Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. LífestOl Nú færist stöðugt í vöxt að settar séu varmalagnir undir gangstéttir og aðkeyrslur. Sé á annað borð verið að helluleggja, steypa eða malbika fyrir framan hús er hent- ugt að gera þetta um leið. Efnis- kostnaður fyrir 50 fermetra svæði er ekki meiri en um 12.000 kr. eða um 240 kr. fermetrinn. TO saman- burðar má geta þess að fermetra- verð fyrir hellur er um 700-900 kr. Margir eru orðnir leiöir á snjó- mokstri og hálku fyrir framan hús sín. Einnig stafar talsverð slysa- hætta af hálkunni. Hér er því um kærkomna lausn að ræða sem hægt er að treysta á. íslendingar eru svo heppnir að hafa sinn ódýra orkugjafa, heita vatnið. Með snjóbræðslukerfum þeim sem í boöi eru er hægt að notfæra sér vatnið. Þannig geta heimkeyrslur og gangstéttir verið auðcu- og þurrar allan veturinn. Kostnaður við upphitun er yfirleitt hverfandi. Oft nægir aðeins að nota affallsvatn frá húsum. Það fer þó eftir stærð kerfisins miðað við hita- veitulögn. Hitaþolin plaströr Plaströrin, sem mynda varma- lögnina, eru hitaþolin. Þeim er komið fyrir um 10 cm undir yfir- borði. 30-60 gráða heitt vatn nægir til þess að bræða snjó og halda svæðinu auðu og hálkulausu. Frá- rennshsvatn, sem getur farið niður í 10-15 gráðu hita, nægir þó í flest- um tilvikum. Tryggast er þó að nota hringrásarkerfi með svoköll- uðum. millihitara sé um að ræða lögn í steypu. Það er vegna hættu á frostskemmdum. Það er hætta á frostskemmdum í kerfi þar sem um óeftirgefanleg efni er aö ræða. Sé kerfið hins vegar undir hellum og sandi er minni hætta á slíku. Sand- urinn gefur eftir. Lagning Rörin sem seld eru í hitalagnir eru um 25 mm í þvermál. Þau er auðveldast að beygja hafi heitu Varmalagnir eða snjóbræðslukerfi þykja orðið sjálfsögð sé verið að helluleggja eöa steypa bílastæði eða innkeyrslur. Efniskostnaður við 50 fermetra lögn er um 12.000 krónur. Til samanburðar má geta þess aö fermetraverð fyrir hellur er um 700-900 krónur. Oft dugar að nota frárennslisvatn til að hita lögnina og er þvi hitakostnaður ekki mikill. varmamottur" þegar rör eru lögð. Yfirleitt eru rörin seld í rúllum. í hverri rúllu eru 200 metra langt rör. Hér er um að ræða eina „mottu“ sem þykir hentug stærð tyrir tengingu við heitavatnslögn. 200 lengdarmetrar þekja 50 fer- metra svæði samkvæmt 25 cm millibilsreglunni. Sé hins vegar um stærra svæði að ræða er ráðlegast að gera aðra sjálfstæða mottu eða mottur. Til að rörin verði sem meðfæri- legust er rúllan lögð á hliðina. Heitu vatni er síðan hleypt í gegn- um rörið. Þannig verður efnið með- færilegast og þægilegast að beygja það. Ein slík rúlla, sem myndar 50 fermetra mottu, kostar um 11.000 kr. Til að halda réttu millibili á rönmum eru seldar svokallaðar mátklemmur. Fyrir 50 fermetra mottu má gera ráð fyrir um 800 kr. kostnaði við mátklemmur. Síðan þarf hitaþolin tengi sem kosta um 300 kr. Þar með er helsti efniskostn- aður upptalinn. Hér er um að ræða um 12.000 krónur fyrir 50 fermetra svæði. Hitaveitu tilkynnt um verkið Snjóbræðslukerfi eru lögð þar sem jarðvarmahitaveitur starfa. Hjá Hitaveitu Reykjavíkur og hjá stærri hitaveitum er skylda að leggja inn teikningar af snjó- bræðslukerfum. Þar verður orku- þörf kerfisins að koma fram. Auk þess hve mikillar orku sé þörf umfram frárennshsorkuna sem fæst úr hitakerfi hússins. Hjá við- komandi hitaveitu er hægt að fá upplýsingar um alla orkuþörf. Hve miklu húsinu er ætlað og hvort afrennsh nægi fyrir varmalögn ut- anhúss. Orkuþörfin er mæld út frá ákveðnum stöðlum. Þannig er við- bótarorkuþörf, sem sjaldan er mjög kostnaðarsöm, reiknuö út. Þó sjálfsagt geti margir ráðið við að leggja varmalagnir sjálfir er þó skylt að hafa pípulagningarmann til að tengja þau. Jarðvarminn nýttur með frárennslisvatni: Varmalagnir létta sporin Efniskostnaður um 250 krónur fermetrinn 200 metrar eru I einni rúllu af varmalagnarefni. Fjóra lengdarmetra þarf I elnn fermetra af lögn. Hentugast er að hleypa heitu vatni í gegnum rörið áöur en það er lagt, þannig er þægilegast að beygja efnlð. vatni verið veitt í gegnum þau. Meginreglan er sú að 25 cm séu á milli röra. Þannig má gera ráð fyr- ir að 4 metra þurfi í hvem fer- metra. Til að fá jafnan hita yfir svæðið er framrás og bakrás vatns- ins fléttuð saman. Það er gert meö þvi að leggja fyrst einfalt með 75 cm milhbih og fara síöan sömu leið til baka. Þannig heldur 25 cm regl- an sér best. Mikilvægt er að rörin séu ekki of grunnt undir yfirborði. Sé lögnin of nálægt yfirborði er hætta á að rákir myndist. Það er vegna þess að uppstreymi hitans nær ekki yfir nema hluta svæðisins. Á réttri dýpt ná lagnir að mynda v-laga upp- streymi sem nær saman á 10 cm dýpt og með 25 cm mihibihnu. Þegar varmalögn er sett undir hehur er mikilvægt að hafa hart og slétt undirlag. Oftast nægir að leggja rörin beint á þjappaða grús. Síðan kemur sandlagið yfir. Þegar sandurinn er þjappaður með vél- þjöppu er ráðlegt að fyha rörin með vatni. Þá hættir þeim síður til að leita upp á meðan. Frá yfirborði og niður að grúslagi eiga að vera 12-13 cm. HeUuþykkt er algeng 6-7 cm. Sandlagið ætti því að vera aðrir 6-7 cm. Séu rörin lögð undir steypu er notuð steypustyrktargrind ofan á rörin. Þá er mikUvægt aö hleypt sé lofti eða vatni á kerfið. Algengt er að steypuþykktin sé 12-18 cm. Ef platan er þynnri en 12 cm eru rörin lögð í sandlag undir steypuna. Ef grús undir steypu er vel þjöppuð er ekki þörf á sérstöku sandlagi undir rörin. Varmalögn er oft lögð í tröppur. Tröppur eru óvinur margra sem eiga erfitt með að fóta sig í hálku. Þegar um lögn í tröppur er að ræða þá hækka þær við varmalögn. Það þarf að bijóta upp sé ekki um nýjar tröppur að ræða. Við varmalögn hækka þær því um nokkra sentí- metra. í hveija tröppu þarf að leggja tvö rör með um 15 cm milhbih. Þegar lagt er úr einni tröppu yfir í aðra er ráölegt að krossleggja rörin til að fá réttan beygjuradíus. Undir rörin er smíðuð sérstök burðar- grind til að þau haldist rétt á meðan steypt er. Mikilvægt er að hafa í huga að þaö verður að leggja rörin áður en uppslætti fyrir sjálfum tröppunum lýkur. Síðan eru svo- kahaðar slífar settar á rörin þar sem þau koma út úr steypunni. Mottur og kostnaður Á fagmáh nefnist það að „leggja Áður en ráðist er í jarðvegsskipti fyrir hellulögn eða steypuvinnu í bílastæði og aðkomu húsa er vert að athuga eftirfarandi: Að útvega teikningar af hitaveitu-, rafmagns- og símalögnum. Alltaf geta leynst lagnir undir bílastæðum og víðar. Oft hafa stórvirkar vinnuvélar, sem ryðja jarðvegi í burtu, shtið símastfeng eða laskað hitaveitu- lagnir. Það er því einfaldara að kynna sér allar lagnir áður en byrj- að er að grafa. Þegar ráðast skal í framkvæmdir af þessu tæi skyldi ávallt ráðfæra sig við fagmenn. Margir aöilar sjá um slíkar varmalagnir. Vilji hús- eigendur hins vegar framkvæma verkið sjálfir er fyrst og fremst bent á að fá ráðleggingar söluaðila. Tengingar og það sem því viðkem- ur tilheyrir verksviði pípulagning- armanna. 10 1 12.5 L— Rör Sandur Hellur Rörin llggja um 10 cm frá yfirborði. Mikilvægt er að sandlag sé ekki of þunnt. Þá vilja myndast rákir og rörin ná ekkl að bræða allt svæðið. Algeng helluþykkt er 6-7 cm. Sandlag er einnig ráðlegt að hafa 6-7 sentimetra. Sé grúslag undir sandi jafnt nægir að leggja rörin beint þar ofan á. -ÓTT Yfirleitt er miðað við að 25 cm séu á milli röra. Framrás og bakrás vatnsins er fléttuð saman í hverri lögn (mottu) eins og sést á teikningu. Þannig jafnast hiti yfir allt svæðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.