Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988. dv Fréttir Guðmundur Skarphéðinsson, fram- kvæmdastjóri Sigló hf.: „Staða fyrir- tækisins er mjög erfið.“ DV-mynd gk Siglufjörður: Hrein hörmung aðstandaíþessu Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: „Það var tap á gafTalbitaframleiðsl- unni öll árin sem við vorum með hana og það var búið að reyna allt. Það er útilokað að reka hér ein- hverja góðgerðarstarfsemi, við töp- uðum miklum peningum á þessari framleiðslu. En það var erfið ákvörð- un að gera þetta og hún var mjög óvinsæl," sagði Guðmundur Skarp- héðinsson, framkvæmdastjóri Sigló hf. á Siglufirði, er DV leit inn hjá honrnn á dögunum. Það vakti mikla athygli fyrr á árinu er Sigló hf. hætti framleiðslu sinni á gaffalbitum og seldi framleiðslutæk- in til Homafjarðar en Guðmundur lýsti hér að framan ástæðum þess. Það var árið 1983 að ríkið seldi Si- gló-verksmiðjuna til 9 einstaklinga en þeir sem keyptu eru á Siglufirði, ísafirði og í Kópavogi. Þá var fram- leiðsla Sigló aðallega á gaffalbitum en hinir nýju eigendur hófu strax pillun og lausfrystingu á rækju. „Við höfum verið mjög óheppnir vegna verðfalls erlendis og á fjórum árum höfum við einungis fengið fimm mánuði jákvæða. Árið 1986 var hagnaður af rækjuvinnslunni en tap öll hin árin og ávallt var tap á gaffal- bitunum svo aö það var útilokað að halda framleiðslu þeirra áfram.“ Þegar Sigló hætti gaffalbitafram- leiöslunni misstu um 20 manns at- vinnu sína en gátu þó fengið aðra vinnu, ýmist hjá Sigló eða öðrum aðilum á staðnum. Þessu fylgdi mik- ill kurr í bænum og einstaklingar þar hugðust í samvinnu við K. Jónsson á Akureyri hefja þessa framleiöslu þar aftur en ekkert varð reyndar úr þeim áformum. Sigló bætti hins vegar við einni rækjupillunarvél og jók framleiöslu sína verulega og nú starfa um 40 manns hjá fyrirtækinu en erfiðleik- arnir eru enn til staðar. „Markaðirnir eru alls ekki nógu góöir og veiðin hefur einnig verið aö minnka," sagði Guðmundur en Sigló hf. kaupir rækju af 10 bátum sem gerðir eru út frá stöðum víðs vegar á landinu. „Það má segja að það sé hrein hörmung að standa í þessu eins og raunar í öllum sjávarútvegi í dag,“ sagði Guðmundur, „Staða útgerðar og vinnslu er orðin þaö erfið að menn verða að fara að gera það upp við sig hvort við eigum aö byggja áfram á sjávarútvegi eða ekki. Tilkostnaðurinn hækkar alltaf á sama tíma og verðið fyrir afurðirn- ar lækkar og þetta sjá allir að gengur alls ekki.“ Guðmundur sagði að staða fyrir- tækisins væri nvjög erfið þótt hann vildi ekki segja að framtíð þess væri í hættu. Hann sagði að Sigló heföi nú 2.800 tonna rækjukvóta og hann teldi gott ef tækist að veiða upp í hann en til samanburðar má nefná að á síðasta ári vann fyrirtækið 3.215 tonn af rækju. íák^BROSUM/ ÚUMFEROAR ✓’TA C3/^\ alltgengurbetur * llpPÍipiI mmm: mm V'vV"'• Vr**-'-'!' ■'■■■V;úvf ■ : mmsm •/-v.í'Wh GLÆSILEG FJÖLSKYLDA AF GÖÐUM ÆTTUM Hún er glæsileg Panasonic ryksugufjölskyldan enda af góðum og traustum ættum. PanasonÍC býður ryksugur við allra hæfi, stórar, litlar, kröftugar, traustar, hljóðlátar og meðfærilegar. MC-E61. 850 vött. Lítil og kraftmikil, tilvalin fyrir litlar íbúðir, bílínn og jafnvel sumarbústaðinn. VERÐ AÐEINS KR. 5.900. MC-E89 1000 vött. Margir telja þetta bestu ryksugukaupin í dag. Hörkukraftur, tvískiptur veltihaus, rykmælir, inndraganleg snúra, stiglaus styrkstillir og innbyggt hólf fyrir fylgihluti. VERÐ AÐEINS KR. 8.620. MC-E92 1200 vött. Höfuð fjölskyldunnar. Ofurkraftur einkennir þessa fjölhæfu og sterku ryksugu sem gerir þrif á stórum íbúðum að barnaleik. Tvískiptur veltihaus, rykmælir, hljóðmerki sem lætur vita ef poki lekur, stiglaus styrkstillir, inndraganleg snúra og innbyggt hólf fyrir fylgihluti. VERÐ AÐEINS KR. 10.780. JAPISS BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■ ■ SÍMI 27133 ■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■ ■ SÍMI 96-25611 ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.