Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. Fréttir_______________________ Þvælst um með þjóðhagsspána - Qármálaráðuneytið vildi gera athugasemdir við spána Þjóöhagsspá hefur þvælst um milli manna í stjórnkerfinu síðan fyrir helgi. Augljóst er, að fjármála- ráðuneytið vildi gera athugasemdir við tölur í þjóðhagsspá, sem Þjóð- hagsstofnun lagði fram, og hefur því tafið málið. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra setti ofan í við fjármálaráðuneytiö í viðtali við DV í morgun. Forsætisráðherra sagði, aö það væri ekki verkefni fjármála- ráðuneytisins að gera þjóðhagsspá, heldur sinna fjárlagagerð. Þjóðhagsspá hefur greinilega verið til síðan fyrir helgi. Þá var forsætisráðherra farinn að vitna í spána í fjölmiðlum. Samt verður spáin ekki birt fyrr en eftir hádegi í dag. Fjármálaráðuneytið hefur und- anfarið viljað gera eigin spár. Sum gömlu brýnin úr Þjóðhagsstofnun eru enda komin í fjármálaráðu- neytið, menn sem voru vanir að gera þjóðhagsspár. Því hefur nú enn verið hringlað með þjóð- hagsspá vegna athugasemda fjár- málaráðuneytisins. Spurningin er, hvort þetta sé við- unandi fyrir Þjóðhagsstofnun. Verkefni hennar á að vera að gera sjálfstæða spá, ekki að þola alls konar athugasemdir ráðuneyta. Þjóðhagsstofnun heyrir undir for- sætisráðherra. Þjóðhagsspá kemur því loks fram í dag. Þar koma fram bjartari horf- ur. Viðskiptahalli mun talinn verða 10-11 milljarðar en var tahnn mundu verða mun meiri áður. -HH/SMJ Tíðinda- lausar viðræður ,>Ienn halda áfram að ræða saman en það hefur ekkert frekar verið ákveðið, það er því alveg tíðindalaust eins og stendur," sagði ESnar Sigurðsson, blaða- fulltrúi Flugleiða. Viöræður milli flugmanna og Flugleiða hafa staðið yfir í nokk- urn tíma og eru aðallega ræddar ýmsar útfærslur á vinnutíma- reglum. Einmg munu viöræður við flugvirkja standa yfir. Við- ræðumar eru óformlegar og kall- ast ekki samningaviðræður þó að rædd séu atriöi sem snerti aðra þætti kjarasamninga en launa- liöi. Einar sagðist ekki búast viö aö tfi tíöinda drægi á næstu dög- um menn væru að ræða málin í rólegheitunum. Viðey er i allsherjar snyrtingu um þessar mundir enda fer óðum að styttast í að þessi sögufræga eyja verði full- gerð sem ferðamannastaður. Þessi ungmenni beittu nútímatækni með gömlu ívafi við að slá eyna. Þau voru með rafknúin orf við sláttinn enda veitti ekki af þar sem eyjan hefur ekki verið tekin i gegn i háa herrans tið. Eins og sjá má á myndinni eru ungmennin langt á veg komin með sláttinn og þá er aðeins eftir aö raka. DV-mynd GVA Bdri hjón í Reykjavík: Þurftu að bíða í þrjár vikur efdr aðstoð „Þaö liðu nú ekki nema þijár vikur frá því aö leitað var eftir hjálp fyrir okkur og þar tfi það kom stúlka frá heimilistyálpinni. Hing- að til höfum við ekki fengið neina hjálp, enda hef ég ekki vitað hvert ég átti að leita,“ sagði eldri kona í Reykjavik í samtali við DV. Eiginmaður þessarar konu fékk fyrir mörgum árum heilablóðfall og hún hefur þurft að annast hann heima við í 7 ár og segist ekki hafa talið það eftir sér. Það var ekki fyrr en um jólaleytið að hún veiktist í baki og gat þá með engu móti ann- ast hann áfram, ekki einu sinni raeð erfiöisrounum eins og verlð haföi. Það liðu þó enn nokkrir mánuöir því konan vissi ekki hvert hún átti að snúa sér. „Það er meira en að hrista svona hjálp fram úr erminni. Fyrst verð- ur maður að vita hvað á að gera og síðan að fá eitthvaö gert,“ sagði konan. Það var ekki fyrr en maður hennar fór inn á spítala nú í vor aö læknar urðu þessa áskynja og gengu i að útvega þeim heimfiis- hjálp. Starfsmaöur hjá heimilisþjón- ustu Félagsmálastofnunar sagði að bæklingar væru sendir heim til fólks og einnig færi fréttabréf stofiiunarinnar til ellilífeyrisþega. í þessum ritum væri fólki kynntur réttur þess. Það væri því ekki skortur á upplýsingum. Miklu al- gengara væri að fólk læsi ekki það sem þvi bærist. Þó væri rétt að hjá heimiiisþjónustunni værí nokkur mannekla enda væri ekki mikil ásókn í störf þar sem launin væru lág. JFJ Davíð vill samstarf um bjórbruggun „Gosdrykkjaframleiðendur gætu byggt í. sameiningu brugghús og sparaö sér hundruð mfiljóna króna en jafnframt gæti hver framleiöandi bruggað sinn bjór,“ segir Davíð Sche- ving Thorsteinsson, forstjóri Sólar hf. Davíð segir líklega samstarfsaðfia vera Sól, Vífilfell og Egil Skalla- grímsson. Hvorki Sól né Vífilfell eiga bruggtæki en Egill Skallagrímsson hefur bruggað sterkan bjór og selt erlendis og í fríhöfninni. Sól og Vífilfell hafa hvort í sínu lagi átt í viðræðum við erlenda bjór- framleiðendur meö það að markmiði að geta selt íslendingum bjór þegar leyfð verður sala á honum í mars á næsta ári. Að sögn Davíðs myndi það líklega kosta 300 mifijónir króna aö byggja brugghús með tækjum til bjórfram- leiðslu og fyrirtækin þrjú gætu spar- aö sér samtals allt aö hálfum mifij- arði króna ef þau byggðu eitt hús í sameiningu í staö þriggja. Davíð sagðist ekki óttast aö bjórteg- undimar frá sameiginlegu brugg- húsi yrðu keimlíkar. „Fólk getur eldaö í sama pottinum en fengið ólíka rétti upp úr honum. Hvers vegna ætti ekki það sama að gilda um bjórbruggun." í morgun tókst ekki að ná tali af forsvarsmönnum Vífilfells og Egils Skallagrímssonar. -pv Útgerðaimaður Hafþórs: Held að Græn- lendingar standi klárir á sínu - skipstjórinn mun hafa skrifaö undir sektarplagg „Eftir að ég aflaði mér frekari frétta í gær er ég hræddur um að Grænlendingar standi klárir á sínu í málinu og að skipstjórinn hafi raun- verulega skrifað undir sektarplagg en ekki einhvem samning," sagði Birgir Valdimarsson, útgerðarmað- ur Hafþórs, í morgun. Grænlensk yfirvöld segja að trygg- ingarféð svonefnda, sem útgerð Haf- þórs borgaöi, að upphæð 440 þúsund danskar krónur, sem em tæpar 3 milljónir íslenskra króna, sé ekki trygging heldur sektargreiðsla, enn- fremur að málinu sé lokiö. „Það sem Grænlendingar buðu upp á var að skrifa undir viðkomandi plagg, að öðrum kosti yröi Hafþór færður til hafnar í Godtháb í Græn- landi. Það er fimm daga sigling til Grænlands þannig að þetta hefði get- að þýtt allt að fjórtán daga stopp fyr- ir okkur auk mikils olíukostnaðar. Þess vegna var skrifað undir en menn héldu allan tímann að það yrði kannað betur hvort Hafþór ætti sér einhverjar málsbætur," segir Birgir. Hafþór var staðinn að ólöglegum veiðum á miðvikudagskvöldið í síð- ustu viku en síðan var honum sleppt. Skipið veiddi allan fimmtudaginn. Um miðjan dag á föstudaginn, þegar Hafþór var íslandsmegin við miðlín- una og inni í íslenskri fiskveiðilög- sögu, sigldi danskavarðskipið Vædd- eren inn og hertók Hafþór. Síðan var skipinu siglt inn í grænlenska lög- sögu. „Við erum aö skoða þaö betur hvort hægt var í rauninni að taka skipið í seinna skiptið þegar það var úti á rúmsjó og búið var aö sleppa því,“ segir Birgir. ís var kominn yfir allt á Dohrn- banka í gær og öll rækjuskip farin af svæðinu. Hafþór hélt áleiðis á miðin við Kolbeinsey. Hann kem- ur til hafnar 22. júlí. -JGH Ráðning Hannesar: Kennir ekki skyldufög „Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son hefur ekki hlotiö fullgildan hæfnisdóm til þess að gegna stööu lektors í stjómmálafræði og mun hann ekki kenna nein skyldunám- skeið í greininni á vegum félagsvís- indadeildar háskólaárið 1988-1989,“ segir í einróma ályktun defidarfund- ar félagsvísindadeildar. Er því Ijóst að Hannes H. Gissurarson mun ein- ungis kenna valnámskeið þegar hann kemur til starfa, annaðhvort námskeið sem eru þegar kennd eða verða ný á hausti komanda. Fulltrúar nemenda á deildarfundi lögðu fram tillöguna og var hún sam- þykkt einróma, svo og ítrekun á ályktun deildarinnar frá 7. júlí og vísað er til ályktunar háskólaráðs um að kanna beri lagalega stöðu háskólans í því skyni að hnekkja stöðuveitingunni. Þessari ákvörðun sinni til skýring- ar segjr deildarfundur félagsvísinda- deildar: „Félagsvísindadeild minnir á aö hún ákveður sjálf kennsluskrá sína, þar á meðal, hvaða námskeiö eru kennd og hver kennir hvert nám- skeiö. Þaö má ljóst vera að deildin felur engum að kenna neitt það nám- skeið sem hún telur hann ekki hæfan til að kenna.“ JFJ Níu teknir fyrir hraðakstur Lögreglan í Reykjavík tók níu öku- menn fyrir of hraðan akstur í gær. Var hraðinn rétt undir 100 km híá flestum og voru þeir víða um borg- ina. Sá hraöskreiðasti keyrði Kringlumýrarbraut á 100 km hraða. 22 gistu fangageymslur lögreglunn- ar í nótt, sem er í meira lagi aðfara- nótt þriðjudags, og einn var tekinn grunaður um ölvun við akstur. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.