Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð i lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Notum réttinn Við skulum nota rétt okkar til að kjósa í forsetakosn- ingunum á morgun. Það er borgaraleg skylda að nýta kosningaréttinn. Hugsum til þess helmings heims, þar sem fólk fær ekki notið kosningaréttar nema kannski að nafninu til. í lýðræðisþjóðfélagi er kosningarétturinn meðal helgustu mannréttinda. Notum hann og látum koma fram, hvað við viljum. íslendingar hafa jafnan séð sóma sinn í mikilli kjör- sókn. Enginn má telja kosningaúrsht svo fyrirfram gef- in, að hann noti ekki réttinn. Það er eitt stolt okkar að hafa haft mikla kjörsókn í kosningum. Við þingkosning- ar er þriðjungur kjósenda gjarnan óákveðinn fram und- ir kjördag. En DV hefur jafnan hvatt fólk til að kjósa. Þótt mönnum htist kannski ekki á flokkana eins og þeir helzt kysu, eiga menn að kjósa þann, sem þeim þykir skástur. Það hafa menn gert. í forsetakosningun- um nú reynist Vigdís Finnbogadóttir hafa yfirburða- fylgi í skoðanakönnunum. í skoðanakönnun DV fékk Sigrún Þorsteinsdóttir innan við tvö prósent atkvæða. Um átta prósent voru óákveðin, og tvö prósent vildu ekki svara spurningunni. Það gildir að því leyti annað en í þingkosningum, þegar kannanir eru gerðar fyrir kosningar. En th þess er kosningarétturinn að menn noti hann, enda eru forsetakosningar mikilvægar. Eng- inn má þar bregðast. Vhji menn sýna núverandi forseta stuðning, í samanburöi við keppinaut hans, ber mönn- um að fara á kjörstað. Meti menn framgöngu Sigrúnar Þorsteinsdóttur þannig, að hún sé vel að starfmu kom- in, eða betur en núverandi forseti, ber mönnum að kjósa. Við verðum öh að sýna vilja okkar í verki. Fyrir skömmu voru kosningar að nafninu til í Póhandi og kjörsókn aðeins um 60 prósent. Litið er á shkt sem mótmæh. En höfum við einhverju slíku að mótmæla? Sem betur fer ekki. Við eigum því að sýna öðrum þjóð- um, að kjörsókn verði mikil í þessum kosningum, sem standa milh tveggja kvenna. Annað má ekki gerast. Forsetaembættið er hér ekki jafnöflugt og gerist sums staðar annars staðar, eins og í Bandaríkjunum, Frakk- landi eða Finnlandi. En veldur hver á heldur. Forseti getur neitað að undirrita lög og skírskotað til þjóðarat- kvæðis. Forsetar hér hafa löngu tekið þann kostinn, sem flestum mun þykja beztur, að koma fram sem ímynd þjóðarinnar og reyna að vinna gagn með því móti. Þeir hafa ekki farið í póhtískt stríð, þótt þeir gætu. Um það hvort svo skuh vera áfram er nú deilt. Sumir segja, að forsetinn hafi htil völd, en í raun gæti hann haft allnokk- ur áhrif á gang mála.Ákvæðið um synjun á undirritun laga hefur verið í stjórnarskránni frá fyrstu tíð eða 1874. Ákvæðið var tekið upp í lýðveldisstjómarskrána 1944 með þeim breytingum, að forsetinn fékk málskotsrétt til þjóðarinnar. Hingað til hefur verið htið á það sem öryggisventil, sem einungis beri að beita við sérstakar aðstaeður. Það hefur verið tahð leiða af eðh forsetaemb- ættisins og stjómarskránni í heild, að forseta sé ætlað formhlutverk við löggjafarstarf. Aðstæður þurfi að vera sérstakar og um mikið að tefla, til að forseti grípi fram fyrir hendur á kjömum fuhtrúum almennings á löggjaf- arsamkundunni. Frambjóðendur nú em ekki sammála um túlkun þessa atriðis. Við tökum afstöðu til þess, hvort málflutn- ingur þess, sem nú berst við núverandi forseta, fái okk- ur til að vhja breyta frá því, sem verið hefur. Haukur Helgason „Þad er sem sagt Shamir sem græðir á grjótkastinu en hinir hófsamari lenda í varnarstööu,“ segir í greininni. - Yitzak Shamir forsætisráðherra virðir fyrir sér aðstæður á vesturbakka árinnar Jórdan. Grjótkast í steinhúsi Uppreisn Palestínumanna gegn hernámi ísraels hefur nú staöið í rúmlega hálft ár og kostað yflr 200 manns lífiö. Palestínumenn og margir sem hafa samúð með mál- stað þeirra hafa sj'álfsagt vonast til að einhver árangur yrði af þessari baráttu. Árangur hefur vissulega orðið, en ekki sá sem ætla mætti. Staðan nú er sú að þau öíl í ísra- el, sem viidu koma til móts við Palestínumenn, hafa misst stórlega fylgi en þau ósveigjanlegu öfl, sem hafna öllum tilslökunum, eru í sókn meðal kjósenda. í nóvember verða kosningar í ísrael og uppreisnin, sem Palest- ínumenn kalia Intifada, lítur út fyr- ir að hafa þau áhrif að festa Likud- bandalag Shamirs forsætisráð- herra í sessi og útiloka allar tilslak- anir. Það er sem sagt Shamir sem græðir á grjótkastinu en hinir hóf- samari lenda í varnarstöðu. í skoð- anakönnun, sem gerð var í ísrael fyrir nokkrum vikum, kemur fram að um 3% kjósenda hafa hallað sér að hægri armi stjómmálanna sem duga mundi Likud til hreins meiri- hluta á þingi. Staðan í ísrael núna er sú að Verkamannaflokkurinn hefur 60 þingsæti af 120 og Likud- bandalagið hefur stuðning hinna 60. Þar sem hvomg blökkin fékk meirihluta í kosningunum 1984 varð samkomulag um þjóðstjóm, þar sem Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins, varð forsætisráð- herra fyrstu tvö ár kjörtímabilsins en Shamir utanríkisráöherra, en 1986 var þessu snúiö við og Shamir varð forsætisráðherra en Peres ut- anríkisráðherra. Hvorir tveggja una þessu fyrirkomulagi stórilla, en til skamms tíma var útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn og Per- es næðu meirihluta í kosningunum í nóvember. Intifada í desember hófst síðan Intifadan með tilheyrandi fordæmingu al- heimsins á hörku ísraelsmanna í viðureigninni við óvopnaða Palest- ínumenn. Allt fram að þeim tíma hafði Verkamannaflokkurinn ver- ið í sókn. Peres hafi lagt áherslu á að fmna yrði frambúðarlausn á hernumdu svæðunum og kannaö ýmsar leiðir. Peres hafði stóraukiö fylgi sitt um það bil sem hann skipti við Sham- ir, hann hafði dregið ísraelska her- inn heim eftir hina misheppnuðu innrás í Líbanon 1982, sém allir eru nú sammála um að hafi gert öllum viðkomandi meiri bölvun en gagn. Peres hafði líka tekist að hemja verðbólguna og var bjartsýnn á að losna við Shamir og Likud úr stjóminni í haust til að geta snúið sér að frambúðarlausn vandamál- anna á hemumdu svæðunum. Uppreisn Palestínumanna breytti öÚum viðhorfum. Nú verður Peres að sætta sig við að vera í vamarstöðu og fullvissa kjósendur um að hann æth ekki að láta undan þrýstingi. Hann full- vissar nú ísraelsmenn um að hann sé andvígur því að Palestínumenn KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður fái sérstakt ríki, sem hann hafði annars haft á bak við eyrað, og samningar við PLO komi ekki til greina. Verkamannaflokkurinn hefur gefið út yfirlýsingu um að áin Jórdan verði um alla framtíð aust- urlandamæri ísraels. Shamir og Likudbandalagiö njóta nú góðs af því að kosningamar í haust verða líklega látnar snúast um stríð eða frið, ömgg landamæri eða undanlátssemi. Ef um shkt er kosið er ekki vafamál hverjir hagn- ast, yfir 80 prósent ísraelsmanna styðja harkalegar aðgerðir gegn óróaseggjum á hernumdu svæðun- um. Sá sem harkalegast gengur fram í því er reyndar flokksbróðir Peresar, Itsak Rabin landvarnaráð- herra, en það er ekki Verkamanna- flokkurinn sem hagnast á hörk- unni við Palestínumenn heldur Shamir og það hð sem vih engar tilslakanir. Á síðustu vikum hefur Intifadan hjaðnað og þar með er hún ekki lengur aðalfréttaefniö í ísrael. Shamir og hans menn vita að þeir hagnast á ólgunni og vilja láta kjósa um hana. Því meir sem hún hjaönar því minni hkur era á kosn- ingarsigri í nóvember. Þess vegna reyndi Likud að fá það fram að kosningunum yrði flýtt og þær haldnar í ágúst. Auk þess sem þá gæfist ekki tími til aö kjósa um annað en ólguna á hemumdu svæðunum er ágúst sumarleyfis- mánuður og þar sem millistéttin, sem væntanlega er líklegri til að vera fjarverandi í sumarleyfi, er uppistaðan í fylgi Verkamanna- flokksins hefði það aukiö sigurlík- ur Likud. Sú tillaga Shamirs náði þó ekki fram að ganga. Shultz, PLO og Kissinger Þegar ólgan á hemumdu svæð- unum hófstgripu Bandaríkjamenn tækifærið til að reyna að sannfæra ísraelsmenn um að þeir yrðu að gera eitthvað raunhæft í málum Palestínumanna. Síöan hefur Ge- orge Shultz utanríkisráðherra far- ið fjórar ferðir til Mið-Austurlanda til að reyna að fá ísraelsmenn til að fallast á milhgöngu Bandaríkja- manna um að koma á alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Palestínu- araba. Tihögur Bandaríkjamanna hafa verið hunsaðar af báðum aðilum. Shamir sagði sem svo að hann vildi gjaman semja en tók fram, eins og ekkert væri sjálfsagðara, að tilslak- anir kæmu ekki til greina, Palest- ínumenn fengju ekkert yfirráða- svæði. Arabaríkin, sem Shultz hef- ur reynt að fá til að styðja sig, vilja það ekki nema PLO samtökin séu með í ráðum, en hvorki Banda- ríkjamenn né ísraelsmenn taka í mál að eiga nokkur samskipti við PLO. Þar við situr. Enda þótt að Intifadan hafi bloss- að upp án utanaðkomandi íhlutun- ar hefur hún haft þau áhrif að efla PLO, sem voru í nokkurri lægð, og treysta stuðning arabaríkjanna við samtökin. Þaö lítur sem sagt ekki út fyrir að neitt raunhæft verði gert í málefnum hernumdu svæð- anna þetta áriö. Það sem verra er, friðartilraunir Bandaríkjamanna kunna að hafa veikt stöðu þeirra varanlega gagnvart ísrael. Bandaríkjamenn hafa ekki beitt ísrael neinum þrýstingi, sem þeir eru þó fullfærir um. Vegna þess hta arabaríkin ekki á Shultz sem hlutlausan aðila heldur umboös- mann ísraels. Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra, sem hefur mikla reynslu af samningum í Mið-Austurlöndum og samdi meðal annars um lok hernaðarátaka í stríðinu 1973, hefur sagt að eins og málum sé háttað ættu Bandaríkin ekki að koma nærri þessum mál- um. Kissinger segir að ísraelsmenn muni aldrei semja nema þeir séu neyddir til þess og ef Bandaríkin séu ekki reiðubúin til að beita þvingunum séu þau aðeins að glutra niður raunveralegum áhrif- um sínum með tilgangslausu frið- arhjali. Það era því allar hkur á að ísra- elsmenn reyni enn einu sinni að komast hjá því að horfast í augu við staðreyndir og málefni Palest- ínumanna á hemumdu svæðunum verði einfaldlega látin danka og drabbast þar til vandamálið verður svo brýnt að þeir geta ekki lengur leitt það hjá sér. Gunnar Eyþórsson „Bahdaríkjamenn hafa ekki beitt ísrael neinum þrýstingi, sem þeir eru þó full- færir um. Vegna þess líta arabaríkin ekki á Shultz sem hlutlausan aðila, heldur umboðsmann ísraels.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.