Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 22
Rúm - Útsala Á næstu dögum seljum við ca 70 rúm. Þetta eru ensk gæðarúm, 5 ára gömul og samanstanda af: yfir- dýnu, undirdýnu og grind. Stærðir: 90x190 cm og 140x190 cm. Upplýsingar veita Sveinjón og Gylfi í símum 14240 og 25700 mánudag og næstu daga. ir útaf í sömu beygji agnaðasti fornbíll ifuðborgarinnar rjasta torfærutröllið íimsmeistarinn í forrr ppakstri skrifar í B índa l,egencP- reyns MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. Fréttir dv Skattfríðindi sjómanna: Sjómannaafsláttur getur numið rúmlega 12 þús- und krónum á mánuði Samkvæmt staðgreiðslukerfi skatta, sem tók gildi um áramót, breyttist hinn tvíþætti frádráttur sjó- manna. Sjómannafrádráttur og fiski- og farmannafrádráttur voru samein- aðir í sérstakan sjómannaafslátt. Hinn nýi sjómannaafsláttur getur numið rúmlega 12 þúsund krónum á mánuði. Að sögn Kristínar Norðíjörð, lög- fræðings staðgreiðsludeildar ríkis- skattstjóra, virkar hið nýja kerfi þannig að sjómenn fá 408 króna af- slátt fyrir hvern dag sem þeir eru lögskráðir á skip. Samkvæmt reglu- gerð um persónu- og sjómannaafslátt gfidir þetta einnig um hlutaráðinn sjómann en þeir fá sjómannaafslátt við álagningu opinberra gjalda. Þeir sjómenn, sem stunda veiðar á báti undir tólf tonnum, geta sótt um sjó- mannaafslátt með skattaframtali sínu. Afslátturinn er þannig greidd- ur eftir á. Sé sjómaður lögskráður á skip í heilan mánuð, 30 daga, nemur sjó- mannaafslátturinn 12.240 krónum fyrir hvern mánuð. Að auki fá sjó- menn fullan persónuafslátt, 14.797 krónur. Sjómanni meö 100 þúsund krónur í tekjur á mánuði bæri að greiða 28.500 krónur í tekjuskatt. Sjó- mannaafslátturinn, 12.240 krónur, dregst frá og eftir standa 16.260 krón- ur. Við þessa upphæð leggst útsvar, 6,7%, eða 6.700 krónur. Frá tekju- skatti og útsvari dregst persónuaf- slátturinn, 14.797 krónur. Greiddur skattur er því alls 8.163 krónur. Við útreikning tekjuskatts gengur sjómannaafslátturinn fyrir persónu- afslættinum. Sú regla að fæði sjó- manna sé ekki talið til tekna var felld niður með komu staðgreiðslukerfis- ins, sem og allir frádráttarliðir. Fari sjómaður í launað orlof, eða veikindafrí, heldur hann sjómanna- afslættinum þann tíma sem hann þiggur laun sem sjómaður. Frídagar án launa, eða þeir dagar sem sjó- menn stunda vinnu í landi, teljast ekki með. Að sögn Kristínar er sjómannaaf- slátturinn hugsaöur sem uppbót fyr- ir fjarvistir frá heimili. Nýja kerfið er þrengra, sagði Kristín, og eftirlitið er strangara. Þann 1. júní nk. hækkar persónuaf- slátturinn upp í 16.092 krónur á mán- uði. Sjómannaafslátturinn hækkar mánuði seinna upp í 444 krónur á dag. -StB Sjósókn er happdrætti - segir Hólmgeir Jónsson hjá Sjómannasambandi íslands „Sjómarmaafslátturinn á fullan rétt á sér þegar vinnuálag og vinnustundir sjómanna er haft til hliðsjónar," sagöi Hólmgeir Jóns- son hjá Sjómannasambandi is- lands. DV leitaði viðbragða Hólm- geirs um sjómannaafsláttinn vegna greinar um skattfríðindi sjómanna. Sjómannaafsláttur á langa heíö aö baki, og kom fyrst til vegna mik- iila íjarveru frá heímili, sagði Hólmgeir. Þessi afsláttur var tvi- skiptur áður en núverandi lög tóku gildi. Með staðgreiðslukerfi skatta var um kerfisbreytingu að ræða en sjómannaafslættinum er nánast haldiö sem hann var. Sjómaður fjarri heimili sínu nýt- ur ekki þeirra félagslegu réttinda sem boðið er upp á í landi, sagði Hólmgeir. Vinnuskylda sjómanna er þung, og vinnutími er langur. Sjósókn er happdrætti og það gæfi sig enginn í þetta nema afsláttur í slíku formi væri fyrir hendi. Það er mikið rætt um að laun sjó- manna séu há, sagði Hólmgeir. En launin eru ekki há þegar miðað er við vinnuálag og vinnustundir. Sjó- mannaafslátturinn á þannig fullan rétt á sér. -StB Bæjarstjórarnir rétt fyrir útsýnisflugið ásamt mökum og flugmönnum. DV-mynd BB NHján bæjarsljórar funduðu á ísafirði Siguijón J. Sigurösson, DV, ísafiröi: „Aöalmálið á fundinum var inn- heimta samkvæmt staðgreiöslukerfi skatta fyrir utan kynningu á því helsta, sem er aö gerast í hverju sveitarfélagi,“ sagði Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði, en nítján bæjarstjórar víðs vegar af landinu héldu þar sinn árlega fund um miðjan maí. Hópurinn kom til bæjarins fimmtudaginn 12. maí og fór laugardaginn 14. maí. Á fundinum var einnig rætt um samning þann sem Samband ís- lenskra sveitarfélaga gerði við fjár- málaráöuneytið um skii á stað- greiðslunni nú fyrstu mánuði ársins. Mikil óánægja hefur verið hjá sum- um sveitarfélögum með að þessi skil hafa verið mun lægri heldur en raun- veruleg innheimta hefur verið. Þá var rætt um samskipti sveitarfélag- anna við Samband íslenskra sveitar- félaga og ákveðið að á næsta fundi, sem haldinn verður á Suðurnesjum, verði óskað eftir fulltrúum úr stjórn sambandsins til viðræðna um ýms mál. Farið var með bæjarstjórana í skoðunarferð um bæinn. Meðal ann- ars voru Pólstækni, Niöursuðuverk- smiðjan hf„ Orkubú Vestfjarða og Hlíf, íbúðir aldraðra, heimsótt. Þá var farið í skoðunarferð til Bolungar- víkur. Þar var íþróttahúsið skoðað svo og mannvirkin á Bolafjalli. Á laugardagsmorgun bauð Flugfélagiö Ernir hópnum í útsýnisflug yfir Vestfirði. Fréttamaður DV var með og tók meðfylgjandi mynd áður en haldið var í loftið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.