Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 18
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Við Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað eru lausar til umsóknar þrjár stöður hjúkrunarfræðinga. í boði er góð vinnuaðstaða, ódýrt húsnæði og góð laun. Nes- kaupstaður býður upp á góða skóla, dagheimili og leikskóla, auk þess stillt veðurfar og fallega náttúru. Hvernig væri að hafa samband? Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97-71403. Framkvæmdastjóri Skrásetning nýnema í Háskóla íslands fer fram l.júní til 30. júní 1988. Umsókn um skrásetningu skal fylgja staðfest Ijósrit eða eftirrit af stúdentsprófsskírteini (ath. af öllu skír- teininu). Ennfremur skal greiða gjöld sem eru samtals 6200 kr. (skrásetningargjald 4200 kr. og pappírsgjald o.fl. 2000 kr.). Skrásetningin fer fram í skrifstofu há- skólans í Aðalbyggingu kl. 9.00-12.00 og 13.00- 16.00 og þar fást umsóknareyðublöð. Háskóli íslands. FJÖLBRAUTASXÚUNN BREIOHOUTI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti verður 1. og 2. júní nk. kl. 9.00-18.00 í Miðbæjarskólanum og skólanum sjálfum. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður fram eftirtalið nám: Almennt bóknámssviö (menntaskólasvið) Eðlisfræðibraut Fornmálabraut Náttúrufræðibraut Nýmálabraut Tæknibraut (Verknám minnst 9 einingar) Tölvufræðabraut Héilbrigðissvið Heilsugæslubraut Hjúkrunarbraut Snyrtibraut Listasvið Myndlistar- og handíðabraut Tónlistarbraut Matvælasvið Grunnnámsbraut fjögurra iðngreina Matartæknabraut Matarfræðingabraut Tæknisvið Málmiðnabraut Rafiðnabraut Tréiðnabraut Framhaldsbrautir að sveinsprófi Uppeldissvið Félagsfræðibraut Félagsstarfabraut Fjölmiðlabraut Fósturbraut íþróttabraut Viðskiptasvið Samskipta- og málabraut Skrifstofu- og stjórnunarbraut Verslunar- og sölufræðabraut Tölvufræöabraut Stjórnunar- og skipulagsbraut Markaðs- og útflutningsbraut Læknaritarabraut Unnt er að Ijúka stúdentsprófi á öllum námssviðum skólans. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, Austurbergi 5, sími 75600 og innritunardagana í Miðbæjarskólanum. Innritað verður í Kvöldskóla F.B. þrjá síðustu daga ágústmánaðar og verður það nánar auglýst síðar. Skólameistari. .8861 ÍAM .08 HUOAQUMÁM MÁNUDAGUR 30. MAl 1988. Fréttir dv Jarðhitaskólinn: Besta þróunaraðstoð okkar íslendinga Jarðhitaskólinn, sem rekinn er af Orkustofnun, er nú að hefja sitt tí- unda starfsár. Síöan skólinn var stofnaður hafa verið þjálfaðir 69 jarð- vísindamenn og verkfræðingar frá 14 þróunarlöndum. Að auki hafa 20 aðrir erlendir nemendur og fræði- menn tekið þátt í starfi skólans. Starfsemi jaröhitaskólans miðar að því að gefa nemendum sérhæfða þjálfun í einstökum greinum jarð- hitafræða undir handleiðslu ís- lenskra sérfræðinga. Skólinn skiptist í átta sérfræðibrautir, jarðfræði, bor- holujarðfræði, jarðeöhsfræði, bor- holumælingar, forðaverkfræði, jarö- efnafræði, borverkfræöi og nýtingar- verkfræði. Hver nemandi velur sér sérbraut. Starfar í samvinnu við Háskóla S.Þ. Að sögn dr. Jóns Steinars Guð- mundssonar, forstöðumanns jarð- hitaskólans, er skólinn rekinn í sam- vinnu við Háskóla Sameinuðu þjóð- anna. Háskóhnn, sem hefur aðcil- stöðvar sínar í Tókýó, gerir samn- inga við sérfræðistofnanir um ahan heim og var Orkustofnun valin sem helsta sérfræðistofnunin um jarð- hita. Jarðhitaskólinn hóf starfsemi sína árið 1979, að undangenginni th- lögu ríkisstjórnar íslands til Samein- uðu þjóöanna þess efnis að hluti Háskóla S.Þ. yrði rekinn á íslandi. Fjörutíu stofnanir og skólar víðs vegar um heiminn taka þátt í þessu starfi Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Á Norðurlöndum er hluti skólans starfræktur í Finnlandi auk íslands. Strangar kröfur til nemenda Nemendur jarðfræðiskólans koma á ferða- og dvalarstyrkjum frá Sam- einuðu þjóðunum. Islendingar kosta kennsluna en það er utanríkisráðu- neytið sem veitir fjárveitingar fyrir skólann. Kennarar við skólann eru íslenskir sérfræðingar á jarðhita- dehd Orkustofnunar, prófessorar við Háskóla íslands og sérfræðingar frá verkfræðistofmn og hitaveitum. Skilyrði fyrir inngöngu nemenda er að þeir hafi háskólapróf þar sem þetta er framhaldsnám á háskóla- stigi. Það er einnig skhyrði að þeir hafi unnið við jarðhitamál í a.m.k. eitt th tvö ár. Nemendurnir verða einnig að vera tilnefndir af þeirri stofnun sem þeir vinna við og stofn- unin verður að vinna við jarðhita. Að lokum skuldbinda þeir sem út- skrifast sig th að vinna við jarðhita- mál í þrjú ár í sínu heimalandi að lokinni þjálfun á íslandi. „Þetta er besta þróunaraðstoð sem ísland veitir,“ sagði dr. Jón Steinar í samtali við DV. „Orkustofnun, sem og utanríkisráðuneytið, er ánægö meö árangurinn. Um 90% þeirra sem hlotið hafa kennslu í skólanum í þessi tíu ár, sem hann hefur starfaö, eru enn starfandi viö jarðhita." -StB Guðni IS sjósettur eftir vetrarlanga hvíld. Eigandi Konráö Guðbjartsson. DV-mynd Reynir Flateyri: Trillukatiamir byrjaðir róðra Reynir Traustason, DV, Flateyii: Trihukarlar á Flateyri eru nú sem óðast að búa báta sína til handfæra- veiða og sumir eru reyndar þegar byrjaöir róðra enda þarf að nota vel þennan stutta tíma sem slík sjósókn er möguleg. Vertíðin hjá trillubátum á Vestfjörðum stendur frá maí th september þó að þeir megi búa við sömu veiðitakmarkanir og þær trhl- ur sem róa í koppalogninu sunnan- lands. Stólalyfta á Seljalandsdal Stgufión J. SigurðBson, DV, ísafirðl- Bæjarstjórn Ísaíjarðar hefur samþykkt að sú eina og hálfa millj- ón króna, sem á fiárhagsáætlun var ætluö til kaupa á skíðalyftu á Selja- landsdal, verði notuö í fyrstu útborgun á ítalskri Leitner- að keypt yröi lyfta frá Leitner á lyftu. ítaliu. Að sögn Haralds L. Haraldssonar Á fundi bæjarráðs um ijárhags- bæjarstjóra er um aö ræöa stóla- mál, sem haldinn var 9. maí, lagöi lyftu sem er mun afkastameiri en Hafsteinn Sigurðsson, íþrótta- og gamla lyftan í Seljalandsdal. Fuh- æskulýösfulltrúi, fram greinargerð trúi frá Leitner er væntanlegur tíl um val mhh tilboða. Lagt var th ísafjaröar nú í lok mánaðarins. L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.