Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. LífsstíU íslenski hestxurinn: Hreinasti og óbland- aðasti hestastofninn íslenski hesturinn er sennilega hreinasti og óblandaðasti afkom- andi germanska hestsins sem nú er til lifandi. Það ásamt þeirri stað- reynd hvaö þetta eru kostamiklar skepnur eru ástæðumar fyrir því að ásókn útlendinga í íslensk hross eykst sífellt. Útlendingar hafa reynt að rækta upp íslenska stofna en ekki tekist sem skyldi og því þurfa þeir ætíð að sækja gæðingana til íslands. Blendingsræktun og stofnræktun Menn skiptast nokkuö í tvö hom hér á landi hvað varðar ræktun. Annar hópurinn, sem Búnaðarfé- lag íslands styður, stundar blend- ingsræktun. Þá eru merar og stóð- hestar af óskyldum stofnum leidd saman. Hinn hópurinn stundar stofnræktun eða skyldleikarækt- un. FYæðimenn telja flest hross á ís- landi skyld að meira eða minna leyti. í móðuharðindunum fækkaði hrossum stórlega þannig að í lok þeirra er talið að á landinum hafi ekki verið nema 8 þúsund hross. Þar af voru vart nemá um þrjú þúsund hryssur, örfáir stóðtíestar en afgangurinn geldingar. Nokkrir staðir sluppu að mestu við öskufall, þar á meðal sveitir í Skagafirði. Þar héldu góð hross lífi og em þau forfeður og mæður Svaðastaðastofnsins. Einnig sluppu svæði í Hornafirði að mestu og þar með homfirsk hross en af þeim er Homafj arðarstofninn kominn. Út frá þessum tiltölulega fáu hrossum, sem lifðu móðuharðindin af, er íslenski hrossastofninn kom- inn og er því um nokkurn skyld- leika að ræða milli velflestra ís- lenskra hesta. Þrír meginstofnar Yfirleitt er talað um þrjá megin- stofna hrossa. Það er Svaðastaða- kynið, Hornafjarðarstofninn og Hindisvíkurstofninn. Ein vinsæl- asta dægradvöl hestamanna er svo að metast um það hver stofnanna sé bestur og skortir þá sjaldnast lýsingarorðin. Vitað er til þess að menn hafi slegist á hestamanna- mótum þegar þeir hættu að nenna að samífæra andmælendur sína. En yfirleitt gengur þetta ekki svo langt og oftast láta menn sér nægja að karpa og metast. -ATA Ljóri 1022 frá Kirkjubæ. Hann er undan Hóla-Blesa sem er sonur Kolkuóshestsins Rauðs 618 og Söru 4289 í Kirkjubæ en hún er undan Þætti 722 frá Kirkjubæ. Knapi á Ljóra er Gísli Gíslason. DV-mynd SS Hrossaræktin jafnt atvinna sem áhugamál - segir Jón Friðriksson sem hefur ræktað Svaðastaðahross „Ég er búinn að vinna við hrossa- ræktun í nærri þijátíu ár og mestan þann tíma hef ég verið í stjórn Hóla- búsins. Ég hef afskaplega mikla ánægju af þessu starfi enda væri ég varla búinn að standa í þessu allan þennan tíma ella. Þetta er eiginlega í senn atvinna mín og áhugamál," sagði Jón Friðriksson á Vatnsleysu í Skagafirði, stjómarmaður í Hólabú- inu í Skagafirði. „Viö ræktum hér upp Svaðastaða- hross eða Austanvatnahross eins og viðkjósum frekar að kalla þau. Hross af þessum sama stofni em ræktuð á flestum bæjum hér í nágrenninu og því viljum við frekar kalla þau Aust- anvatnahross heldur en vera að kenna þau við einn bæ.“ Ekki náin skyldleikaræktun „Við erum með stofnræktun hér á Hólabúinu en ekki með nána skyld- leikarækhm. Við leitumst við að leiða saman einstaklinga af sama stofni en viljum helst ekki að skyld- leikinn sé meiri en þriðji eða fjórði ættliöur." - Em Svaðastaðahrossin bestu hross landsins? „Ég vil nú helst ekki svara því en hveijum þykir sinn fugl fagur. Því er þó ekki að neita aö það er mikil eftirspum eftir hrossum af Svaöa- Jón Friðriksson á Vatnsleysu f Skagafirði hefur ræktað hross af Svaðastaðakyni í nærri þrjátíu ár. DV-mynd EJ staðastofni og okkur héma á Hólabú- inu veitist erfitt aö svara eftirspum- inni. Hér i sveitinni er mikill áhugi fyrir hrossaræktinni og einhugur í mönn- um að halda stofninum sem hrein- ustum. Þá er gífurleg eftirspum eftir stóðhestum af Svaðastaðakyni.“ Seljum ekki ótamin folöld „Við seljum yfirleitt aldrei ótamin folöld frá Hólabúinu. Við leggjum mikla áherslu á að temja okkar hross áður en við seljum þau. En hvað gæöi varðar þá tel ég aö góð hross séu góð, sama hvaðan þau koma. Þó finnst mér þau oftar vera af Svaðastaðakyni en ekki.“ - Hvað emð þið með mörg hross á Hólabúinu? „Við erum með þetta tuttugu stofn- merar og afkvæmi þeirra að fimm ára aldri og nokkra stóðhesta. Alls eru þetta um hundrað hross.“ Þekkir hross af byggingu og fasi - Nú má segja að hross séu þínar ær og kýr og hafi verið hátt í þijátíu ár. Getur þú þekkt hross á fórnum vegi og séð af hvaða stofni þau era? „Já, yfirleitt get ég það. Þó hef ég stundum farið flatt á slíkum fullyrð- ingum. En í flestum tilvikum tekst það prýðilega. Ég get séð það á bygg- ingu hrossins og fasi. Það er yfirleitt verulegur sjónarmunur á þeim eftir því af hvaða stofni hrossin era,“ sagði Jón Friðriksson á Vatnsleysu. -ATA „Ég hef mikinn áhuga og dálæti á því starfi sem Sigurður Haraldsson í Kirkjubæ er að vjnna. Sigurður er að rækta sérstakan hrossastofn og er fróðlegt aö fylgjast með ár- angrinum og framvindunni,“ sagði Hjalti Jón Sveinsson, ritsfjóri Eiö- faxa. „Áhugann á Kirkjubæjarhross- unum fékk ég reyndar þegar mér var faliö að rita bók um þau fyrir nokkram árum og í framhaldi af því kvikmyndahandrit. Starf Sig- uröar er því eiginlega orðiö mitt áhugamái þó svo ég sé einnig hrif- inn af hrossum af öðrum stofnum. Ég á til dæmis hest af Hornafjarð- arkyninu auk Kirkjubæinganna." Rauöblesóttur gæðingastofn Hjalti Jón segir aö ræktunin í Kirkjubæ hafi byrjaö um 1940 þeg- ar Eggert Jónsson, útgerðarmaöur ft-á Nautabúi í Skagaflrði, keypti jörðina Kirkjubæ á Rangárvöllum. .JEggert hafði hug á aö rækta upp Hjalti Jón Sveinsson, ritstjóri, höt- rauðblesóttan gæðingastofn. Hann undur bókar um Kirkjubæjar- keypti því tuttugu rauðblesóttar hrossín og mikiil hestaáhugamað- hryssur, sem flestar voru frá ur. DV-mynd S Svaöastöðum í Skagaflrði, og stóð- hestana Randver 358 frá Svaöastöð- það kaupir ög er síöan hæstánægt um og Ljúf 353 frá Blönduósi meö.“ Það var svo árið 1966 aö Sigurður Hjalti Jón sagði aö Siguröur væri Haraldsson tók við búinu í núna með um 30 stofnhryssur og Kirkjubæ og hefur haldið merkinu að frá Kirkjubæ væra seld nokkur uppi síðan.“ folöld og trippi ár hvert Þá hefðu - Hver eru einkenni Kirkjubæj- margir kunnir stóðhestar koraið arhrossanna að þínu áliti? frá Kirkjubæ á undanfömum árum og mætti frægastan telja heiöurs- Fínleg og fjölhæf verðlaunahestinn Þátt 722. „I fyrsta lagi eru þau öll rauðbles- - En hvaö kosta folöld frá ótt. Þau era finleg, fríð og kosta- Kirkjubæ? mikil og langflest hafa þau allan „ Ég gæti trúað að í haust muni gang. Andstæöingar Kirkjubæjar- foiöld í Kirkjubæ kosta um 50-60 hrossanna vilja hins vegar halda þúsund. Ef um sérstakan kostagrip þvl fram aö þau séu ekki nógu er að ræða hækkar verðið að sjálf- kraftmikil og þeir hörðustu segja sögöu í samræmi við það. Þegar að þau séu „kerlingarhestar“. Eins um er að ræða þaulræktaða gripi, ogégnefndiáðureraKirkjubæjar- eins og i þessu tilviki, þá er ekki hrossin upphaflega að mestu leyti verið að kaupa köttinn í sekknum. af Svaðastaöakyni. Úr því verið er Fyrir skömmu seldi hrossabóndi að ræða um Svaðastaöahross þá nokkur stóðhest af Kirkjubæjar- má til gamans geta þess aö sagt er kyni fyrir tvær og hálfia rmlíjón um kunnan stóöhest af þvl kyni aö króna! Það geta því veriö töluverð- hann sé „fallegasta truntan1' á ar upphæðir í spilinu ef um sér- landinu". Yflrleitt er slíkt sagt í staka gæðinga er að ræða," sagöi gríni eim og gengur því auövitað Hjaiti Jón Sveinsson. er fóítd í sgálfsvald sett hvaöa hesta -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.