Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Síða 26
42
FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988.
Jarðarfarir
Anna Jóna Jónsdóttir lést af slys-
förum 11. júni. Hún var fædd 2. júlí
1956 í Reykjavík, dóttir hjónanna
Önnu Árnadóttur og Jóns Tómas-
sonar. Anna Jóna var tvígift. Fyrri
maður hennar var Þorleifur Gunn-
laugsson, þau slitu samvistum. Þau
eignuðust einn son. Eftirlifandi eig-
inmaður hennar er Jóhann Sigurö-
arson. Anna Jóna lauk klæðskera-
námi frá Iðnskólanum í Reykjavík
1981 og fékk meistarapróf 1984. Und-
anfarið vann hún aðallega við ýmiss
konar leikbúningahönnun bæði fyrir
kvikmyndir og leiksýningar. Einnig
starfaði hún fyrir sjónvarpsstöðv-
amar. Útfór hennar verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Friðrik P. Dungal lést 17. júní sl.
Hann var fæddur 15. nóvember 1969,
sonur hjónanna Páls Dungals og
Auðar Jónsdóttur. Útfór Friðriks
verður gerð frá Bústaðakirkju i dag
kl. 15.
Andlát
Þorkell S. Guðvarðarson, Álftamýri
50, Reykjavík, andaðist að morgni 22.
júlí.
Auður Erla Sigfriedsdóttir, Öldu-
granda 9, Reykjavík, lést aö morgni
19. júní.
Guðrún A. Jónsdóttir frá Borgar-
nesi, Jaðarsbraut 5, Akranesi, lést 23.
júni í Sjúkrahúsi Akraness.
Sölvi EÚsson bifreiðarstjóri, Einholti
9, andaðist í Borgarspítalanum
þriðjudaginn 21. júní.
Vilmunda Einarsdóttir, Meðalbraut
4, Kópavogi, áður Skólavegi 15, Vest-
mannaeyjum, lést í Landspítalanum
að morgni 23. júní.
Guðmundur Jónsson, fyrrum bóndi
Dalgeirsstöðum, andaöist í sjúkra-
húsinu Hvammstanga 21. júní.
Tilkynningar
Hákon Randal,
nýr stjórnarformaður
í Norræna húsinu
Á stjómarfundi Norræna hússins, sem
haldinn var í Reykjayík 14. júní sl„ var
Hákon Randal, fylkisstjóri í Hörðalandi,
Noregi, kosinn stjómarformaður. Vara-
formaður var kjörinn Guðlaugur Þor-
valdsson vararíkissáttasemjari, sem hef-
ur veriö formaður stjómarinnar sl. 8 ár.
Ráöningartími núverandi forstjóra,
Knuts Ódegárds, rennur út um næstu
áramót. Á stjómarfundinum var fjallað
um þær umsóknir sem bámst um for-
Menning_____________________________dv
Sókn í blástursdeildinni
Sónglúðrar lýðveldisins á tónleikum í Áskirkju
Fimm komungir blásarar stúltu
saman hljóðfæri sín í gærkvöldi.
Þetta vom Sönglúðrar lýðveldis-
ins, mámblásarakvintett skipaður
tveim trompetum, homi, básúnu
og túbu og heita piltarnir Einar St.
Jónsson, Guðmundur Hafsteins-
son, Emil Friðfinnsson, Pétur Ei-
ríksson og Sigurður Smári Gylfa-
son. Þeir eru allir langt á veg komn-
ir í hijóðfæranámi, sumir jafnvel
þekktir atvinnumenn eins og Emil,
sem hefur leikið á homið með Sin-
fóníunni í allan vetur. Þeir em all-
Tónlist
Leifur Þórarinsson
ir komungir, varla nema rétt tvi-
tugir. En þeir blása ljómandi vel.
Efnisskráin var út af fyrir sig ljóm-
andi skemmtileg, hæfileg blanda
af útsetningum og framsaminni
blástursmúsík. Útsetningamar
voru nokkuð misjafnar og kunni
undirritaður illa að neta lagaflokk
Famabys í útsetningu Elgars How-
arth og kom það eiginlega á óvart
því Howarth er frægur maður.
Hins vegar var gott að heyra
Contrapunctus n úr Kunst der fuge
eftir Bach í útsetningu Glasels og
B. Mayer hafði gert sniðuga hluti
við Golliwogg’s Cake Walk úr
Bamaskotinu hans Debussys. En
mest var gaman að heyra frum-
sömdu músíkina, t.d. mjög ánægju-
legan kvintett eftir Malcolm Arn-
old og Scherzo eftir Cheetham. Þar
fóm blásaramir ungu líka á kost-
um og allt prógrammið léku þeir
reyndar af furðu miklu öryggi og
næstum tandurhreint. Það er
greinilega mikil sókn í blásara-
deildinni, þrotlaus vinna í tónlist-
arskólum og lúðrasveitum er
smám saman að skila árangri.
Þessir piltar eru allir efni í fína sin-
fóníuspilara og sólista og það eru
víst fleiri á leiðinni. Bravó fyrir því.
LÞ
stjórastöðuna. Stjórnin ákvað að mæla
með Lars Áke Engblom frá Sviðþjóð en
hann var yfirmaður sænska sjónvarpsins
í Smálöndum. Til vara mælti stjómin
meö Norðmanninum Bjarne Floío rit-
stjóra, sem gegnir staríi blaöa- og menn-
ingarfuHtrúa við norska sendiráðið í
Washington sem stendur. Tillaga stjóm-
ar Norræna hússins verður lögö fyrir
Norrænu ráðherranefndina sem tekur
endanlega ákvörðun nm val forstjóra
Norræna hússins.
Ársrit Útivistar 1988
er komið út
Ritiö er það íjórtánda í rööinni frá stofn-
un félagsins árið 1975. í þessu riti eru
birtar fjórar greinar er hafa aö geyma
staðhátta- og leiðarlýsingar, m.a. af
Homströndum, Lóni, Lónsöræfum og
Löngufjörum. Ársritið er 120 blaðsíður
að stærð og prýtt 60 ljósmyndum. Þaö er
innifalið í ársgjaldi Útivistar. Þeir sem
hafa áhuga á að eignast ritið geta haft
samband við skrifstofu Útivistar í Gróf-
inni 1.
Kosningaútvarp á stuttbylgju
Á laugardag verður kosningaútvarp sent
út á stuttbylgju til sjómanna á haft úti
og íslendinga erlendis. Kl. 23-24 verður
sent til meginlands Evrópu á eftirfarandi
tiðnum:
15659 khz
13770 khz
9863 khz
Kl. 24-1 verður sent tíl austurstrandar
Bandarikjanna og Kanada á eftirfarandi
tiðnum:
17558 khz
15659 khz
9863 khz
Fréttasendingu á stuttbylgju til Vestur-
heims seinkar vegna kosningaútvarpsins
og verður kl. 1. Miðað er við íslenskan
tima, sem er sami og GMT.
Hæfileikakeppni í
hljóðfæraleik áhugamanna
fer fram á Hótel Borg dagana 5.-7. júlí.
Undankeppni fer ffam 5. og 6. júli en
úrslitakvöldið er 7. júU. Þátttakendur,
sem verða sérstaklega kynntir, munu
flytja 2 af sínum bestu lögum. ÆskUegt
er að annaö lagið sé frumsamið þó það
sé alls ekki gert að skUyrði. Munu þátt-
takendur njóta stuðntngs hljómsveitar
og skipuð dómnefnd ftnnur hæfileikarik-
asta keppandann. AthygU skal vakin á
að tónlistarmenntun er ekki gerð að skil-
yrði fyrir þátttöku. Hljóðfæraverslun
Poul Bemburg hf. og verslunin Rin
styrkja keppnina með verðlaunagjöfum.
Innritun stendur yfir á Hótel Borg í síma
11440.
Heym og tal rannsakað á
ísafirði
Mótttaka verður á vegum Heymar- og
talmeinastöðvar íslands í heilsugæslu-
stöð ísafjarðar dagana 18. og 19. júU nk.
Þar fer fram greining heymar- og tal-
merna og úthlutun heymartækja. Sömu
daga, aö lokinni móttöku Heymar- og
taimeinastöðvarinnar, tekur sérfræðing-
ur í háls-, nef- og eymalækningum móti
sjúklingum. Tekiö er á móti viðtalsbeiön-
um í heUsugæslustöð ísafjarðar.
Kvikmyndir
Laugarásbíó - Raflost
Ein af þeim Ijúfari
Leikstjóri: Matthew Robbins
Aðalhlutverk: Hume Cronyn, Jessica
Tandy
Verið er að rífa gamalt hverfi í
austurhluta New York borgar. íbú-
amir em hraktir á brott með góðu
eða illu. Brátt stendur aðeins ein
blokk eftir, íbúamir þrjóskast við.
Nótt eina birtast fm'ðuvemr í
blokkinni. Þetta em agnarsmá
geimskip sem em í leit að raf-
magni, en á því lifa þau. Með til-
komu þeirra tekur gæfuhjólið að
snúast íbúum blokkarinnar í hag.
Þetta er ein sú hlýlegasta mynd
sem hér hefur sést lengi. Tækni-
brellur eru í fullkomnu lagi og falla
höfundar ekki í þá gryfju að
drekkja efni myndarinnar með
slíkum brellum. Þvert á móti er
þeim beitt af natni og alúð.
Jessica Tandy er stórskemmtileg
í hlutverki sínu sem og Hume
Cronyn. Þau em þarna í svipuðum
hlutverkum og í myndinni Cocoon,
hjálparvana gamaímenni.
Þó em skemmtilegustu persónur
myndarinnar litla FFH fjölskyldan.
Tekist hefur að gæða geimskipin
þvíliku lífi og töfrum að þeim tekst
að skyggja á persónur af holdi og
blóði.
Þessi mynd hefur til að bera alia
eiginleika góörar teiknimyndar.
Húmorinn er kominn beint úr
Tomma og Jenna og töframir úr
Bamba. Það er því óhætt aö mæla
með þessari mynd fyrir alla fjöl-
skylduna. -PLP
hennar er Bjöm Hróarsson jaröfræðing-
ur.
Háskólahátíð
Hf skólahátíð verður haldin í Háskólabíói
laugardaginn 25. júní 1988 kl. 14. Þar
verður lýst kjöri heiðursdoktora jafn-
framt því sem kandidatar verða braut-
skráöir. Athöfnin hefst meö því aö Sig-
urður Snorrason, Anna Guðný Guö-
mundsdóttir og Páll Einarsson leika á
klarínettu, píanó og kontrabassa. Pró-
fessor Þóróífur Þórlindsson, deildarfor-
seti félagsvísindadeildar, lýsir heiöurs-
doktorskjöri Jóhannesar Nordals banka-
stjóra. Prófessor Amþór Garðarsson,
deildarforseti raunvísindadeildar, lýsir
heiðursdoktorskjöri prófessors emeritus
Gunnars Böövarssonar og prófessors
emeritus Leifs Ágústssonar. Prófessor
Þórir Einarsson, deildarforseti viðskipta-
og hagfræðideildar, lýsir heiðursdoktors-
Hjöri Jónasar Haralz bankastjóra. Há-
skólarektor, dr. Sigmundur Guðbjarna-
son, ræðir málefni háskólans og ávarpar
síðan kandídata. Deildarforsetar afhenda
kandídötum prófskirteini. Að lokum
syngur.Háskólakórinn nokkur lög undir
stjóm Áma Harðarsonar. Aö þessu sinni
verða brautskráöir 383 kandidatar.
Tórúeikar
Tónlistarhátíð Norræna
alþýðutónlistarsambandsins
Dagana 29. júní til 3. júlí 1988 verður 9.
norræna tónlistarhátíð Norræna alþýðu-
tónlistarsambandsins (Nordisk Arbeid-
ersanger og Musiker Forbund) haldin í
Odense í Danmörku. Mót þessi em hald-
in á 4-5 ára fresti til skiptis á Norðurlönd-
unum. ísland gerðist aðili að NASOM
1976. Að þessu sinni verða það Samkór
Trésmiðafélags Reykjavikur, RARIK-
kórinn og Lúðrasveit verkalýðsins sem
veröa fulltrúar íslands á 9. norræna tón-
listarmótinu í Odense. Kóramir munu
halda sameiginlega tónleika 30. júni í
RádhushaUen. Mun hver hópur verða
með um hálftíma dagskrá en í lok tónleik-
anna munu hópamir í sameiningu, um
100 söngvarar og hljóðfæraleikarar, Úytja
eitt lag. Efnisskráin verður mjög fiöl-
breytt, bæöi íslensk og erlend lög.
Tombóla
Nýlega héldu þessir krakkar í Amar-
tanga, MosfeUsbæ, tombólu og seldu
blóm og bækur tU styrktar Eþíópíuhjálp-
inni. Þau söfnuðu aUs 2.581 krónum.
Nýr kiljupakki frá Uglunni
Uglan - íslenski kUjuklúbburinn, sendi
nýlega frá sér nýjan kUjupakka. í honum
em þrjár bækur: Vesalingamir I eftir
Victor Hugo, Brunabillinn sem týndist
eför Maj SjöwaU og Per Wahlöö og þriðja
bindi Kvikmyndahandbókarinnar eftir
LesUe HaUiweU. Ný útgáfa af VesaUngun-
um sætir nokkrum tíðindum. Bókin kom
fyrst út á íslensku á árunum 1925-28 og
var þá í fimm bindum, þýdd af Einari
H. Kvaran, Ragnari E. Kvaran og Vil-
hjálmi Þ. Gíslasyni. Sú útgáfa var nokkuö
stytt og auk þess var ekki þýtt úr frönsku.
Torfi H. Tulinius bókmenntafræöingur
hefur farið yfir þýðinguna og boriö sam-
an við frummál, lagfært og aukið við eft-
ir ástæðum. Nýja útgáfan verður því
nokkuð lengri en þó prentuð í fjórum
bindum í stað fimm. Brunabíllinn sem
týndist er endurútgáfa á sænskri spennu-
sögu sem kom út hjá Máli og menningu
fyrir átta árum. Kvikmyndahandbókin
nær frá I-N í stafrófinu. Nú eru ókomin
tvö bindi af Kvikmyndahandbókinni og
er ráðgert að þau komi út á árinu.
Kvennalistinn á Norðurlandi
með ráðstefnu
Kvennalistakonur á Norðuriandi standa
fyrir ráðstefnu um landbúnað og land-
nýtingu helgina 25.-26. júní að Sólgörðum
í Fljótum. Ráðstefnan hefst laugardaginn
25. júní kl. 10. Ásgerður Pálsdóttir fjallar
um ástand og horfur í landbúnaði, Sigrún
Helgadóttir kynnir ástand gróðurs,
Ágústa Þorkelsdóttir íjallar um kvóta-
skiptingu með tilliti til landgæða, Jófríð-
ur Traustadóttir og Danfríður Skarphéð-
insdóttir tala um tengsl bænda og neyt-
enda. Auk þess verður hópstarf og um-
ræður. Á sunnudaginn tala ræðukonur
úr öngimum um stöðu landbúnaðar í sfn-
um heimahéruðum og hvemig konur
hafa brugðist við samdrætti í landbún-
aði. Ráðstefnan er öllum opin.
Ferðahandbókin Land
er nú komin út í fimmta sinn. Bókin inni-
heldur allar upplýsingar um feröaþjón-
ustu á íslandi, auk landfræði- jarðfræði-
og sögulegs fróöleiks um landið okkar,
ísland. Fjallað er um öll sveitarfélög á
íslandi. Ferðaþjónusta í hverju sveitarfé-
lagi er tíunduö að öllu leyti í þjónustu-
lista sveitarfélagsins. Þjónustulistanum
er skipt niður í gistingu, tjaldstæði, veit-
ingar, bílaþjónustu og aðra þjónustu.
Kynningargreinar eru í bókinni um nær
öll stærri sveitarfélög hér á landi, á ann-
að hundraö talsins. Fjallað er um skoðun-
arverða staöi í sveitarfélaginu, svo og
ýmsa punkta úr sögu þess. I bókinni eru
yfir 300 myndir og allar í lit. Það er Ferða-
land hf. sem gefur bókina út en ritstjóri
Það fer vel um
bam sem situr
í bamabílstól.