Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1988, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1988. 15 „Af ánægju út að eyrum“ „Nordisk Forum var mikill viðburður, sem kostaði margra mánaða undir- búning og ómælda vinnu fjölmargra," segir í greininni - frá kvennaráð- stefnunni í Osló. „... hver einasta kerling hló“, var sungið af hjartans lyst á heim- leið frá Nordisk Forum í Osló þar sem 800 íslenskar konur blönduðu geði við norrænar systur í níu daga samfleytt. Það voru dagar anna og ánægju í yndislegu veðri og umhverfi. Þar var einn vellandi grautarpottur af fróðleik og menningarviöburðum og hver einstök komst ekki yfir nema brot af öllu því sem á boðstól- um var. í mörgum situr vafalaust enn söknuður yfir öllu því sem ekki varð notið, ýmist vegna þess að annað var samtímis á dag- skránni, sem ekki mátti missa af, eða að komið var að lokuöum dyr- um seni á stóð „Fullt“. Úr þessu var þó stundum bætt að nokkru á kvöldin þegar konur borðuðu sam- an og miðluðu um leið hver ann- arri af reynslu dagsins. Ráðstefna eða karnival? Nordisk Forum var mikill viö- burður sem kostaði margra mán- aða undirbúning og ómælda vinnu fjölmargra. Því er eðhlegt að ýmsir velti fyrir sér hvort allt þetta starf var þess virði og hvort tilganginum var náð. Efasemdarraddir eru margar, einkum meðal þeirra sem heima sátu. Ýmsum þótti þetta tilgangslít- h samkoma, í besta falli skemmti- leg uppákoma svona á borð við þjóðhátíð í Eyjum. „Það kemur aldrei neitt út úr svona löguðu,“ sagði ein önug, „hvað kom svo sem út úr kvenna- frídeginum? Ha?“ Öðrum fannst ramminn allt of rúmur. „Þetta er ekki ráðstefna, þetta er karnival," sagði gamal- reynd kvenréttindakona og fannst greinhega skorta á formfestu. Einhver hefur kannski misskilið málið, eða var einhvern tíma ætl- unin að sitja þama á hefðbundnum rökstólum? Einmitt þetta opna, los- aralega form með allan sinn Qöl- Kjallarmn Kristín Halidórsdóttir, breytíleika, sem sumir mundu kannski vilja kalla ringulreið, virt- ist höfða svo sterkt til margra kvenna, sem eru því vanastar í sínu daglega amstri að þurfa að þjóta úr einu í annað eftir því hvað kall- ar að í það og það skiptið. Einmitt við þessar aðstæður tókst mörgum að heyja sér ýmislegt bitastætt að moða úr þegar heim var komið. Forgangsmál kvenna Kjörorð Nordisk Forum var „Konur móti morgundaginn". Til- gangurinn var því væntanlega sá að skapa gmndvöll skoðanaskipta um það hvernig konur geti nýtt rétt sinn til að taka þátt í mótun morgundagsins og á hvað þær hljóti að leggja áherslu. Flestar konur óar við þeim heimi sem bíður bamanna okkar. Þær horfa yfir mengaöa, gróðurspillta jörð. Þær sjá tæknina taka völdin og skelfast firringu efnishyggjunn- ar. Þær hryllir við gegndarlausum fjáraustri í hernaðaruppbyggingu í hróplegri andstöðu við fátækt og hungur víða um heim. Það er því ekki að undra að auk fyrirlestra og umræðna um rétt- indamál kvenna voru umhverfis- mál og friðarmál fyrirferðarmikil í dagskrá þingsins. Þau eru for- gangsmál kvenna sem gegna því hlutverki í lífkeðjunni að fæða af sér líf og hlúa að því. að þessari reynslu og vinna úr henni, sameiginlega og hver fyrir sig. -Væntingarnar voru misjafnar og því einnig misjafnt hvað hæst ber í minningunni. Eftirminnilegt er svar konu sem aldrei hafði áður komið th útlanda og tæpast út fyrir túnfótinn, við spurningu um það hvað henni hafði þótt merkhegast. „Að búa á hóteli,“ var svariö. Það finnst efa- laust einhverjum ráöstefnuber- serkjum ómerkileg niðurstaða, en hún segir e.t.v. sitt um aðstæöur margra kvenna sem leituðu sér hvatningar á Nordisk Forum. Heildaráhrifin af kvennaþinginu felast einkum í þrennu. í fyrsta lagi hve þarna var saman komin mikh þekking og vitneskja um aðstæður og kjör kvenna og um heimsmyndina eins og hún blasir við konum. í öðru lagi hversu margar hugs- uðu líkt og töluðu í rauninni á sömu brautum um þaö sem er og það sem við viljum að verði. Spurn- ingin er aðeins hvernig. I þriðja lagi var það svo framlag íslenskra kvenna, sem reyndist stórkostleg næring fyrir stolt okkar og sjálfsvitund. Þátttaka íslands var til sóma og samstaöan var hríf- andi. Kvöldfundur á Smyrli Kvennalistakonur voru allmarg- ar á Nordisk Forum, enda töldu þær sig eiga þangað erindi, bæði til ab miðla reynslu og sækja fróðleik og nýjar hugmyndir. Margar reyndust forvitnar um þá leið sem við höfum farið til að vekja athygli á viðhorfum kvenna og reyna að tryggja þeim sess viö mótun morg- undagsins. Kvenhalistakonur stóðu að nokkrum skipulögðum fundum sem allir tókust mjög vel, en skemmthegastur var óvæntur og óundirbúinn fundur með færeysk- um frænkum okkar sem buðu okk- ur th sín eitt kvöldið í ferjuna Smyrh sem þær höfðu á leigu með- an á ráðstefnunni stóð. Við héldum að við værum að fara þangað th að spjalla og stíga færeyskan dans á þilfarinu en vinkonur okkar biðu þá með hljóðnema og hátalara brennandi af forvitni að heyra nán- ar um starfsemi okkar, hugmyndir og vinnubrögð. Færeyskar konur hafa reynt að auka áhrif kvenna í stjórnmálum með sérframboöi en vantað herslu- muninn til að ná árangri. Þær vilja gjarna læra af reynslu íslenskra kvenna og í þeim býr mikill kraftur og vilji til áhrifa sem færeyska þjóðin á vonandi eftir að njóta. Þessi kvöldstund var eftirminnileg. Árangurinn Þannig munum við halda áfram að raða saman myndbrotunum í heillega mynd þar sem sólarylur og samkennd mynda umgjörðina. En rétt eins og veðurblíðan í Osló og söngurinn á heimleiðinni um hláturmildu kerlingarnar voru táknræn fyrir andrúmsloftið á Nordisk Forum þá skynjuðu marg- ar hryssinginn sem mætti okkur á Keflavíkurflugvelli, sem hlutgerv- ing veruleikans. Og enn er spurt: Hver er niður- staðan af Nordisk Forum? Hver varð árangurinn? Fengu 10 þúsund norrænar konur svar við því á hvern hátt þær gætu haft áhrif á mótun morgundagsins? Varla. En frækornin voru hvar- vetna á sveimi og má mikið vera ef þau hafa ekki víða náð að skjóta rótum í opnum huga. Svarið kemur ekki allt í einu. Það liggur ekki á boröinu daginn eftir Nordisk Forum. Það mótast smám saman, eins og frækornið verður smám saman að fullvaxinni jurt. Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalistans Heildaráhrifin ' Við eigum allar eftir aö búa lengi ,,Þaö er því ekki að undra að auk fyrir- lestra og umræðna um réttindamál kvenna voru umhverfismál og friðar- mál fyrirferðarmikil í dagskrá þings- ins.“ Islensk kven-fyndni í skeytaformi Birgir Dýrfjörð rafvirki hellir úr skálum reiöi sinnar yfir þær 800 konur sem til Oslóar fóru og komu allar aftur í kjallaragrein í DV 11. ágúst sl. vegna skeytis sem flutt var í veislu utanríkisráðherra og sendi- herra íslendinga í Osló og útvarpað var aö hluta í fréttum landsmanna. Að búa til smánarblett Birgir fellur því miður í þá gryfju að taka eina setningu út úr því sem fram fór á 10.000 kvenna ráöstefnu, mistúlka hana og misnota til að koma óorði á þessar 800 íslensku konur sem fóru til Oslóar. Þetta er ótrúlega kvenfjandsamleg afstaða af manni sem lætur sér jafnannt um virðingu kvenna og grein hans á að votta. Það er illskiljanlegt að Birgir skuli ekki sjá að hverjum er verið að skopast í umræddu skeyti. Skeytinu var beint gegn þeim karl- mönnum sem kaupa sér konur frá öðrum löndum gegnum póstversl- un. Karlmönnum sem eru þannig að kaupa sér þræla til að þjóna sér. Enda heyrast þær raddir að nor- rænar konur séu orðnar svo miklar gribbur og frekjur að konur frá öðrum menningarsvæðum þykja ákjósanlegri lífsförunautar. En á þessari kvennaráðstefnu kom m.a. fram að innflytjendakon- ur og börn þeirra verða æ meira áberandi í hópi þeirra sem þurfa að leita til kvennaathvarfanna á Norðurlöndum og það sama er að gerast hér. Segir það sína sögu, því miður. En að hverju hlógu konurnar? Það er ekki oft sem skemmti- kraftar þurfa að útskýra brandara sína og mér er ekki kunnugt um að neinn karl-grínisti hafi veriö beðinn um að taka brandara sína KjaHarirm Helga Thorberg leikari til baka enda hafa karlar hlegið sig máttlausa af niörandi bröndurum um konur gegnum tíðina. Ekki veit ég heldur til þess að hin ýmsu fé- lagasamtök karla hafi verið beðin um að biðjast afsökunar á t.d. inn- fluttum nektardansmeyjum sem gjarnan eru fengnar til að skemmta á árshátíðum karla þar sem þeir safna peningum fyrir góðan mál- stað. En þar sem 800 konur eru dregn- ar niður á jafn-lágkúrulegt plan fyrir brandara sem ég samdi þá er ég meira en tilneydd til þess að útskýra kven-fyndni mína. Undirrituð tók það upp hjá sjálfri sér að koma í gervi selskapsdöm- unnar „Henríettu Hæneken" og skemmta konum í umræddu kok- teilboði eftir að hafa fengið góð- fúslegt leyfi gestgjafanna á staðn- um. Það er því óþarfi að gera 800 konur ábyrgar fyrir mínum orðum fyrir það eitt að geta hlegið. Skeytið, sem Henríetta hafði und- ir höndum, var frá útifundi eigin- manna þeirra sömu kvenna sem staddar voru á kvennaráðstefn- unni í Osló, útifundi sem átti að hafa verið haldinn sama dag á Lækjartorgi. Skeytið var svo hljóð- andi: „Þurfið ekki að koma heim - stopp farmur af tælenskum konum á leiðinni - stopp“ Undirritað af 799 eiginmönnum. Hér kemur síðan útskýring á þessum brandara: Eiginmennirnir voru búnir að fá nóg eftir nokkra daga og vildu refsa þessum konum sem skildu þá eftir með börn og bú með því að fá sér nýjar eiginkonur. Þetta brölt okkar leiddi því ekki annað af sér en að eiginmenn okkar ætluðu bara að fá sér nýjar konur til að taka við gamla hlutverkinu okkar. Við kæmum sjálfsagt fílefld- ari til baka og svar þeirra við því var að fá sér „þægilegri" konur. Þarna er á engan hátt verið að veitast að konunum sem áttu að taka við okkar hlutskipti. Tælen- skar konur eru þarna tilnefndar því konur af asískum uppruna eru áberandi á þeim póstverslunarlist- um sem í gangi eru hér á landi og þess vegna voru t.d. ekki danskar konur tilnefndar, því þær eru ekki á þessum listum. Konurnar gátu hins vegar hlegið að því að sjá fyr- ir sér alla þessa eiginmenn mætta á útifund á Lækjartorgi, öskureiða yfir hvernig komið væri fyrir þeim, þeir heima með börnin og eld- húsverkin, eiginkonurnar á kvenna-halelúja samkomu og kæmu allar fílefldar til baka. Nei takk - þessar konur vildu þeir ekki fá heim. Þær máttu bara eiga sig, þeir ætluðu að fá sér nýjar konur. Já - konur skellihlógu. Ekki vegna kvenfyrirlitningar á konum af öör- um kynþætti. Heldur að köllunum heima hvort sem þær nú áttu þá eða ekki. Konum er nefnilega ekki skemmt með kvenfyrirlitlegum bröndurum. Áttu eiginmennirnir þetta skiliö? Ja, það er nú það. Nei, sennilega ekki. Það er kannski þá veiki punkturinn í skeytinu að ætla þeim að gerast viðskipavinir þessarar niðurlægjandi póstverslunar á brúðum, einmitt á þeim tíma þegar þeir margir hverjir voru að axla þessa margumræddu ábyrgð á börnum og heimili (fyrir okkur!) þótt sumir þeirra hafi sjálfsagt fengið aðstoð frá ömmum og öðru venslafólki. Ég heföi því skilið að Birgi Dýr- íjörð hefði sárnað fyrir hönd þess- ara eiginmanna og þeyst út á rit- völlinn til varnar umræddum eig- inmönnum en ekki talið sig þarna sjá höggstað á þessum 800 konum og úthúða og gera okkur upp jafn- kvenfyrirlitlegar hugsanir. Kannski var kvennasamstaðan orðin svo sterk og samkenndin svo mikil eftir samveruna með öllum þessum konum, jafnt norrænum sem innflytjendum, að það hvarfl- aði ekki að mér að nein kona færi að snúa orðum mínum og túlka þau á jafnniðurlægjandi hátt og Birgir gerir. Enda var þessi ræða ætluð 800 konum og umrætt brot sem flutt var í Ríkisútvarpinu gert án samráðs við mig. Hins vegar erfátt svo með öllu illt ... Það er hins vegar gleðilegt að karlmenn í okkar þjóðfélagi skuli vera orðnir jafnvakandi fyrir niðr- andi framkomu og orðum í garð kvenna og Birgir Dýríjörð er. Það er mikill sigur fyrir kvennabaráttu að ná til eyrna karlanna líka. En í þessu tilviki má sjá að karlmenn hafa svo til einvörðungu heyrt kvenna-brandara á kostnað kvenna sagða af karlmönnum og lítið hefur heyrst frá kven-grínist- um og þeim ætlað sama gegnsýrða kvenfyrirlitning og oft felst i gríni karlanna. En eins og Birgir bendir á í grein sinni að konur og börn af asískum kynstofni, sem búa hér á landi, þurfi að lifa við ótrúlega áreitni og dónahátt vegna kynþáttafordóma þá er tími til kominn að vekja at- hygli á því. Ég veit að hvergi á Birg- ir fleiri stuðningsmenn og hvergi finnast baráttuglaðari konur til að leggja því máli lið en einmitt þessar sömu 800 íslensku konur sem til Oslóar fóru. íslenska þjóðin getur verið stolt af þessum konum, þetta voru verðugir fulltrúar blóma ís- lenskrar kvennabaráttu. Það eru einmitt konur sem eiga ekki bara eftir að breyta íslensku samfélagi og uppræta fordóma heldur líka breyta heiminum Helga Thorberg. „Þetta er ótrúlega kvenfjandsamleg af- staða af manni sem lætur sér jafnannt um virðingu kvenna og grein hans á að votta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.