Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. 13 Amsterdam Verð frá 22.930 kr. Hamborg Verð frá 21.550 kr. Kaupmannahöfn Verð frá 20.300 kr. London Verð frá 25.000 kr. Luxembourg Verð frá 19.400 kr. Salzburg Verð frá 28.200 kr. Milanó Verð frá 31.450 kr. 4 í bíl í eina viku FLUG OG BÍLL Amsterdam, Hamborg, Kaup- mannahöfn, London, Luxembourg og Salzburg á ákveðnum brottfarar- dögum. Við bjóðum einnig gistingu í sumarhúsum og íbúðarhótelum í beinum tengslum við flug og bíl. Börn 2-11 ára frá 50% afslátt af flug- fargjaldinu. FERDASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7 S. 624040 Utlönd Vatnsskömmtun Bjami Hmriksson, DV, Bordeaux: Michel Rocard, forsætisráðherra Frakklands, hefur lýst þvi yfir að aukið atvinnuleysi í landinu sé óhjákvæmilegt í júlí, ágúst og jafn- vel í september og að þetta sé afleið- ing ráðstafana undanfarandi ríkis- stjómar Jacques Chiracs. í baráttu sinni gegn atvinnuleys- inu beitti Chirac aðgeröum sem hættu að hafa áhrif nú í byijun sumars og segir Rocard að fyrrver- andi stjóm hafi séð þetta ástand fyrir og jafnvel óskað eftir því. Reiknaö er með 200 þúsund til 250 þúsund nýjum atvinnuleysingjum. Þann l.júní munu lágmarkslaun hækka og bráðum mun ríkisstjóm- in tilkynna að langvarandi veikindi eldri borgara verði að fullu leyti borguð af hinu opinbera. Til að- gerða verður einnig gripið svo að íjárhagsgrundvöllur hinna frönsku almannatrygginga verði tryggður en þar sakar Rocard fyrrum kol- lega sinn sömuleiðis um skamm- sýni. Ástralir stálu Beaujolais-nafhinu Michel Rocard, forsætisráðherra Frakklands, segir aukið atvinnuleysi vera afleiðingu ráðstafana rikisstjómar Jacques Chiracs. Simamynd Reuter. Sakar Chirac um skammsýni Bjami Hmrikssan, DV, Bordeaux: Frakkar og Ástralíubúar eru dug- legir að rífast. Ef það er ekki út af kjamorkutilraunum Frakka í Kyrra- hafinu eða atburðunum á Nýju Kale- dóniu þá er það vegna ólöglegrar notkunar á frönskum nöfhum við sölu á áströlskum vínum. Þannig er mál meö vexti að 1982 tóku franskir framleiðendur Beau- jolais-rauðvfnsins þekkta Ástrahu með trompi og þá sérstaklega með heljarinnar auglýsingaherferð. Hófu þeir að selja gífurlegt magn af rauða vökvanum. Aumingja áströlsku vín- bændumir sáu sitt óvænna, töldu um líf og dauða að tefla og skelltu Beaujolais-nafhinu á vínflöskumar sínar. Við það jókst salan aftur og allt í einu voru það Frakkar sem vöknuðu upp við vondan draum. Salan á hinu ekta Beaujolais-víni minnkaði á árunum 1985 til 1986 um nær 75 prósent Hagsmunasamtök franskra vín- framleiðenda hafa skrifað öllum áströlsku svindlurunum og farið verður í mál við þá sem ekki sam- þykkja að hætta þessari nafaamis- notkun. Franskir Beaujolais-bændur verða innan nokkurra mánaða komnir með einkarétt á nafninu en ástralskir kollegar þeirra gefa þeim langt nef og segjast ekki lengur þurfa svona aðferðir til að selja vín sitt. Þaö hafi þegar sannað gseði sín. og regnbænir Mikhr þurrkar eru nú í löndunum sem hggja að Karíbahafi. Vatn er skammtað og beöið er til æðri mátt- arvalda um úrkomu. Veöurfræðingar segja að þurrka- svæðið 'nái aht frá norðurhluta Amazonskóganna til eyjanna í aust- urhluta Karíbahafs. Ástandið er sérstaklega slæmt í norðurhluta Suður-Ameríku. Einnig eru mikhr þurrkar í mið- og norðurhluta Mex- íkó, þeir verstu í tuttugu ár að því er sumir segja. í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, hefur ekki verið jafn- slæmt þurrkatímabil í fimmtíu og tvö ár. Þó svo að þurrkarnir jafnist ekki á við þaö sem gerist í Afríku þykir ástandið alvarlegt þegar tekið er til- ht th þess að undir venjulegum kringumstæðum rignir mikið í sex mámiði á ári á þessum slóðum. Grænmetisuppskeran á Barbados er 95 prósent minni nú en venjulega og tahð er að 55 prósent ahra naut- gripa í Guyana geti drepist innan tveggja mánaða ef ekki rignir nóg. Þar er einnig búist við að sykurupp- skeran minnki um 17 prósent og hrís- grjónauppskeran um 32 prósent. En það eru ekki bara bændur sem hafa orðið varir við afleiðingar þurrkanna. í Bógóta í Kólumbíu, þar sem um fimm mihjónir manns búa, hafa yfirvöld hætt að veita vatni til um einnar mihjónar íbúa í rúmlega hundrað úthverfum. Bannað er að þvo bíla og vökva garða í borginni. í miðhluta borgarinnar er lokað fyrir vatnið nokkrar klukkustundir á dag. Mjólkurverð hefur af þessum sökum hækkað mikið. í Trinidad, þar sem vatnskerfið er mjög þróað, hafa þurrkamir ekki haft eins alvarlegar afleiðingar og annars staðar. Þar er búist við að sykuruppskeran verði 90 þúsund tonn á þessu ári eins og áætlað var. Hins vegar hafa skógareldar kviknað víða úti á landsbyggðinni. Kúba, Jamaica og Hispanola hafa sloppið vel vegna kaldra vinda frá Banda- ríkjunum. Um fimm hundruð áhugamenn um dulræn fyrirbrigði þyrptust saman fyrr í þessum mánuði við vatnsból fyrir sunnan Bógóta. Reyndu þeir þar að framkalla regn með því að syngja töfraorð sem hljómuðu hkt og fahandi regndropar. Ymsir trúar- hópar í öðrum löndum á þurrka- svæðinu hafa viðhaft hinar margvis- legustu athafnir th þess að bhðka guðina. Langvarandi þurrkar í Mexíkó og löndunum er liggja að Karíbahafi hafa valdið miklum uppskerubresti. Stmamynd Reuter Hræddir um að missa Picassoverk úr landi Bjanú Hinriksson, DV, Bordeaux: Enn einu sinni eru Frakkar hræddir um að missa út úr landinu meistaraverk á sviði málunarlistar- innar, dýrgrip sem sé menningu og sögu landsins ómetanlegur. Hér er um að ræða eitt af verkum Picassos frá þeim tíma er hann mál- aði aht í bláu og ber það heitið La Celestine. Er þaö tahð eitt af höfuð- verkunum frá bláa tímabilinu og það eina sem enn þá er ekki komið inn á safn. Málverkið var th skamms tíma í eigu fjölskyldu sem þekktí Picasso en komst síðan í hendur málverka- sala í París. Sá var ekki lengi að bjóða verkið til sölu eftír að enskur sér- fræðingur hafði hreinsaðþað og gef- ið bláu tónunum aftur sinn rétta ht. Málverkasalinn mundi auðvitað kjósa að La Celestine færi ekki út úr landinu en kaupverðið er í kring- um 40 mihjónir franka sem er dáhtið mikið, jafnvel fyrir hið opinbera sem helst myndi vhja fá verkið inn á Pic- assosafnið í París. Samningaviðræð- ur eru í gangi en engin niöurstaöa hefur fengist enn þá. Ekki er óhklegt að útlendingar fari að blanda sér í máhð, th dæmis Spán- verjar, því La Celestine er spænskt málverk, málað á Spáni af spænsk- um málara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.