Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Er tilefni efnahagsað- Útgá.fufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Alvarlegar ásakanir Á fundi nú fyrir helgina staðhæfði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, að staða íjár- festingarfyrirtækja væri afar slæm og að minnsta kosti tvö þeirra gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ólafur bætti við í DV á fóstudaginn: „Það er stórfelld hætta á því að þúsundir einstaklinga og fyrirtækja tapi stórfé í keðjuverkandi hruni þessara íjárfestingarfyrir- tækja. Hér getur skapast ástand líkt og menn þekkja úr sögu Bandaríkjanna í kringum stórfelld hrun.“ Þetta eru stór orð og alvarlegar ásakanir, enda krafð- ist Ólafur tafarlausrar rannsóknar á starfsemi Qárfest- ingarfyrirtækjanna. En ef þetta er rétt sem Ólafur full- yrðir þá þarf meira en rannsókn. Þá þurfa stjórnvöld þegar í stað að grípa til varnaraðgerða og gefa út opin- berar yfirlýsingar um stöðu þessara fyrirtækja. Hér er nefnilega meira í húfi en gjaldþrot eins eða tveggja fyrir- tækja. Hér eru hagsmunir þúsunda og aftur þúsunda einstakhnga og fyrirtækja í húfi. Viðbrögðin við þessum ummælum formanns Al- þýðubandalagsins voru enda á þá leið að mikil örvænt- ing greip um sig meðal þeirra sem hafa ávaxtað fé sitt í verðbréfakaupum hjá Qárfestingarfyrirtækjum og verðbréfasjóðum. Það eitt getur haft keðjuverkandi áhrif og leitt til þess hruns sem Ólafur spáir að leiða muni af gjaldþroti eða gjaldþrotum. Það verður auðvitað að gera þá kröfu til Ólafs Ragn- ars að hann nefni bæði heimildir sínar sem og nöfn þeirra fyrirtækja sem hann telur standa verst. Allur verðbréfamarkaðurinn liggur undir grun þangað til og slíkar yfirlýsingar bitna jafnt á þeim sem um er rætt og hinum sem betur mega sín. Það er ekki nóg fyrir Ólaf Ragnar að slá keilur í pólitískum tilgangi. Hann verður að standa ábyrgur gagnvart sínum eigin orðum og skilja að hér er hann að leika sér að eldi. Það er skrítið í meira lagi ef einn stjórnmálamaður úti í bæ hefur undir höndum svo afdrifaríkar upplýsing- ar á meðan bankaeftirlitið þegir þunnu hljóði og kann- ast ekki við svo alvarlegt ástand. Bankaeftirlitið á að vísu erfitt um vik þar sem löggjöf hefur enn ekki verið samin um starfsemi verðbréfasjóða og fiárfestingarfyr- irtækja. Viðskiptaráðherra lofar að hraða þeirri löggjöf og seðlabankastjóri viðurkennir að eftirlitinu sé ábóta- vant. En samt verður að telja harla ólíklegt og ótrúlegt að opinbert bankaeftirht hafi ekki undir höndum sams konar upplýsingar og Ólafur Ragnar fer með á almenn- um pólitískum alþýðubandalagsfundi. Aðspurður hefur Ólafur neitað að segja frá heimildum sínum eða nefna á nafn þau fyrirtæki sem hann segir ekki geta staðið við skuldbindingar sínar. Það er for- kastanlegt ábyrgðarleysi. Það er létt verk og löðurmann- legt að varpa sprengju sem þessari og vekja upp óhug þúsunda einstaklinga en neita svo að upplýsa frekari staðreyndir. Formaður Alþýðubandalagsins getur til dæmis haldið því fram í opinberum ræðum að einn ráð- herranna í ríkisstjórninni sé þjófur og misindismaður en neitað síðan að segja frá því við hvern sé átt. Það er hvorki heiðarlegt né karlmannlegt og það sama á við um fyrrnefndar staðhæfingar Ólafs um fjárfestingarfyr- irtækin. Hann verður að fylgja orðum sínum eftir og segja opinskátt og opinberlega hvað hann á við. Ef Ólaf- ur Ragnar þykist vera að gæta hagsmuna Qöldans þá misskhur hann hlutverk sitt ef hann neitar svo fiöldan- um um upplýsingar um það hvað hann er að tala um. Ellert B. Schram gerðanna tilbúningur? Frétt úr Tímanum... „Nær % hlutar þjóöarkökunnar til launþega" er ein af stríðsfyrir- sögnum Tímans hinn 4.' ágúst sl. Þetta voru ánægjuleg tíðindi. Þegar betur er að gáð má hins vegar aug- ljóst heita að hlutdeild launamanna í þjóðarkökunni er alls ekki jafn- mikil og þarna er lýst. Skoðum heimild Tímans og hvers konar tölur þarna eru á ferðinni. Þróun launahlutdeildar 1973-88 Heimild Tímans er Ágrip, júlí- hefti nr. 2/1988 frá Þjóðhagsstofnun (ÞHS), en þar er lýst þróun hlut- deildar launa og ágóða á árunum 1973-88 af verðmætasköpuninni í þjóðarbúskapnum. Á meðfylgjandi línuriti (mynd 1) er sýnd þróun hlutdeildar launa- kostnaðar af þjóðarkökunni (verg- um þáttatekjum) frá 1973 til 1985 skv. gögnum ÞHS. Myndin sýnir í fyrsta lagi að launamenn á íslandi eru aftur komnir í sókn 1985 eftir efnahagsaðgerðirnar 1983 með rúmlega 64% launahlutdeild úr 59%. Myndin sýnir í öðru lagi að yfir- leitt er hlutdeild launamanna á ís- landi í neðri kanti við það sem er almennast í helstu velferðar- og iönríkjum heims. Á árunum 1973-86 er algengust á íslandi 64% og 69% hlutdeild launamanna en meöaltalið er 66%. Á árabilinu 1973-85 er hlutfallið aldrei hærra en 69%. í iðnríkjunum er hlutdeild launamanna yfirleitt á bilinu 66^68%. í þriðja lagi sýnir línuritið að hlutdeild launamanna á íslandi er harla sveiflukennd frá ári til árs. Þess konar sveiílur eru nánast óþekktar í helstu iðnríkjunum. Én sveiflur á borð við þær íslensku má finna í mörgum vanþróuðum hagkerfum sem byggja afkomu sína á mikilli utanríkisverslun meö einhliða framleiðslu hráefna eða hálfunninna afurða. Tölur um hlutdeild launa í verð- mætasköpuninni fyrir árin 1986-88 hafa síðan verið áætlaðar af ÞHS. Þannig byggja tölur ársins 1986 á bráðabirgðauppgjöri þjóðhags- reikninga en slík uppgjör liggja ekki til grundvallar tölum áranna 1987-88. Á mynd 2 er sýnd þróun launahlutdeildar tímabilsins 1973-88. Aðeins 1987 og 1988 eru sérstök og gerbreyta heildar- mynstrinu. Einungis tölur ársins 1988, sem byggja á afar lauslegum áætlunum, eru heimildin að baki fyrirsögn Tímans. ÞHS vera samsett af tiltölulega mörgum fyrirtækjum sem eiga við langtímaarösemisvandamál að etja en hafa þó getað í gegnum árin eytt eigin fé sínu oft og mörgum sinnum án þess að leggja upp laup- ana. Það þarf varla að draga í efa að ágóði þessara fyrirtækja er Kjallarmn Birgir Björn Sigurjónsson hagfræöingur og fram- kvæmdastjóri BHMR þróun ágóða, vaxtatekna og af- skriftarþáttar, og eigin tekna at- vinnurekenda enn takmarkaðar og hafa alls ekki hlotið hliðstæða end- urskoðun fyrir árin 1987 og 1988 og launatekjur. Háir raunvextir, af- skriftareglur og góð arðsemi í mörgum fyrirtækjum, þrátt fyrir lélega afkomu sumra fyrirtækja í lykilgreinum, gefa til kynna að aðr- ir þættir tekna en laun hafi líka dafnað vel 1987 og 1988 og fátt ef nokkuö styöur þá tilgátu að hlut- deild íjármagns í þáttatekjum hafi minnkað á þessum „okurtímum". Hér má t.d. benda á að ráðstöf- unartekjur á mann jukust meira en kaupmáttur atvinnutekna 1987 og gert er ráð fyrir 27% aukningu ráðstöfunartekna á mann 1988 en engri aukningu atvinnutekna. Arið 1987 var sérstakt fyrir margra hluta sakir. Þaö var gott ár fyrir atvinnuvegina. Verð á út- flutningsvörum var hátt. Gengi var stöðugt þrátt fyrir ytri óstöðugleika og innlendum kostnaði var haldið í skeíjum. En hvernig? Ekki með því að gera ráðstafanir til að halda í vöruverð eða raunvexti sem fengu frítt spil. Aukning atvinnutekna var aðeins hiuti af miklum upp- „Aðalástæðan fyrir aukningu atvinnu- tekna var ugglaust sú að þrátt fyrir rýran kaupmátt tímakaups tókst að auka vinnuframboð í heild sinni með ,,tilboði“ ríkisins um skattlaust ár.“ gróðflega vanmetinn. Næsta athugasemd mín er sú að myndin hér að ofan byggir á endan- legum tölum fyrir árin 1973-85. Fyrir árið 1986 eru aðeins til bráða- birgðatölur en fyrir árin 1987 og 1988 er byggt á getgátum (spám). Þær tölur, sem mestu máli skipta, varða einmitt launahlutdeildina 1987 og 1988 eins og myndin sýnir. Spá stofnunarinnar um launaþró- un var allt önnur fyrir nokkrum mánuðum en þessar tölur hafa ver- ið gagngert endurskoðaðar m.a. á grunni upplýsinga úr skattagögn- um um launatekjur 1987 og 1988. Með skattkerfisbreytingunni hafa möguleikar á stöðugum og áreiðan- legri upplýsingum um launatekjur batnað. Hins vegar eru upplýsingar um aðra þætti tekjuþróunar, þ.e. gangi í þjóðarbúskapnum öllum. Aðalástæðan fyrir aukningu at- vinnutekna var ugglaust sú að þrátt fyrir rýran kaupmátt tíma- kaups tókst að auka vinnuframboð í heild sinni með „tilboði“ ríkisins um skattlaust ár. Skuldaklemma margra heimila hefur einnig orðið þess valdandi að vinnuframboð hefur aukist. Þetta mikla framboð af ódýru vinnuafli gefur vísbend- ingu um að sérstakur gróðajarð- vegur hafl skapast hjá fyrirtækj- um. Spár um launahlutdeild og efnahagsaðgerðir Birting talna um launahlutdeild, - sem byggja að mestu á ágiskunum, er alvörumál. Þegar spátölur af þessu tagi sýna áður óþekkta stærð Gagnrýni á tölur um launa- 100 hlutdeild 90 Áður en ég gagnrýni tölur Þjóð- 80 hagsstofnunar ber mér auðvitað að 70 lofa þá miklu og góðu vinnu sem 60 þar hefur verið lögð fram til að 50 setja upp framleiðsluuppgjör þjóð- 40 hagsreikninga. Það er flókið mái 30 og hefur án efa kostað átak. 20 Fyrsta athugasemd mín við tölur 10 ÞHS er almenns eðlis. Mér sýnist 0 að stofnunin taki aðsend gögn fyr- irtækja um ágóöa og framleiðslu- uppgjör alltof hátíðlega. Þegar litið er yfir lengra árabil virðist úrtak HLUTDEILD LRUNR-OC LRUNRKOSTNRDRR RF VERDMíETflSKöPUN INNI 1973-1985 <i.e. RF VERGU VINNSLUVIRDI) HLUTDEILD LRUNfl-OG LflUNRKOSTNRDRR RF VERDMÆT RSKöPUNINNI 1973-1988 <i.e. RF VERGU VINNSLUVIRDI) 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 'V ipTb rMi,li i i i | mmm miimimiimiimii II iÉ 1111111111111 m 111111111111 iil 1=1 m =H 9 1 1 1 1 1 1 I 1 1 1 1 1 m 111111111111 m 111111111111 lil lil 1=1 m m il m 111111111111 1=1 m 1973 1975 1977 1979 1981 1983 1985 1987 1974 1976 1978 1970 1982 1984 1986 1988 FIR 1973 1975 1977 1979 1981 1983 1985 1974 1976 1978 1970 1982 1984 RR______________________ ber aö hafa um þær alveg sérstakan fyrirvara. Mér sýnist að flest bendi til að þessar tölur séu of háar og alrangar. En birting þeirra kann að hafa stjórnast af óskum ríkis- stjórnar um tilefni til efnahagsað- gerða til að draga úr innlendri kostnaðarþenslu, sem er tækni- heiti á árás á kaupmátt launa- tekna. Á grunni þessara talna m.a. snýst umræða sérfræðinga stjórn- valda um hvernig unnt er að draga úr kaupmætti atvinnutekna með niðurfærslu eða gengislækkun. Er tilefni þeirrar umræðu, efnahags- vandinn, tilbúningur eða byggöur á órökstuddum getgátum um aukna hlutdeild launamanna í verðmætasköpuninni? Birgir Björn Sigurjónsson Hlutdeild launa og launakostnaöar af verömætasköpun."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.