Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 41
ppp \ t á vnir» ',/tx r/ /' / MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. SS 53 Fréttir Stórfelldar framkvæmdir undir Hengli: Hitaveita Reykja- víkur reisir orku- ver á Nesjavöllum Þessi teikning sýnir norðurhlið stöðvarhússins eins og það mun líta út fullgert. Kúlulaga byggingarnar í forgrunni eru stjórnstöö og gistiskálí. Bak við þær er tengibygging og síðan vinnslusalir orkuversins. Birt með leyfi Teiknistofunnar hf. Á Nesjavöllum í Ámessýslu standa nú yfir miklar framkvæmd- ir Hitaveitu Reykjavíkur. Unrnð er að því að reisa Nesjavallaveitu hitaveitunnar. Hér er um að ræða eina af stærstu framkvæmdum hitaveitunnar, að sögn Gunnars Sverrissonar, en hann er eftirhts- maður Hitaveitunnar með verkinu. Áætlaöur heildarkostnaður verks- ins er 2,5 milijarðar. Framkvæmd- um á fyrsta áfanga á að ljúka snemma vors árið 1990. Kostnaðaráætlun í ár fyrir verkið í heild er 974 miUjónir. Þar af áætl- að aö 518 miiljónir fari í aðveituæð- ina, 421 milljónir í orkuveriö á NesjavöUum, og 35 milljónir í aö- stöðusköpun og þjónustumann- virki. Gjöfult hitaveitusvæði Nesjavallasvæðiö er eitt af gjöfui- ustu háhitasvæðum landsins. Á árunum 1947-48 var það rannsakað í almennri rannsókn sem gerð var á Hengjlssvæðinu. Raxmsóknir með borunum voru gerðar árin 1965-1972 og 1982-1986. í fyrra skiptið voru boraðar fimm holur en í það síðara þrettán holur. Rannsóknarholur síðan 1972 voru gerðar þannig að þær geti einnig nýst sem vinnsluholur. Ár- angur hefur verið mjög góður. Að meðaltali gefur hver hola um 60 megavatta hrávarma. Það þýðir um 30 megavött nýtanlegs varma- afls sem dugar til hitunar 7500 manna byggðar. Fyrstu framkvæmdir hófust í fyrra Ákvörðun um virkjun Nesjavalla var tekin á fundi borgarstjómar 20. nóvember 1986. Samþykktin gerir ráð fyrir 1. áfanga virkjunar með 100 megavatta varmaafli og lagn- ingu aðveituæðar til Reykjavíkur. Fyrstu framkvæmdir hófust í apríl 1987. Þá hófst vegagerö á Nesjavöllum og reistar vom vinnu- búðir. Vegagerð frá Dal til Nesja- valla hófst í júlí í fyrra og er áætlað að framkvæmd hennar taki ár. Fyrsta áfanga stöðvarhúss virkj- unarinnar lýkur í lok þessa mánað- ar og fyrsti hluti aðveituæðarinnar verður settur niður í byrjun júní. Aðveituæðin spannar rúma 27 kílómetra Aöveituæðin að Grafarholti er. 27,2 km. löng. Hún er gerð fyrir allt aö 100 gráða hita og getur flutt 1870 lítra á sekúndu. Rörið, sem er stálrör, er 80 cm í þvermál aö geym- unum Reykjavíkurmegin en 90 cm í þvermál yfir hæðina. Hluti aðveituæðarinnar, eða 5 km leið, er grafinn í jörð niður vegna umferðar og umhverfis. Þar sem æðin liggur neðanjarðar er hún klædd plastkápu. Þar sem hún ligg- Vinnu við fyrsta áfanga stöðvarhúss virkjunarinnar lýkur að viku lið- inni. Stöðvarhúsið er engin smásmíði. Heildarflatarmál þess er rúmlega 2,700 fermetrar. Töluverð aukning Um eitt þúsund undirstöður eins og þsr sem sjást á þessari mynd þarf Að sögn Áma Gunnarssonar, að setja niður áður en aðveituæðin er iögð. Spáð í teikningar. Frá vinstri; Atli Hauksson, eftirlitsmaður fyrsta áfanga, Guðmundur Harðarson frá verktaka- fyrirtæki Gunnars og Guðmundar, Gísii Gunnlaugsson, eftirlitsmaður frá Fjarhitun, Rafn Kristjánsson staðar- verkfræðingur, Gunnar Sverrisson, eftirlitsmaður Hitaveitunnar, Ólafur Snorrason frá Ræktunarfélagi Flóa og Skeiða, Magnús Hallgrímsson og Páll Grettisson frá verktakafyrirtæki Gunnars og Guðmundar. DV-myndir GVA ur ofan jarðar er hún klædd stein- uilareinangrun innan í álkápu. í fyrsta áfanga mun vatnið aö jafnaöi vera 7 klukkustundir á leiðinni frá NesjavöUum. Á leiðinni mun það kólna um 2 gráður. Orkuverið engin smásmíði Sjáift orkuverið er engin smá- smíði. Að sögn Ama Gunnarsson- ar, yfirverkfræðings Hitaveitunn- ar, er það 2.760 fermetrar að flatar- máli. Að auki er lokið við smíði á birgðageymslu sem er 560 fermetr- ar. Orkuverið skiptist í fiórar megin- einingar og er stærst þeirra vinnslusalirnir sjálfir. Önnur ein- ingin er tengibygging þar sem hjálpar- og rafeindabúnaður orku- versins verður hýstur. Tvær hlið- arbyggingar era á staönum. Önnur þeirrá er stjómstöð en hin er hugs- uð sem gestaskáli. í gestaskálanum verður móttaka þar sem vinnsla orkuversins verður kynnt. Þar verða einnig til sýnis ýmis tæki hitaveitunnar. Vinnslurás virkjunarinnar Vinnslurás virkjimarinnar er fiölþætt. Fiögurra gráðu heitt vatn verður tekið við gíginn Grámel við bakka Þingvallavatns. Því verður síðan dælt upp í orkuverið. Þaðan verður vatniö leitt í varmaskipta þar sem heit gufa hitar það upp í 88 gráöur. Að því loknu fer það í gegnum afloftun þar sem súrefni verður m.a. losað úr því. Þegar hér er komiö sögu hefur hitinn á vatn- inu lækkað í 83 gráður. Vatninu er síðan dælt úr stöðvar- húsinu í geymi á Háhrygg. Geymir- inn á hryggnum er í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli, en stöðvar- húsið er í tæplega 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Hér er því rnn rúm- lega 200 metra hæðarmun að ræða. Frá geyminum á Háhrygg er sjálf- rennsli í aðalmiðlunargeymana á Grafarholti. yfirverkfræöings Hitaveitu Reykjavíkur, eykur NesjavaUaveit- an töluvert framleiöslu hitaveitu Reykjavíkur. „Jarðhitaafl hitaveit- unnar eykst um 20%, úr 500 mega- vöttum í 600 megavött. Aflþörf hita- veitunnar í dag er um 600 mega- vött og til þess að anna því, notar hitaveitan 96 megavatta oliukyndi- stöð. Með tilkomu Nesjavallaveitu vonumst viö í fyrsta lagi til þess að geta hvílt jarðhitasvæöin í Reykjavik. Þau eru ofnýtt í dag og hafa af þeim sökum mengast. í öðru lagi vomnnst við til að geta annað aflþörfinni að mestu leyti með varmaafli.“ Að sögn Áma er reiknað með aö klára annan áfanga virkjunarinn- ar, sem einnig er 100 megavött að varmaafli, innan 2-3 ára frá gang- setningu fyrsta áfanga. Jafnframt er áætlaö að reisa 6 megavatta gufurafstöð til framleiðslu á ra- forku til eigin nota. „Ef markaður væri fyrir raf- magn, sem viö vonum að verði, þá mætti byggja tfi viöbótar 35 mega- vatta rafstöð og framleiða rafmagn tfi sölu með mjög hagkvæmum hætti,“ sagði Ámi Gunnarsson. Náttúruverndarráö haft með í ráðum „Viö erum nokkuð sáttir viö framkvæmdir Hitaveitunnar á Nesjavöllum,“ sagöi Þóroddur Þór- oddsson hjá Náttúravemdarráði í samtali við DV. Samráö var haft við Náttúru- vemdarráð viö skipulagningu Nesjavallarveitu, að sögn Þórodds, sérstaklega hvaö varöar vegalagnir og vegastæði. Áætlun um fram- kvæmdir var lögö undir hlutaöeig- andi aðfia, og var Reynir VU- hjálmsson, landslagsarkitekt ráö- gjafi Hitaveitunnar. „Viðkvæmustu staðimir era dymar við Dyrafiöll," sagði Þór- oddur. „Þar era fomar göngu- og reiðleiðir. Náttúravemdarráð lagði áherslu á að gengið yrði vel frá svæðinu og að mannvirki yrðu snyrtfleg. Hér er að sjálfsögðu um ákveðna sjónmengun að ræða en viö teljum að ekki verði nein spjöll á náttúranni sökum framkvæmd- anna.“ Það skal tekið fram aö vegurinn milli Dals og Nesjavalla er lokaður allri umferð í sumar. -StB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.