Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988. Utlönd Verkföllin breiðast enn út í Póllandi Verkamenn í Lenin-skipasmíða- stöðinni í Gdansk í Póllandi lýstu yfir verkfalli í morgun. Verkamenn- irnir lögðu niður vinnu fyrir dögun til þess að krefjasi þess að hið bann- aða verkalýðsfelag Samstaða verði leyft og til að sýna samstöðu með tugum þúsunda verkamanna í kola- námum víðs vegar um landið sem verið hafa í verkfalli í sex. daga. Lýst var yfir verkfalli þegar stjórn- völd svöruðu ekki kröfu Lech Wa- lesa, formanns Samstöðu, um við- ræður fulltrúa ríkisstjórnarinnar og verkfallsmanna. Verkamennirnir hrópuðu að það væri ekkert frelsi án Samstöðu og kröfðust þess aö stjórnvöld afléttu banninu á verkalýðsfélaginu. Þeir hrópuðu einnig hvatningarorð til stuðnmgs verkföllum kolanámu- manna í suðurhluta landsins sem verið hafa í verkfalli síðan á þriðju- dag. Verkföllin í Póllandi hófust í kola- námu í Jastrzbie í suðurhluta lands- ins að morgni þriðjudags. Þau hafa nú breiðst út þrátt fyrir boð og bönn stjórnvalda og segja talsmenn verk- fallsmanna að um sextán þúsund verkamenn hafi nú lagt niður vinnu. Verkamennirnir kreíjast bættra kjara og hærri launa auk þess sem þeir fara fram á að verkalýðsfélagið Samstaða verði leyft. Samstaða var stofnað í Lenin-skipasmíðastöðinni árið 1980 en var bannað þegar stjórn- völd í Póllandi settu herlög í landinu í desember árið 1981. í Lenin-skipasmíðastöðinni vinna um tólf þúsund verkamenn en ekki er ljóst hversu víðtæk þátttakan í verkfallinu er. ■ nVnniii'niM»i««.iiii Verkföllin í Póllandi hafa nú breiðst út þrátt fyrir bann stjórnvalda. Verka- menn í kolanámu í Jastrzebie, sem hér sjást, hafa nú fengið samúð verka- manna í Lenin- skipasmíðastöðinni í Gdansk. Símamynd Reuter Hermenn í íraska hernum hafa þaö náðugt þessa dagana á landamærum deiluaðila t- Persaflóastríðinu. Símamynd Reuter Rólegt á víg- stöðvunum Yfirmaður friðargæslusveita Sam- einuðu þjóðanna á landamærum ír- ans og Iraks, Slavko Jovic hershöfð- ingi, segir að báðir aðilar hafi haldið skilmála vopnahlésins sem gekk í gildi aðfaranótt laugardags. Bæði ríkin hafa ásakað hvort ann- að um að hafa rofið vopnahléð en ekki kom til átaka í gær. Starfsmenn friðargæslusveitanna rannsaka nú ásakanir íraka um að írönsk leyni- skytta hafi skotið til bana íraskan hermann á landamærum ríkjanna þremur klukkustundum eftir að vopnahléð tók gildi. írakar hafa einn- ig sakað íranska hermenn um að hafa veist að íröskum skipum sem siglt hafa um Persaflóa í því skyni að reyna á vilja írana til að halda vopnahléð. Stjórnvöld í íran hafa neitað þess- um ásökunum og sakað nágranna sína um að hafa gripið til vopna á landamærunum. Iranska fréttastof- an Irna sagði að gámar skips íraka á Persaflóa hefðu verití rannsakaðir en skipinu hefði verið leyft að halda sína leið að því loknu. Utanríkisráðherrar deiluaðila í Persaflóastríðinu munu hittast í Genf á fimmtudag til friðarviðræðna. Báðir búast við erfiðum viðræðum. íran hefur krafist þess að sökin á upphafi stríðsins lægi hjá írökum og að þeir verði viðurkenndir sem upp- hafsmenn deilnanna. írakar hafa lagt fram svipaða kröfu. Forseti írans, Ali Khameini, ítrek- aði hvatningar sínar um að hermenn væru á varðbergi á meðan á viðræð- um stæði. jVíini l'Vlfft 'eh/io- s iiiú úr sfl' ðai «nnal /o8‘ð jp x'ro, „llltj11111' kviknlynrf gramm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.