Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Page 15
FÖSTUDAGUR 24. JUNÍ 1988.
15
Er hollt fyrir ung bóm að
vera á dagvistarheimili?
„Gott dagvistarheimili býður lika í flestum tilfellum upp á miklu betra
uppeldi en einkaheimili og dagmömmur geta,“ segir greinarhöfundur
m.a.
„Ef barn fæðist eða foreldrar skilja þá
eykst þrýstingur á konuna sem þá get-
ur ekki borið sinn hlut í kerfmu. Afleið-
ingin er sú að daggæslan verður alltaf
óöruggari en á dagvistarheimilum.“
I greinum í blaðinu 8.6. og 15.6.
ræddi ég um verkaskiptingu karla
og kvenna og hélt því fram að sú
skarpa hlutverkaskipting, sem nú
tíðkast, væri af hinu illa. Sérstaka
áherslu lagði ég á að karlar væru
sviptir ánægju af bamauppeldi og
kúgaðir með því að vera aðalfyrir-
vinnur flestra heimila.
Daggæsla er staðreynd
,En er daggæsla af öðm fólki en
foreldrum (les: móður) góð fyrir
ung böm? Því verður nú reyndar
ekki svarað í 760 orða dagblaðs-
grein né heldur að rökstuðningi
fyrir dagvistarheimilum sé stillt
upp sem valkosti á móti uppeldi
foreldra. Máhð er í rauninni afar
einfalt: vahð stendur um dagvistar-
heimili, rekin fyrir skattpeninga
okkar, eða aðrar verri „lausnir".
Uppeldi hjá foreldrum eingöngu er
ekki almennur valkostur.
Dagvistarheimili
í flestum tilvikum er betra fyrir
börn að vera á góðu dagheimih
heldur en að velkjast um í ættingja-
gæslu hálfan daginn og leikskóla
hinn helminginn eða vera hjá mis-
jöfnum og ekki of stöðugum dag-
mæðram. Eins er það með skóla-
dagheimih fyrir böm á skólaaldri
í staöinn fyrir að þau þurfi að vera
lyklabörn. Auövitað er th fullt af
frábæram öfum og ömmum og það
hendir að fólk er heppið með dag-
mömmu, en slíkt er bara ekki nógu
algengt.
Gott dagvistarheimili býður líka
í flestum tilfellum upp á miklu
betra uppeldi en einkaheimhi og
dagmömmur geta. Þar eru tækifæri
th að leika vio fleiri börn, þar er
sérmenntað starfsfólk, aðstaða er
fullkomnari en á heimhum og eng-
in hætta er á að flnu húsgögnin séu
skemmd.
Það er mikhvægt fyrir bam að
móðir þess og faðir séu hamingju-
söm. Einu ghdir hvort þau vinna
úti eða heima. Sumum mæðram
myndi henta betur að vinna heima
ef laun eiginmanns leyfðu það.
Áróðurinn um að þær sinni ekki
bömunum almennhega ef þær
vinni úti hefur afar slæm áhrif á
þær og bömin. Gott dagvistar-
heimih myndi létta ýmsum áhyggj-
um af þeim.
Mikið verk að skipuleggja
barnagæslu
Það fyrirkomulag að láta foreldra
(móður) koma bami sínu fyrir í
pössun er vont fyrir mömmuna af
ýmsum ástæðum. Caroline New og
Miriam David segja m.a. um það í
bók sinni, Barnanna vegna -
Umönnun barna á ekki bara að
vera í verkahring kvenna, sem
Penguin gaf út 1985 (titihinn sem
og thvitnunin eru lauslega 'þýdd
hér): „Þegar bömum er komið fyrir
í einkapössun fá þau nýtt, fjöl-
skyldulegt, öraggt aukaheimili og
nýja vini ásamt reynslu af öðru
heimih og mæður fá aukið svig-
rúm. En þeim sem finnst þetta
betra en opinberar stofnanir (leik-
vellir, dagheimih, skólar) vita lík-
lega ekki hversu mikið verk svona
skipulagning er. Fyrir utan það að
skipulagning tekur aldrei enda
lendir öll fyrirhöfn og kostnaður á
konunum í stað þess að vera borið
af samfélaginu. Og ef eitthvað er
að í fjölskyldunni, veikindi eða
annaö, einmitt þá bregst þetta kerfi
oftast. Ef barn fæðist eða foreldrar
skilja þá eykst þrýstingur á konuna
sem þá getur ekki borið sinn hlut
í kerfinu. Afleiðingin er sú aö dag-
gæslan verður alltaf óöraggari en
á dagvistarheimilum."
Þessi umfjöhun er alþjóðleg og
höfundarnir búa á svo ólíkum stöð-
um sem Ástrahu og Englandi. Ég
sé þó ekki að þetta sé að ráði frá-
brugðið þeirri vinnu sem íslenskar
mæður þurfa aö leggja á sig undir
svipuðum kringumstæðum. Aðal-
atriðið er þetta: Konur era látnar
vinna ókeypis vinnu við skipulagn-
ingu bamapössunar, vinnu sem
samfélagið ætti aö vera ábyrgt fyr-
ir.
Það er dýrt að hafa ekki góð
dagvistarheimili
Ef daggæsla bama er nauðsynleg,
Kjallariim
Ingólfur Á. Jóhannesson
sagnfræðingur og nemi í Wis-
consinháskóla i Bandaríkjunum
því skyldum við þá ekki kappkosta
að hafa hana sem besta? Auðvitað
er svarið augljóst, svona á pappím-
um. En það er ekki einu sinni
stefna íslenskra yfirvalda að hvert
bam geti átt kost á dagvistun. Því
ekki? Verður einhver svona stökk-
breyting á bömum við sex ára ald-
ur að þá skuh skóh vera fyrir öll
böm og þau að auki skólaskyld ári
síðar? Því miður er ekki einu sinni
þeim fáu dagheimhum, sem th eru
á íslandi, búin „besta fáanlega að-
staöa“. Starfsfólki eru greidd
smánarlaun og sífellt er naggað um
að ekki sé gott fyrir börn að vera
þar. Skyldi það engin áhrif hafa á
bömin?
Ég er ekki að tala fyrir skylduvist
barna á dagheimhum, en held því
fram að það sé ódýrara, meira að
segja í peningum, aö byggja upp
gott kerfi dagheimila heldur en að
láta slæma kosti bitna á bömunum.
Öryggi og festa eru mikilsverð og
við megum ekki við öllum þeim
vandræðum og veseni sem skapast
þegar dagmömmur og önnur óynd-
isúrræði bregðast. Að ekki sé talað
um allan hinn stórhættulega há-
degisakstur og raunverulegt
vinnutap sem hlýst af honum.
Góð dagvistarheimili myndu
minnka th muna stress.
Ingólfur Á. Jóhannesson
Gosbrunnar og símskeyti
Þegar síminn kom th landsins árið
1906 byggðist sú tímamótafram-
kvæmd á ritsímasambandi við Evr-
ópu um sæsíma, sem tók land á
Seyðisfirði, og loftlínu þaðan til
höfuðborgarinnar. Talsími mhli
landshluta var í upphafi eins konar
aukageta með ritsímanum, fékk að
fljóta með á símastaurunum líkt
og puttaferðalangar nútímans.
Höfuðvígi og óðul símans uröu rit-
símastöðvarnar á Seyðisfirði og
Reykjavík og símritararnir og ann-
að starfsfólk ritsímastöðvanna
voru þá og lengst af síðan sómi og
stolt Símans.
Þetta fólk naut jafnan þakklætis
og virðingar alþjóðar fyrir sín störf
og það að verðleikum, enda varð
þetta að ævistarfi flestra sem
menntuðu sig og þjálfuðu á þessu
sviði nema þeim væru falin enn
mikilvægari störf í símaþjón-
ustunni.
Vinnuskóli fyrir ungt fólk
Laust eftir 1930 fluttist Ritsíminn
í nýbyggt Landssímahús við Aust-
urvöll og hafði tvo síðustu áratug-
ina svo th alla jarðhæð elsta hluta
hússins til umráða þar til hann fyr-
ir skömmu fluttist í nýtt húsnæði
við Ármúla, bjart og aðlaðandi hús-
næði þar sem allur búnaður er eins
og best verður á kosið. Þar er loft-
ræsting í ágætu lagi en starfsfólkiö
hafði lengi kvartað fyrir daufum
eyrum yfir slæmu lofti á gamla
staðnum. Því heíði mátt ætla að
betri tímar væru framundan en sú
er þvi miður ekki raunin.
Ritsíminn í Reykjavík er að bæt-
ast í hóp þeirra fjölmörgu deilda
Pósts og síma sem eru orðnar að
eins konar vinnuskóla fyrir ungt
KjaUarinn
Leó Ingólfsson
rafeindavirki - í stjórn Félags
ísl. símamanna
fólk þar sem fram fer þjálfun og
undirbúningur þess fyrir almenna
vinnumarkaðinn, aðrar ríkisstofn-
anir, bankana og sveitarfélögin.
Þúsund manns, eða nær þriðjung-
ur af árgangi íslendinga, fá þessa
þjálfun á ári hverju. Og nú hefur
tugur starfsreyndra ritsímaritara
látið af störfum síðustu mánuðina
og era engar horfur á að missir
þeirra fáist bættur í bráð fyrir þau
laun sem í boði eru. Launaflokkur
332, þrjátíu og átta þúsund eitt
hundrað og nitján krónur á mánuði
með von um að ná skattleysismörk-
unum eftir svo sem áratug. Vélrit-
unar- og málakunnátta æskileg.
Hver skyldi svo flytja í húsnæðið
á jarðhæð gamla Landssímahúss-
ins? Hver fær til umráða þetta
virðulega og sögufræga húsnæði í
hjarta bæjarins? Umsýsludeildin!
Deildin sem hefur með að gera allt
húsnæöi fyrir starfsemi Pósts og
síma. Deildin sem sér um að öll
aðstaða starfsfólks, svo sem loft-
ræsting og húsbúnaður, uppfylli
nútímakröfur. Og umsýsludeildin
sér þar að auki um mannahald og
ráðningar, mótar og framfylgir
stefnu stofnunarinnar viö gerð
kjarasamninga og annast fyrir
hennar hönd túlkun og fram-
kvæmd samningsákvæða. Þetta er
deildin sem ræður mestu um allt
viðmót stofnunarinnar gagnvart
starfsfólkinu.
Að athuga hvort athuga skuli
Það gefur auðvitað augaleiö að
slík deild vinnur ekki sín störf
nema við þokkaleg ytri skilyrði.
Það ber að hafa í huga að hjá deild-
inni eru á hverjum tíma tugir eða
hundruð mála varðandi starfsfólk-
ið „í athugun". Eða þá að verið er
„að athuga" hvort þau eigi að fara
„í athugun“. Það er til dæmis að
„Það er til dæmis að taka alls ekki sjálf-
gefið hvort yfirleitt á að vera að svara
erindum frá einstökum starfsmönnum
eða stéttarfélögum þeirra.“
„Höfuðvigi og óðul símans urðu ritsimastöðvarnar á Seyðisfirði og í
Reykjavík," segir í greininni. - Frá Seyðisfirði.
taka alls ekki sjálfgefið hvort yfir-
leitt á að vera að svara erindum frá
einstökum starfsmönnum eða
stéttarfélögum þeirra. Og ef og þeg-
ar tekst að komast til botns í því
getur það verið þrautin þyngri að
koma saman skilmerkilegu og rök-
studdu svari í flóknum og við-
kvæmum málum. Það er til að
mynda ekki heiglum hent að finna
út úr því hvort yfiramsjónarmenn
með talsambandi við útlönd séu
yfirumsjónarmenn eða ekki yfir-
umsjónarmenn. Á því máli era
augsýnilega margar hliðar og það
hefur ekki gefist langur tími til
þess aö brjóta það til mergjar því
þetta vandamál kom ekki fram fyrr
en í ágúst í fyrra. Eöa halda menn
að það hafi kannski verið eitthvert
áhlaupaverk að ákveða hvaða tveir
símsmiðir á Jörfa verðskulda með
engu móti að fá greitt óþrifaálag?
Skítt með skeytin
Nei, góðir hálsar! Verkefni sem
þessi verða ekki forsvaranlega af
hendi leyst nema viö hin ákjósan-
legustu vinnuskilyrði. Það var þess
vegna sjálfsagður hlutur og fyrsta
mál á dagskrá í flutningastússinu
að setja upp fullkomna loftræst-
ingu í húsnæðiö sem Ritsíminn
rýmdi. Og það er ekki látið þar við
sitja enda útsýnið út í dimman og
þröngan bakgarðinn deildinni gjör-
samlega ósamboðið. Því verður
grámóskulegum bakgarðinum
breytt í ilmandi urtagarð.
En vegna þess að vorboðanum
ljúfa verður sjálfsagt torratað niö-
ur í svo þröngan stáð þá er komið
í veg fyrir á mjög hugvitssamlegan
hátt að þetta verði með öllu söng-
laus garður með því að koma þar
fyrir fyrsta gosbrunni Pósts og
síma sem ugglaust mun fylla hlust-
ir nærstaddra hinni dægfiegustu
dillandi. Eða eins og kellingin
sagði: „Skítt veri með skeytin en
gosbrunnur er gulli betri.“
Leó Ingólfsson