Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Side 33
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988. 33 LífestíU Gunnar Bjamason ráðimautur: Við étxim mistökin - Þar liggur styrkur okkar í hrossaræktinni „Styrkur okkar íslendinga í hrossaræktinni liggur fyrst og fremst í því aö við forgum og étum folöld sem fæðast með erfðagalla eða ljóst er að hafi ekki erft kosti foreldranna. Meö öðrum orðum étum við mistökin sem okkur verð- ur, á í ræktuninni,“ sagði Gunnar Bjarnason ráðunautur en hann var forsvarsmaður íslenskra hrossa- ræktarmála í tæplega hálfa öld. „íslenski hesturinn er vinsæll víða um lönd en þar gengur rækt- unin mun verr. 011 folöld eru sett á, hvort sem um er að ræða efni í gæðinga eða meingallaðar truntur. Þess vegna ná útlendingarnir aldr- ei upp sama gæðastofninum og okkur tekst hér með stofn- og skyldleikaræktun. ‘ ‘ Heimsstyrjöldin bjargaði íslenska hestastofninum Gunnar Bjarnason hóf störf sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi ís- lands árið 1940. Fyrsta verkefni hans var að rækta upp stóra og sterka hesta sem nýst gætu sem dráttardýr í hestavéltækni land- búnaðarins. „Ég hafði í hyggju að flytja inn norska dráttarhesta og rækta af þeim og íslenskum merum stór og stæðileg vinnudýr. Til allrar ham- ingju stöðvaði heimsstyrjöldin þessa ráðagerð mína. Hefði af henni orðið hefði mér sennilega tekist að eyðileggja okkar hreina íslenska hrossastofn. Tilhugsunin um það hefur oft haldið fyrir mér vöku.“ Tveimur stefnum er haldið á lofti í hrossarækt hér á landi. Annars vegar er um að ræða svokallaða stofnræktun eöa skyldleikarækt- un. Þá eru leidd saman efnilegar merar og stóðhestar af sama stofni eða ætt. Yfirleitt er reynt að láta skyldleikann ekki vera meiri en þriðja eða fjórða ættlið. Hins vegar er talað um blendingsræktun en þar eru góðar merar leiddar undir gæðamikla stóðhesta af öðrum stofni. Síðartalda stefnan hefur veriö ofan á hjá Búnaðarfélaginu síðustu árin, eða síðan Gunnar Bjamason lét af störfum þar sem ráðunautur. Bestu eiginleikunum náð „Með markvissri stofnræktun hefur tekist aö ná fram bestu eigin- leikum einstakra stofna. í skyld- leikaræktun kemur líka fram van- sköpun eða þá að afkvæmin erfa galla foreldranna í staö kostanna. Með öðrum orðum flettist ofan af erfðagöllunum. í stofnræktun er þessum folöldum fargað. Það má kannski segja að þegar góð hross koma út úr skyldleika- ræktun sé það að þakka heppni og um leið hyggindum ræktendanna. En með þessu móti fást bestu hrossin með öllum kostum stofns- ins, bæði hvaö varðar útlit og eigin- leika. Þegar um blendingsræktun er að ræða erfa afkvæmin kosti og galla tveggja stofna. Oft geta mikhr gæð- ingar komið út úr þeim samruna en ég tel varasamt að nota blend- ingana til undaneldis því þar með yrði hrossastofninn einn hræri- grautur kosta og galla fjölmargra stofna. Blendingsræktunin getur verið ágæt en með því móti er aldr- ei hægt að ná því úrvali sem næst með stofnræktun. ÞQgar genunum er blandað saman er aldrei hægt að vita hver útkoman verður. Spekingarnir hjá Búnaðarfélag- inu eru nú mjög meðmæltir blend- ingsræktun og telja stofnræktun frekar vera sprottna af tilfinninga- legum rótum en vitrænum. Ég á afskaplega erfitt með að sætta mig við þá kenningu." Rifrildi og handalögmál En hvaða hross eru best? Hesta- menn skiptast í margar fylkingar þegar rætt er um einstaka stofna eða kyn. Það er kannski ekki ósvip- að og með bíleigendur. Sumir halda fram ágæti einnar tegundar á með- an aðrir sjá ekkert nema vont eitt við þá bíla en áhta að önnur gerð taki öðrum fram. Hestamenn hafa árum saman rifist um það hvaöa stofnar séu bestir. Og á hesta- mannamótum hefur rifrildið stundum orðið svo illvígt aö komiö Gunnar Bjarnason var ráðunautur í nær hálfa öld og mótaði lengi vel stefnuna í hrossaræktarmálum. DV-mynd GVA Dægradvöl hefur til handalögmála. „Þegar talað er um stofna eða ættir er fyrst og fremst verið að ræða um þrjá stofna. Svaðastaða- stofninn, Hornafjarðarstofninn og Hindisvíkurstofninn. Hver stofn hefur sín einkenni, kosti og galla. Hindisvíkurstofninn frá Vatns- nesi mótast af hinni hörðu, hún- vetnsku náttúru. Hrossin eru stælt og sterkbyggð, hafa góða gang- hæfileika og mikið íjör. Vitsmunir þeirra eru mikhr, kannski aðeins of mikhr. Þeir sjá það betur en hross af öðrum stofnum að það er hægt að losa sig við aöskotadýrið sem hestamaðurinn er og gera það stundum heldur harkalega. Með öðrum oröum geta þeir verið hrek- kjóttir og skapstórir. Ástin dafnaði við beinbrotin Skemmtilegt dæmi um þessa spennumiklu og fríðu hesta er Seif- ur, sonur Glóblesa. Þjóðveiji að naífni Walter Smith keypti Seif. í sömu vikunni og Walter keypti hann henti hesturinn Þjóöverjan- um hátt í loft upp og lenti hann í tré. Þaðan datt Walter niður og við- beinsbrotnaði. En Walter gafst ekki upp og hélt áfram að ríða út á Seifi. En í annað hvert skipti sem ég hitti Walter var hann með fót eða hönd í gifsi, alltaf eftir að hafa dottið af baki Seifs. Walter Smith hélt því hins vegar fram að þeim mun oftar sem hesturinn bryti hann þeim mun vænna þætti honum um Seif. Þetta er ekta Hindisvíkurhestur. Mýkri en ekki eins viljasterkur Hross af Svaðastaðastofni eru mýkri, skeiðlagnari og spennum- inni en Hindisvíkurhrossin. Þau eru einnig fríð, þó á annan hátt. Svaðastaðahross hafa þægilegan vilja og eru lundgóð. Svaðastaða- kynið er mótstöðulítið sem þýðir að þeir læra fljótt og vel. Sumum finnst þó að þaö vanti viljakraftinn í hrossin. Hornfirðingarnir eru stærri, kröftugri og þrekmestu he'star landsins. Hrossin eru viljug en stundum mjög óþægilega viljug. Sumir myndu segja að þau væru frekviljug. Hornfirðingarnir eru seintamdir og hafa eigin vilja. Þeir eru ekki hrekkjóttir en hafa sjálf- stæða lund. Það má kannski líkja þeim viö heiðarlega, gamla íhalds- menn sem láta ógjarnan af skoðun sinni. Einhesta í kringum landið Hornafjarðarkyniö er svo þrek- mikið að það er hægt að fara hring- inn í kringum landið einhesta. Hrossin eru þægileg á morgnana en viljinn og vinnuákafinn vex eft- ir því sem líða tekur á daginn og ferðina. Hross af Hornafjarðar- stofninum eru hins vegar ekki eins fríð og falleg og Hindisvíkur- og Svaöastaðahross. Út frá þessum stofnum eru svo ræktaðar ýmsar ættir. Út frá Svaðastaðastofninum eru til dæm- is Kirkjubæjarhrossin komin, svo Flosi 966 frá Brunnum, stóðhestur af Hornafjarðarkyni, þó ekki alveg hreinn. Hann er undan Ófeigi 818 frá Hvanneyri sem er undan Skeifu 2799 frá Kirkjubæ og Hrafni 583 frá Árnanesi i Hornafirði. Móðir Flosa er Svala 3258 frá Brunnum í Suðursveit. Knapi er Einar Magnússon. DV-mynd SS Dæmi um góðan árangur blendingsræktunar. Otur 1050 frá Sauðárkróki, úr ræktun Sveins Guðmundssonar. Otur er undan Hrafnkötlu 3526 og Hervari 963. Hrafnkatla er sammæðra Sörla 653 frá Sauðárkróki. Knapi er Eiríkur Guðmundsson. DV-mynd SS og Kolkósstofninn. Állar bera þess- ar ættir svipmót af Svaðastaöakyn- inu. Blendingarnir bestir? - Hver eru þá bestu hross lands- ins? „Það fer bara eftir smekk hvers einstaklings og eftir hverju hann er aö leita í hestinum sínum. Ég held þó að bestu gæðingarnir fáist þegar leidd eru saman góð Svaöa- staðahryssa og Hornfirðingur eða góð Hindisvíkurhryssa og hornf- irskur stóöhestur. Hins vegar tel ég aö það sé nauðsynlegt að gera slík afkvæmi ófrjó,“ Fimmta bókin á leiðinni Gunnar Bjarnason hefur nú sent frá sér fjögur bindi af Ættbók og sögu íslenska hestsins á 20. öld. í bókunum er að finna mikinn fróð- leik um íslenska hestinn og þar getið helstu gæðinga og stóðhesta sem fram hafa komiö á öldinni. „Fimmta bókin er á leiðinni og ég á efni í þá sjöttu. Bækurnar hafa selst ágætlega hér á landi en áhug- inn er htlu minni erlendis. Til dæmis seldust þúsund eintök af síöustu bókinni í Þýskalandi. Ég veit að ef útgefendur hér heima ákveða að hætta að gefa þessa bókaröð út væru Þjóðverjar meira en tilbúnir til að taka upp merk- ið,“ sagði Gunnar Bjamason. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.