Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLl 1988. Jarðarfarir Hólmfríður B. Petersen lést 30. júní sl. Hún fæddist í Kirkjuskógi í Mið- dalahreppi, Dalasýslu. Foreldrar hennar voru Benedikt Snorrason og Guðrún Guðmundsdóttir. Hólmfríð- ur giftist Adolf J. E. Petersen en hann lést fyrir þremur árum. Þau hjónin eignuðust tvo syni. Útfór Hólmfríðar veröur gerð frá Mosfellskirkju í Mos- fellssveit i dag ki. 13.30. Utfor Arna Jóhanns Árnasonar, er lést 29. júní, hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Gestur Pálsson Sólvöllum 8, Akur- eyri, lést 6. júh sL Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 13. júh kl. 13.30. Guðrún Teitsdóttir, fyrrum hús- freyja í Bjarghúsum, andaðist á Hrafnistu 9. júh sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 14. júh kl. 15. Pétur Árnason Byggðarenda 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapehu fimmtudaginn 14. júh kl. 13.30. Einar S. Einarsson skipasmiður, Ljósheimum 20, sem lést 2. júh, verð- ur jarðsunginn frá Langholtskirkju miðvikudaginn 13. júlí kl. 15. Andlát Jónína Siguijónsdóttir, húsfreyja Byggðarhomi, Sandvíkurhreppi, Ár- nessýslu, lést 10. júlí sl. í sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi. Ólafur Tryggvason frá Kothvammi er látinn. Guðjón Kristinsson, Þórsgötu 8b, er látinn. Gróa Steinunn Þórðardóttir frá Ynnri-Veðrá, Önundarfirði, lést laugardaginn 9. júh í sjúkrahúsinu á ísafirði. Hávarður Helgason, lést í sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 8. júh. Helga Jónsdóttir frá Hjaltastöðum, Suðurgötu 8, Sauðárkróki, andaðist í sjúkrahúsi Skagfirðinga 10. júh. Þórey Jónsdóttir, áður Sólvailagötu 20, andaðist á Elli- og hjúkrunar- heimihnu Grund fóstudaginn 8. júlí. Guðlaug Jónsdóttir frá Jaðri lést á sjúkrahúsinu í Bolungarvík 11. júh. Stefania Lilja Valdimarsdóttir lést 10. júh á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Tapað fundið Dísarpáfagaukur fannst Grár dísarpáfagaukur fannst fyrir utan Háteigsveg 16 í gær, mánudag. Upplýs- ingar í síma 621362. Tilkyimingar Safn erinda um íslensk landgræðslumál Út er komiö á ensku safn erinda um ís- lensk landgræðslumál og fleiri skyld við- fangsefni á norðurslóðum. Útgefandinn er tímaritið Artic and Alpine Research í Boulder, Colorado, Bandaríkjunum. Er ritgerðasafn þetta í 19. árgangi 4. hefti, sem er tileinkað ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í september 1986 á vegum Alþjóðaheimskautanefndarinnar. Dr. Sturla Friðriksson er einn af ritstjórum og skrifar formála fyrir ritinu en tólf aðrir íslendingar kynntu efnið á ráð- stefnunni. í ritinu er merk grein um ábyrgð okkar á auðæfum lifríkis norður- slóða eftir prófessor Louis Rey, sem var forseti samtakanna. Mikill fróðleikur er í ritinu um jarðvegs- og gróðureyðingu og uppgræðslmnál. Týnlr Morgan Kane lífinu? Prenthúsið var nú að senda ffá sér 63. bókina í spennubókaflokknum um Morg- an Kane, Lögregluforingi í Alaska. Allt bendir til þess að Morgan Kane fái nú ekki lengur umflúið þau örlög sem hann hefur búið svo mörgum sjálfur í 62 fyrri bókum, nefnilega dauðann. En tekst höf- undinum, Louis Masterson (Norðmann- inum Kjell Hailbing) það? Sumarhappdrætti heyrnar- lausra 1988 Dregiö var í happdrættinu 1. júh sl. Vinn- ingsnúmer eru þessi: 1. 10208, 2. 1817, 3. 5358, 4. 17622, 5. 1310, 6. 1504, 7. 12505, 8. 13251. Vinninga má vitja á skrifstofu Fé- lags heymarlausra, IGapparstig 28, kl. 9-17 alla virka daga, sími 13560. Félagið þakkar veittan stuðning. Tölvuforrit fyrir tannlækna Komið er á markaðinn nýtt tölvuforrit fyrir tannlækna sem nefnist Tannlækna- þjónninn. Tannlæknaþjónninn heldur utan um öll helstu verk á tannlæknastof- unni, t.d. færslur í sjúkraskrá, reiknings- hald og tímagjöf. Einnig setur hann upp tann„status“ en hann sýnir á myndræn- an hátt þær aðgerðir sem gerðar hafa verið. Forritið er skrifað fyrir Archime- des, 32 bita tölvu ffá breska fyrirtækinu ACORN Computer LTD. Acom er eink- um þekkt í Evrópu fyrir byltingarkennd- ar nýjungar á tölvusviðinu sem koma m.a. í ljós í þessari nýju tölvu. Við hönn- un forritsins var áhersla lögð á að gera það aögengilegt, sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa kynnst tölvum áður. Aðgerðum er stjómað með mús þar sem ferðast er milli glugga á skjánum og birtast allar upplýsingar jafnóðum, svo að fátt eitt þaif að muna. Tannlæknaþjóninn skrif- uðu Kristinn Johnsen og Ömólfur Rögn- valdsson ásamt Hæng Þorsteinssyni tannlækni. Mánafoss hf., Bolholti 4, er með forritið til sölu en söluaðili Árc- himedes tölva er Japis hf. Brautarholti 2, Reykjavík. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför eiginkonu, móð- ur, tengdamóður og ömmu, ÁRNÝJAR S. JÓHANNESDÓTTUR Álfhólsvegi 125, Kópavogi Haukur H. Elríksson Jóhannes Kr. Hauksson Árný E. Bentsdóttir Kristín Hauksdóttir Gunnar Björnsson Koibrún Hauksdóttir Jón Þór Jónsson Heimir Hauksson og barnabörn Kvikmyndir Bíóboigin, Bíóhöllin: Fagmennska i fyrtrmmi Leikstjóri: Roger Spottiswoode Myndataka: Michael Chapman Aðalhlutverk: Sidney Poitier, Tom Ber- enger og Kirstie Alley Lögga fer í persónulega hefndar- för á eftir moröingja og ann sér hvorki svefns né matar uns hún hefur hendur í hári kauða og tekur hann af lífi. Þetta er megininntak kvikmyndarinnar Hættuförin sem nú er sýnd í tveim kvikmyndahús- um borgarinnar. Þetta er efni sem allir þekkja og maður heföi haldiö að væri orðið svo margtuggið og þvælt að enginn heföi gaman af því. En það er nú öðru nær. Fagmannleg vinnubrögð ein- kenna þessa mynd öðru fremur. Góður leikur, falleg myndataka og, ekki hvað síst stórgott handrit lyft- ir þessari mynd langt upp fyrir heföbundnar myndir af þessu tagi. Og árangurinn lætur ekki á sér standa. Tuggan glæöist lífi og úr verður afburðavel gérö spennu- mynd sem heldur áhorfandanum í helgreip sinni allt til enda. Leikstjórinn, Roger Spottis- woode, beitir sjaldséöri fag- mennsku við gerö þessarar mynd- ar. Hann hefur enda starfað mikið með Sam Pekinpah, en sá er ein- mitt þekktur fyrir hrottalegar og vel gerðar spennumyndir. Tom Berenger, sem þekktur er fyrir leik sinn í myndinni Platoon, leikur hér íjallabúann Jonathan Knox. í meðförum hans verður fjallabúinn einrænn og sérvitur en undir hijúfu yfirborðinu leynist hlýja. Sidney Poitier snýr aftur í þessari mynd en hann haföi tekið sér tíu ára fri frá kvikmyndaleik. í þessari mynd sýnir hann á sér áður óþekktar hliðar sem gamanleikari. Hafi menn á annað borð gaman af blóði og spennu er þetta rétta myndin. Hafi menn ekki gaman af blóði og spennu gæti þessi mynd orðið til að vekja áhuga þeirra. Myndin er góð útfærsla á gamalli khsju. -PLP Sidney Poitier og Tom Berenger í hlutverkum sinum. Ný útgáfa ferða- korts1988 Landmælingar íslarids hafa nú sent frá sér nýja útgáfu af ferðakortinu í mæli- kvarða 1:500.000. Kortið er endurskoðað og bætt frá fyrri útgáfum og er prentað í 6 litum samkvæmt nýjum staðli. Nauð- synlegt er fyrir ferðamenn að endumýja ferðakortið reglulega þar sem á því eru allar nýjustu upplýsingar um nýja vegi og vegi með slitlagi. Öll veganúmer eru merkt á kortið svo og vegalengdir miili staða. Lögð er áhersla á ýmsa þjónustu við feröamenn um allt land og eru ítarleg- ar upplýsingar þar að lútandi á kortinu. Ferðakortið er góður og ódýr ferðafélagi og fæst hjá öllum helstu bensínstöðvum, bókabúðum og greiðasölum um land allt. Landmælingar íslands reka sérverslun meö kort að Laugavegi 178 í Reykjavík og er hún opin virka daga yflr sumar- mánuðina frá kl. 9-18. Þar fæst mikið úrval íslandskorta auk annarra smá- hluta og má þar nefna kortamæla, kortat- öskur og þrívíddarsjár. Sýningar „Fjórar kynslóöir“ IASI Nú stendur yfir í Listasafni ASÍ mál- verkasýningin Fjórar kynslóðir. Á sýn- ingunni eru um 60 málverk eftir á ijórða tug listamanna sem spanna tímabilið frá fyrsta áratug þessarar aldar fram á síð- ustu ár. Sýningunni er ætlaö að gefa gest- um hugmynd um helstu tímabil og strauma islenskrar listasögu, frá frum- herjunum Ásgrími Jónssyni, Jóni Stef- ánssyni, Kjarval og Júlíönu Sveinsdótt- ur, allt til þeirrar kynslóðar sem nú ber hæst. Meðal annarra listamanna, sem eiga verk á sýningunni, má nefna Gunn- laug Scheving, Jóhann Briem, Kristján Davíðsson, Nínu Tryggvadóttur og Sva- var Guðnason, Valtý Pétursson, Þorvald Skúlason, Tolla, Gunnar Öm og Tryggva Ólafsson. Sýningin er opin alla virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Sýningunni verður framlengt um eina viku og lýkur 24. júlí. Árbæjarsafn í sumar stendur yfir sýning um Reykja- vík og rafmagnið. Auk þess er uppi sýn- ing um fomleifauppgröftinn í Viðey sumarið 1987. „Gömiu" sýningamar um m.a. gatnagerð, slökkviliðiö, hafnargerð og jámbrautina em að sjálfsögðu á sínum stað. Opið kl. 10-18 alla daga nema mánu- daga. Veitingar í Diilonshúsi frá kl. 11-17.30. Sími 84412. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Lokað um óákveðinn tíma. Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. UMFERDAR RAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.