Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. Utlönd Flúðu í þyriu Fangaveröir leita að einum þeirra þriggja fanga sem fiúðu ur rammgirtu fangelsi í þyrlu sem lenti á fangelsislóðinni. Simamynd Reuter Tvelr fangar dæmdir íyrir morð og eúm fyrir þjófnaö flúöu í gær úr raramgirtu fangeisi í New Mexico í Bandaríkjunum í þyrlu sem lenti á fangelsislóðinni. Tveir fanganna náðust eftir viðburðarík- an eltingarleik sem iögregluþyrlur tóku þátt í ásamt þyrlum sjón- varpsfréttamanna og öðrum flug- vélum. Að sögn embættismanna komst lögreglan í návígi viö strokufang- ana þegar þyrla þeirra lenti í Los Lunas sem er í um 125 kílómetra flarlægt suður af fangelsinu. Eftir stutta skothríð var einn fanganna gómaöur. Annar fangi slapp ásamt kvenmanni. Eltingarleikur í þyrlum hófst á nýjan leik en endaöi meö handtöku þriðja fangans þegar lent var á Albuquerque flugvellinum. Vilja efla Spánn og Ítalía lýstu því yfir í gær að ríkin vildu efla sflómmálalega og hemaöarlega samvinnu á Mið- jarðarhafi og að skipuö hefði verið nefiid til að kanna sameiginlegar varnir á svæðinu. Forsætisráðherra Ítalíu, Ciriaco De Mita, fláöi fréttamönnum eftir fund sinn með forsætisráöherra Spánar, Felipe Conzales, 1 Róm aö á fundi þeirra hefðu einnig veriö rædd málefni Evrópubandalagsins og atburöimir á Persaflóa. samvinnu l ..lln il Forsaetisráðherra Spánar, Felipe Gonzales, og forsælisráðherra ít- aliu, Ciriaco De Mita. Símamynd Reuter Afvopnunarganga Bruce Kent, i miðið, ásamt gönguféiögum sinum. Simamynd Reuter Bmce Kent, leiðtogi breskra baráttumanna fyrir útrýmingu kjam- orkuvopna, lagði í gær af staö frá Varsjá til Brussel og mun hann ganga á milli þessara bækistöðva hemaðarbandalaga austurs og vesturs. Kent, sem er fyrrverandi rómversk kaþólskur prestur, vonast til að geta safnað fimmtíu þúsund pundum til baráttunnar fyrir útrýmingu kjamavopna og til aðstoðar bömum í Nicaragua og Mósambik sem oröið hafa fómarlömb stríöanna í þessum löndum. Kent mun afhenda leiötogum Atlantshafsbandalagsins í Brussel bréf, eins og hann gerði hjá Varsjárbandalaginu, þar sem hvatt er til aö kjarna- vopn verði flarlægt frá Evrópu og aö hemaöarbandalögin veröi lögð niður. Gandhi með Palestínumonnum Forsætísráðherra Indlands, Rajiv Gandhl, og Hussein, konungur Jórdaniu, i Amman i gær. Simamynd Reuter Rajiv Gandhi, forsætisráöherra Indlands, kvaðst f gær vera hliö- hollur upprelsn Palestínumanna á herteknu svceðunum og kvað hann ísraelsmenn ekki geta bælt hana niöur með valdL Gandhi lét þessi orð falla í Amm- an í Jórdaníu en þangað kom harra í fyrsta sinn í gær. Þar ræddi hann við forsætisráðherra Jórdanfu, Zerid al-Rifa’i, og Hussein Jórdan- íukonung. Ofbeldið skiijaniegt Leiötogi bresku stjómarandstöð- unnar og Verkamannaflokksins, Neil Kinnock, sagði í gær aö of- beldisaðgerðir Afríska þjóðarráðs- ins væm skfljanlegar en ekki ár- angursríkar. Kvað Kinnock ofbeldisaðgeröim- ar vera tilefni til enn frekari efha- hagslegra refsiaðgeröa gegn Suö- ur-Afríku af hálfú heimsins þar sem þær væm besta leiðin án of- beldis til aö binda enda á aðskilnaö- arstefnuna. Oliver Tambo, forseti Afrieka þjóð- arráósins, og Neil Kinnock, ieið- togi breska Verkamannaflokksins, í Zambiu i gær. Slmamynd Reuter Keuter í kjölfar óeirðanna í Nicaragua um helgina vísuðu yfirvöld þar í landi sendiherra Bandaríkjanna, Richard Melton, og sjö öörum sflómarerind- rekum úr landi. Mennimir vom sak- aðir um að hafa hvatt til mótmæla gegn stjóm sandinista. Þeir hafa 72 klukkustundir til að yfirgefa landiö. Brottvísun sendiráðsmannanna er róttækasta ákvörðun sandinista- sflómarinnar í samskiptum hennar viö Bandaríkin. Fréttaskýrendur tefla aö hún geti leitt til þess aö tengsl ríkjanna tveggja rofni alveg. Melton færði Daniel Ortega, forseta Nicaragua, skipunarbréf sitt fyrir niu vikum. Hann er fyrsti bandaríski sflómarerindrekinn sem vísað hefur veriö úr landi. Að sögn yfirvalda er brottvisunin tilkomin vegna ráða- bruggs í Bandaríkjunum um að velta sflóm sandinista úr sessi. Sflómvöld í Nicaragua hafa stöðv- arð útgáfu sflómarandstöðublaðsins La Prensa í tvær vikur í kjölfar upp- þotanna um helgina. La Prensa styð- ur kontraskæruliðana og var gefið að sök að hafa hvatt til mótmæla gegn sflórninni. Einnig vom útsend- ingar Radio Catolica, útvarpsstöðvar kaþólskra, stöðvaöar um óákveðinn tíma á sömu forsendum. Reuter Sendiherra Bandaríkjanna í Nicaragua, Richard Melton, var vísað úr landi fyrir að hafa hvatt til mótmæla gegn stjórn sandinista. Símamynd Reuter Sendiherra vís að úr landi Fýrrum fylkisstjóri Pennsylvaníu líkleg- ur eftirmaður Meese Að sögn heimildarmanna innan bandaríska þingsins er talið líklegt aö Richard Thomburgh, fyrrnm að- stoðardómsmálaráðherra og fyrr- verandi fylkissflóri í Pennsylvaníu- fylki, taki.við embætti dómsmálaráð- herra af Edwin Meese innan mánað- ar. Meese sagði af sér í kíölfar 14 mánaða langrar rannsóknar sér- staks saksóknara. Saksóknarinn sá ekki ástæðu til málssóknar en talið er að siðgæði dómsmálaráðherrans hafi verið dregið í efa í lokaskýrslu rannsóknarinnar. Samkvæmt sömu heimildum var Thornburgh einn þriggja líklegra eft- irmanna Meese en talsmenn Hvíta hússins hafa ekkert látið hafa eftir sér um þetta mál. Reagan forseti sagði á blaðamannafundi í gær að tilkynning um embættisveitinguna kæmi fljótlega. Thomburgh hefur verið virkur þátttakandi í Repúblikanaflokknum og var talinn líklegur til aö hljóta útnefningu varaforseta George Bush - fyrir forsetakosningamar í haust. Verði Thornburgh útnefndur þarf til samþykki þingsins áöur en hann tekur við embætti. Reuter Richard Thornburgh, fyrrum fylkis- stjóri í Pennsylvaníufylki, er talinn liklegur til að taka við embætti dómsmálaráöherra af Edwin Meese sem sagði af sér í siðustu viku. Símamynd Reuter Sihanouk heldur friðar- umleitunum áfram manna sinna mun hann ekki hætta tilraunum tfl áð koma á friði í landinu en styijaldarástand hefur ríkt í Kampútseu í níu ár. Sihanouk hefur ekki gefið upp ástæður afsagnar sinnar en sagði að hann myndi halda friðarumleitunum í Kampútseu áfram. Hann hefur unn- ið gegn því að rauðu khmeramir nái völdum á ný í landinu og segir að ööram kosti bíði íbúa landsins önnur ógnarsflóm á við þá sem ríkti á með- an þeir vom við völd. Rauðu khmer- amir hafa verið sakaðir um að hafa myrt þúsundir íbúa landsins á með- an þeir réðu þar ríkjum í byrjun átt- unda áratugarins. Sihanouk sagði að hann myndi ekki taka þátt í friðarviðræðum sem halda á í Jakarta í Indónesíu þann 25. þ.m. Hann sagði þó að hann myndi leita aðstoðar Bandaríkjanna, Evrópu og Japans til að koma á friði í landinu á nýjan leik. Sihanouk dvelst nú í útlegð í Frakklandi. Reuter Afsögn Sihanouks prins sem leið- sem vestrænir ráðamenn og leið- toga skæruliðahreyfingarinnar í togar ASEAN, ríkja Suðaustur-Asíu, Kampútseu hefur valdið miklu tefla hæfastan til að leiða viöræður fjaðrafoki meðal sflórnarerindreka á um frið í Kampútseu, sagði af sér á Vesturlöndum og í Asíu. Sihanouk, sunnudag. En aö sögn aðstoðar- Sihanouk prins, sem nú dvelst í útlegö I Frakklandi, segist ekki munu gefa friðarumleitanir I Kampútseu upp á bátinn þrátt fyrir aó hann hafi sagt af sér sem leiðtogi skæruliðahreyfingarinnar í landinu. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.