Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. 9 Utlönd Tveir palestinskir drengir á Vesturbakkanum ríða á asna fram hjá skriðdreka sem er minnismerki um Sex daga stríðið árið 1967. Símamynd Reuter Palestínumaður Formaður kommúnistaflokks Júgóslavíu setur neyðarráðstefnu flokksins í 9ær- Símamynd Reuter Spilling helsta umræðuefnið skotinn til Spilling stjómmálamanna var helsta umræöuefnið á fyrsta degi ráðstefnu kommúnistaflokks Júgó- slavíu í gær. Formaður flokksins hvatti til baráttu gegn spillingunni og þjófnaði innan flokksins. Margir flokksmeðlimir tóku í sama streng. Boðað var til ráöstefnunnar vegna efnahagsástandsins í landinu en þar er verðbólgan nú orðin 152 prósent. Erlendar skuldir Júgóslavíu nema 21 milljarði dollara og verkfóll og deilur innan flokksins og á þingi verða æ algengari. Lagði formaður flokksins áherslu á að óheiðarlegt fólk gæti ekki lengur verið í ábyrgð- arstöðum. Mikið hefur verið skrifað um spill- inguna meðal stjómmálamanna í blöðum í Júgóslavíu en sérfræðingar eru þó vantrúaðir á að takist að leysa deilur innan flokksins til þess að laga ástandið. Einn Palestínumaður var skotinn til bana og yfir þrjátíu og fimm særð- ust í átökum sem brutust út á her- teknu svæðunum á Vesturbakkan- um og Gaza-svæðinu í gær. Mikil mótmæli stóöu víða á herteknu svæðunum og í ísrael í gær. Voru það ekki síður gyðingar sem fyrir mótmælunum stóðu, þar sem þeir vildu vekja athygli á málstað trú- bræðra sinna sem ekki fá að flytjast frá Sovétríkjunum. Að sögn heimilda kom til mestra átaka í þorpinu Jaba, nálægt Jenin á Vesturbakkanum. ísraelskir her- menn hófu þar skothríð á mótmæl- endur með þeim afleiðingum að tutt- ugu og fimm ára gamall Palestínu- maður lét lífiö og sautján særðust. Talsmenn hersins segja að ráðist hafi verið á hersveit með grjótkasti og hafi hermennimir hafið skothríð bana eftir aö tilraunir til þess að dreifa mannfjöldanum með táragasi og gúmmíkúlum reyndust árangurs- lausar. Aö minnsta kosti hundraö og níu- tíu Palestínumenn og tveir ísraelar hafa nú látið lífð í átökunum á her- teknu svæðunum, sem staðið hafa í fimm mánuði. Jeep Wagoneer cherokee TIL AFGREIÐSLU STRAX stefha til Bergen Björg Eva Erlendadótlir, DV, Ostó: Eför eitt til tvö ár verður ástand- ið í Skagerrak og meðfram strönd- um Noregs komið í eðlilegt horf aftur eftir þörungaárásina. Þetta er skoðun visindamannsins Lars Söyn við hafrannsóknasto&unina í Bergen. Hann hefur unniö við rannsóknir á eiturþörungunum frá því að faraldurinn braust út. En langt er frá að allir séu svo bjartsýnir því það er ekki bara fisk- ur sem deyr. Þang, sniglar, skeldýr og fuglalíf eyðist líka. Allt hafið er dautt þar sem stærsti hluti þör- ungabreiðunnar hefur farið um. En haldið er að mikill hluti villta fisksins hafi komist undan, hrein- lega synt í burtu frá eitruðu þör- ungunum. Fremsti hluti þörungabreiðunn- ar er nú kominn norður fyrir eyna Stord í Höröalandsfylki og stefhir með sama hraða og síðustu daga í átt að Bergen. Flestar fiskeldisnæt- ur hafa verið dregnar í burtu og eru nú úr hættu. Þó eru fjórtán eldisstöðvar, sem nú eru staösettar í Lysefiröi í Rogalandi, í mjög mik- illi hættu ennþá og ráögert er að loka raynni fjarðarins með algjör- lega þéttum lokum til þess að hindra að þörungamir komist inn í fjörðinn. Flokkur vinstri sósíalista í Nor- egi leggur nú fram tillögu á þingi um að veita tíu milijörðum norskra króna á næstu þreraur árum til aðgerða sem geta bjargað vistkerfi hafsins á þessu svæði. VINNUVÉLAR VARAHLUTIR Seljum I útvegum þunga- vinnu- ’vélar og tæki, vörubila og krana. BERCO beltahlutir - Varahlutir i drif, mótora, girkassa. Slitstái á tennur Sérþjónusta: og skúffur. Hraðafgreiðsla á varahlutum i vélar og vörubila. Hagstætt verð - örugg þjónusta. Verðtilboð RAGNAR BERNBURG VÉLAROG VARAHLUTIR Skúlatúni 6, sími 91-27020 n Jeep EGILL VILHJÁLMSSON HF. UMBOÐIÐ Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202 Opið laugardag kl. 13-16 Vorum að fá aukasendingu af hinum geysivinsælu Jeep Wagoneer °9 Jeep Cherokee bilum, örfáum óráðstafað. Bílar þessir eru allir hlaðnir aukahlutum. ✓

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.