Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. Viðstópti Frjálst loðnuverð: Talið að loðnuverksmiðjumar opni á 3 þúsund krénum Spádómar manna innan loðnu- verksmiðjanna benda til að loðnu- verksmiöjurnar ætli að borga 3 þús- und krónur fyrir loðnu í fyrstu og að loðnuverð eigi eftir að rokka á bilinu 3.000 til 3.500 krónur tonniö á vertíðinni eftir staðsetningu verk- smiöja. Spáð er hörkusamkeppni á komandi vertíð. Enginn innan verk- smiðjanna sem vill tjá sig um málið trúir aö loðnuverðið nái 4 þúsund krónum eins og það er nú i Færeyj- um. Allir eru á því að Síldarverksmiðj- ur ríkisins verði leiðandi í loðnu- verðinu. Þeirra verð verði hið eigin- lega loðnuverö. Síðan verði aðrar verksmiðjur að laga sig að þeirra verði. Ljóst er að samkeppni mun ríkja um loðnuna og þær loðnuverk- Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 23-26 Sp.lb Sparireikningar 3ja mán. uppsogn 23-28 Sp.Ab 6mán. uppsogn 24-30 Sp.Ab 12 mán. uppsogn 26-32 Ab 18mán. uppsogn 39 Ib Tékkareikningar, alm. 9-13 Ib.Sp Sértékkareikningar 10-28 Ab Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsogn 4 Allir Innlán með sérkjörum 20-36 Lb.Bb,- Innlángengistryggð Sp Bandarikjadalir 6-7 Vb Sterlingspund 7-8 Vb.Ab Vestur-þýskmörk 2,25-3 Ab.Vb Danskar krónur 7,25-8,50 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 37-39 Vb.Sb,- Viöskiptavíxlar(forv-) (1) kaupgengi Úb Almennskuldabréf 37-41 Sb ' Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 39-42 Lb.Bb,- Sb Utlán verðtryggð Skuldabréf 9,25 Vb.lb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 34-41 Vb.Úb SDR 7,75-8,50 Lb.Úb,- Bandaríkjadalir 9,25-10 Sp Lb.Úb,- Sterlingspund 10-10,75 Sp Úb,Sp Vestur-þýsk mörk 5,25-6,00 Úb Húsnæðislán 3,5 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 52,8 4,4 á mán. MEÐALVEXTIR överðtr. júlí 88 38,2 Verðtr. júli 88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júlí 2154 stig Byggingavisitala júli 388 stig Byggingavlsitalajúlí 121,3 stig Húsaleiguvísitala Haekkaði 8% 1. júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1,6759 Einingabréf 1 3,033 Einingabréf 2 1,752 Einingabréf 3 1,901 Fjölþjóðabréf * 1,268 Gengisbréf 1,340 Kjarabréf 2,893 Lífeyrisbréf 1.525 Markbréf 1,507 Sjóðsbréf 1 1,486 Sjóðsbréf 2 1,310 Tekjubréf 1,428 Rekstrarbréf 1,2126 HLUTABRÉF Soluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar trygpingar 115 kr. Eimskip 263 kr. Flugleiðir 231 kr. Hampiðjan 112 kr. Iðnaðarbankinn 168 kr. Skagstrendingur hf. 158 kr. Verslunarbankinn 114 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. smiðjur sem ekki eru vel í sveit sett- ar gagnvart miðunum þurfa að yfir- borga loðnuna. Kemur í Ijós hvað við bjóðum, segir Jórt Reynir „Eg hef ekki hugmynd um hvað við munum bjóða. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Reynir Magn- ússon, forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins, um loðnuverðið. Að sögn Jóns var loðnuverðið um 2.500 krónur fyrir tonniö að meðal- tali yfir alla síðustu vertíð. „Hæsta afurðaverö á mjöli, sem nú hefur selst á, er um 9,80 dollarar fyrir pró- teineininguna (686 dollarar tonnið) en á síðustu vertíð voru menn að selja próteineininguna í kringum 7,40 dollara." Loðnulýsi hefur hæst farið að undanfórnu í um 460 dollara ton- nið. Jón segir ennfremur að loðnuverk- smiðjumar séu búnar að selja um 40 til 50 þúsund tonn fyrirfram af veiði komandi vertíðar og að verðiö sé mun lægra en það hafi farið í síðan á mörkuðum erlendis. Kristján Ragnarsson Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, Landssambands íslenskra út- vegsmanna, segir að sér lítist vel á komandi vertíð og hann telji að stofn- inn sé í þokkalegu ástandi. „Þrátt fyrir að leyft sé að veiða 400 þúsund Fréttaljós Jón G. Hauksson tonn til að byija með vonast ég til að veiði allrar vertíðarinnar verði nálægt milljón tonnum eins og síð- asthöin tvö ár.“ Kristján vill engu spá um verðið. „Loðnuverðið er frjálst, en þaö er ekki hægt að horfa fram hjá því að markaðsverðið hefur hátt í tvöfald- ast frá í fyrra. Þá var próteineiningin seld á um 5 til 6 dollara en nú er markaðsverð hennar á bilinu 9 til 10 dollarar." Aö sögn Kristjáns munu útgeröir loðnubáta einfaldlega bíða og sjá hvað loðnuverksmiðjurnar eru til- búnar að bjóða. „Við bíðum bara og sjáum hvað þeir bjóða.“ Förum einfaldlega til Færeyja Kristján Ragnarsson telur jafn- framt aö hátt loðnuverð í Færeyjum, eða 4 þúsund krónur fyrir tonnið, setji pressu á íslensku loðnuverk- smiðjumar. „Við fömm einfaldlega til Færeyja ef það er hagkvæmara fyrir okkur.“ Gert er ráð fyrir aö loðnuverk- smiðjumar verði varkárar með aö bjóða til aö byrja með á meðan verið er að fylla upp í samninga sem þegar hafa verið gerðir við erlenda aðila. Það gæti aftur þýtt að Færeyjar og Danmörk komi inn í myndina sem löndunarstaðir, eins og reyndar hef- ur oft gerst áður á loðnuvertíðum. íslenskir loönubátar lönduðu til dæmis óvenjumiklu magni í Færeyj- um í fyrra. Fyrsta íslenska loðnuskipið sem fer á miðin verður að öllum líkindum Hólmaborgin SU 11. Þetta er þekkt skip í flotanum, en aö vísu undir nafninu Eldborg úr Hafnarfiröi. Að- alsteinn Jónsson, Alli ríki, keypti skipið í vor úr Firðinum og skírði það Hólmaborgina. Alli á annars líka stóra loðnuverksmiöju þannig að hann er báðum megin við borðið þegar að loðnuverðinu kemur. Hann selur sjálfum sér. Færeyingar hafa ekkert fundið Færeyingar hafa að undanfórnu leitað að loðnu á Jan Mayen-miðun- um. Þeir hafa ekkert fundið ennþá. íslensk loðnuskip halda ekki til veiða fyrr en loðnan er fundin. Alls hafa 49 íslensk loðnuskip kvóta á loðnuvertíöinni. Mörg þess- ara skipa hafa jafnframt rækjukvóta. Það þýöir aftur að menn spá því að um 10 skip verði á veiöum til að byrja með. Önnur klári sinn rækjukvóta á meðan. Frjálst loðnuverð þýöir að mikil samkeppni eigi eftir að ríkja. Verk- smiðjumar reyna að hámarka sinn ágóða, loðnubátarnir sinn. Verk- smiðjumar reyna aö borga eins lítiö fyrir loðnuna en bátarnir reyna að fá sem hæst verð fyrir loðnuna. Um þetta er dæmið. Hörkuslagur. lMisjafnt verð eftir verksmiðj- um Verðið verður örugglega misjafnt eftir verksmiðjum. Tökum dæmi. Á meðan veiðin er fyrir norðan er ljóst að Krossanesverksmiðjan við Akur- eyri getur ekki borgað sama verð og verksmiðja SR á Siglufirði, hvað þá verksmiðjur á Austurlandi, Vest- mannaeyjum eða suövesturhorninu. Til að fá loðnubátana til að sigla framhjá Siglufirði verða þessar verk- smiðjur að borga hærra verð en SR á Siglufirði. Bjóði Siglufjörður til dæmis 3.000 krónur fyrir tonnið, býð- ur Krossanes hugsanlega 3.100 krón- ur, Seyðisfjörður kannski 3.300 krón- ur, Vestmannaeyjar hugsanlega 3.400 krónur og þess vegna þarf Grindavík að teygja sig í 3.500 krónur fyrir tonnið. Þetta er meðan veiðin er fyrir Norðurlandi. Það sem loðnubátarnir þurfa að vinna til að sigla framhjá Siglufirði er í okkar dæmi siglingatími og olíu- kostnaður. Það tekur lengri tíma að sigla af miðunum út af Norðurlandi til hafnar fyrir sunnan land en til Siglufjarðar og það kostar olíu. Hvort tveggja verður loðnubáturinn að fá greitt til að sigla framhjá. Verða Færeyjar alvarlega inn í myndinni? Það skiptir sjómennina mestu að fá sem hæst loðnuverð. Dæmið er ekki jafneinfalt hjá útgeröinni. Meiri ohukostnaöur vegna löndunarstaðar lendir eingöngu á útgerðinni. Þetta þýðir aftur að útgerð gæti séö sér hag í því að landa í Færeyjum til að kaupa ódýra olíu í leiðinni. Það er reyndar gömul saga. Fyrst um sinn mega íslendingar veiöa 398 þúsund tonn en Norðmenn 102 þúsund tonn. Það er skipting kvótans á milli landanna. Fjárhagsstaða einstakra loðnu- verksmiðja skiptir lika miklu máli um það verð sem þær geta borgað. Sú verksmiðja sem skuldar getur ekki greitt eins mikið og sú sem er skuldlaus. Þess vegna eiga þær erfið- ara uppdráttar í samkeppninni um loðnuna - að vera með í loðnuleikn- um. -JGH Reiknistofa bankanna: Eni stór tölvukeifi úrelt? Ættu bankarnir að leggja niður beinlínukerfi sitt, svonefnt on-line, við Reiknistofu bankanna og taka sjálfir upp minni kerii sem hægt væri að tengja á milli þeirra? Eru stór tölvukerfi, eins og Reiknistofa bankanna er með, orðin úrelt fyrir starfsemi stofnunarinnar? Þessar spurningar hafa komið upp vegna frétta um að beinlínukerfiö á milli Reiknistofunnar og bankanna eigi það til að rofna og að bankarnir nái þá engu sambandi við stofuna. „Það er ekki til neitt eitt svar um hagkvæmustu stærð tölvukerfa. Það fer allt eftir aðstæðum og þörf- um hveiju sinni. Þess vegna er ekki hægt að segja að stór tölvu- kerfi séu úrelt,“ segir Oddur Bene- diktsson, prófessor í tölvunarfræöi við Háskóla íslands. Oddur segir ennfremur að það yrði kostnaðarsamt fyrir hvern banka að hafa sitt eigið tölvukerfi sem tengdist tölvukerfum annarra banka til að sinna þeirri þjónustu sem Reiknistofa bankanna annast núna. Og öryggiö er að hans mati ekki það sama. „Það er nauðsynlegt fyrir bank- ana að allar ávísanir sem eru inn- leystar séu bókaðar á sama stað og sömu stundu, að það sé staðfest af einum aðila að búið sé að innleysa þær og til sé innstæða. Þetta hefur Reiknistofa bankanna séð um. Tölvukerfið er á hinn bóginn stórt, sem þýðir að ef eitthvað fer úr skorðum snertir það fleiri en þegar lítil tölvukerfi eiga í hlut,“ segir Oddur Benediktsson. Oddur segir ennfremur að dæmi- gerður vettvangur fyrir stór tölvu- kerfi sé bókunarkerfi flugfélaga og greiðslukortafyrirtækja. „í þessum kerfum fer bókunin fram á einum stað. Það væri tæpast eins öruggt ef mörg smákerfi önnuðust bókun- ina.“ Til að lýsa betur muninum á stór- um og smáum tölvukerfum, segir Oddur að í stuttu máh sé hægt aö hugsa sér að þúsund manns æth til Skotlands og vahð standi á milli margra árabáta eða þotu. „Það sjá það allir að það er hag- kvæmast að fara með þotu til Skot- lands. En ef spumingin væri um það að fara yfir Skerjafjörðinn hefðu smábátarnir vinninginn," segir Oddur Benediktsson. -JGH Oddur Benediktsson prófessor í tölvunarfræði í Háskóla íslands. „Hagkvæmasta stærð tölvukerfa fer eftir aðstæðum og þörfum hverju sinni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.