Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. Fréttir íslenskur uppfinningamaður stofnar fyrirtæki í Danmörku - þar sem framleiddir verða pólskór og rafmagnsklemmur Gizur Helgason, DV, Þýskalandi: íslenski uppfinningamaðurinn Jóhannes Pálsson er nú í þann veg- inn að hefja rekstur verksmiðju sinnar í bænum Nakskov í Dan- mörku. Fyrirtækið nefnist Jopel A.S. Hlutverk þessa fyrirtækis er meðal annars að framleiða ákveðna tegund af pólskóm en auk þess klemmur sem nota á við raf- magnsgirðingar. Einhverjar fleiri vörutegundir verða framleiddar hjá fyrirtækinu en allar eiga þær það sameiginlegt aö vera fundnar upp af Jóhannesi Pálssyni. Fyrirtækið í Nakskov er stutt af þróunarstofnun svæðisins, dönsku tæknimiðluninni, íjármálastofnun héraðsbankanna, Lalandia-fjár- festingu A.S. og danska launþega- sjóðnum. Svæðisdagblöðin segja í fréttum sínum aö framleiðslan hafi þegar verið hafin á íslandi en verði nú öll flutt til Nakskov. Framleiðslu- stjóri fyrirtækisins á íslandi, Gísli Gíslason, flyst til Nakskov og var þar fyrir allnokkru þegar undir- búningur fyrirtækisins var í bí- gerð. Hann fór til íslands í byijun maí til að sækja fjölskyldu sína og er nú væntanlegur innan fárra daga. Jóhannes Pálsson segir sjálfur að hann hafi kosið að flytja fyrirtækið til Danmerkur vegna betri og auð- veldari samvinnu við uppfinninga- skrifstofuna og dönsku tæknistofn- unina. Uppfinningamaðurinn reiknar fastlega með að útflutn- ingsmöguleikar séu góðir fyrir megnið af framleiðslunni, ekki hvað síst pólskóna, en þeir hafa vakið mikinn áhuga á alþjóðlegum vettvangi og sér í lagi hjá bifreiða- framleiðendum. Reiknað er með að 6-8 manns starfi hjá fyrirtækinu. Flugfélag Norðurlands: Flugvél féll hundrað meba Flugvél frá Flugfélagi Norðurlands féll nokkur hundruð metra í aðflugi viö Grímsey á föstudagskvöld. „Það er rétt að véhn lenti í ókyrrð. Það var engin hætta á ferðum. Vélin gat ekki lent sökum dimmviðris og sneri aftur til Akureyrar,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson framkvæmdastjóri. Einn farþegi var í vélinni. Vörur, sem voru aftast í henni, köstuðust til, þar á meðal var tjörudunkur. Lokið fór af honum og skvettist tjar- an yfir innréttingar aftast í véhnni. „Aðkoman var ljót og það tók um 40 vinnustundir að þrífa vélina," sagði Sigurður Aðalsteinsson. -sme Fundað um fiskverð: Nýr fundur boðaður í dag Yfirnefnd Verölagsráðs sjávarút- vegsins fundaði á laugardag. Á fund- inum var fjallaö um nýtt fiskverð, en að sögn Helga Laxdal, formanns Vélstjórafélags íslands, hefur nýr fundur verið boðaður í dag klukkan 4. Sjómenn hafa lagt fram kröfu um 10%.hækkun á verði aö sögn Helga, en það er innan ramma bráðabirgöa- laganna. „Sjómenn hafa dregist aftur úr hvaða varðar almenna launaþró- un,“ sagöi Helgi í samtali við DV í morgun, „og teljum við þessa kröfu hógværa.“ Núverandi fiskverð gildir til nk. miðvikudags, 1. júní. -StB Rrthöfundasambandið: Einar Kárason kosinn formaður Einar Kárason hefur verö kosinn formaður Rithöfundasambands ís- lands og tekur hann við af Sigurði Pálssyni sem gegnt hefur starfinu í fjögur ár. Aðrir í stjóm voru kosn- ir Steinunn Sigurðardóttir varafor- maöur, Þórarinn Eldjám, VUborg Dagbjartsdóttir og Andrés Indriða- son. Þá vora kosin til vara Vigdís Grímsdóttir og Sjón. Einar sagöi að þaö væri ekkert sérstakt sem biði framundan í hagsmunabaráttu rithöfunda þó vissulega væri þar margt sem þyrfti að laga, td. greiðslur fyrir útlán í bókasöfhum. En er gott að vera rithöfundur hér á landi? „Almenningur hér virðist vera hlynntur bókum og bókmenntum og hér er keypt hlutfahslega meira af bókum en annars staöar. Þaö er hins vegar annaö mál að rithöfund- ar fá afskaplega htið í sinn hlut enda gina flestir aðrir yfir þeim tekjum sem bækurnar skfia.“ Einar sagöist vera aö fást viö rit- störf nú eins og reyndar tíu síðustu ár. Hann heföi á þeim tíma skUað frá sér fimm bókum og bjóst hann við að halda áfram á þeim hraöa, það kæmi því ekki bók eftir hann um næstu jól. -SMJ Stjörnukort í Kringlunni: Fasteignasalanum óviðkomandi Eigandi stjömukortafyrirtækisins í Kringlunni vUdi koma á framfæri leiöréttingu við frétt DV á laugardag, þar sem einstæð móðir segir einn þeirra sem sviku hana um mihjónir vera eiganda stjömukortafyrirtæk- isins í Kringlunni. „Þetta er einkafyrirtæki og hefur verið mín eign frá því að fyrirtækið var stofnað. Mér er það mál, sem umrædd frétt snýst um, meö öUu óviðkomandi og í fréttinni er farið með rangt mál, sagði eigandi Stjömukorta. -sme Johann Rafnsson með tvihendis stöng, en hann kastaði vel og var i öðru sæti í einhendunni. DV-myndir G. Bender. Ámi Guðbjömsson, leiðsögumaður í Vatnsdalsá: Vann í báðum flokkum og veiðileyfi í Laxá í Kjós „Ég er mjög hress með keppnina og þátttökuna í þessari fyrstu kast- keppni okkar og við stefnum að svona á hverju ári hér eftir,“ sagði HaUgrímur Marinósson, eigandi Veiðihússins, í samtali við DV í lok hennar. „Þetta vora mjög góð köst hjá keppendum og mest hafa verið um 70 manns aö fylgjast með,“ sagði Hallgrímur. Það var Árni Guðbjömsson, leið- sögumaðurinn úr Vatnsdalsá, sem vann í keppni með einhendis og tví- hendis stöngum. Með einhendu kast- aði Ámi 30,22 metra og annar var Jóhann Rafnsson sem kastaði 29,54 metra. Með tvíhendu kastaði Árni 40,96 metra og næstur var Svavar Gunnarsson með 39,22 metra. Þessi keppni kom á réttum tíma fyrir veiðimenn og gaman að sjá kastara eins og Anahus Hagvaag, kominn á níræðisaldurinn, sveifla flugustöng- inniglæsUega. G.Bender Vísindaleiðangur til Kolbeinseyjar íslenskir og þýskir vísinda- menn kafa eftir örverum í þessari viku halda nokkrir ís- lenskir og þýskir vísindamenn í rannsóknarleiöangur með þýska rannsóknarskipinu Polarstem að Kolbeinsey. Við Kolbeinsey veröur farið í tveggja manna kafbáti niður að neöansjávarhverum á 100 metra dýpi til að kanna jarðfræðilegar og líffræðUegar aðstæður. TUgangurinn er að leita áður óþekktra tegunda hitakærra ör- vera sem e.t.v. hafa aðra eiginleika en þær sem hingað tU hafa verið rannsakaðar. Á því dýpi, sem hver- imir eru við Kolbeinsey, er suðu- mark vatns tahð vera langt yfir 100 gráðum vegna þrýstings. Því kynnu að lifa þar örverur við hærra hitastig en á yfirborði jarö- ar. Hjá Iðntæknistofnun er verið að vinna að líftækniverkefni sem felst í að einangra hitakærar hveraörverar og framleiða hitaþol- in ensím. Stjómandi verkefnisins er dr. Jakob Kristjánsson, forstöðumað- ur Uftæknisviðs Iðntæknistofnun- ar íslands. Leiðangursmenn auk hans era frá Líffræðistofnun, Ha- frannsóknastofnun og Orkustofn- un. Leiðangurinn kom til vegna samvinnu við dr. Karl O. Stetter, prófessor við háskólann í Regens- burg í V-Þýskalandi. Vísindamennimir koma til Reykjavíkur úr leiöangrinum 4. júní nk„ en hann hefur verið í und- irbúningi í þijú ár. -StB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.