Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. DV Mið-Austuriönd helsta málið Miö-Austurlönd og deilurnar milli araba og ísraela er þaö svæðamál sem þeir Ronald Reagan Bandaríkja- forseti og Mikhail Gorbatsjov, aöal- ritari sovéska kommúnistaflokksins, ræða á leiðtogafundi sínum sem hófst í Moskvu í gær. Á fyrri leið- togafundum þeirra hefur það verið Afganistan og hernaðarafskipti Sov- étmanna þar sem hefur fengið mesta athygli leiötoganna tveggja, en eftir samningana um brottílutning so- véska herliðsins þaðan fellur það mál að mestu af dagskrá þeirra. Bandarísku forsetahjónin komu til Moskvu í gær, þar sem Andrei Gro- myko, forseti Sovétrikjanna, tók á móti þeim. Reagan og Gorbatsjov áttu svo sinn fyrsta fund í Kremi í gær og eftir þann fund voru fulltrúar þeirra bjartsýnir á að nokkur árangur myndi nást á fundunum í dag og næstu daga. Leiðtogarnir munu skiptast á stað- festum eintökum af samningnum um eyðingu meðaldrægra kjarnorku- vopna, þar sem öldungadeild banda- ríska þingsins og sovéska þingið hafa nú staðfest hann. Búist er við að leiðtogunum verði nokkuö ágengt í viðræðum sínum um gagnkvæma fækkun langdrægra kjarnorkuvopna. Fundir leiðtoganna tveggja í gær og í morgun báru nokkurn svip af gagnrýni þeirri sem Reagan hefur undanfarna daga beint gegn Sovét- mönnum vegna mannréttindamála. Segja Sovétmenn bandaríska forset- ann enn halda í gamlar kreddur í þeim efnum. Þeir Ronaid Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, á fyrsta fundi sínum í Moskvu í gær. Símamynd Reuter Sovéskir þingmenn staðfesta samninginn um meðaldrægar eldfiaugar með lófataki á laugardag. Simamynd Reuter Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, og Robert Byrd, leiðtogi demókrata í deildinni, skýra Reagan forseta frá því í sima að samningurinn um meðaldræg kjarnorkuvopn hafi verið staðfestur af þingmönnum. Simamynd Reuter Moskvubúar fagna bandarisku for- setahjónunum í gær. Simamynd Reuter Eiginkonur leiðtoganna, þær Nancy Reagan og Raisa Gorbatsjova, ræddu við fréttamenn í gær á skoð- unarferð sinni um Kreml. Mikil sam- keppni er talin ríkja milli kvennanna tveggja og er haft á orði að þetta megi meðal annars marka af því að þaö verður Lidiya Gromyko, forseta- frú Sovétrikjanna, sem fer með Nan- cy Reagan til Leningrad. Símamynd Reuter Reagan forseti veifar til Moskvubúa i gær. Forsetahjónin fóru þá í göngu- ferð um Arbat-stræti í Moskvu og var fagnaö svo að öryggisverðir gengu hálfgerðan berserksgang af ótta. Simamynd Reuter Andrei Gromyko, forseti Sovétríkjanna, tók á móti Bandaríkjaforseta á Vnukovo-flugvellinum við Moskvu í gær. Símamynd Reuter i Leiðtogarnir tveir, Reagan og Gorbatsjov, heilsast í Moskvu i gær. Símamynd Reuter \ \rZBUc"ONOK m Gyðingar í Jerúsalem krefjast þess að sovéskir andófsmenn verði látnir lausir. Þeir skipulögðu mótmæli sin í tengslum við heimsókn Reagans til Sovétríkjanna. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.