Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. 5 Fréttir Deilumar kosta stórfé - verður eitt, fvö eða ekkert tívolí Eina tívolíið á íslandi er nú lokað. Mesti annatíminn stendur nú yfir. Fyrirtæk- iö tapar því miklum tjárhæðum á hverjum degi sem lokað er. Helsta ástæða lokunarinnar er ósamkomulag eigenda fyrirtækisins. Framtíðin er óviss en ræðst væntanlega á næstu dögum. Framtíð tívolísins í Hveragerði er mjög ótrygg. Eigendur fyrirtækisins virðast vera ósammála um alla mögulega hluti. „Við getum ekki ræðst við án þess að fara að rífast. Það þarf þriðja aðila til að vinna að lausn þessara mála,“ sagði Sigurður Kárason. „Ég á ekki í neinum deilum við Sigurð Kárason," segir Ólafur Ra^narsson. Það er deilt um stóra hluti sem smáa. Meira að segja er deilt um hve mikiö hver eigi í fyrirtækinu. Hluti deilnanna er þegar kominn til dóm- stóla og eins og staðan er í dag má eins búast við að boltinn sé rétt far- inn að rúlla. Sigurður Kárason hefur sagt að á eftir fyrirtækinu sé helmingur ís- lenskra lögfræðinga. Fjárfestingafé- lagið mun eiga um 30 milljónir króna hjá fyrirtækinu. Erfitt hefur reynst að fá uppgefið hversu miklar heildar- skuldir fyrirtækisins eru. En hvernig byrjaði þetta allt? Byrjaði í Reykjavík Sigurður Kárason og Pálmar Magnússon vöktu mikla athygh er þeir hófu rekstur á tívolii fyrir vest- an gamla Melavöllinn. Á sama tíma keyptu þeir Hótel Borg og vakti það ekki minni athygli. Þeir fluttu starf- semi tívolísins fljótlega til Hvera- gerðis. Bragi Einarsson í Eden útveg- aði þeim land í nágrenni fyrirtækis síns. Snemma tók að bera á rekstrar- vanda hjá þeim félögum. Þeir leituðu til ýmissa aðila um að gerast hluthaf- ar í fyrirtækinu, en það heitir Skemmtigarðurinn hf. Ólafur blekktur til þátttöku? Snemma árs 1987 gerðist Ólafur Ragnarsson hæstaréttarlögmaður hluthafi í fyrirtækinu. Hann segist hafa verið blekktur til þátttökunnar. Hann segir ársreikninga samþykkta af endurskoðanda ekki hafa legið frammi. Hins vegar segir hann að sér hafi verið sýndur skuldahsti. „Skuldahstinn var rangur svo skipti milljónum," segir Ólafur. Ólafur íjármagnaði byggingar yfir starfsemina. Byggingarkostnaður húsanna var áætlaður um 25 mihjón- ir króna. Byggingarnar kostuðu hins vegar nærri helmingi hærri íjárhæð. Húsin hafa undanþágu frá Bruna- málastofnun vegna þess efnis sem í þeim er. Plastið í þaki húsanna er ekki úr samþykktu efni. Undanþág- an er veitt með skhyrðum. Ekki má halda almennar samkomur í húsun- um og eins var sett sem skhyrði aö þakinu yrði skipt í reiti með háru- járni. Fréttaljós Sigurjón M. Egilsson Ólafur leitaði til viðskipta- ráðuneytisins í lögum félagsins er kveðið á um að aðalfundi skuh halda í maímán- uði. Sigurður Kárason var stjómar- formaður og framkvæmdastjóri þar th á aðalfundinum í síðustu viku. „Ég hafði ítrekað reynt að fá Sigurð Kárason th að leggja fram ársreikn- inga fyrir bókhaldsárið 1986. Hann lofaði því sífellt en sveik jafnharöan. Ég leitaði því th viðskiptaráðuneytis, samkvæmt 70. grein hlutafélagalaga, th að knýja á um að aðalfundur fyrir 1986 og 1987 yrði haldinn. Baldur í Hveragerði? Guðlaugsson hæstaréttarlögmaöur var skipaður th að boða til fundarins og stjóma honum," sagði Ólafur Ragnarsson. Ólafur var kjörinn stjómarformaður á aðalfundinum. Sigurður Kárason og Pálmar Magnússon telja sig eiga meira en 50% í Skemmtigarðinum. Því er Ólaf- ur ekki sammála. í DV í gær var haft eftir Ólafi að Baldur Guðlaugs- son hæstaréttarlögmaður hefði á þessum fræga aðalfundi lagt fram rökstuddan úrskurð um að Sigurður og Pálmar ættu innan við 50% hluta- fjár. Ólafur segir ákveðið að hann eigi húsin einn. Sigurður Kárason svaraði þeirri fuhyrðingu þannig: „Það eru hans orð.“ Sigurður Kárason rekinn eftir aðalfundinn Sigurður Kárason og félagar gengu afaðalfundinum. „Hann varólöglega boðaður og því ólöglegur. Ég ætla að kæra fundinn th viöskiptaráðuneyt- isins," segir Sigurður Kárason. Eftir að Sigurður Kárason gekk af fundi var ákveðið að honum yrði sagt úpp störfum. Skeyti var sent th Siguröar og honum kynntar ákvarð- anir hinnar nýju stjómar. „Ég ht á mig sem framkvæmdastjóra fyrir- tækisins þar sem fundurinn var ólög- legur,“ segir Sigurður. Rafmagnið tekið af Eftir að Sigurður yfirgaf aðalfund- inn hélt hann th Sölva Ragnarsson- ar, rafvirkjameistara í Hveragerði. Skemmtigarðurinn skuldar Sölva mihjónir króna. Sigurður og Pálmar höfðu gengið í persónulegar ábyrgðir við Sölva. Sigurður tók ábyrgðirnar th baka. Við svo búið fór Sölvi og lokaði fyrir rafmagnið. Þessar að- gerðir telur Ólafur Ragnarsson vera með öllu ólöglegar. Starfsfólk fyrirtækisins er flest á bandi Siguröar og er mjög óljóst hvort það fæst th starfa takist Ólafi að opna á ný, Haustið 1987 varð verkalýðsfélagið að hafa afskipti af fyrirtækinu vegna þess að ekki voru greidd laun. „Eg samdi við fólkið og flestir hafa fengið greitt. Ólafur gekk úr stjórninni þegar sá vandi kom upp,“ sagði Sigurður. „Ég vinn hehs hugar aö því að opna á ný og vona aö það takist næstu daga,“ sagði Ólafur. Hann íhugar að sækja um greiðslustöðvun og fá þannig ráðrúm til að endurskipu- leggja fjármál fyrirtækisins. Tívolíið fer ekki Þeir heimamenn sem rætt var við, voru á einu máh um að fyrir Hvera- gerði væri tívolíið þýðingarmikið. Það dregur að ferðamenn og skapar atvinnu fyrir vel á þriöja tug manna. Flestir starfa þar á þeim tíma sem skólar eru lokaðir. Þar sem vinna unglinga í garðyrkju hefur dregist saman með meiri sjálfvirkni eru þau atvinnutækifæri sem tívolíið skapar mikhvæg. Fyrirtækið skuldar bæjar- sjóöi Hveragerðis. Þeir bæjarstjórn- armenn sem DV ræddi við sögöu þær upphæðir ekki mjög miklar. Heima- menn virðast vissir um að tívohið fari ekki úr Hveragerði. Spurning- arnar nú eru hversu lengi verður lokað og hver muni reka fyrirtækið í framtíðinni. Leitar lands fyrir annað tívolí „Ég er að leita að landi fyrir tívoh í Hveragerði. Takist okkur Ólafi ekki að vinna saman, opna ég tívoh í Hveragerði. Þaö er sannaö að hvergi er betra að vera með slíka starf- serni," sagði Sigurður Kárason. Und- ir það sjónarmið tóku alhr sem DV ræddi vdð. Tvær vikur til kosninga: Hvetjum fólk til að kjósa - segir Anna S. Gunnarsdóttir stuðningsmaður Vigdísar „Við höfum mikið að gera hér á skrifstofunni, það er mikið hringt, komið og spurt. Fólk vdh vdta hvort það er á kjörskrá, hvar eigi að kjósa og hvemig það geti greitt atkvæði utan kjörstaða. Fólk er einnig að hringja og bjóða fram aðstoð sína við kosningavinnu. Við erum með átta síma og þeir stoppa hreinlega ekki,“ sagði Anna Sigríður Gunnarsdóttir, starfsmaður á skrifstofu stuðnings- manna Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands. Anna sagði að hún byggist við að framhaldið næstu tvær vdkurnar yrði svdpað hjá þeim, þau myndu sinna fyrirgreiðslu og aðstoð vdð fólk. Sjálfsagt yrði eitthvað auglýst í blöð- um síðustu vdkuna en það yrði ekki mikið. Anna var sátt vdð þátt fjöl- miðla í þessari kosningabaráttu hingað til enda hefði kosningabarátt- an farið rólega af stað. „Við stefnum að glæshegri kosn- ingu Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta íslands, okkur öllum til sóma. Við teljum stöðuna vænlega núna þegar skammt er til kosninga en von- umst eftir því aö fólk sé sér meðvdt- andi um sinn kosningarétt og hvetj- um almenning th að kjósa og sýna þannig forseta sínum stuðning og þakklæti fyrir vel unnin störf,“ sagði Anna Sigríður Gunnarsdóttir. -JFJ Föram um eins og stormsveipur - segir Ásthildur Jónsdóttir fjölmiðlafulttmi Sigrúnar „Við erum nokkuð hress þó að naumur tími sé til stefnu. Næstu tvær vdkurnar munum vdö fara um eins og stormsveipur og tala vdð sem flesta og fá fólk með okkur. Sigrún er nú búin að fara um Vesturland og Vestfirði og hefur fengið mjög góðar móttökur. Það er greinhegt að þegar við getiun útskýrt fyrir fólki hvers vegna hún býður sig fram og þýðingu þess fyrir þjóðina þá er fólk inni á þvd sem vdð erum að segja," sagði Áshildur Jónsdóttir, fjölmiðla- fuhtrúi Sigrúnar Þorsteinsdóttur forsetaframbjóðanda. Áshhdur sagði fólk skiptist í tvo hópa. Þá sem væru lýðræðissinnar og tækju þvi fagnandi að fá að velja og þá sem væru eins konar konungs- sinnar og teldu ósvdnnu að bjóða fram gegn sitjandi forseta. „Nú, þeg- ar tvær vdkur eru th kosninga, erum vdö gallhörð og ætlum ahs ekki að draga í land, það er siðferðhega rétt að gefa fólki val. Fólk verður að at- huga aö ef Sigrún fær lélega kosn- ingu verður niðurstaðan túlkuð sem svo að fólk vdlji óvdrkt embætti og þá eru líkur th þess að stjórnarskrár- nefnd hreinlega leggi til að málskots- réttur forseta til fólksins verði af- numinn," sagði Áshhdur. Áshildur sagði að farið yrði út í meiri auglýsingar nú á næstunni. Verið væri að athuga með plaköt og þegar væru thbúin barmmerki. „Það hefur háð okkur hve lítið fjölmiðlar hafa sinnt kosningunum og fólk hef- ur kvartað yfir því, einkum úti á landi. Það bjóst enginn vdð kosning- um en einnig vdlja sumir fjölmiðlar afneita þeim. Þetta er hka framboð gegn kerfmu og ríkisfjölmiðlarnir eru hluti af því,“ sagði Áshildur. -JFJ JL-rafdeild afsláttur af öllum ljósum. JL-búsáhaldadeild f fc n # sumarafsláttur Æ W U/A af öllum Li V / O búsáhöldum. ÞESSA VIKU vlli I A A A A A A * « f'OCQ3'3oy UC3CU fcJClQaáJJ IMS8iri««SS*SÍUUM i«Ki Jón Loftsson hf. ________________ Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.