Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 16
MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. FRÁBÆRU PAPUFFI AFAINNISKÓRNIR KOMNIR í SUMARLITUM Þægilegir og góðir fyrir alla fjölskylduna. Stærðir 34-46. Verð aðeins 795,- kr. Póstsendum um allt land. Einn útsölustaður í Reykjavík, FLEX Laugavegi 48 Einkaumboð á íslandi HEILDVERSLUNIN EINN TVEIR. SÍMI 13930. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við grunnskóla. Norðurlandsumdæmi vestra: Stöðu skólastjóra við grunnskólana Hólum í Hjaltad- al og Akrahreppi. Stöður sérkennara í fræðsluumdæminu. Stöður grunnskólakennara vió grunnskólana: Siglu- firði, meðal kennslugreina íþróttir drengja, raungrein- ar, samfélagsfræði, erlend mál og sérkennsla. Sauð- árkróki, meðal kennslugreina danska og tónmennt. Staðarhreppi V.-Hún, Rípuhreppi, Haganeshreppi, Blönduósi, meðal kennslugreina kennsla yngri barna, tónmennt, mynd- og handmennt. Höfðakaupstað, meðal kennslugreina íþróttir. Hofsósi, meðal kennslu- greina mynd- og handmennt, íþróttir, danska og kennsla yngri barna, ódýrt húsnæði í boði. Laugar- bakkaskóla, meðal kennslugreina hannyrðir og íþróttir, ódýrt húsnæði í boði. Vesturhópsskóla, með- al kennslugreina smíðar og handmennt. Húnavalla- skóla, meðal kennslugreina stærðfræði og raungrein- ar. Steinsstaðaskóla. Norðurlandsumdæmi eystra: Stöður skólastjóra við grunnskólana: Hrísey, Lundi Öxarf. og Svalbarðshreppi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Akur- eyri, meðal kennslugreina islenska, stærðfræði, danska, enska, íþróttir, samfélagsfræði, raungreinar, hand- og myndmennt, tónmennt, heimilisfræði, sér- kennsla. Húsavík, meðal kennslugreina sérkennsla. Dalvík, meðal kennslugreina danska. Grímsey, Hrís- ey, Saurbæjarhreppi, Svalbarðssströnd, meðal kennslugreina íþróttir. Bárðardal, Lundi Öxarfirði, Raufarhöfn, meðal kennslugreina íþróttir. Þórshöfn, meðal kennslugreina íþróttir, handmennt, raungrein- ar. Árskógarskóla, Þelamerkurskóla, meðal kennslu- gréina heimilisfræði, íþróttir, mynd- og handmennt. Grenivíkurskóla, meðal kennslugreina íþróttir. •1_______________________________________________ Fréttir Biskupinn, herra Pétur Sigurgeirsson, flytur ræöu eftir að hafa tekið fyrstu skófiustunguna að nýrri kirkju og Snorrastofu. DV-mynd Snorri Reykholtsstaður á tamamótum: Framkvæmdir við Snorrastofu og nýja kirkju að hefjasf - Biskup íslands iók fyrstu skóflustunguna á hvrtasunnudag Snoni Kristleifeson, DV, Borgaifirði; Á hvítasunnudag var tekin fyrsta skóflustungan aö nýrri kirkiu og Snorrastofu í Reykholti. Athöfnin hófst meö guðsþjónustu í Reykholts- kirkju. Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, þjónaði fyrir altari og honum til aðstoðar voru, auk sókn- arprestsins séra Geirs Waage, þeir séra Brynjólfur Gíslason í Stafholti og séra Jón Einarsson í Saurbæ. Að guðsþjónustunni lokinni var gengiö út á stæði hinnar fyrirhuguöu kirkju, sem er vestan kirkjugarðsins, norðan prestsbústaðar. Biskup flutti bæn og tók fyrstu stunguna að grunni hinnar nýju byggingar. Not- aði hann til þess gamlan íslenskan pál. Þá flutti biskup stutta ræðu og talaði um söguna og lifandi menn- ingu. Hann ræddi um að á meðan menn erlendis til forna reistu lista- verk sín úr steini og gleri hefðu ís- lendingar unnið sín Ustaverk á bók- fell. Hann talaði um þátt kirkjunnar í íslenskri menningú, kirkjan hafi fóstrað fombókmenntimar, og um nauðsyn þess að efla höfuðból ís- lenskrar menningar aö fomu og nýju. Kirkja og Snorrastofa væm veröugt verkefni í því tilliti. Þá var sunginn sálmur og síöan haldið að Logalandi til kafíidrykkju í boöi sóknarinnar. Fjölmenn samkoma Aö Logalandi, þar sem samankomnir vom um 200 manns, fluttu ræður Alexander Stefánsson, fyrir hönd þingmanna kjördæmisins sem allir mættu utan einn, og Jónas Kristjáns- son, forstöðumaöur Áma-safns, sem rakti þátt Norðmanna og hve hjart- næm saga Reykholts væri þeim. Fleiri tóku til máls og hvöttu til fram- kvæmda og lýstu yfir ánægju með þann áfanga, sem formlega er nú hafinn. Á næstu dögum munu menn frá Jöfra hf. á Hvanneyri byrja aö grafa fyrir byggingunni. Stefán Ólafsson á Litlubrekku hefur tekið að sér að stýra byggingarþættinum. Leitast verður við að verkið verði sem mest unniö af heimamönnum. Stefnt aö því að kjallari og plata verði komin upp fyrir 15. ágúst í sumar svo hægt verði að ganga frá nánasta umhverfi sem best. í sumar þarf að safna rúmlega einni milljón króna til viðbótar við það sem þegar hefur veriö dregið saman. Myndarleg framlög hafa þeg- ar borist og munar þar mest um framlag Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem lofað hefúr öllu sem- enti til verksins. Norska ríkisstjórn- in hefur heitið einni milljón króna norskra til Snorrastofu. Einnig er vitað um safnanir í gangi í Noregi. Formaður byggingamefndar er Bjami Guðráðsson bóndi í Nesi og organisti við kirkjima. Auk hans em í byggingarnefnd þeir Ami Theó- dórsson á Brennistöðum og Þórir Jónsson í Reykholti. Likan af Snorrastofu. Samráðshópur vinni að bættu heilbrigðisástandi þjóðarinnar Heilbrigðisráðherra hefur skipað samráðshóp til þess að vinna að mótun opinberrar manneldis- og neyslustefnu. Markmið hópsins er aö ýta undir heilsusamlegar matar- venjur og heilbrigða lífshætti og bæta þannig heilbrigðisástand þjóðarinnar. Meðal verkefna hópsins verður aö tryggja að íslensk matvælafram- leiðsla verði í samráði við neyslu- þarfir þjóðarinnar, að manneldis- markmið manneldisráðs um holl- ustu fæðunnar verði lögö til grund- vallar við stefnumótunina, að leið- beina og fræða fólk um hollt matar- æöi, meöferð matvæla og mat- reiðslu og aö gangast fyrir neyslu- könnun til að fá yfirsýn yfir neyslu- venjur þjóðarinnar. Stefnumörkun þessi kemur inn á mörg sviö stjómsýslunnar og því er samráðshópurinn skipaður full- trúum frá landbúnaðarráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, sjávarútvegs- ráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti. Formaöur samráðshópsins er Páll Sigurðs- son, ráöuneytisstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu. Dagleg framkvæmd verkefnisins verður í höndum þriggja manna framkvæmdahóps undir for- mennsku Páls Sigurðssonar. Verkefnisstjóri hefur verið ráðin Unnur Stefánsdóttir fóstra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.