Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 38
50 MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. Jarðarfarir Friðleifur Egill Guðmundsson, fyrr- verandi skrifstofustjóri Rafveitu Hafnaríjarðar, lést á Landspítalan- um laugardaginn 21. maí 1988. Hann verður jarösunginn frá Hafnarfjarð- arkirkju þriðjudaginn 31. maí kl. 15. Hann fæddist í Hafnarfirði 22. júlí 1920. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún Ingvarsdóttir. Börn þeirra eru Egill Rúnar, Erla, Ingvar Birgir, Guðmundur Ómar og Þóra Lovísa. Hannes Guðmundsson lést í hjúkr- unardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur þriðjudaginn 17. maí. Útforin hefur farið fram. Kjartan Stefánsson lést í Elliheimil- inu Grund þann 25. maí. Útfórin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 1. júni kl. 13.30. Anna Jónsdóttir frá Borgarfirði eystra, sem andaöist 16. þessa mán- aðar, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 31. maí kl. 15. Ebeneser Erlendsson, Jökulgrund 2, Hrafnistu, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. maí kl. 13.30. Sigríður Jónsdóttir frá Þingeyri við Dýrafjörð verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 13.30. Bálfór Guðmundar Guðjónssonar, Garðastræti 13, verður gerð frá kap- ellunni í Fossvogi þriðjudaginn 31. maí nk. kl. 10.30. Gróa Ásta Jafetsdóttir verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 1. júní kl. 15. Jarösett verður í Fossvogskirkjugarði. Guðlaug Verónika Franzdóttir, áður húsfreyja á Skálá, Skagafirði, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriöju- daginn 31. maí kl. 13.30. Ólöf Sveinsdóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 31. þ.m. kl. 15 Ljósin í lagi - lundin góð Slík áhrif hafa rétt stillt Ijós í umferðinni. Andlát Margrét Björnsdóttir lést í sjúkra- deild Hrafnistu 27. maí. Anna Pjeturss, Kaplaskjólsvegi 41, andaðist í Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund aðfaranótt föstudagsins 27. maí. Haukur Zophaníasson frá Eskifirði, Geitlandi 29, Reykjavík, lést í Borgar- spítalanum að morgni 27. maí. Magnea Júlía Þórdís Ólafsdóttir, Njálsgötu 72, lést aðfaranótt 28. maí. Sigríður Guðmundsdóttir, áður til heimilis að Bröttukinn 6, Hafnar- firði, lést að Sólvangi 28. maí. Ágúst Hokansson, varð bráðkvaddur fóstudaginn 27. maí. Helga Friðriksdóttir, Nóatúni 32, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum í Reykjavík að kvöldi föstudagsins 27. maí. Tilkyriiiiiigar Sumarstarf ÆSK er hafið Fundir verða hálfsmánaðarlega. Fyrsti fundurinn verður í Bústaðakirkju mánu- daginn 30. maí kl. 20.30. Meðlimir æsku- lýðssamtakanna eru hvattir til að mæta. Perniaviiúr Tvítug, frönsk stúlka óskar eftir að eignast íslenska pennavini. Hún hefur lært íslensku í tvo mánuði auk þess sem hún kann þýsku, ensku og að sjálfsögðu frönsku. Heimilisfangiö henn- ar er: Sophie Reghem 55, rue du Gal de Gaulle 57140 Woippy France Tónleikar Tónleikar í Norræna húsinu Miðvikudaginn 1. júni kl. 20.30 verða tón- leikar í Norræna húsinu. Þar munu Her- dis Jónsdóttir lágfiöluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari flytja verk eftir J.S. Bach, Nardini, Schumann og Bloch. Herdís stundaði flðlunám viö Tón- listarskólann á Akureyri frá tiu ára aldri. Hún lauk fiðlukennaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík vorið 1986. Haustið eftir skipti hún um hljóðfæri og hefur síðan einbeitt sér að lágfiðluleik undir handleiðslu Helgu Þórarinsdóttur. Meðfram námi hefur Herdis stundað kennslu og spilað í Sinfóniuhljómsveit íslands. Sólveig stundaði nám við Tón- listarskólann á Akureyri til ársins 1979. Hún lauk píanókennaraprófi frá Tónlist- arskólanum í ReyKjavik 1983 og einleik- araprófi ári síðar. Hún stundaði fram- haldsnám við háskólann í Houston í Bandaríkjunum árin 1984-87. Sólveig Anna býr nú í Reykjavík og starfar við kennslu og píanóleik. Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri heldur árlega djasstónleika sína í sam- komuhúsinu á Ákureyri (leikhúsi bæjar- ins) miðvikudaginn 1. júní kl. 20.30. Hljómsveitin hefur starfað í 6 ár. Stjóm- andi var lengst af Edward Frederíksen en undanfarin tvö ár hafa stjómað hljóm- sveitinni þeir Einar Eydal og Norman H. Dennis, sem stjómar henni nú. Efnis- skráin á tónleikunum verður mjög fiöl- breytt. Aðaisólóistar verða Finnur Ey- dal, Jón Elvar Hafsteinsson og Eiríkur Rósberg. Aðgöngumiðar verða við inn- ganginn. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Fjölskyldudeild Fósturheimili óskast fyrir ellefu ára dreng til að a.m.k. tveggja ára. Æskilegt er að heimilið sé í Reykjavík eða nágrenni. Nánari upplýsingargefurÁslaug Ólafs- dóttir félagsráðgjafi í síma 685911 alla virka daga. Menning Bach í Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju efndi til fernra kynningartónleika á norður-þýskri barokkmúsík í vet- ur og vor. Þar voru flutt orgelverk eftir meistrana Buxtehude, Böhm Lubeck, Bruhn og á fjórðu tónleik- unum, sem voru í gær í Hallgríms- kirkju, lék Orthulf Prunner verk eftir Johann Sebastian Bach. Orthulf Prunner fylgdi verkun- um, sem spönnuðu næstum allan tónskáldsferil meistarans, úr hlaði með nokkrum vel völdum orðum. Var það bæöi skemmtilegt og fróð- legt. Orgelleikur Prunners var þá ekki síður ánægjulegur, öruggur Tónlist Leifur Þórarinsson og fallegur og algjörlega án tilgerð- ar og belgings. Sum orgelverkanna voru samin undir sterkum áhrifum frá eldri samtíðarmönnum, t.d. Buxtehude og Böhm, sem voru meðal mestu orgelsnillinga sinnar tíðar, en stóru verkin, tokkata adagio og fúga í C-dúr og prelúdía og fúga eru í það minnsta meðal glæsilegustu orgelverka allra tíma og þau lék Prunner bæði af lát- lausri snilld. En það þarf enginn að skammast sín fyrir fantasíuna „Christ lag in Todesbanden" eða partituna um sálmalagið „O Gott, du frommer Gott“ eða yfirleitt nokkuö sem Bach festi á blað, sext- án ára eða sextugur. Það er allt á einhvern hátt yndislegt og sálar- göfgandi enda var maður býsna upplyftur og brattur í vorúðanum að þessu loknu og prísaði hina hall- grímsku hstvini ákaft í huganum fyrir þetta ljómandi uppátæki. LÞ Deprofundus Bassastrengir í Bústaðakirkju í gærkvöldi voru dálítið sérstakir tónleikar í Bústaðakirkju. Músík- hópur, sem kallar sig Deprofundus og samanstendur af sellóleikurun- um Arnþóri Jónssyni, Bryndísi Björgvinsdóttur og Richard Tónlist Leifur Þórarinsson Deprofundus i Bústaðakirkju. að engin hætta var á einhæfni eða tilbreytingarleysi. Sónata fyrir þrjú selló og kontrabassa eftir Wag- enseil (1715-77) var kannski ekki alveg nógu hreint leikin, það var eins og hljóðfærin væru misheit og samspilið ekki nógu klárt fyrir bragðið. En þá léku nafnamir Talkowsky og Korn dúett fyrir selló og bassa eftir Rossini af mikilh inn- lifun og bravúr. Eftir hlé kom svo ljóðrænt lag, Requiem fyrir þrjú sehó og píanó eftir Popper, sehó- meistara frá 19du öld. Það hljómaði yndislega, sprottið beint upp úr Brahms og Schumann og samið af mikilli leikni. Lokaverkið var svo útsetning J. Hsu á gömbusónötunni í g-moh eft- ir Bach, fyrir tvær víólur, þrjú sehó, violone og sembal og nefndist fyrirtækið konsert í d-moll. Þetta hljómaði stórskemmtilega og kall- aði fram minningar um sjötta Brandenborgarkonsertinn, sem er ekki amalegt á björtu vorkvöldi. í heild var þetta hin þekkilegasta samkoma, mátulega óhátíðleg en með fagmannlegu yfirbragði. í anddyri kirkjunnar var stillt út hljóðfærum sem fiðlusmiðurinn Hans Jóhannsson hefur smíðað handa íslenskum tónhstarmönn- um og gat maður skoðað gripina á undan tónleikunum og í hléi. Þama voru nokkrar hstilega gerðar fiðl- ur, tvö falleg selló og ein víóla sem er ótrúlega tónfögur, í það minnsta í höndum eigandans, Guðnýjar Guðmundsdóttur. Hans býr, eins og kunnugt er, í Lúxemborg og harma það margir íslenskir strengjaleikarar mjög. En við skul- um vona að hann rjúfi ekki tengsl- in við „gamla landið“ í náinni framtíð, hann var í það minnsta þama staddur og lýsti vinnubrögð- um sínum fyrir gestum og gang- andi. Ekki dró það úr stemning- unni. LÞ Talkowsky, víóluleikurunum El- isabeth Dean og Martin Frewer, píanóleikaranum Catherine Will- iams, semballeikaranum Önnu M. Magnúsdóttur og Richard Korn, ~sem leikur á kontrabassa og Viol- one, bassafiðlu, lék verk eftir Wag- enseh, Rossini, Popper og Bach. Þetta voru sem sagt allt djúpir strengir, alt, tenór og bassa- strengjahljóðfæri, en innbyrðis era þessi hljóðfæri svo ólík í karakter Hans Jóhannsson. Kvikmyndir_____________________________________ Bíóhöllin: Veldi sólarinnar Spielberg eins og hann gerist bestur Leikstjóri: Stephen Spielberg. Handrit: Tom Stoppard. Tónlist: John Williams. Kvikmyndataka: Allen Daviau. Aóalhlutverk: Cristian Bale, John Malkovich, Nigel Havers, Miranda Ric- hardson Um þessar mundir er veriö aö sýna nýjustu afurð Spielberg í Bíó- hölhnni. Kvikmyndin heitir Veldi sólarinnar og fjallar um dreng af enskum aöalsættum sem veröur innlyksa í Sjanghai í upphafi síðari heimsstyijaldar. Líkt og svo marg- ir drengir á þessum aldri fyrr og síðar er hann heihaður af flugvél- um og nánast tilbiður japönsku orrustuflugvéhna Mitsubishi Zero. Er Japanir ráðast inn í borgina eru enskir íbúar hennar settir í fanga- búöir. Strákurinn fagnar Japön- um, hann fær að sjá flugvélarnar. Hann elst upp í fangabúðum við illan kost. Þar kemst hann í kynni við dauða og hungur en lærir fljótt að komast af. Stephen Spielberg hefur lengi verið nokkurs konar undrabam í heimi kvikmyndanna. Hann hefur verið öðrum iðnari við að færa ævintýri í búning kvikmyndanna. Nú er undrabarnið hins vegar komiö til nokkurs þroska. Eins og viö er að búast er öll tæknileg umgjörð eins og hún ger- ist best. Greinilegt er í hópatriðum að Spielberg hefur lært mikið af hinum aldna meistara Akiro Ku- rosawa. Það sem kemur hins vegar á óvart er leikur hins 13 ára Cristian Bale. Hann sýnir magnaðan leik og hreint ótrúlega þroskaða hæfi- leika sem leikari. Það er mál manna aö aldrei hafi annað eins undrabam sést á hvíta tjaldinu. Spielberg valdi hann enda úr hópi 4 þúsund barna og tók valið níu mánuði. Veldi sólarinnar hefur alla meg- inkosti ævintýrsins en einnig miklu meira. Til gmndvallar er lögö samnefnd endurminningabók J.G. Ballard en hann upplifði svip- aða atburði og lýst er í myndinni. Stórkostlegt handrit Stoppard lyft- ir henni upp á annað svið og færir hana á vit ljóðsins. Myndmál Spielberg er nú loks fullmótað. Eftir að hafa spreytt sig á myndmáli teiknimyndasería um árabil hefur Spielberg þróað mynd- mál sem allir, hvar í heimi sem þeir eru, ættu að geta skihö. Og galdurinn er sá að hann talar beint við hjartað. Veldi sólarinnar er mynd sem allir ættu að sjá. Það er vonandi að hún verði sýnd sem lengst. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.