Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. 11 UtLönd Fjórir létust og níutíu og átta særðust þegar Airbus flugvél með rúmlega hundrað farþega hrapaði I Habsheim í Frakklandi I júnílok. Svörtu kassarnir, sem skrá samtöl I stjórnklefa, eru mikilvægt gagn við réttarrannsókn en í stað þess að innsigla þá og senda dómara voru þeir sendir flugmálayfirvöldum. Simamynd Reuter Dómarinn látinn víkja Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux; Á sama tíma og Pierre Arpail- lange, dómsmálaráðherra frönsku ríkisstjórnarinnar, fær inn á borð til sín bókarþykka skýrslu nefndar, sem kannað hefur franska dóms- málakerfið og komist meðal annars að þeirri niðurstöðu að almenningur vantreysti því, er komið upp nýtt deilumál sem ekki bætir ímyndina út á við. Eftir flugslysið í Habsheim 26.júní, þegar Airbus flugvél hrapaði og fjór- ir létu lífið og tugir slösuðust, var ákveðið að fram færi rannsókn, bæði á vegum flugmálayfirvalda, undir stjóm samgöngumálaráðuneytisins, og dómskerfisins. Ýtttil hliðar Réttarrannsóknin fer fram í borg- inni Mulhouse og í fjarveru þess dómara, sem vanalega tekur slík mál að sér, var það Germain Sengelin sem hóf rannsóknina. Honum hefur nú verið ýtt til hliöar af yfirmönnum sínum og nýr dómari settur yfir málið. Áður en það gerðist hafði margt átt sér stað. Sengelin er þekktur sem svarti sauðurinn og hefur vakið at- hygli fyrir framkomu sína og bíræfni í sumum málum, sem farið hefur fyrir brjóstið á ýmsum innan dóm- skerfisins. Eftir slysið í Habsheim voru svörtu kassarnir, sem skrá öll samtöl í stjórnklefa, svo og tæknileg- ar upplýsingar, sendir beint til París- ar þar sem flugmálayfirvöld gátu rannsakað þá samstundis. Þetta er ekki í samræmi við reglugerðir, því sem mikilvægt gagn við réttarrann- sókn hefði átt að innsigla kassana og afhenda þá dómara. Airbus hvítþvegið Tæknileg rannsókn er fyrst og fremst í höndum flugmálayfirvalda en í slysi, þar sem um mannslát er að ræða, gengur réttarrannsóknin fyrir hvað varðar sönnunargögn. Á milli flugmála- og dómsmálayfir- valda var gert óformlegt samkomu- lag sem gerði þeim fyrrnefndu strax kleift að rannsaka kassana og meðal annars komast aö þeirri niðurstööu að slysiö væri ekki tilkomið vegna galla í flugvélinni heldur líklega vegna mistaka flugmannsins. Þannig hafði samgöngumálaráðherra hvít- þvegið Airbus svo til af allri ábyrgð strax daginn eftir slysið. Dómarinn óánægður Sengelin dómari var ekki ánægður með þennan gang mála og gagnrýndi strax harðlega aö flugmálayfirvöld, sem ekki geta talist alveg hlutlaus því þau eru einn af þeim aðilum sem gætu talist ábyrgir fyrir slysinu, skyldu í nokkra daga vera ein með mikilvægustu sönnunargögnin í sín- um höndum. Að auki var talaö um að flugmálastjórnin hefði kallaö á sérfræðinga frá Airbus fyrirtækinu til að lesa kassana því flugvéhn var svo tæknilega fullkomin að erfitt var að ráða í sumar upplýsingarnar. Verja félaga sinn Stéttarfélag flugmanria ætlar sér ekki aö láta félaga sinn óvarinn, telur sökina ekki hans, og vitað er að Seng- elin er tilbúinn að hlusta á þá. Eða var öllu heldur því nýi dómarinn hefur tekið við málinu þrátt fyrir að Sengelin streitist á móti og segi það enn þá í sínum höndum. Eru frönsk yfirvöld að reyna að sjá til þess að Airbus komi vel út úr rétt- arhöldunum og þurfi ekki að óttast um framtíð sína (flugvélin var ný og tiltölulega óreynd, stolt fyrirtækis- ins) eða er Sengelin dómari bara leið- indaskarfur sem ekki getur fram- kvæmt rannsókn á hljóðan og hlut- lausan hátt? Undirritaður veit ekki svarið við þessari spurningu en Frakkar eru meðvitaðir um galla dómskerfisins og búast má við einhverjum breyt- ingum á næstu mánuðum. Sjötíu prósent minni sala á Suzuki Samurai Anra Bjamason, DV, Denver Frá því að blað bandarísku neyt- endasamtakanna, Consumers Re- port, birti niðurstööur um hversu hættulegir litlu jepparnir frá Suzuki Samurai eru, vegna þess hve auð- veldlega þeir geta oltið, jafnvel á steyptum vegum, hefur sala þeirra minnkað um 70 prósent. Það var í byrjun júní sem niður- stöðurnar lágu fyrir. Neytendasam- tökin kröfðust þess að innflutningi þessara bíla yrði þegar í stað hætt og að kaupendur þeirra hundraö fimmtíu og fimm þúsund bíla af þess- ari gerð, sem selst hafa í Bandaríkj- unum, yrði gefinn kostur á að fá þá endurgreidda. Málið er í frekari rapnsókn og at- hugun hjá opinberri nefnd sem fjall- ar um öryggi á þjóðvegum. Eigendur tveggja Samuraibíla hafa höfðað mál gegn seljendum bílanna í.Bandaríkjunum á grundvelh þeirr- ar niðurstöðu sem fram kemur í rannsókn Consumers Report á bílun- um. Fjöldi fólks hefur slasast og nokkrir látið lífið er Samuraibílar hafa oltið. Japani auð- ugasti maður heimsins Anna Bjamason, DV, Denver: Flestir milljaröamæringar í heim- inum eru í Bandaríkjunum en millj- arðamæringarnir í Japan eru ríkari. Hundrað níutíu og tveir menn í heiminum getá talið auðæfi sín í mihjörðum dollara og teljast því milljarðamæringar samkvæmt könnun sem tímaritið Forbes hefur látið gera og mun birta 25. þessa mánaðar. Auðugasti maöur heimsins er jap- anski 'stórframkvæmdamaðurinn Yoshiaki Tsutsumi. Eru eignir hans taldar nema 18,9 milljörðum dollara eða um 869 milljörðum íslenskra króna. Af tíu auðugustu mönnum heims eru fimm Japanir, tveir Kanadamenn, einn Bandaríkjamað- ur, einn Kóreumaður og einn Taiw- anbúi. Ríkastur allra Bandaríkjamanna nú að dómi Forbes er Sam Moore Walton, eigandi Wal-Mart verslun- arkeðjunnar. Hann er jafnframt tal- inn sjöundi auðugasti maður heims með eignir upp á hálfan sjöunda milljarð dollara. Sextíu og sjö af hundrað níutíu og tveimur milljarðamæringum heims- ins eru Bandaríkjamenn. Japan á næstflesta einstakhnga í þessum hópi eða þrjátíu og tvo og þriðji stærsti hópurinn er skipaður sextán Vestur-Þj óð verj um. Listinn sýnir að glæpastarfsemi getur veriö ábatasöm því þrír millj- arðamæringanna eiga eiturlyfia- versluninni auðæfi sín að þakka. Þetta eru þrír af æöstu mönnum hins illræmda Nedellin hrings í Kólumb- íu. Höfuðpaur hringsins, Pablo Es- cobar Gavaria, er talinn eiga rúma tvo milljaröa dohara en hinir heldur minna. Auöugustu fiölskyldur í Bandaríkj- unum eru Duponts, sem talin er eiga yfir tíu mihjarða dollara, og Rocke- feller fiölskyldan með um fimm mhlj- arða dollara eða um 230 milljarða íslenskra króna. Vinningstölurnar 9. júlí 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.398.744. 1. vinningur var kr. 2.202.746. Aðeins einn þátttakandi var með fimm réttar tölur. 2. vinningur var kr. 660.060 og skiptist hann á 190 vinningshafa, kr. 3.474 á mann. 3. vinningur var kr. 1.535.938 og skiptist á 6.047 vinningshafa sem fá 254 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.