Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988. Spumingin Hvað finnst þér um tillögur um niðurfærslu? Guðmundína Ragnarsdóttir: Mér finnast þær í lagi ef við verðum ekki svikin einu sinni enn. Óskar Borg: Fáránlegar. Það bætir ekkert að lækka kaupið heldur hlýt- ur eitthvað að vera að stjórninni. Þórir Á. Ólafsson: Góðar, þær eru besti kosturinn til að ná niður verð- bólgu. Anna Jóhannesdóttir: Ég er bara mikiö á móti þeim. Nógu erfitt er hjá almenningi þótt hann borgi ekki meira fyrir minni laun. Jóhann Löve: Mér líst ekki nokkum skapaðan hlut á þær. Lesendur Rányrkja Haukur skrifar: Seint í júní sl. var ég á ferö um Möðrudalsöræfi og Mývatnssveit. Veður var milt, þurrt og strekking- ur. Moldar- og sandstrókarnir náðu mörg hundruð metra hæö. Sauðféð, sem virðist vera allsráðandi til lands, gæddi sér á nýgræðingi, sem var að reyna að festa rætur í sandinum, milli þess sem það hélt sig undir moldarbörðunum. Sauðfjárbúskapur, sem byggist á rányrkju, er tímaskekkja hvað svo sem öllum félagslegum sjónarmiðum líður. Talið er að frá landnámi hafi a.m.k. þrjár milljónir hektara gróð- urlendis eyðst eða gróðurlendi sem samsvarar um þriðjungi af flatar- máli landsins og annað hefur rýrnað að gæðum. íslendingar ættu að skammast sín fyrir ástand mála, einkum vegna þess hversu víða blas- ir við að landeyðing er ekki óviðráð- anlegt náttúrulögmál. Friðaðir blett- ir, sem eru eins og frímerki í lands- laginu, svo notuð séu orð núverandi landbúnaðarráðherra, bera vott um annað. Til þess að koma landgræðslumál- um í viðeigandi horf þarf að stórauka fiármagn til þeirra. Ætli veiti af minnu en nemur hallarekstri á einu sjúkrahúsi? Banna á alla lausagöngu búfiár, girða beitarlönd af og bera á þau eftir því sem nauðsyn krefur. Búháttabreyting þarf að koma til. Aðstoða ætti bændur við að snúa sér aö svína-, fugla- eða holdanautarækt í stað sauðfiárbúskapar á mestu fok- svæðunum. 'ril þess aö framleiða eitt kíló- gramm af kjúklingakjöti þarf mun færri fóðureiningar en við fram- leiðslu á dilkakjöti þannig að slík breyting hlýtur að vera hagkvæm. Sú þjóð er vart með öll skilningar- vit í lagi sem fóðrar ær veturlangt, beitir þeim síðan á svæði sem reynt er að græða upp, slátrar að hausti, geymir kjötið fram á næsta vor og hendir því þá á hauga eða selur út- lendingum fyrir brot af framleiðslu- kostnaði. Vart hafa Bakkabræður verið meiri búskussar og þóttu þeir nú ekki stíga í vitið. Haukur er ekki hrifinn af gróðureyðingunni sem sauðkindin veldur. Sjálfsbjörg: Fær ekki peninga úr lottói Jónatan vill að öryrkjar fái hjálp við kaup á verkamannabústöðum. Styrkir til öryrkja Jónatan Jónatansson skrifar: Mig langar til að spyija Öryrlcja- bandalagið, Sjálfsbjörg og Trygg- ingastofnun ríkisins hvers vegna þeim öryrkjum sem vifia kaupa íbúð í verkamannabústöðum er ekki hjálpað, Mér finnst að við eigum rétt lifa á rúmum 30 þúsund krónum á mánuöi. Þaö er eins og okkur sé refs aö fyrir aö vera til. Ríkisstjómir mætti hækka örorkubætumar þann ig aö hægt væri aö lifa af þeim. Vit þurfum talsvert meira tll aö lifa á er heilbrigt fólk, bar sem við þurfun Jóhann bendir á að Sjálfsbjörg fái enga peninga frá hinu svokallaða Lottói. Jóhann Pétur Sveinsson skrifar: í DV mánudaginn 15. ágúst síðast- liðinn var birt lesendabréf frá Jóna- tan Jónatanssyni, þar sem hann varpar fram spurningu, meðal ann- ars tú Sjálfsbjargar. Jónatan spyr hversvegna þeim öryrkjum, sem vilja kaupa íbúðir í verkamannabú- stöðum, sé ekki hjálpað og telur að öryrkjar eigi rétt á stuðningi, meðal annars frá Lottóinu. Hvað Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, snertir er þessu fljótsvaraö. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, hefur ekki neinn ráðstöfunarrétt yfir þeim fiármunum sem renna til Ör- yrkjabandalags íslands úr svoköll- uðu Lottói. Fjármunir íslenskrar Getspár, sem renna til Öryrkjabandalagsins, fara aö stærstum hluta, það er 80%, til hússjóðs Öryrkjabandalags íslands er notar þá til húsbygginga og íbúða- kaupa. Stjórn Öryrkjabandalagsins kýs stjórn hússjóðsins til 4ra ára í senn. Þaö virðist allútbreiddur misskiln- ingur meðal almennings, eins og kemur meðal annars fram í lesenda- bréfi Jónatans, að Sjálfsbjörg fái pen- inga úr hinu svonefnda Lottói. Sú er hins vegar alls ekki raunin og engar líkur á að því verði breytt. Það er því á engan hátt á valdi Sjálfsbjargar að veita styrki til öryrkja af Lottófiár- mununum til kaupa á íbúðum í verkamannabústöðum. Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, getur á hinn bóginn tekið und- ir þá skoðun Jónatans að möguleikar fyrir þá öryrkja er verst eru settir til öflunar á íbúðarhúsnæði séu ekki viðunandi. Við skulum vona að ráða- menn þjóðarinnar gleymi ekki þes's- um hópi í þeim aðgerðum sem fram- undan eru. Aukið íslenska aðild 8154-8412 skrifar: Nú, þegar ratsjárstofnun hefur tek- ið við rekstri radarstöövarinnar á Höfn í Hornafirði og íslenskir tækni- og umsjónarmenn hafa tekið við af bandarískum hermönnum þar og vitað er að sama stofnun mun sjá um rekstur þriggja annarra radarstöðva, vaknar sú spurning hvort ekki megi taka við fleiri deildum hjá hemum. Til dæmis mætti taka viö deild verk- legra framkvæmda á Vellinum. Þar starfar alltaf töluvert af Bandaríkja- mönnum. Þessa deild má bjóða út til íslenskra verktakafélaga. Það hefur verið allt of mikið pælt í hlut íslenskra aðalverktaka en það verður aö segjast eins og er að þaö fyrirtæki hefur staðiö sig vel. Ef fleiri verktakar vilja komast að á Vellinum er ástæðulaust að varnarliðið sé með mikil umsvif á sviöi verklegra fram- kvæmda og viðhalds þar. Utanríkisráðherra veit um þetta fyrirkomulag, því ætti hann að hlut- ast til um aö íslensk fyrirtæki með íslenskum starfsmönnum yfirtaki fleiri verkþætti hjá varnarliðinu. 8154-8412 vill aö islenskir verktakar fái fleiri verkefni á Vellinum, Finnst vera orð í tíma töluð Uppflosnaður sveitamaður, búsettur í Reykjavík, skrifar: Ég las bæði grein Gunnars Bjama- sonar í DV þann 7. ágúst og eins konar svar búnaðarmálastjórans sem.birtist þann 17. ágúst. Ég skildi vel málflutning Gunnars og fannst þau orð vera í tíma töluð. Búnaðar- málasfiórinn lýsir svo öllu þessu ráðuneyta- og tölvubákni í svargrein sinni. Maður skyldi ætla að landbúnað- urinn okkar væri vel staddur með allt þetta lið og tölvur en betra hefði verið ef búnaðarmálasfiórinn hefði rakið í stórum dráttum hversu vel hefði tekist að samræma landbúnað- inn þörfum þjóðarinnar - hversu vel hefði tekist meö alla þessa sérfræð- inga og tölvur að koma afurðum sauöfiár og nautgripa á erlendan markað og hversu vel hefði tekist að koma landbúnaðarframleiðslunni í samkeppnisaðstöðu á erlendum mörkuðum, án milljónahundraða fiárausturs úr ríkissjóði. í bernsku minni, fyrir 1940, var um helmingur dilkakjötsins fluttur úr landi, og þá þurfti engar útflutningsuppbætur. Þá var mjólk seld hér innanlands án nokkurrar fyrirgreiðslu úr ríkis- sjóði. Ég vil nú biðja búnaðarmálastjór- ann að gefa okkur yfirlit um raun- verulegan árangur af starfi hvers af þessum rúmlega 20 ráðunautum, sem starfað hafa hjá félaginu, tökum t.d. sl. 20 ára tímabil. Þjóðina varðar ekkert um hversu marga ritara félag- ið hefur á launaskrá né heldur tölvu- magnið heldur hveiju hver starfs- maður hefur fengið áorkað til gagns fyrir landbúnaðinn. Einnig væri fróðlegt að fá það útskýrt hvers vegna ríkið þarf að hafa tölvuþjón- ustu, verkfræðiþjónustu, húsateikn- ingar og reikningshald fyrir bændur hjá B.í. Er ekki nóg af stofnunum í landinu til að framkvæma þetta og stenst þessi þjónusta kostnaðarsam- keppni viö þjónustustöðvar í einka- rekstri. Ég hefði vænst svara hjá búnaðar- málastjóra í þessum dúr. Ég vil samt þakka honum fyrir að hafa svarað Gunnari Bjamasyni. Hann hefur oft skrifaö á sannfærandi hátt sl. 20 ár um landbúnaðinn, en ég hef saknað þess aö fá aldrei í blöðunum viðbrögð frá B.í. viö skrifum hans. Nú hefur kannski losnað um þessa stíílu. Vel væri það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.