Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Síða 7
FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍT988. 7 Fréttir Kosningaskrifstofur forsetaframbjódendanna í Reykjavík: Stuöningsmenn beggja forseta- frambjóöendanna eru reiöubúnir undir lokasprettinn og gott liljóð í báöum. Hanna Pálsdóttir, stuöningsmaður Vigdísar Finnbogadóttur, sagöi að á stuðningsmannaskrifstofunni væri fyrirspurnum svarað um þaö hvort fólk væri á kjörskrá og hvar það ætti að kjósa. Bílar verða til taks til að keyra fólk á kjörstaö á kjördegi en einni^ væri þeim sem það vildu útvegaður bíll til að kjósa utan kjör- staða. Hanna sagði að starfið fælist aðallega í aöstoð við kjósendur og að hvetja fólk til að nýta kosningarétt sinn. Hjá stuðningsmönnum Sigrúnar Þorsteinsdóttur fengust þær upplýs- ingar að síðustu dagana myndu hóp- ar stuðningsmanna ganga um í iðn- aðarhverfum, þar sem mikið væri um lítil fyrirtæki, og ræða við kjós- endur. Einnig yrðu stuðningsmenn á ferð um miðbæ Reykjavíkur fram að kosningum. Ekki er stefnt að neinni útgáfustarfsemi en klukkan 17.00 í dag, fóstudag, ætla stuðningsmenn Sigrúnar að efna til útifundar á Lækjartorgi. Það mun verða loka- punktur kosningabaráttu Sigrúnar. Á kjördag verður opiö á kosninga- skrifstofunni og boðið upp á akstur á kjörstað fyrir þá sem þaö vilja. -JFJ Þegar einn dagur er til kjördags skrá í Reykjavík. Jónas sagöi að hafa um 5000 manns greitt atkvæði nú síðustu dagana hefði kosninga- utan kjörstaða en það er um fiórð- þátttaka utan kjörstaða aukist eins ungi minna en í síðustu forseta- og venjulega. kosningum að sögn Jónasar Gú- Kosiö er í Ármúlaskóla og eru stafssonar borgarfógeta. síðustu forvöð fyrir Reykvíkinga I síðustu forsetakosningum kusu að kjósa utan kjörstaðar í dag 6.495 utan kjörstaða en það voru klukkan 10-12,14-18 og 20-22. Þeir um 12,7% af greiddum atkvæðum. sem búa utan Reykjavikur geta Utankjörstaðakosningin nú nemur hins vegar kosið í Ármúlaskóla um 7,2% af þeim sem eru á kjör- klukkan 10-12 og 14-18. -JFJ Stuðningsmenn Sigrúnar: Krefja stjómar- flokkana svara Stuðningsmenn Sigrúnar Þor- steinsdóttur hafa sent stjórnarflokk- unum bréf þar sem spurt er hvort viðhorf flokksformannanna Þor- steins Pálssonar, Steingríms Her- mannssonar og fyrrverandi for- manns Alþýðuflokksins, Gylfa Þ. Gíslasonar, sem allir hafa lýst yfir stuðningi við Vigdísi Finnbogadótt- ur, túlki viðhorf viðkomandi stjóm- málaflokka. í lok fréttatilkynningar segir: „Ef formennirnir, núverandi og fyrrver- andi, endurspegla ekki álit viðkom- andi flokka er skorað á aðra for- svarsmenn flokkanna, sameiginlega eða persónulega, að lýsa yfir stuðn- ingi við framboð Sigrúnar Þorsteins- dóttur. Sigrún hefur lýst yfir að hún vilji færa þjóðinni það virka lýðræði sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir og er forsenda þeirra hugsjóna sem þessir fiokkar kenna sig við.“ -JFJ „Lftilsvirðing“ Stuöningsmenn Sigrúnar Þor- steinsdóttur forsetaframbjóðanda hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir lýsa vonbrigðum sínum með það svar Vigdísar Finnbogadótt- ur að mæta Sigrúnu ekki í sjón- varpssal. í fréttatilkynningunni segir: „Þeg- ar Vigdís náði kjöri sem forseti ís- lands fyrir átta árum naut hún þeirr- ar sjálfsögðu sanngirni, eins og fram- bjóðendur í öllum fyrri kosningum, að þjóðinni gæfist kostur á að sjá frambjóðendur saman og bera sam- an málflutning og frambjóðendur sjálfa. Sérstaklega er þetta brýnt nú þegar líður að kosningum og margir hafa áhuga á að vanda val sitt þegar þeir kjósa forseta til næstu íjögurra ára. Hér eru brotnar leikreglur sem ættu að ríkja í kosningum og lítils- virðing sýnd því fólki sem ætlað er að ganga í kjörklefann þann 25. júní næstkomandi." -JFJ „SkeytingaHeysiu „Þessi viðbrögö forystumanna launþegasamtakanna eru ótrúlegt skeytingarleysi um það alvarlega mannréttindabrot sem nýlega hefur verið framið gagnvart þessum sam- tökum. Bráðabirgðalögin, eins og öll önnur lög, eru ekki möguleg án þess að forseti staðfesti þau og það er al- varlegt mál þegar forsvarsmenn launþegasamtakanna styðja með þögninni forsetaframbjóðanda eins og Vigdísi Finnbogadóttur sem hefur tvisvar samþykkt afnám samnings- réttar og hefur lýst því yfir að hún muni halda áfram að styðja shk lög,“ segir í fréttatilkynningu frá stuðn- ingsmönnum Sigrúnar Þorsteins- dóttur. í fréttatilkynningunni lýsa stuðn- ingsmennimir óánægju sinni með aö hafa ekki borist svör frá BSRB, ASÍ og BHM við ósk þeirra um að sam- tökin lýstu yfir stuðningi við Sigrúnu eða málstað hennar. -JFJ Nordmende upptöku- og afspilunarvélin, sem seldist upp á 10 dögum í maí... Aoeins greiðslukjör til allt að 12 mán. Aðeins 1300 gr (með rafhlöðu) HQ myndgæði (High Quality) Aðeins 10 lúx (kertaljós í 25 cm fjarl.) 430 línu upplausn Sjálfvirk lit-, ljós og „fókus“-stilling Dags- og tímainnsetning 14 stillingaratriði sjást í myndkíki Tekur VHS-C spólur Mynd- og hljóðdeyflr (fader) Sexfalt-tveggja hraða súm CCD örtölvu myndkubbur Fljótandi kristals-stjómskjár 4 lokarahraðar i/6o, 1/250, 1/500 og 1/1000 Hægt að skoða upptöku strax Ýmsir fylgihlutir o. fl. o. fl. Almenntverð: 98.706,- NORDMENDE -NYTSÖM NÚTÍMATÆKI SKIPHOLT11 SIMI29800 HÚN ER KOMIN AFTUR...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.