verði gerð ábyrg fyrir öllu útboðinu eða 80 millj- ónum, núvirði um 150 milljónir auk vaxta,“ sagöi lögmaður í samtali við DV í gær. í úrskurði fógetaréttar í máli Finn- boga Kjeld - en hann var í stjórn Hafskips undir þaö síðasta - segir; „Finnbogi telur að hann hafi verið blekktur til þátttöku í hlutafjáraukn- ingunni og aö hann hafi gefið loforð sitt á grundvelli rangra upplýsinga um hag félagsins. Upplýsingar þær sem hluthöfum hafi verið veittar af stjórnendum félagsins á hluthafa- fundi þann 9. febrúar 1985 hafi verið villandi um afkomu félagsins á árinu 1984 og stöðu þess í árslok. Þar hafi stjórnendur félagsins gert ráð fyrir 55.000.000 kr. rekstrarhalla, sem þeir hafi vitað eða hlotiö að vita að gæfi ranga mynd af sennilegri afkomu ársins. Á sama fundi hafi verið veitt- ar upplýsingar um rekstraráætlun félagsins vegna ársins 1985. Þar hafi verið reiknaö með tvö- til þreföldun á veltu félagsins og „áhugaverðum" hagnaði. Fyrir mitt ár 1985 þegar fyr- ir lá fjögurra mánaða uppgjör þess árs hafi komið fram verulegt tap, þrátt fyrir fullyrðingar um rekstra- hagnaö." Þess ber að geta að úr- skurðinum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Ragnar Kjartansson, fyrrverandi stjórnarformaður Haf- skips, tapaði fyrir nokkru máh sem hann höfðaði gegn þrotabúinu. Ragnar áfrýjaði þeim úrskurði til Hæstaréttar. -sme Köfunarveiki er óskemmtilegt fyrirbæri en Slysavarnafélag íslands á margvíslegan búnað til að vinna gegn þess- ari veiki. Hér má sjá svokallað flutningshylki sem er notað til að flytja veikan kafara í þrýstiklefa. Það er Ás- grímur Björnsson hjá Siglingamálastofnun sem er að setja Einar Örn Ólafsson i hylkið til að sýna það gestum á sýningu félagsins við Hótel Sögu vegna 60 ára afmælis félagsins. DV-mynd KAE Veðrið á sunnudag og mánudag: Gott áfram suðvestan- lands Á sunnudag og mánudag veröur austan- og norðaustanátt um allt land, víðast kaldi eða stinnings- kaldi. Skýjaö verður, dálítil súld og svalt veður fyrir noröan, en þurrt og víöa léttskýjað á Suðvest- ur- og Vesturlandi. Siglingamála- stjóri kannar eiturþörunga Matthías Á. Mathiesen samgöngu- ráöherra hefur falið sighngamála- stjóra aö fylgjast með og afla upplýs- inga hjá norskum yfirvöldum um hugsanlegar orsakir og afleiðingar þörungaijölgunar við strendur Nor- egs. Þetta á siglingamálastjóri að gera í samvinnu við landbúnaöar- og sjávarútvegsráðuneyti. Sérstaklega skal kanna hvort mengun í sjó hafi valdið því að eiturþörungarnir komu fram en hugsanlegt er aö rekja megi veru þeirra til köfnunarefnis- og fos- fatsmengunar. -SMJ Jón er með skýrsluna Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vildi ekkert tjá sig um efni skýrslu Seðlabankans um gjaldeyrisút- streymi dagana fyrir uppstigningar- dag í gærkvöldi. Hann sagðist enn eiga eftir aö taka ákvörðun um hvort og þá hvernig efni hennar yrði kynnt. -gse Snjókoma á Austuriandi: Fjallvegir að verða ófærir Snjókomu geröi á Austurlandi í gær og var Breiðdalsheiði fljótt ófær. Þá var færð á Fjarðarheiöi farin aö þyngjast um kvölmatarleyti og ekki fær nema fyrir stóra bíla. Að sögn Magnúsar Jóhannssonar, verkstjóra hjá Vegagerðinni, kipptu þeir Aust- .firðingar sér ekki mikið upp við þetta hret en jörð var víðast hvar orðin hvít í gær. Þetta væri alvanalegt í maí og sagði hann t.d. að Fjarðar- heiði hefði verið mokuð aha mánuði ársins. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.