Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1988, Qupperneq 40
62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Rilstiórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Steingrímur Hermannsson: Hefði kosið aðra staðsetn- ^ingu álversins „Ég heföi nú helst kosiö aö nýtt álver yrði staðsett utan suðvestur- hornsins en það er ljóst að það er erfitt fyrir aðra staði að keppa við Straumsvík hvað hagkvæmni varð- ar," sagði Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra um hugsanlega staðsetningu nýs álvers við Straums- vík. Steingrímur sagði að ljóst væri að hagkvæmni hins nýja álvers tengdist þeirri aðstöðu sem þegar væri í Straumsvík, t.d. hafnaraðstöðu. Steingrímur sagði að hér hefði starf- að staðarvalsnefnd um stóriöju og hún hefði bent á fleiri staði. Þá mögu- leika mætti skoða betur. En óttast ^Táöherra ekki þensluáhrif svona mikilla framkvæmda? „Ef farið er út í svona framkvæmd er mjög brýnt að hægt verði á öðrum framkvæmdum á meðan til að slá á þenslu. íslenska efnahagskerfið er lítið og þetta eru stórar upphæðir. Það er því nauðsynlegt að fara hægt í sakirnar." -SMJ 14 ára stúlku leltað: Villtist 10 km leið í þokunni Mikil leit var gerð að 14 ára stúlku sem hvarf á leið sinni milli bæja í ■ Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði í gær. Hafði hún verið að fara milli bæja, um 3 km leið, í þoku. Þéttist þokan mjög um mitt kvöld og virðist stúik- an hafa misst áttirnar. Farið var að svipast um eftir henni um ellefuleytið í gærkvöldi og laust fyrir miðnætti voru björgunarsveitin Gró og Hjálparsveit skáta kallaðar til leitar ásamt bændum úr nágrenn- inu og þá hafin skipuleg leit. * Stúlkan fannst um hálfþrjúleytiö. Hafði hún þá skilað sér til bæjarins Ormsstaða sem er 10 km frá þeim bæ sem hún ætlaði til. Haföi hún villst til fjalls og í þveröfuga átt þeg- ar þokan þéttist. -hlh LOKI Getur ekki verið að maðurinn hafi verið á sílaskyttiríi? Leiði Gunnars Gunnarssonar í Viðey: Dráttarvél beitft án vitundar ættingja - farið að lögum, segir séra Þórir Stephensen staðarhaldari „Þegar ég fór út í Viðey um síð- ustu helgi og ætlaði að klippa leiðin fann ég þau ekki heldur eitt mold- arflag. Það er búið að breyta öllu þama úti og slétta leiðin án sam- ráös við ættingja. Að gera þetta og nota dráttarvél jaðrar að rninu mati við helgispjöll," sagði Gunnar Gúnnarsson, sonarsonur Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. í Viöey er kirkjugarður og þar eru faðir, amma og afi Gunnars jarðsett. Amma Gunnars var ka- þólsk og vildi afi hans fyrir alla muni að þau yrðu lögð í kirkjugarð sem bæði væri vigður að kaþólsk- um og lúterskum sið. Hann sagði líka aö þau hefðu siglt til allra megináfanga í lifi sínu og Viðey sýndi landið í hnotskurn. Séra Þórir Stephensen, staðar- haldari í Viðey, sagði að farið hefði verið að lögum við lagfæringu kirkjugarðsins. „Það var auglýst eins og lög um kirkjugarða mæla fyrir um í-Lög- birtingablaði og útvarpi og haldinn fundur með þeim sem gáfu sig fram og þeir voru allir mjög glaðir yfir því að nú loksins skyldi garðurinn verða settur í gott lag, fegraður og prýddur," sagði Þórir. Þórir sagði að þetta væri ekkert einsdæmi og víða um land væru kirkjugarðar sléttaðir og snyrtir. Reiknuð hefði verið nákvæmlega út staðsetning leiða og legsteina. Allt yrði sett á sama staö og gengiö vel firá. „Þessi lagfæring verður af eins mikilli nærgætni og umhyggju og hægt er,“ sagði séra Þórir Steph- ensen. „Þeir segja að þetta hafi verið auglýst í Lögbirtingi og útvarpinu og því sé allt löglegt. Það katm svo sem vel að vera, þó ég hafi efasemd- ir um það. Hins vegar er það ekki frístundaiðja fólks aö lesa Lögbirt- ing eða hlusta á útvarpsauglýsing- ar. Það hefði ekki verið mikið mál að hafa samband við þær tvær fjöl- skyldur sem hafa jarðsett þarna. Það var ekki gert og mér finnst þetta klaufalega aö verki staðið og ósnyrtileg vinnubrögð,“ sagði •Gunnar Gunnarsson. JFJ Grundarfjörður: Skotmaður kærður Kirkjugarðurinn í Viðey hefur verið sléttaður og nú er unnið aö lagfæringu og snyrtingu hans. DV-mynd gva „Það er ekki hægt annað en kæra manninn. Hann telur sig hafa verið að skjóta vargfugl þar sem enginn vargfugl var,“ sagði Örn Jónasson við DV. Hann er einn þriggja manna í bátn- um sem á að hafa verið skotið á fyr- ir utan Grundarfjörð í gær. Það var Jón Sveinsson, aðaleigandi laxaræktarinnar við Grundarfjörð, sem skaut með rifli, en á vargfugl að eigin sögn. „Við vorum þarna eftir sílum sem við notum til beitu. Ég veit ekki til að við höfum verið nálægt laxi, en við vorum mitt undan svokölluðu eiði. Laxinn er, að því er mér skilst, nokkuð austar. Viö höfum aldrei ver- iö þarna áður í þessum tilgangi og höfðum því með okkur eldri mana frá Rifi til að kenna okkur til verka við sílatökuna." Sagði Örn að þeir hefðu kært skot- manninn til að vara hann við en sam- kvæmt heimildum þeirra væri þetta ekki í fyrsta skipti sem hann skyti með rifli þegar sæist til mannaferða í nágrenni laxanna. Máhð er til úrvinnslu hjá lögregl- unni í Ólafsvík og verður sent þaðan til Grundarfjaröar. -hlh Bergur VE strandaði í inn- siglingu ísafjarðarhafnar Bergur VE, um 300 tonna bátur frá Vestmannaeyjum, strandaði í inn- sighngunni inn í ísafjarðarhöfn um miðnætti í gær. Var hann fastur á strandstaö þar tfi klukkan hálfsjö í morgun þegar hann losnaði. Að sögn lögreglunnar á ísafirði kemur þaö af og til fyrir aö bátar stoppa í innsiglingunni og þá yfir nóttina. Bergur VE hefur siglt frá ísafirði undanfarin sumur og ætti því að þekkja til í innsighngunni en inn- siglingin leynir á sér og stranda þar jafnt heimabátar sem aðrir. -hlh Veðrið á morgun: Skýjað og súld norð- anlands Norðan og norðaustan gola verður um aUt land, skýjað og dáhtU súld norðanlands. Þurrt verður að mestu og víða léttskýj- að sunnanlands. Hiti 7 til 16 stig. Þjóðhöfðingjar í heimsókn Juan Carlos Spánarkonungur kemur væntanlega í heimsókn til ís- lands á næsta ári. Ekki er endanlega frágengið hvaða dag Juan Carlos kemur til landsins og engin formleg tilkynning hefur verið gefin út um heimsóknina. í haust sækir Ólafur Noregskon- ungur íslendinga heim og Karl Bretaprins mun koma í einkaheim- sókn til landsins í ágúst. Breska sendiráðið sagði prinsinn koma í einkaerindum og vildi ekki gefa út frekari yfirlýsingar. Karl hefur nokkrum sinnum komið til íslands og rennt fyrir lax. -pv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.