Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. 1] Útlönd Irakar gagnrýna Sýrlendinga Utanríkisráðherra íraks, Tareq Aziz, sagði í gær að íhlutun Sýrlands og írans í málefhi Líbanons miðaði að l>ví að ræna arabísku þjóöina í Líbanon auði sínum. Sýrlenskar hersveitir fóru inn í úthverfi Beirút á fóstudag og laugar- dag til þess að binda enda á bardag- ana milli amalshita, sem studdir er af Sýrlendingum, og meðbma Hiz- bollah samtakanna sem íranir styðja. Áður höfðu átt sér stað langar viðræður milb sýrlenskra og ír- anskra embættismanna. Sýrland er einn helsti stuðningsað- ib Irans í stríðinu viö írak sem nú hefur staðið yfir í sjö og hálft ár. Opinbera fréttastofan í írak sagði í gær að hernaðaraðgerðir Sýrlend- inga í Líbanon væru bður í aðgerð fil að skipta landinu mibi ísraels og Sýrlands. Sýrlensku hermönnunum var á- kaft fagnað af íbúum Beirút en enn hefur ekkert frést af gíslunum sem tabð er að hafi verið í haldi í þeim hverfum þar sem barist var harðast. Um fjögur þúsund sýrlenskir hermenn fóru um helgina inn í úthverfi Beirút í Libanon til þess að binda enda á bardaga striðandi fylkinga þar. Símamynd Reuter Mannrán í Kólumbíu Lögreglan rannsakar bil þann sem talið er að hafi verið notaður við ránið á einum helsta andstæöingi stjórnarinnar í Kólumbiu í gær. Billinn eyðilagð- ist í sprengingu skömmu eftir ránið. Simamynd Reuter Einum helsta andstæðingi stjóm- arinnar í Kólumbíu, Alvaro Gomez Hurtado, var rænt af byssumönnum er hann gekk úr kirkju í gær. Tabð er að hann hafi getað særst við mannránið. Ættingjar Gomez sögðu síðar að þeir hefðu þekkt rödd hans á segul- bandsupptöku er send var útvarps- stöð. Á hann að hafa sagt veikri röddu að hann væri að dauða kom- inn. Sjónarvottar segja þó að ekki hafi virst sem hann hafi særst í skot- hríðinni sem átti sér stað er honum var rænt. Einn lífvarða hans beið hins vegar bana. Skæruhðasamtök hafa lýst yfir sök á mannráninu en ekki virðist enn ljóst hvort Gomez, sem er lögfræð- ingur og fyrrrnn sendiherra, hafi ver- ið rænt af vinstri sinnuðum skæra- böum eða eiturlyfjasölum sem berj- ast gegn því að verða framseldir tíl Bandaríkjanna vegna rétfarhalda þar. Gomez var forsetaframbjóðandi árin 1974 og 1986. Hann er hægri sinnaður og krefst harðari stefnu gegn skærabðum og eiturlyfjasölum. Okyrrt hefur verið í Kólumbíu undanfama viku og hafa að minnsta kosti tíu manns látið lífið í átökum. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson Sveitarstjóri Laust er til umsóknar starf sveitarstjóra Súðavíkur- hrepps. Umsóknarfrestur er til 8. júní nk. Nánari upplýsingar veita oddviti í síma 94-4899 og sveitarstjóri í síma 94-4912. Eigum nú aftur, á lager, gólfmott- urnar í stærðinni 120x60 sm. - i tveim litum - dökkgrænu og or- ange - sem krækja má saman, bæði á endum og hliðum. - Þessar mottur henta sérstaklega vel fyrir vinnustaði og sem venjulegar gólf- mottur til varnar sliti. Hringið og fáið frekari upplýsingar. t cm 4., Auðbrekku 2 - Kópavogi. Sími 4 62 16. einnig á lager „RUSLA- Eigum TUNNURNAR" á hjólum, í tveim ur stærðum — 120 og 190 Itr. Arrow^ S K Y R T U R verð kr. 1.495 Fimm ólíkar rútuferðir. Þægilegar, stuttar dagleiðir og aðeins er gist á góðum hótelum. Hæfilega stórir hópar og fararstjórar sem gjör- þekkja þau svæði sem farið er um. Frakkland 5/6 2 vikur kr. 71.400.- Austur Evrópa 28/7 2 vikur kr. 80.900.- Austurríki - Ungverjaland 2 vikur kr. 79.700.- Bandaríkin 22/8 3 vikur kr. 93.100.- Ítalía 8/9 3 vikur kr. 92.300.- FERÐASKRIFSTOFAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.