Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Qupperneq 32
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988. Eiiendar lantokur: Ekki meira skrifað út - en einn milljarður -segir Þorsteinn Pálsson „Þaö verður ekki skrifað út án umhugsunar meira en þessi eini milljarður“, sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, við DV. „Við búum nú við tvíþættan vanda. Annars vegar eru þjóðartekjur að falla. Hins vegar er hér enn veruleg þensla. Þess vegna munum við fara mjög gætilega í sakirnar. Það var tafið nauðsynlegt að veita þessa heimild til fjárhagslegrar endur- ^kipulagningar í atvinnuiífinu. En við munum ekki ganga lengra en þetta að óathuguðu máli,“ sagði Þor- steinn um þá kröfu forsvarsmanna atvinnulífsins að frekari heimildir yröu veittar til erlendrar lántöku umfram fyrri ákvörðun ríkisstjórn- arinnar. -gse O Fjáriög næsta árs: ». Bjórinn gefur hálfan milljarð í drögum að íjárlögum næsta árs, sem Jón Baldvin Hannibalsson íjár- málaráðherra hefur lagt fyrir ríkis- stjórnina, er gert ráð fyrir 500 milljón króna tekjuauka vegna tilkomu bjórsins. í ár er gert ráð fyrir 4,2 milljarða tekjum af áfengis- og tó- bakssölu ríkisins. Bjórinn verður ekki leyfður fyrr en 1. mars á næsta ári. Tekjuaukning vegna hans á árs- grundvelli er þvi um 600 milljónir, samkvæmt áætlun fjármálaráðu- /■fteytisins, eða 14 prósent ofan á tekj- ur áfengissölunnar. Aukningin er mun meiri sé einungis miðað við áfengi því tóbakssala er stór hluti af hagnaði fyrirtækisins. -gse LOKI Kannski Vegagerðin ættiaðsnúasérað hafnargerð? Áfram reynt að selja kindakjötið út: Hvert kíló kostar ríkið 250 krónur - en 50 krónur ef bóndinn stöðvar framleiðsluna Á sama tíma og ráðherrár Al- þýðuflokks eru að koma fram meö tillögur um að hætta öllum útflutn- ingi á kindakjöti standa yftr samn- ingar um aukningu á þessum út- flutningi. Þorsteinn Pálsson ræddi við forsætisráðherra Finnlands um frekari kaup Finna á kindakjöti og Markaðsnefnd landbúnaðarins hefur ráðið bandarískt markaðs- fyrirtæki, Creative Food Service, til þess að markaðsstetja lambakjöt í Bandaríkjunum. Engar vonir eru til þess að þessir markaðir skih betra verði en svo að það nægi fyr- ir meiru en um 30 til 40 prósentum af skilaverði. Með öðrum orðum þarf að greiða rúmar 250 krónur fyrir hverjar 85 til 130 krónur sem fást fyrir kjötið. Samkvæmt upplýsingum land- búnaðarráðuneytisins fást um 2 til 3 dollarar fyrir kílóið í Finnlandi. Þegar búið er að greiða 80 til 90 krónur til sláturleyfishafa og heild- sala munu standa eftir um 15 krón- ur til þess aö greiða laun og allan kostnað bóndans. Það þarf því að bæta verðiö upp um 250 krónur eða um 3.500 krónur á hvern skrokk. Launaliður bóndans er ekki nema um 50 krónur á hvert kíló. Afgang- urinn er áburðarverð, notkun á vélum og tækjum og annar slíkur kostnaður. Ef samið yrði við bóndann um að framleiða ekki kjötið þyrfti ríkið að greiða honum um 50 krónur. Ef bóndinn er látinn óáreittur þarf ríkið að greiða 250 krónur í útflutn- ingsbætur. Ef kjötið er ekki flutt út en urðað þarf ríkið að greiða bóndanum allan þann kostnað sem hann hefur lagt í. „Það eru ekki líkur á því að við séum aö .finna þarna góðan mark- að, alla vega ekki betri en Færeyj- ar,“ sagði Auðunn Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri Markaðsnefnd- ar landbúnaðarins, um tilraunir nefndarinnar til að koma kinda- kjöti á markað í Bandaríkjunum. Auðunn sagði nefndina hafa reynt allt sem hugsast gat til þess að koma kjötinu á markað í Banda- ríkjunum. Stefnt væri aö því að niðurstaða þeirra tilrauna lægi fyr- ir í haust og kæmi þá til kasta Framkvæmdanefndar búvöru- samninga um að taka ákvörðun um hvort stefnt yrði að sölu á Banda- ríkjamarkað. Enginn vafi væri á því að áfram þyrfti að niðurgreiða kjötið, líklega sem samsvaraði um 250 krónum á kílóið. -gse Lóðirnar sem botnað hafa ótæpilega eftir vegaframkvæmdirnar. Önnur lóðin er „eins og mýri“ og vatn hefur lekið þar inn i kjallara. DV-mynd: Emil OfFramleiðslan og sláturieyfishafar: Gefur þeim 225 milljónir í tekjur Slátur- og heildasalakostnaður af um 225 milljón króna kostnaður að fá hann inn í landiö bætir ríkið hverju kílói af kindakjöti er 80 til 90 vegna þessa. Með útflutningi næst verðið upp um 300 krónur. krónur í dag. í 2.500 tonna umfram- sjaldnast að fá verð sem greiðir mik- -gse birgðum af kindakjöti er því bundinn ið annaö en þennan kostnað. Til þess Veðrið á morgun: Vestlæg eða suðvestlæg átt Vestlæg eða suðvestlæg átt og 8 til 15 stiga hiti, hlýjast á Austur- og Norðausturlandi. Dálítil rigning framan af degi, einkum um vestan- vert landið. Styttir upp að mestu síðdegis og léttir til austanlands. Eskrfjorður: „Lóðin eins .______> ukk og myn „Eftir að þeir ruddu til fyrir ofan fór að koma mikil bleyta í lóðina og hjá nágranna mínum hefur lekið inn í kjallara. Það má segja að lóðin hjá honum, sem verst er farin, sé eins og mýri,“ sagöi íbúi við götuna Helgafell á Eskifirði. Tildrög málsins eru þau að síöasta haust hóf Vegagerð ríkisins á Aust- urlandi framkvæmdir við Norðfjarð- arveg sem stendur norðan við Helga- fell. Vegurinn var færður til og viö það var fluttur til mikill jarðvegur en einnig var hækkað ræsi í gamla veginum. Að sögn Sveins Sveinsson- ar, tæknifræöings hjá Vegagerðinni, liggur vegurinn í fjallshlíö þar sem vatnsæðar eru víða í undirlögum. „Þetta kom upp á nokkrum stöðum og var verst fyrst. Viö erum byijaðir að reyna að lagfæra þetta en við vit- um ekki hvort það muni takast, þetta er ofan í jörðinni og enginn veit hvar það liggur," sagði Sveinn. Sveinn sagðist vita til þess að lóðin hjá einum íbúa við Helgafell væri orðin hálfgegnsósa af vatni, seytlað heföi inn í kjallara, sem að vísu var með ópússuðu gólfi, og málning flagnað af við sökkul. „Við vitum ekki hvert tjónið.verður því þetta getur hugsanlega þornaö. Ef rekja má tjón af völdum vatnsins til vega- framkvæmdanna mun tjónið verða metiö og Vegagerðin bæta það sem og önnur er hún veldur," sagði Sveinn Sveinsson. -JFJ Umferðin í Reykjavík: Sextán árekstrar tilkynntir lógreglu Sextán árekstrar voru tilkynntir lögreglunni í Reykjavík í gær. Þrennt var flutt á slysadeild. Sjö ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Þá tók lögreglan einn ölvaðan öku- mann í gær. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.