Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1988, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 30. MAÍ 1988. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Forsetakosningar Eftir að Vigdís Finnbogadóttir ákvað að gefa kost á sér sem forseti íslands þriðja kjörtímabilið í röð þótti einsýnt að hún yrði sjálfkjörin. Vigdís forseti hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar og íslendingar vilja hafa frið um þetta virðulega embætti. Hvort tveggja studdi það útbreidda álit meðal þjóðarinnar að kosning- ar væru óþarfar með öllu þegar núverandi kjörtímabili forsetans lýkur í sumar. Sú saga komst á kreik að Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir úr Vestmannaeyjum, hefði hug á forsetafram- boði. Sigrún hefur starfað bæði í Sjálfstæðisflokki og Flokki mannsins, eftir því sem sagt er, en að öðru leyti tiltölulega óþekkt manneskja. í fyrstu var talið að þess- ar sögusagnir um framboð Sigrúnar væru grín en nú liggur það endanlega fyrir að hér er alvara á ferð og Sigrún gefur kost á sér til forseta. Forsetakosningar fara fram í júnimánuði. Við þessu óvænta og gjörsamlega vonlausa framboði er auðvitað ekkert að segja. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir kosningum, lýðræðið býður fólki upp á kosningar og svo er fyrir að þakka mannréttindum og kjörgengi að hver sem er getur stillt sér upp til framboðs, að fengn- um nokkrum undirskriftum meðmælenda. Það er að sjálfsögðu fullur réttur Sigrúnar Þorsteinsdóttur að nýta sér leikreglur lýðræðisins og sjálfsagt fyrir okkur hin að bera virðingu fyrir þessu framboðsbrölti - jafn- vel þótt það reynist mörgum erfitt. Nú kann Sigrúnu Þorsteinsdóttur og fylgismönnum hennar að vera nokkuð niðri fyrir og telji sig í alvöru- kosningabaráttu. Mistök Sigrúnar geta því orðið þau að láta kosningabaráttuna snúast um sína eigin per- sónu. Hitt er miklu skiljanlegra og frambærilegra ef til- gangur framboðsins og forsetakosninganna er sá að beina athygli þjóðarinnar að eðli og áhrifum forsetaemb- ættisins, skapa umræðu um hvort auka eigi völd forset- ans, hvort afskipti hans af stjórnmálum séu nægjanleg, hver tengsl forsetans eigi áð vera við almenning og lífs- kjörin í landinu. Það eru slík viðfangsefni sem eðlilegt er að ræða og í þessum skilningi er kosningaumræða af hinu góða. íslendingar geta þá gert það upp við sig hvort þeir velja og vilja að forsetinn sitji áfram á virðing- arstalli, vinsæll en tiltöluleg valdalaus, eða hvort hann á að þeysa um vígvöllinn, umdeildur en áhrifamikill. Sigrún Þorsteinsdóttir virðist vilja að forseti íslands sé í síðara hlutverkinu, Vigdís forseti hefur fylgt hefðinni og valið fyrri kostinn. Nú er auðvitað hægt að ræða um embætti forseta íslands án þess að efna til kosninga. En ef einhver kýs þann kostinn til að vekja athygli á málstað sínum þá hann um það. Óþarfi er að draga þær kosningar niður á lágt plan eða gera forsetakosningar að grínþætti sem enginn tekur alvarlega nema sá sem efnir til hans. Von- andi verður hjá því komist. Vigdís Finnbogadóttir er óneitanlega í sérstakri að- stöðu. Hún hefur verið og er enn þjóðhöfðingi íslands og verður fyrst allra forsetanna að heyja kosningabar- áttu fyrir endurkjöri sínu. Um úrslitin þarf ekki að ótt- ast, en það má samt ekki vanvirða kosninguna og mót- frambjóðandann. Forseti íslands getur ekki hundsað kosningarnar og undirbúning þeirra. Þjóðin þekkir hins vegar vel til Vigdísar og nú fær almenningur tækifæri til að láta álit sitt á forsetanum í ljós. Að því leyti geta þessar forsetakosningar orðið til góðs - þrátt fyrir allt. Ellert B. Schram Það gæti verið þú Það er vor, það er gott veður og það er gaman að lifa. Nýir einstakl- ingar stíga fyrstu skrefm sem þátt- takendur í umferðinni. Það er gengið og það er hjólað. Krakkarn- ir, sem koma nú í auknum mæli út í umferðina, eiga það sameiginlegt að vera óvanir vegfarendur miðað við þá sem eldri eru. Hvernig reiðir þeim aí? Verða allir jafnhamingju- samir í haust með hjólið sitt og þeir eru núna? Mér datt þetta í hug þegar ég horfði á eftir strákunum í götunni bruna á hjólunum sínum út eftir henni og beygja út í þá næstu, þar sem umferðin er marg- fóld og hætturnar því íleiri. í fram- haldi af þessari hugsun fór ég að velta fyrir mér umferöar- og örygg- ismálum. Skyldi staðreyndin vera sú að við hönnun umferðarmannvirkja sé öryggismálum vegfarenda, gang- andi og akandi, of lítill gaumur gefinn? Vantar eitthvað í umferð- armenningu okkar sem, ef til stað- ar væri, mundi draga úr slysum og gera umferðina greiðari? Götur gefa ekki atkvæði Einu Sinni var borgarstjóri í Reykjavík sem hét Geir Hallgríms- son. í fyrstu borgarstjórnarkosn- ingum, sem hann leitaði endur- kjörs í, var hann uppnefndur af andstæðingum sínum og kallaður malbikarinn mikli honum til háð- ungar. Þessi borgarstjóri hafði unnið sér það til óhelgi að mati andstæðinga sinna, að sýna mikinn dugnað viö að koma áfram gatna- framkvæmdum í Reykjavík. Á þeim tíma voru þeir til sem höfðu ekki áttað sig á hvað mikla þýðingu þaö hefur að gatnakerfi í borg eins og Reykjavík sé í góðu lagi. Þessar raddir hafa þagnað og nú finnst ölium meira en sjálfsagt að gatan þeirra sé malbikuð áður en ílutt er í nýja húsið sem er að rísa viö götuna. En getur verið að viö séum jafnsofandi fyrir öryggismál- um í umferðinni og andstæðingar Geirs Hallgrímssonar í borgar- stjórn Reykjavíkur voru varöandi malbikun gatna? Ég minnist þess ekki í fljótu bragði að borgarstjórnarpólitíkus- ar láti sig þessi mál miklu skipta utan hallærisóp minnihlutans öðru hverju á vetrum yfir því að hált sé á gangstéttum. Fjarri er þó að það sé mesta hættan sém að vegfarend- um steöjar dags daglega í umferð- inni. Líklega telja menn að þessi málaflokkur gefi ekki atkvæði, eða lúti almennt einhverjum æðri lög- málum og því stjómmálum óvið- komandi. Svo er þó ekki. í um- ferðarmálum, eins og flestum öðr- um málum, skiptir máh hvemig að uppbyggingu er staðið, hvaða markmiö eru sett og síðast en ekki síst hve miklum íjármunum stjórn- endur eru reiðubúnir til að veita til þessa málaflokks. Umferðin í Reykjavík Það er mín skoöun að í mörg ár hafi ekki verið gætt nægilega að öryggi í umferðinni hér í Reykjavík og mun meiri íjármunum hefði þurft og þurfi að veita til þess mála- flokks. Þessi atriði hafa verið að koma betur og betur í ljós í kjölfar aukinnar umferðar á síöustu miss- erum. Hér er bæði um að ræða að þess er ekki gætt sem skyldi við hönnun nýrra íbúðarhverfa að tryggja sem best öryggi yngstu veg- farendanna, en einnig að umferð um helstu umferðaræðar er ekki nægilega greið. Þar við bætist að lögreglan skiptir sér almennt ekki af öðrum umferðarlagabrotum en of hröðum akstri, en þá nær ein- göngu á bestu og beinustu aksturs- leiðum þegar aðstæður til aksturs eru hvað bestar. Þannig reikna ég með að flestir KjaHarinn Jón Magnússon lögmaður Reykvíkingar þekki það að á falleg- um sólardögum má búast við lög- reglunni við radarmælingar á hraðbrautum borgarinnar. I íbúð- arhverfum sést hún yfir höfuð aldrei við umferðareftirlit. Næsta verkefni lögreglunnar til eflingar umferðarörygginu gæti í samræmi við þetta verið að gera sérstakt átak í sumar meðan bjart er allan sólar- hringinn til að tryggja að allir öku- menn aki með fullum ljósum eins og alþingismenn voru svo skyn- samir að lögbinda. Menn geta síðan velt því fyrir sér hvaða þýðingu það mundi hafa til að auka öryggið í umferðinni. Það er algengt að hönnun um- feröarmannvirkja taki ekki nægi- lega mið af því sem framtíðin, ekki bara sú allra næsta heldur einnig sú sem er aðeins fjær, ber í skauti sér. Þess vegna þarf stöðugt að end- urnýja og endurhanna umferðar- mannvirki í stórborgum til aö tryggja greiða umferð og auka ör- yggið. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé nauðsynlegt í þessu sam- bandi hér í Reykjavík, að endur- hanna gatnamótin á Miklu- braut/Kringlumýrarbraut, Vestur- landsvegi/Höföabakka og gera breytingar við Miklatorg svo ein- ungis séu nefnd umferðarmann- virki sem virðist kominn tími á fyrir nokkru. Jafnframt þessu velti ég því fyrir mér hvort ekki beri brýna nauðsyn til að endurhanna innkomurnar inn á Vesturlands- veginn í Elliðaárbrekkunni. Onnur innkoman þjónar Breið- holtinu og því mikið notuð. Svo háttar til í báöum tilvikum að um algerlega misheppnaöa hönnun er að ræða, sem er þeim mun verra vegna þess að um er að ræða mjög þunga og hraða umferð eftir Vest- urlandsveginum. Við hvoruga inn- komuna geta ökumenn ekið sam- síða Vesturlandsveginum heldur verða að skella sér beint inn á hann og a.m.k. í öðru tilvikinu missa ökumenn sjónar á umferðinni sem eftir veginum kemur um þaö leyti sem þeir þurfa að ákveða hvort þeir eiga að stansa eða aka inn á. Taki þeir þá ákvörðun að stansa þurfa þeir helst að hafa stundað sérstaka hálsleikfimi til að hafa þá sveigju í hálsinum sem nauðsynleg er til að sjá umferðina sem eftir Vesturlandsveginum kemur. En Vesturlandsvegurinn sem slíkur þjónar ekki nútímakröfum. Þannig er fráleitt að ekkert bil eða veggur skuli vera á milli umferðar- æða úr gagnstæðri átt. Sú stað- reynd verður mönnum væntanlega ljós áður en fleiri alvarleg slys verða á þessum vegi. En sá sem lendir næst í slíku slysi gæti alveg eins verið þú eins og ég. Það veit nefnilega enginn hver verður næst- ur. Einkalöggæslan Þó að hönnun umferðarmann- virkja, skipulagning hverfa, um- ferðarstjórn lögreglu og fræðsla um umferðarmál skipti allt mjög miklu máli, þá kemst þó enginn vegfarandi undan því að bera ábyrgð á sjálfum sér. Þau atriði, sem hér eru nefnd, eru forsenda slysalítillar umferðar. Því miður veröur hún víst aldrei slysalaus en vegfarandinn sjálfur ræður því að lokum hvernig til tekst. Mér finnst umferðin í Reykjavík vera þyngri og rykkjóttari en eðli- legt er miðað við það sem ég þekki frá stórborgum erlendis. Nefna má að hraði á akbrautum er mjög mis- jafn, akreinar eru illa nýttar. Þann- ig háttar til að allmargir borgarar telja það sitt hlutverk, að því er virðist, að halda niðri umferðar- hraða og lúsast því áfram á vit- lausri akrein. Ökumenn eru seinir að taka við sér við götuljós og allt of oft skortir á tillitssemi í um- ferðinni. Þá er það versta ótalið. Hvað eftir annað má sjá hraðakstur í íbúðarhverfum. Slíkt er stór- hættulegt. Sá sem þetta ritar er enginn sak- leysingi í að aka hratt en það er ekki sama hvar það er gert. Aðal- atriðið er að maður valdi ekki öör- um einstaklingum hættu með akstri sínum. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort það gæti ekki haft góð áhrif á ökumenn að vekja athygli þeirra á því með stórum spjöldum við helstu götur í íbúðar- hverfum, að það gæti eins verið barnið þeirra sem er á bak við næsta götuhorn. Hvað vilt þú láta gera? Ég held að það sé ömurlegt aö veröa fyrir því að valda öðrum tjóni. í umferðinni gleymum viö þessu oft. Okkur liggur á. Það kem- úr aldrei neitt fyrir mig. Skyldi nokkur sem orðið hefur fyrir slysi eða valdur að því hafa ímyndað sér að þetta kæmi fyrir hann? Samt gerðist það. Umferðin tekur í dag svo mörg mannslíf og veldur svo mörgum ævilöngum örkumlum og þjáningum að skipulag hennar skiptir okkur öll máh. Umferðin skiptir okkur máli sem skattgreiðendur. Það kann að vera ódýrara í beinhörðum peningum að kosta meiru til að koma í veg fyrir slysagildru. Þar við bætist síðan mannlegi þátturinn sem ekki verður metinn til fjár. Ég tel, sem skattgreiðandi, faðir og þátttakandi í umferðinni, að borgar- og lögregluyfirvöld þurfi að láta þessi mál til sín taka með raunhæfari og ákveðnari hætti en aö undanfómu. Jafnframt tel ég eðlilegt að byggja upp nauðsynlegustu umferðar- mannvirki til að eðlilegt öryggi sé fyrir hendi áður en ráðist er í ýms- ar aðrar framkvæmdir. í þessu efni, eins og annars staðar í pólitík, er spumingin þessi: Hvað á að hafa forgang? Jón Magnússon „A fallegum sólardögum má búast viö lögreglunni við radarmælingar á hrað- brautum borgarinnar. í íbúöarhverf- um sést hún yfir höfuð aldrei við um- ferðareftirlit.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.