Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. Utlönd ‘\erð miðast virt fninikiillun og koperingú á 24 mynda litfilimi og 24 mvnda KONICA litfilmu sem þú færd til baka MOTTOKUSTAOn iUM AUAN8Æ' h Til dæmis: Sporthf Eiöistorgi Spörtbær Hraunbær 102 Straumnes Vesturbergi 76 Sportbúöin Drafnarfelli Innrömmun og hannyröir Leirubakki 36 Forsætisráðherra Pakistans, Mohammad Khan Junejo, var settur af i gær og boðað var til almennra kosninga i landinu innan níutíu daga. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum er Junejo heimsótti Corazon Aquino, for- seta Filippseyja. Simamynd Reuter Bhutto fagnar al- mennum kosningum Benazir Bhutto, einn helsti stjóm- arandstæðingurinn' í Pakistan, kvaðst í gær fagna því að boðað hefði veriö til almennra kosninga í landinu innan níutíu daga. Hún hefur frá því að hún sneri heim úr sjálfviljugri útiegð árið 1986 farið fram á almenn- ar kosningar. Forseti Pakistans, Mohammad Zia-ul Haq rauf þing í gær og rak forsætisráðherrann, Mohammad Khan Junejo, frá völdum. Kvað for- setinn þingmönnum hafa mistekist að koma stefnu múhameöstrúar- manna á í landinu. Bhutto vildi ekki tjá sig um hvort hún teldi að þessi aðgerð forsetans væri í tengslum við tilkynningu frá fjölskyldu hennar fyrir fjórum dög- um um að hún ætti von á bami. Stjómmálafræðingur nokkur sagði forsetann hafa beðið eftir þessum tíð- indum. Bhutto vildi heldur ekki segja hvort flokkur hennar ætlaði að taka þátt í kosningabaráttunni. Sagði hún að áður en ákvörðun yrði tekin þyrfti hún að lesa kosningareglur. Zia, sem steypti fóður Benazirs Bhutto af stóli árið 1977 og leyfði síð- an að hann yrði hengdur vegna um- deildrar morðákæm, heldur því fram að kosningamar 1985, sem ekki voru flokkskosningar, hafi komið á lýðræði í Pakistan. Allir helstu stjórnarandstæðingar tóku ekki þátt í þeim kosningum. Hundrað og fimm- tán manns saknað Óttast er að hundrað og fimmtán manns hafi farist þegar ferja sökk við sunnanverðar Filippseyjar í gærkvöldi. Talsmaður filippseysku strand- gæslunnar sagði í morgun að einn maður hefði fundist á lífi á slys- staðnum, hangandi á braki úr ferj- unni. Engin lík hafa enn fundist á staðnum. Að sögn talsmanns strandgæsl- unnar var það eitt þúsund tonna ferja, Farida, sem sökk eftir að vél- arbilun kom upp í henni í slæmu veðri á Moro-flóa, við strönd eyj- unnar Mindanao. Sendi ferjan út hjálparbeiðni um talstöð um klukkan 8.30 í gærkvöldi. Slæmt veður og lélegt skyggni var á slysstaðnum. Þetta er þriðja alvarlega ferju- slysiö sem verður við Filippseyjar á undanfórnum sex mánuðum. Talið er að yflr þrjú þúsund manns hafi farist þegar ferjan Dona Paz sökk á leiö til Manila í desember síðastliðnum. Þann 5. maí síðastlið- inn er talið aö um tvö hundruð manns hafi farist með flutninga- skipi viö eyjarnar. Óeirðalögregla barði mótmælendur Óeirðalögregla í Suður-Kóreu réðst með barsmíð að mótmælendum í Seoul í morgun. Áður hafði lögregl- an beitt táragasi til þess að reyna að tvístra mótmælendum sem voru um fimm þúsund talsins. Höfðu mótmælendur, sem flestir voru námsmenn, safnast saman til þess að heiðra minningu stúdents sem fyrirfór sér í síðustu viku. Var hann aö mótmæla því að stúdenta- uppreisnin 1980 var bæld niður af yfirvöldum. Eftir að líkfylgdin haföi fariö frá járnbrautarstöðinni í Seoul til Kwangju, þar sem uppreisnin átti sér stað, voru margir námsmenn um kyrrt á stööinni og kyrjuðu söngva gegn stjóminni. Einnig brenndu þeir bandarískan fána. Nokkur hundruð lögreglumenn, sem umkringt höfðu jámbrautar- stöðina, gerðu þá árás á mótmælend- ur með táragasi og skelfingu lostnir ferðamenn fiúðu inn í símaklefa og miðasöluskrifstofur. Stúdentar I hvitum sorgarklæðum í Seoul í Suður-Kóreu bera kistu látins félaga sins sem fyrirfór sér í síðustu viku. Eftir útförina var efnt til mótmæla- aðgerða. Simamynd Reuter Óeinkennisklæddir lögreglumenn um námsmannanna og spörkuðu í með hvíta hjálma börðu á nokkr- þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.