Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Síða 13
FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988. 13 HVÍTLAUKS PERLUR ÁN LYKTAR OG BRAGÐS HVER PERLA INNI- HELDUR 66mg. AF NÁTTÚRULEGUM HVÍTLAUK DV Lesendur Að fylgja Finnum og Svíum: Kyssum á vöndinn K.Þ. hringdi: í tilefni þess aö ég las í gær (21. júní) lesendabréf í blaöinu ykkar um fisksölufrelsið hjá EFTA, undir fyrir- sögninni: Finnar fylgja Svíum gegn íslendingum, langar mig til að koma aö viðbót viö það efni sem um var rætt í bréfmu, sem mér fannst mjög tímabært. Mér kom nefnilega í hug í gærkvöldi, eftir aö hafa séð í ríkis- sjónvarpinu þátt um íslamska list, einmitt frá finnska og sænska sjón- varpinu, hvort við íslendingar ætl- uðum aldrei að ljúka upp augunum fyrir skaðseminni sem af því hlýst að skipta við þessar „frændþjóðir" okkar. Við erum alltaf að kyssa á vöndinn með því að skipta við þessar þjóðir. Viðskiptahallinn er okkur alltaf í óhag og þær vörur, sem við kaupum af þessum þjóðum, getum við keypt hvar annars staðar sem er. Okkur er engin vorkunn að hætta samskipt- um, einkum við Svía og Finna, þar sem báðar þessar þjóðir hafa sýnt okkur greinilega lítilsvirðingu og beina óvild, t.d. með því að standa í vegi fyrir viðskiptafrelsi í fisksölu-, málum innan Evrópubandalagsins. En mér fannst hittast einkennilega á aö sama dag og lesendabréfið um andstöðu Svía og Finna var í DV var sýndur í ríkissjónvarpinu þáttur sem þessi tvö lönd standa að. - En víð eigum eftir að komast að því full- keyptu hvað það þýðir í raun að kyssa stöðugt á vöndinn - og alltaf rétt fyrir og eftir að við höfum verið flengdir af þessum þjóðum. Sumarleyfi og ferðalög: Virðum náttúruna VOFNMÆISPRÓFAÐAR ö \ s. Konráð Friðfinnsson skrifar: Sumarleyfi og ferðalög eru hafin hjá landsins lýð. Margur skellir sér væntanlega í utanlandsreisu í orlofi sínu, til að freista þar gæfunnar og verða brúnn og sællegur (eða hitt þó heldur!). En sá er einmitt tilgangur slíkra ferða. Annað veifið fá ferða- langarnir sér sundsprett í vel volg- um, en menguðum sjónum, - svamla um í afrennslinu frá hótelunum. Ein- staka maður nær sér í salmonellu- sýkingu í kaupbæti, sem svo aftur leiðir fil óhóflegrar dvalar viðkom- andi á salemum. Aðrir em skynsamari. Þeir ákveða að skoða sitt fagra og yndislega ís- land. Láta sig einu varða þótt ríkis- stjóm fastgengis - eða gengisfellinga - stýri skútunni. Ríkisstjórn sem búin er að leggja gmnninn að brand- ara framtíðarinnar varöar hina sömu ekkert um. - Ríkisstjórnin skil- ur hins vegar ekki að hún grefur eig- in gröf og er í raun fallin, eins og gengið. En þetta var nú útúrdúr. Já, margt fólk á vonandi eftir að aka um byggð ból og óbyggðir hólm- ans í sumar, enda ýmislegt er glatt getur augu og eym í slíkum ferðum, leggi þeir í hann með jákvæöu hugar- fari. Sóðaskapur ferðalanga hefur tals- vert verið til umfjöllunar á umliðn- um árum. Og fjölmennur er hann talinn vera sá hópur er skilur eftir sig stóran haug af úrgangi, í hvert sinn sem áð er. Nennir m.ö.o. ekki að týna upp leifarnar og setja í þar til gerð ílát og henda í næstu rusla- tunnu. „Of fjölmennur er hann hópurinn sem skilur éftir sig haug af úrgangi i hvert sinn sem áð er,“ segir bréfritari. Mönnum ber skylda til að hugsa um næstu tjöld og næturgesti. Eng- inn kýs að koma að tjaldstæðum út- bíuðum og ógeðslegum, vegna kæru- leysis þeirra sem þar voru fyrir. Stolt hvers og eins ætti að vera að skila dvalarstað sínum jafngóðum, eða betri, og hann kom aö honum. Þann- ,ig eru sumir líka sinnaðir. - Sóðarn- ir vega samt þyngra, því miður. Mig langar til að setja fram áskor- un til fólks á faraldsfæti; Fleygið hvorki plastpokum né kakódósa- óþverranum á víðavangi. Sýnum náttúru landsins verðskuldaða virð- ingu. Það eru nefnilega til fleiri skemmdarvargar heldur en blessuð sauðkindin, þótt sífellt sé verið að amast við henni. FÁST í NÆSTU VERSLUN POTTÞÉTTAR >.... w M - Ví 1 P itV ^ 9 'JMm Milljónir a hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.