Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Side 3
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988. 3 Fréttir Kostar þrenn dag- laun að borða úti - alltof mörg veitingahús á höfuðborgarsvæðinu, segir Sturla Pétursson í Naustinu Sámkvæmt útreikningum DV tekur það íijón meö meðaltekjur um 20 klukkustundir í vinnu aö íára þokkalega út að boröa hér heima. „Ég tek undir þaö aö það er alltof dýrt aö fara út að borða miðaö viö meöaltekjur fólks,“ sagði Sturla Pétursson, annar eigandi Nausts- ins, í samtali við DV. „Það liggur einfaldlega í því að þaö eru alltof mörg áþekk veitinga- hús rekin hér í miðborginni. Ef veitingahúsum myndi fækka þann- ig að hin sem eftir stæðu fylltust á hverju kvöldi gætum við vel lækk- að verðið um 20 til 30%. Könnun DV er byggð á þvi aö fólk fái sér forrétt, aðalrétt og eftir- rétt með einni hvítvíns- eða rauð- vínsflösku eöa jafnvel kaffi og kon- íak á eftir. Þá eru ekki teknar með í dæmið leigubifreiðar til og frá matsölustað né aukadrykkir sem kunna að fljóta með t.d. á föstu- dags- eða laugardagskvöldi. Meðalverð á öllu ofantöldu með fisk sem aðalrétt er um 6000 til 7000 krónur fyrir hjón en frá 7000 upp í allt að 8000 fyrir hjón fyrir sæmi- lega kjötrétti. Þá er miðað við um 360 króna tímakaup sem er að sögn kjararannsóknanefndar meðal- tímavinnukaup einstaklings í dag. Hér er átt við veitingastaði eins og Naustiö, Lækjarbrekku, Torf- una, Grilhð, Holtið og fleiri staöi á höfuðborgarsvæðinu sem allir eru í mjög svipuðum verðflokki. Örn Guðmundsson, matreiðslu maður á Lækjarbrekku, tók undir ummæli Péturs Snæbjarnarsonar hótelstjóra í DV í gær um að matur- inn á veitingahúsum mætti alveg vera 10 til 15% dýrari til þess að reksturinn stæði föstum fótum. Sturla í Naustinu, sem hefur unn- ið sem þjónn síðasthðin 15 ár, sagði að dæmið hefði snúist við, nú væri miklu hagstæðara oröið að drekka vín á veitingastöðum en að borða mat. „Frá því ég hóf veitingarekstur í október á síðstliönu ári hefur til dæmis kílóið af nautalundum, sem ég kaupi beint frá kjötvinnslu Jón- asar, hækkað úr 950 krónum í 1350 krónur. Dýrtíðin er einfaldlega orðin þjóðfélagsmein aftur. Það er ekki hægt að fara að sofa á kvöldin lengur af áhyggjum af hvað maður verði búinn að tapa miklu daginn eftir vegna verðbólgunnar,“ sagði Sturla. -GKr Guðmundur J. Guðmundsson: 'málning OG STElNSTt fNNANLEC= Veldu Steinvara 2000 gegn steypu- skemmdum málning't Geislavirkar hækkanir fyrir andrúmsloftið „Svona hækkanabylgjá dregur auðvitað úr trú manna á aðgeröum stjórnvalda því ahir vita að hækkan- ir kalla á aðrar hækkanir. Þetta eru geislavirkar hækkanir fyrir and- rúmsloftið," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrún- ar og Verkamannasambands Islands, um þær hækkanir sem dunið hafa yfir aö undanförnu og eru enn að skella yfir. „Þetta safnar í sig allt saman og dregur síðan úr möguleikum á að standa gegn verðbólgu. Mér hefur fundist þeir hjá Pósti og síma eitt- hvað svo voðalega erfiðir. Þeir hækka stundum hjá sér með því að fækka skrefunum sem fólk fær fyrir gjaldiö. Svona hækkanir fara geysi- illa í fólk og kalla á gagnaðgerðir." -SMJ Vatnshreinsistöð á 23 millj. króna Siguijón J. Sigurösson, DV, ísafirði: Á fundi bæjarráðs ísafjarðar, sem haldinn var nýlega, var lögð fram skýrsla frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen um vatnshreinsistöð í Stórurð. í skýrslunni kemur fram að kostnaðaráætlun við þann útbúnað, sem lagt er til að notaður verði, hljóð- ar upp á 23 milljónir króna. í samtali við DV sagði Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri að bæjar- stjórn heföi samþykkt að kaupa fyrr- nefnda stöð. Afgreiðslutími á út- búnaði er um 6-7 mánuðir þannig að möguleiki er að fá tækin fyrst á næsta ári. ísfirðingar geta því farið að líta bjartari augum til framtíðar- innar hvað gæöi vatnsins varðar en neysluvatn hér í bæ hefur lengi veriö vandamál. Hefuröu reynt nýju 200 ASA Gullf ilmuna? Kodak Filma Úlyrhplulcikarma 1988 099

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.