Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. 47 i>v LífSsstQl fslenskt grænmeti: Verðið fer lækkandi íslenska grænmetið er enn dýrt þrátt fyrir að verðið hafi lækkað verulega að undanfómu. Verðið virðist einnig um tvöfalt hærra í smásölu en á grænmetismarkaðn- um. í tilefni lækkandi grænmetisverðs gerðum við verðkönnun á grænmeti síðastliðinn fostudag. Farið var í níu stórmarkaði og athugað verð á fjór- um tegundum íslensks grænmetis. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að mikill verðmunur er á grænmeti. Þannig kosta gúrkur minnst kr. 158 í JL-húsinu. Þessar gúrkur em úr öðmm flokki. Gúrkur kosta mest kr. 228 í Kjötmiðstöðinni. Ekki var getið um flokk en gúrkum- ar voru allar snúnar og kræklóttar. JL-húsið var eina verslunin sem gat um gæðaflokk. Sömu sögu er að segja af tómötum. Engin verslun gat um flokk. Þó vora tómatamir agnarsmáir í Kjötmiö- stöðinni. Annars reyndust þeir dýr- astir í Nóatúni í Hamraborg þar sem þeir kostuðu kr. 397. Ódýrastir voru þeir í Miklagarði þar sem þeir kost- uðu kr. 249. Einnig var töluverður munur milli verslana á verði grænnar papriku. Hún reyndist ódýrast í Miklagarði þar sem hún kostaði kr. 475. Hún var dýrast í JL-húsinu en þar kostaði hún kr. 590. Sveppir hrikalega dýrir Sveppir reyndust vera hrikalega dýrir. Þeir fengust ódýrastir í Mikla- garði þar sem þeir kostuöu kr. 799. Dýrastu sveppina sáum við í JL- húsinu en þar kostuðu þeir kr. 986. Grænmetiskarfa Mikligarður Fjarðarkaup Nóatún Kaupstaður Meðalverð Grænmetismarkað Hagkaup Kostakaup JLhúsið Kjötmiðstöðin Gúrkur Sveppir Tómatar Paprika græn Grænmetismarkaður 119.91 434,90 162,00 304,30 Nýibær 218,00 845,00 308,00 564,00 Mikligarður 179,00 ' 799,00 249,00 475,00 Kaupstaður 198,00 939,00 359,00 589,00 Fjaröarkaup 195 00 897,00 273,00 594,00 Kostakaup 217,00 ■ 867,00 302,00 608,00 Kjötmiðstöðin 228,00 962,00 317,00 584,00 Nóatún 227,00 829,00 397,00 589,00 Hagkaup 195.00 839,00 279,00 495,00 JL-húsið 158,00 986,00 315,00 590,00 Meðalverð 188,45 884,80 311,00 565,30 Það er ótrúlegt að nokkur skuli reiðubúinn að greiöa svo hátt verö fyrir sveppi sem raun ber vitni. Benda má á að í öllum verslunum fást niðursoðnir sveppir á góöu verði í miklu úrvali. Einnig fást frosnir sveppir á tæpar 500 krónur í Hag- kaup. íslenskt grænmeti er enn ekki sam- keppnisfært við erlent hvað verð snertir. Það á þó líklega enn eftir að lækka í verði meö auknu framboði. Þegar skoðaö er verð á grænmeti kemur í ljós að það er um helmingi lægra en smásöluverð. Hluti af mis- muninum er matarskatturinn, hitt. er álagning. Það er einnig ljóst að ekki er eðlilegt að jafnmikið kosti að selja vöruna eins og að framleiða hana. Kaupmenn hljóta aö geta sleg- ið eitthvað af sinni álagningu. Þaö er bara að bíða. -PLP Talaðu við ofehur um eldhústæki SUNDABORG 1 S. 6885 88 -68 8589 t*oð er íverjondi oð hringjo ehhi í ömmu ó Ahur- eyri d ojmslinu hennor Bíminn er tilvalin leið til að eiga persónuleg samskipti við œttingja og vini i öðrum landshlutum. Síminn er lika skemmtilegur og þœgilegur samskiptamáti. Vissir þú, að það er ódýrara að hringja eftir kl. 18 og enn ódýrara að hringja um helgar. Dagtaxti er frá kl. 08 til 18 mánudaga til föstudaga. Kvöldtaxti er frá kl. 18 til 23. Nœtur- og helgartaxti er frá kl. 23 til 08 virka daga og frá kl. 23 á föstudegi til 08 nœsta mánudag. Fyrir þá sem staddir eru á landsbyggðinni, en þurfa að sinna erindum við fyrirtœki og stofnanir á höfuðborgarsvœðinu, er síminn einfaldasta og fljót- virkasta leiðin. Síminn er til samskiþta Því ekki að not’ann meira! PÓSTUR OG SÍMI Dœmi um verð á símtölum: Einar Þorvarðarson er markvöröur íslenska landsliðsins í handknattleik og á að baki yfir 170 landsleiki. Einar leikur jafnfrantt með íslands- og bikarmeisturum Vals.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.