Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. Spumingin Hverjir verða íslandsmeistarar í knattspyrnu karla? Mímir Völundarson: KR. hefuröu séö leikina sem þeir spila, áfram KR. örn Fr. Clausen: Fram. Ásta Margrét Kristjánsdóttir: Fram- arar, þeir hafa staöiö sig vel í ár. Hildur Ýr Arnarsdóttir: Fram, þeim var spáö sigri og þeir standa viö það. Helgi Sigurðsson: Valur að sjálf- sögöu. Ragnheiður Ármannsdóttir: Víking- ur, þaö er mitt hverfi og mitt lið. Lesendur Hvað verður um Isal? Sæmundur hringdi: Nú, þegar samningar eru í höfn hjá flestum starfsstéttum í landinu, annaö hvort meö samningum sem geröir hafa veriö milli launþega og vinnuveitenda eða með bráða- birgðalögum þeim sem ríkisstjórn- in setti af illri nauðsyn, þá eru starfsmenn ísals enn aö funda um kaup og kjör. Þaö hefur veriö haft á orði aö þessi rekstur ísals sé oröinn svo erfiður, vegna sífelldra launadeilna og verkfallshótana, að eigendur muni aö lokum taka það til bragðs að hætta rekstri hér á landi, loka álverinu. Ef svo fer, sem ekkert er óliklegt, þá mun margur missa spón úr aski sínum, bæði einstakl- ingar og þá ekki síst Hafnarfjörður sem bæjarfélag. Nú er þaö vitaö að starfsmenn í ísal hafa haft afar góð laun miðað viö aðra sem stunda störf í iðnaði og aðbúnaður er allur til fyrir- myndar hjá þessu fyrirtæki. Það skal viðurkennt að sum vinna þarna er ólík því sem gerist annars staðar, en það eru nú ekki alls stað- ar bónuð gólfm í fyrirtækjum hér, alla vega ekki í fiskvinnslustöðv- unum sumum. En þegar á heildina er litið, hefur starfsfólk hjá ísal haft mun meira en meðallaun og það væri mikill skaði, ef fyrirtæk- inu yrði lokað vegna deilna sem fyrst og fremst starfsmenn hafa skapað og haldið til streitu. En hvemig er það annars; er ekki ísal á íslandi og verða ekki starfs- menn þess að hlíta íslenskum lög- um eins og aðrir? Ég hélt að bráða- birgöalög ríkisstjórnarinnar giltu um álveriö eins og önnur fyrirtæki í landinu og því ættu deilur um laun og kjör aö vera úr sögunni þar eins og annars staðar. Ég verð að segja að mér finnst starfsmen þarna syðra láta nota sig til að grafa undan afkomumöguleikum sínum og starfsemi þessa fyrirtæk- is, sem héfur verið lyftistöng fyrir stóran hóp manna og heilt bæjarfé- lag. Álverið í Straumsvík. - Eru starfsmenn að grafa undan afkomumöguleikum sínum og starfsemi fyrirtækisins? Dýr Þykkvabæjar- bjúgu - Dýr síld Skortur á jarðvegsdúk Slæleg þjónusta Neytandi skrifar: Eg keypti á tímabili ágætis bjúgu frá F.F. í Þykkvabæ. Voru þetta stór hringlaga bjúgu og gæðavara. Yfirleitt kostuðu þau um 250-300 kr. eftir stærð og þyngd, og maöur sá að fólk keypti þessa gæöavöru. En eftir aö hinn illræmdi matar- skattur komst á, þá hækkuðu þessi bjúgu upp ur öllu valdi og kosta nú um 450-500 kr. stykkið. Nú er ég hættur aö kaupa þessa ágætu vöru. Ég verö líka var viö, aö álegg úr Þykkvabæ er dýrara en annað álegg, og finnst mér sem Hjörtur Jónsson hringdi: „Hafa menn fundiö lykil að Múlan- um?“ er forsíðurfrétt Tímans í dag. Þar er skýrt frá því, og raunar í öllum íjölmiðlum, aö verktakafyrirtækiö Krafttak, sem er í samvinnu við ann- að fyrirtæki, hafi gert tilboö í undir- göng í Ólafsfjarðarmúla fyrir 522 milljónir króna. Þetta er engin smá- upphæð, þótt eflaust sé þetta ekki stór upphæö miðaö við verkefni það sem fást á við. Það er hins vegar spurning um, hvort þetta er verkefni sem brýnt er að fást viö á þeim krepputímum sem við erum aö ganga inn í á íslandi. Ég hefði haldið, að þama væri nú ekki svo mikil umferð að það rétt- þiö í Þykkvabæ séuö á rangri leið, hvaö þetta varðar, því miður. Síld í dósum er gæöavara og mar- ineruð síld lúxusvara. Verðið hefur verið þolanlegt, miðað við annað okur. En mér brá um daginn er ég keypti marineraða síld, þegar inni- haldið hafði minnkaö. Ég hélt að þetta gætu verið mis- tök og keypti aftur marineraða síld viku seinna, en þaö var greinilegt að minna var í dósunum. - Eg harma ef framleiðendur ætla að fara þessa leið. Vonandi voru þetta mistök. lætti framkvæmd upp á hálfan millj- arð króna, meðan skórinn kreppir viða annars staðar í vegagerð og umferðarmálum. Hvort væri nú brýnna að nota þessa fjármuni í að létta á umferð- inni hér á höfuðborgarsvæðinu, t.d. með undirgöngum eöa þá brúm yfir einhver hinna mörgu gatnamóta við Miklubrautina - eða jafnvel til að gera undirgöng undir Öskjuhlíðina til suðurs og austurs? Fróðlegt væri að heyra frá fólki um þessi mál og kannski að fá kostnaðartölur um hvort sú upphæð, sem kostar að gera undirgöng undir Ólafsíjarðarmúla, nægði ekki til þessara framkvæmda sem ég tek dæmi af hér. Reynir Sigurðsson hringdi: Nú er kominn sá tími er fólk fer aö dytta að görðum og vinna aðra jarðvegsvinnu. Ég ætlaði að grípa til hlutar sem ég hef stundum notað með góöum árangri til að losna við arfa. Þetta er svokallaður jarövegs- dúkur sem maður ýmist leggur ofan á moldina og síöan þá grús eða annað efni þar ofan á eða maður setur dúk- inn undir moldina. Það þarf ekki að orðlengja það að ég fór bara í Sölufélag garðyrkju- manna við Reykjanesbraut og ætlaði aö kaupa dúkinn. Þetta var rétt fyrir hvítasunnuhelgina. Mér hatði fyrst verið svaraö í síma hjá versluninni og sagt að dúkurinn væri til. Þegar ég kom var mér svo sagt að hann væri ekki til. Ég gæti reynt að spyrj- ast fyrir um hann hjá heildverslun- inni sem seldi hann en hún héti Börkur. Þetta var þegar til kom al- rangt. Börkur flytur ekki inn jarð- vegsdúk, heldur Orka hf. Eg hringi þangað og spyr hvort þeir eigi jarðvegsdúk og hvort þeir selji hann til Sölufélags garðyrkju- manna. Jú, þeir fluttu inn dúkinn en ekki var hann kominn til þeirra í Sölufélaginu og þangað kæmi ekki lengur dúkur í metravís, heldur eitt- hvað sem kallað er „neytendapakkn- ingar“ og er að mig minnir annað- hvort 14 eða 18 fermetrar í pakka! Þetta finnst mér vera dæmi um slælega þjónustu, fyrst og fremst hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, sem ætti að hafa svona vöru á lager - og í metravís, allt frá því að sá tími kem- ur að fólk fer að Vinna í görðum sín- um. - Hins vegar segja þeir hjá Orku að þeir eigi jarövegsdúk í metravís og hann sé til sölu í verslun þeirra. Mörgum finnst heppilegra aö kaupa svona dúk í metratali, sérstaklega ef maður þarf ekki nema til heimilis- nota, kannski fyrir minniháttar verk. Þetta er lítið dæmi um óhagræöi í verslun og viðskiptum og hvernig viðtekin og hefðbundin vörutegund tekur allt í einu á sig breytta mynd (úr metrasölu yfir í staðlaða stærð í neytendapakkningu) flestum við- skiptavinum til óhagræðis en senni- lega söluaðilum og verslunarfólki til hagræðis. í fallegum görðum eins og þessum getur verið hagkvæmt að nota jarð- vegsdúk til að losna við arfa. Og gott er að geta keypt dúkinn í metra- tali. Hringið í síma miUi kl. 13 og 15, eða skrifið. Undirgöng undir Öskjuhlíðina? - „Hvað skyldu þau kosta?“ er spurt hér. Undirgöng í Múlanum eða Miklubraut: Hvor eru mikilvægari?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.