Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1988, Blaðsíða 15
í í r r 'I MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988. 15 Fýriivinnu- þræidómurínn „Hversu sterk er móðurástin? - Er föðurástin veikari?" spyr greinar- höfundur. í grein í blaðinu 8. júni sl. hélt ég því fram að sögunni yrði ekki snú- ið við þannig að öll börn ættu heimabíðandi mömmu þegar skól- inn væri búinn á daginn. Flestar konur, giftar sem ógiftar, vinna nú utan heimilis að meira eða minna leyti, hvort sem okkur (þeim) líkar betur eða verr. „Staðurkonunnar“ Uppeldi bama hefur löngum ver- ið að mestu í höndum kvenna og ekkert sérstakt bendir til þess að það breytist í bráð. Fóstrustörf og barnakennsla em að mestu „kvennastörf* og konur sinna bömum á heimilum margfalt meira en flestir karlar gera. Flestar konur, sem eiga böm, helga sig hlutverki móðurinnar og sú trú er útbreidd að konur líti á heimihð (aö sinna eiginmanni og bömum) sem númer eitt þótt þær vinni einnig utan heimilis. Ég veit alls ekki við hver rök þessi trú á að styöjast en tel þó að ef lág laun eiginmanns em eina ástæða þess að gift kona vinnur utan heimilis, sé það ekki af hinu góða. „Heimilið er staöur konunnar", heyrðist víða. Þetta slagorð þykir orðið ófint en virðist samt ennþá vera hin raunverulega meining í áróöri gegn dagvistunarstofnun- um. Að sjálfsögðu er ekkert at- hugavert við þaö að kona vinni ein- göngu að heimilisstörfum en ég er á móti því aö heimilið sé staður kvenna í þeim skilningi aö þær vinni þar ólaunaða vinnu. Mjög margar konur gera það eftir að erf- iðum vinnudegi utan heimilis lýk- ur. Þær hafa tvöfalt vinnuálag, tvö- KjaUaiinn Ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræöingur og nemi í Wisconsinháskóla í Bandaríkjunum falda ábyrgð. Vitaskuld skiptir hér miklu að þessi ótiltekna kona sem um ræðir sé sátt við sjálfa sig og lffið og til- vemna. Það skiptir miklu aö hún eigi valkosti en sé ekki neydd til að vinna tvöfalda vinnu, eða velja um vinnutilhögun eingöngu út frá því sjónarmiði að hún og fjölskylda hennar geti lifað af peningalega. Staðreyndin er þó því miður sú að fæstar konur eiga mikið val, allra síst það val aö geta sinnt börnum sínum eins vel og þær vildu. Frelsun fyrirvinnanna Það em hins vegar margar hliðar á þessu máli og mikill tvískinnung- ur í áróðri talsmanna þess að heim- ilið sé staður kvenna. Þeir (og þær því aö konur em líka í þessum hópi) forðast eins og heitan eldinn að tala um feður sem feður, heldur sem fyrirvinnur. Feður þurfa að losna undan þeirri áþján sem það er að þurfa að vinna fyrir brauði. Aukin þátttaka karla í bamaupp- eldi og ýmsum öömm heimilis- verkum er frelsun þeirra, engu síð- ,ur en aukin hlutdeild í þessum verkum kemur konum til góða viö að álag á þeim minnkar. En em þá mæður fúsar til að gefa eftir ábyrgð og gera maka sinn að jafningja í þessum skilningi? Um þaö efast margir og þar sem á það reynir á heimilum er það ekki gert opinbert af skiljanlegum ástæðum. Munu konur um ókomna framtíð nota heimilið og fjölskyldu sína til að hafa eitthvað aö segja þar meðan þjóöfélagið hlustar ekki á þær ann- ars staðar? Hversu sterk er móðurástin? Er fóðurástin veikari? Bæöi þessi fyr- irbrigði eru svo sterk í menningu okkar að máttvana áróður fyrir jafnrétti karla og kvenna breytir ekki þeirri ríkjandi hugmynd að móöirin sé barninu mikilvægari en faöirinn. Það er svo aftur til marks um hina hlið málsins aö talsmenn þess að náttúran ætli móðurinni að vera barninu nánari en faðirinn, þeir eru ekki ýkja hrifnir af því að móðir geti ahð upp barn ein. Nei, hún skal vera háð (gift!) einhveij- um karlmanni. Hver er réttur feðra til að losna undan fyrirvinnuhlutverkinu? Hver er réttur karlmanns til að þurfa ekki að gera konu, sem hann elskar, háða sér efnahagslega? Það er langt frá þvi að karlastjóm- málaflokkarnir skilji það, nema kannski einstakir meðhmir þeirra. í augum þessara flokka eru þessi mál einfaldlega ekki mikilvæg. Öfugsnúið er það að feministar, að meðtöldum Kvennalistanujn ís- lenska, virðast skilja þessi mál bet- ur, líka hlutskipti karla. Lausnir? Að snúa hlutverkunum á hvolf er svo sem engin ahsherjar- eða frambúðarlausn nema fyrir feður sem óska þess sérstaklega. Bam- eignaleyfi fyrir feður og aukið tillit vinnustaða til þeirra sem upp- alenda em svo sjálfsagðir hlutir að það ætti ekki að þurfa að ræða það. Að ekki sé talað um góðar dagvist- arstofnanir. En um þær er líka deilt. Ingólfur Á. Jóhannesson. „Hver er réttur feðra til að losna undan fyrirvinnuhlutverkinu? Hver er réttur karlmanns til að þurfa ekki að gera konu, sem hann elskar, háða sér efna- hagslega?“ Þegar uthaginn brennur Þegar úthaginn brennur getur sumarbústöðum og trjágróöri verið hætt. Frómir og einfaldir friðunar- froðusnakkar verða að gera sér ljóst að með verkum sínum em þeir að gerast stórframleiðendur á sælgæti fyrir sinuelda og siðferði- lega ábyrgir fyrir stóróhöppum, eins og skógarbrunanum við Hafn- arfjörð og bmnanum í Heiðmörk. Beitin bjargar Hér á landi em til dýrategundir sem eiga þaö sameiginlegt að bíta gras og lifa á því og nefnast gras- bítar. Ef grasið er bitið verður það ekki að sinu og þar með er hættan á sinueldum úr sögunni. Svo ein- falt er það. Ef grasið er friðað verð- ur það að sinu og með árunum að sinuflóka sem er ótrúlega eldfimur og ef hvassviðri er þá er eldurinn illviðráðanlegur. Hvað slökkvihðinu tókst vel að koma í veg fyrir stórskaða í 120 útköllum það sem af er árinu vegna sinubruna er ekki aðeins dugnaði þess aö þakka heldur einnig hversu veður var milt í maí. Ef friðunarfroðusnakkar lokuöu munninum og tækju að hugsa eins og viti bomir menn, yrði sinueld- hættan úr sögunni. Þetta virðist Norðmönnum hafa verið ljóst um langan aldur. í Bergen hefur verið auglýst eftir fé til aö bíta gras í görðum og greiddir dagpeningar fyrir. 17. mai, á þjóðhátíðardegi Norð- manna, sýndi Sjónvarpið stórfah- ega mynd af norskum dal. Sagt var að þar væri einna íjölbreytilegast gróðurfar í Noregi. Dalurinn var ahur beittur, grænar gmndir og brekkur innan um skóginn, líkt og sjá má í Bárðardal og Galtalækjar- skógi. Ef til vill er það þessari menningu Norðmanna aö þakka að ég minnist þess ekki að hafa heyrt þaðan frétt- KjaUariim Grímur S. Norðdahl bóndi hafi eytt mihjónum í þaö að auka sinueldhættuna hrikalega. Því miður stóð ekki á því að kolsvartur vemleikinn sannaði mál mitt. Um miðjan maí gaus upp mikih reykj- armökkur ekki langt frá blessaðri mihjónafriðunargirðingunni. Ég var staddur úti í haga þegar ég sá reykinn. Hins vegar sá ég ekki hvað var aö brenna, en vissi að þarna er flöldi sumarbústaða, flýtti mér heim og hringdi í brunaliðið, fékk þau svör að þeir væm að fara. Sveinbjöm granni minn í Þormóðs- dal var búinn aö gera þeim viðvart. Búfé í Mosfellssveit er orðið of fátt th að halda úthaga í hættu- lausu ástandi en nú hefur girðingin bægt fénaði nágrannabyggða frá nokkur sumur og eldurinn austan við Búrfell er vísbending hvert „Ef grasið er friðað verður það að sinu og með árunum að sinuflóka sem er ótrúlega eldfimur og ef hvassviðri er þá er eldurinn illviðráðanlegur.“ ir af skógarbruna. Of margir hafa eytt frítíma sínum í það að græða skóginn í Hamra- hhð af áhuga og bjartsýni th þess að hann brenni í þurrki og hvass- viðri. Ef það tekst, hvort sem það er fyrir trassaskap eða bæjarstjómar- belging, að koma upp öflugum sinu- flóka i brekkunum í hinum frægu suðurhhðum Úlfarsfehs er það aö- eins spuming um ár hvenær eldur verður laus og skógurinn í Hamra- hhð fuðrar upp sem brennifóm á altari heimsku og valdníðslu. Hvað á að segja? í smágrein í Frey núna í vetur segi ég að vitsmunaverur, sem stjóma í Reykjavík og nágrenni, stefnir. í fyrra kom hér Marta Richter er starfar á bókasafni Kjósarsýslu. Meðal annars barst í tal að foreldr- ar hennar heföu um árabh átt sum- arbústað við Reynisvatn, nánar til- tekið í brekkunum austan við vatn- ið, skammt frá fjárhúsunum. í svona nábýh við féð var talið öraggara að loka vel hhðinu og hafa girðinguna í lagi. Nú, þegar jörðin er komin í eyði, eru þau hrædd um bústaðinn. Vaxandi sina er í umhverfmu og sinueldi heldur hvorki lokað hhð né vel hirt girð- ing. Sumarbústaður brann í sinueldi við Akureyri fyrir nokkmm árum. Lítih hluti íslensku þjóðarinnar veit nú orðið að gömlu íslensku Sinubruni i Heiðmörk. eipjámungana þurfti aö hita við viðarkolaeld, og dengja á steðja th þess að halda í þeim biti. Birki var höggvið th þess að búa th viöarkol- in. Það má segja að þessi fræði skipti nútímafólk sáralitlu. En í skugga þessa þekkingarleysis hef- ur friðunarfroðusnökkum tekist að ljúga því að þjóðinni, og drjúgur hluti hennar virðist trúa, að gras- bítar hafi gleypt allan skóginn sem var hér á mhli fjalls og fjöru, eftir þvi sem fornar heimhdir herma, en sleppa þeirri staðreynd að bláfá- tæk þjóð í köldu landi brenndi hrís í hlóðum í meira en þúsund ár. Hvað á að segja við svona sögu- falsara? Reyna að vera kurteis og orða það svona: Þetta er nú ekki nógu gott hjá ykkur elskurnar mín- ar. - Mér var kennt í æsku að það kæmi svartur blettur á tunguna á þeim sem skrökvuðu. Eða hafa að leiðarljósi ljóðahendingu eftir Öm Arnarson. „Ekkert tæpitungu- mál...“ og segja að friðunarkjaft- æðiö megi fara lönd og leið, búiö að gera nóga bölvun. Afleiðingar þess eru sinueldar sem minna meira á glóðir helvítis en farsælt mannlíf. Hóflega bitið gras gleður mannsins hjarta Það bar th um vetrarkvöld í bernsku minni að gest bar að garði, hann var á vegum Búnaöarsam- bandsins. Gesturinn hét Klemenz og var síðar kenndur við Sáms- staði, einn mesti hugsjóna- og hygg- indamaður sem þjóðin hefur átt. Ég hlustaði opnum eyrum á samtal hans við fóður minn lengi kvölds. Aht sem Klemenz sagði þá er í fihlu gildi enn í dag, að stjóma beit svo þar sé hvorki of né van. Nú er miklu betri tækni og öh aöstaöa til að vinna eftir þessum kenningum hans. í öhum byggðarlögum eru forðagæslumenn sem gæta þess að fóður sé nóg fyrir búpening á kom- andi vetri. í öhum byggðarlögum þarf aö hafa sinugæslumenn sem gæti þess að sælgæti fyrir smuelda sé ekki á glámbekk. Vinsamleg og skynsamleg sam- vinna við hestamannafélög gæti leyst mikinn vanda. Aö öðm leyti þarf að grípa til hverra þeirra ráða sem hagkvæmust þykja á hverjum stað. Tryggingafélög og ahir þeir sem telja sig eiga eitthvað á hættu þurfa að opna augun og munninn. Það verður að fjarlægja hættuna með fyrirbyggjandi aðgerðum en auka hana ekki með aulalegum ákvörðunum ráðamanna. Grimur S. Norðdahl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.