Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Blaðsíða 40
FRETTASK O T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið ( hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórri - Auglýsíngar - Áskrift - Oreífing: Simí 27022 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988. Akureyri: Ekiðá ungling á reiðhjóli Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Unglingur á reiöhjóli varö fyrir bif- reið viö Nætursöluna á Akureyri á laugardagskvöldiö og var fluttur á slysadeild. Hann haföi verið á götunni ásamt tveimur öðrum hjólreiðamönnum sem tókst aö foröa sér er bifreiðina bar aö. Meiðsli unghngsins voru að- allega á fæti. Aö ööru leyti var helgin tíðindalítil -hiá lögreglu á Akureyri. Þó voru '^nokkrir teknir fyrir of hraöan akstur og þeirra á meðal voru tveir öku- menn á Ólafsfjaröarvegi sem óku á 110 og 123 km hraða. Keflavik: ^ Ráðgjafamefhd ríkisstj ómarinnar: Omenguð niðurfærsla með fullu handafli Ráðgjafamefnd ríkisstjómarinn- ar leggur tii óraengaöa niður- færsluleið í bráðabirgðatillögum sínum til forsætisráðherra, sam- kvæmt heixnildum DV. í tillögunni er gert ráð fyrir lagasetningu um launalækkun, lækkun verðlags og vaxta. í henni er ekki gert ráð fyrir neinum breytingum á gengisskrán- ingu. Tiliagan er ekki mikið útfærð. í henni er þó gert ráð fyrir að verð- lag verði fært niður með handafli ef markaðurinn svarar ekki lækk- un launakostnaðar. Nefndin leggur auk þess til að vextir verði færðir niður með lagaboði ef bankar og innlánsstofhanir lækka ekki vext- ina í takt viö lækkun verölags. „Við höfum aldrei útilokað niður- færsluna ef tekst aö framkvæma hana í gegnum alla línuna eins og þarf að gera. Ef það er gert kemur hún vel til greina. Meira get óg ekki sagtá þessu stigi," sagði Stein- grímur Hermannsson utanríkis- ráðherra í samtali við DV í morg- un. Samkvæmt heimildum DV er í tillögtun nefndarinnar gert ráð fyr- ir niðurfærslu með fullum þunga; ekki minna en 10 prósent lækkun launa. í samtali viö DV sagði Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra að engar raunhæfar aðgerðir væru til sem ekki hefðu í fór með sér kjara- skerðingu. Þrátt fyrir aö nefiidin skili sam- hljóða áliti var hart deilt innan hennar. í gögnum nefndarinnar kemur fram að Reykjavikurborg inn- heimtir um 500 milljónum meira í opinber gjöld en ef hún hefði þá álagningarprósentu sem önnur sveitarfélög hafa að meðaltali. Pramkvæmdir Reykjavikurborgar hafa aukist meira að undanfórnu en sem nemur þeim samdrætti sem ríkið hefur tekið á sig. Aðrir en sjálfstæðismenn vildu þröngva Reykjavíkurborg til að lækka álagningu sína og draga úr framkværadum. Niðurstaðan varð hins vegar loöin klásúla um að rík- isstjómin tæki upp viðræður við borgarstjórann í Reykjavík. „Eg á allt eins von á því að ríkis- stjómin treysti sér ekki til þess aö fara þessa niðurfærsluleið. Hún þarf sjálf aö útfæra hvemig verður staðið aö framkvæmd hennar. Nið- urfærslan er óhemjuerfið í fram- kvæmd og hættan á að hún mistak- ist er mikil," sagði einn nefndar- mannanna í samtah við DV i morg- un. -gse Bakkus var við sfýri Keflavíkuriögreglan tók um helg- ina þrjá ökumenn, grunaða um ölv- un við akstur. Bílvelta varð á Reykjanesbraut við afleggjarann við Grænás. Ekki urðu slys á fólki. Ökumaðurinn er grunað- ur um að hafa verið ölvaður. Bíllinn er mikið skemmdur. -sme Hlaup í Súlu Hlaup hófst í Súiu á fóstudag. Hlaupið, sem aidrei varð mikið, er ■ ^að mestu gengið yfir. Vegaskemmdir urðu engar af völdum hiaupsins. Lögreglan flaug yfir svæðið til að kanna ástandið og eins til aö kanna hvort ferðamenn væru í Núpsstaðar- skógi. Engir voru þar á ferð og auk þess reyndist ekki ófært úr Núps- staðarskógi. -sme SIMAÞJONUSTA GIILA BOKIN 62 4242 Sjukrabill 11100 Lögreglan 11166 Slökkviliaid 11100 Læknavakt 21230 Hann reyndi aftur, kom, sá og sigraöi. Arnar Freyr Gunnarsson, 21 árs, sem starfar í kjötverslun, er í hljómsveit með Bjarna Arasyni og syngur I G-dúr líkt og hann. Enda var Bjarni fyrstur manna til að óska Arnari til hamingju með sigurinn. Hér fagna þeir sigri með látúnsbarkann eftirsótta á lofti. „Þetta var ekki klika," sagði Jakob Magnús- son, yfirstuðmaður og landsfrægur grínari, þegar úrslitin voru Ijós. -RóG./DV-mynd KAE LOKI Nú verður Þorsteinn aðsýna Davíð hvar hann keypti ölið! Veðrið á morgun: Rigning um land allt Suðlæg eða suðaustlæg átt verð- ur á landinu á morgun. Rigna fer í fyrramálið um sunnanvert landið og á Vesturlandi og liklega einnig norðanlands og austan þegar líður á daginn. Hitinn verður á bihnu 10 til 15 stig. Látúnsbarkinn 1988: Reyndi aftur og sigráði glæsilega „Ég trúi þessu ekki ennþá, þetta er frábært," sagði nýi látúnsbarkinn, Arnar Freyr Gunnarsson, í spjalli við DV strax eftir að úrsht í látúns- barkakeppninni voru ljós á Hótel ís- landi í gærkvöldi. Arnar Freyr er 21 árs og keppti fyrir Vestfjarðakjördæmi. Hann hef- ur unnið við vinnslu og afgreiöslu á kjöti í Kjöthöhinni síðustu þrjú ár og starfað að undanförnu í hljóm- sveit fyrrverandi látúnsbarkans, Bjarna Arasonar. Aðspurður hvort það væri lykillinn að sigri í látúnsbarkakeppninni að vinna í kjötbúð sagði hann tvímæ- laust svo vera. En eins og flestir muna starfaði Bjarni einmitt við kjötvinnslu þegar sigur hans var í höfn í fyrra. „Það hjálpar líka að hafa sungið og spilað í hljómsveit með Bjarna og að syngja í G-dúr,“ sagði Arnar Freyr og Bjami tók sjálfur heilshugar und- ir þau orð. Arnar Freyr tók Uka þátt í látúns- barkakeppninni í fyrra en lenti þá í úrslitum við Bjarna. Það fór vel á því, þegar Arnar reyndi aftur, aö hann syngi lag Magnúsar Eiríksson- ar, Reyndu aftur. Það tókst því að Arnar Freyr heill- aði viðstadda upp úr skónum, og það sem mestu máh skipti, dómnefndirn- ar líka. „Það er erfitt að taka við af Bjarna, hann hefur staðið sig svo frábærlega vel en ég mun gera mitt besta," sagði Arnar Freyr sem hafði ekki undan að taka við heiUaóskum frá vinum . og vandamönnum. í ööru sæti keppninnar varð Ólöf Ágústsdóttir, 22 ára úr Reykjavík, en í því þriðja varð Anna Mjöll Ólafs- dóttir, 18 ára, einnig frá Reykjavík. -RóG Alþjóðaskákmótið á ísafirði: Jafnt á toppnum Fjórir eru nú efstir og jafnir á al- þjóölega skákmótinu á ísafirði með fimm vinninga. Það eru þeir Helgi Ólafsson yngri, Schandorff, Rantan- en og Johansson. Reyndar á Helgi eina skák óteflda við Guðmund Gíslason og gæti því náð forystunni. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.