Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988.
37
pv___________________________________________Fréttir
Vikublað á Dalvík:
„Fólk hefur tekið
blaðinu mjög vel“
- segir Guðmundur Ingi Jónatansson útgefandi
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Rekstur blaðsins hefur gengið
mjög vel og fólk hefur tekið blaðinu
mjög vel,“ segir Guðmundur Ingi
Jónatansson á Dalvík en hann gefur
út vikublaðið Bæjarpóstinn þar í bæ
og hefur gert síðan áriö 1985.
„Mér fannst einfaldlega vera þörf
á blaði eins og þessu hér. Hér er að
vísu gefið út blaðið Norðurslóð, sem
kemur út einu sinni í mánuði, en það
var ekki hægt að vita með vissu um
útgáfudaga þess og því nýttist það
auglýsendum illa,“ sagði Guðmund-
ur Ingi um tilurð blaðsins.
„Viö erum með efni í blaðinu bæði
héðan frá Dalvík og eins úr ná-
grannabyggðarlögunum og það er
einn maður sem sér um efnisöflun
og er ritstjóri, Geir Guðsteinsson.
Það eru engin vandræði með efni í
blaðið sem er 8 síður að stærð hverju
sinni, frekar að plássið sé of lítið, en
ég neita því ekki að auglýsingamark-
aðurinn er þröngur hér.“
Guðmundur Ingi sagði að upplag
blaðsins væri á bilinu 600-800 eintök,
áskrifendur eru 550 og hlýtur það að
teljast gott í ekki stærri bæ en íbúð-
arhús eru 350 talsins á Dalvík.
Guðmundur Ingi rekur einnig
prentsmiðjuna Fjölrita og hefur gert
Guðmundur Ingi Jónatansson
síðan 1985. „Égreyni að sjá fyrirtækj-
um hér í bænum fyrir þeirri prent-
þjónustu sem þau þurfa á að halda.
Ég get ekki merkt annað en að þetta
sé vel metið og mönnum þykir hag-
ræði í því að hafa þessa þjónustu hér
á staðnum,“ sagði Guðmundur Ingi
Jónatansson.
Bolungarvlk:
Löggæsla stór-
efld í bænum
Siguijón J. Sigurðsson, DV, Vestfjördum:
Á fundi umferðarnefndar Bolung-
arvíkur í lok júní í sumar var lagt
fram bréf frá 57 íbúum við Völu-
steinsstræti þar í bæ varðandi lög-
gæslu innan marka bæjarins. Bréf-
inu var vísað til bæjarráös og nokkru
síðar var svofelld bókun gerð:
„Bæjarráð Bolungarvíkur tekur
undir þau sjónarmið að stórefla þurfi
löggæslu innan marka bæjarins.
Koma þarf í veg fyrir gáleysislegan
akstur fárra einstaklinga með virk-
um aðgeröum, svo sem hraðamæl-
ingum og yfirheyrslum."
Umtalaðasti megrunarkúrinn
Fæst í apótekum og heilsubúðum
Heiðar Jónsson snyrtir: Þetta er sá alsniðugasti og
áhrifaríkasti megrunarkúr sem ég hef kynnst.
Máttui Grape Fruit ávaxtarins í
megrunarkúrum.
Megrunareiginleikar U.S. Grape
Slim taílnanna eru fyrst og fremst
vegna tilverknaðar trefja grape
ávaxtarins, sem gefur vellíðan og
flýtir þar fyrir utan fyrir melting-
unni. Það er styttir þann tíma sem
maturinn dvelur í þörmunum, áður
en líkaminn skilar honum frá sér.
Virkni eykst samtímis vegna inni-
halds taflnanna af kelp (Kyrrahafs-
þara), lecitini, eplavínsediki og
þeirra vítamína sem eru í töflunum.
Hvað er kelp?
Það kelp sem notað er hér er hinn
stóri brúni hafþörungur (phaeop-
hyta), sem er ræktaður í Kyrrahafinu
úti fyrir strönd Kalifomíu. Kelp inni-
heldur ógrynni af steinefnum og
snefilefnum. Asíu-megin Kyrrahafs-
ins er kelp í dag nauðsynleg fæðu-
uppbót fyrir Japani og Kóreubúa
eftir að þeir fóru í miklum mæli að
borða hýðislaus hrísgrjón. Kelp
vegur upp á móti næringartapi því
sem hefst af brottnámi hýðisins. Hinn
heimsþekkti svissneski náttúru-
læknir og næringarsérfræðingur,
Dr. A. Vogel, segir í bók sinni, „Der
kleine Doktor", að kelp jafni líkams-
þyngdina.
Hvað er lecitín?
Lecitin verður tii í sojabaunum svo
og í lifur mannsins. Lecitin finnst í
miklum mæli hjá mönnum, m.a. í
taugavefjum, og 40% af heilanum
samanstanda af lecitini. Hið „góða
kólesteról", HDL-kólesterólið, er
lecitin. Það vinnur á móti kransæða-
stiflu. Lecitin er fosfatið sem virkar
sem venjulegt byggingare&ú í
frumuhimnum og hvatberum. Þetta
síðasttalda telur hinn þekkti finnski
fjör- og steinefhavisindamaður,
Matti Tolonen dósent, vera „miniat-
ur karftaverk" í frumunum. Þau
breyta næringarefnum í vatn, kol-
sýru og orku. Lecitin er hluti af vam-
arkerfi líkamans, þar sem það hem-
ur eitraðar sýrur sem safnast saman
í líkamanum og geta brotið niður
frumumar. Lecitin örvar niðurbrot
fitunnar í líkamanum og losar á þann
hátt líkamann við ónauðsynlega fitu.
Þessa sömu virkni haía E-vitamin og
B-6 vítamin.
Hvað gerir eplaedikið hér?
Það er vatnslosandi, en einnig er
það nauðsynlegur efnaskiptahvati.
Hvernig vinna öll þessi efni sam-
an í U.S. Grape Slim?
öll þessi efni í U.S. Grape Slim vinna
saman með tilliti til þess að jafna lík-
amsþyngd sem næst kjörþyngd og
gefa meiri vellíðan sem hlýst óhjá-
kvæmilega af eðlilegra ástandi
meltingarfæranna og líkamans.
Hver er árangurinn?
Notkun U.S. Grape Slim eins út af
fyrir sig getur losað um 1,5 til 2 kg
á viku hjá fólki með þyngdarvanda-
mál, þó breytilegt eftir einstakling-
um. Með notkun leiðbeinandi mat-
seðilsins, sem fylgir hverri dós af
U.S. Grape Slim, eða uppskriftum
úr Scarsdale-kúmum eða álíka er
möguleiki á að auka þyngdartapið
um helming eða jafnvel rúmlega
það, 3-5 kg fyrstu vikuna. Til eru
viðskiptavinir okkar sem hafa
grennst um eða yfir 10 kg fyrstu 2
vikumar, án þess að hafa farið í
svelti eða fundið fyrir tilfinnanlegum
óþægindum. Þess ber þó að geta
að þessar manneskjur þurftu á
þessu þyngdartapi að halda sér að
skaðlausu.
Hver er eftirleikurinn?
Þegar kjörþyngd er náð þá borgar
sig ekki að halda hátíð og útbúa
veisluborð með öllu því forboðna
sem áður mátti ekki neyta. Kjör-
þyngdin er nú orðin viðkvæmt fjör-
egg, sem þarf að venja líkamann
við, og venja sjálfan sig á næringar-
og fjöre&taríkt fæðuval og minnka
U.S. Grape Slim frá 2 töflum fyrir
hverja máltíð niður í 1 töflu fyrir
hverja máltíð, þar til að skammtur-
inn er orðinn 1 tafla aðeins fyrir
kvöldmat eða morgunmat og hætta
svo.
Nú ert þú ein(n) um framhaldið.
Ef út af ber og þú byrjar að aftur
að þyngjast, skalt þú ekki örvænta,
því þú getur byrjað aftur að auka
U.S. Grape Slim skammtinn þér að
skaðlausu, þvi U.S. Grape Slim er
ekki lyf, heldur fæða og fjörefiú og
alls ekki vanabindandi.
Notkunarreglur.
Nákvæmar leiðbeiningar fylgja
hverri dós, ásamt leiðbeinandi mat-
aruppskriftum. Munið að matarupp-
skriftimar eru aðeins leiðbeinandi,
og ef breytt er út af, skal reynt að
hafa það sem í staðinn kemur eins
líkt og hægt er. Þessi kúr er engan
veginn heilagur og hægt er að nota
hann mjög auðveldlega, hver á sinn
hátt, með heilbrigðri skynsemi. 2
töflur (3 fyrir magastóra) tyggist vel
áður en þeim er kyngt, um 30 minút-
um fyrir máltíð. Vatn eða hreinan
ávaxtasafa má að skaðlausu drekka
á eftir.
t
*
ÁTILBOÐS
XR 600R
Honda CBR 1000, kostar nú kr. 545.000
Honda XR 600R, kostar nú kr. 318.000-
Örfá hjól
til afgreiðslu strax
- (kostaði áður kr. 585.000-)
(kostaði áður kr. 345.000-)
HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900