Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988. Fréttir X DV Geysileg aukning innlána hjá verðbréfasjóðunum á árinu - áberandi sprenging í júní í Igölfar efhahagsráðstafananna Sífellt stærra hlutfall innlánamarkaðsins berst til verðbréfasjóðanna sem stöðugt verða meira áberandi í efnahagslífi landsmanna. Staða nýrra íjármálafélaga hér á íslandi þyrlaðist fram á sjónarsviðið í síðustu viku í kjölfar ummæla Ól- afs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins, um að eitt eða tvö fjárfestingarfyrirtæki ættu í erf- iðleikum með að standa við skuld- bindingar sínar. Fréttaljós Sigurður M. Jónsson Brugðust talsmenn fyrirtækjanna hart við þessum ummælum og sögðu að Ólafur Ragnar væri með ábyrgð- arlaust tal sem skaðaði markaðinn og kæmi óþarfa róti á huga fólks. Var Ólafi Ragnari jafnvel hótað mál- sókn en enginn af þeim fulltrúum íjárfestingarfyrirtækjanna sem haft hefur verið samband við kannast við slíkar hugmyndir. Sögðu talsmenn fyrirtækjanna að Ólafi bæri að nefna þau fyrirtæki sem hann ætti við. Ólafur hefur neit- að því og segir það ekki vera sitt hlut- verk heldur hafi Alþýðubandalagið krafist þess að bráðabirgðalög um fjármagnsmarkaðinn verði sett og rannsókn hafin á vegum bankaeftir- Utsins. Viðskiptaráðherra, Jón Sig- urðsson, var reyndar búiim að svara þessari kröfu hér í DV tveim dögum áður en hún var lögð fram. Sagði hann að engin rannsókn færi fram enda væru lög á leiðinni sem tryggðu fullkomið eftirlit af hálfu bankaeftir- litsins. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem menn agnúast út í „gráa mark- aðinn“ en Framsóknarflokkurinn, með formann sinn, Steingrím Her- mannsson í broddi fylkingar, hefur hvað eftir annað krafist þess að lög- um verði komið yfir markaðinn. Margir segja að þetta sé stormur í vatnsglasi - verðbréfasjóðir fjárfest- ingarfélaganna velti ekki nema htlu broti af innlánamarkaönum hér á landi eða um 5%. Þó játa menn að tími sé komin til að ákveðin „hreins- un“ fari fram á verðbréfamarkaðn- um og hinn raunverulegi „grái markaður“ skihnn frá. Menn innan bankakerfisins hafa sjálfir kastað fram varnaðarorðum. Má í því sambandi nefna ummæh Tryggva Pálssonar í DV 17. mars 1987: „En að öðru leyti er mikill munur á áhættu í þessum verðbréfa- viðskiptum og það er öruggt að þar á eftir að koma skellur ef góðærinu Unnir.“ Leggur Tryggvi þar áherslu á að menn verði að fara afskaplega varlega ef um sé að ræða bréf th langs tíma. Segist Tryggvi vhja ..undirstrika að þama er raun- veruleg áhætta á ferðinni og það er vissara að fara gætilega í öUum verð- bréfaviðskiptum". Markaöur í örum vexti Þó að rétt sé að hér sé aðeins um 5% að ræða af innlánamarkaðnum ber að benda á að þessi fyrirtæki eru í örum vexti sem sést á því að flestir bankanna em að verða komnir með tengsl við markaðinn. Þá ber að Uta á það að verðbréfasjóðimir tóku til sín 11,4% af aukningu innlánamark- aðsins í fyrra. Verðbréfasjóðimir hafa fitnað um tæpar 300 mUljónir á mánuði að meðaltah á þessu ári (nema hvað að í júní stækkuðu þeir um 600 miUjónir). í fyrra var stækk- un þeirra um, 200 mUljónir á mán- uði. Eftir fyrstu sex mánuði ársins voru útgefnar skuldayfirlýsingar verðbréfasjóðanna 5.546 mUljónir kr. en vom 3.694 mUljónir um áramót. TU að gefa hugmyndir um stærðir á innlánamarkaðnum má nefna að á kjörbók Landsbankans, sem er stærsti einstaki sparireikningurinn, eru taldir vera um 13 milljarðar. Að nokkm má tala um sprengingu á markaðnum á þessu ári því ef reiknuð er hlutdeUd verðbréfasjóð- anna í innlánaaukningu fyrstu sex mánuði, innlán banka og verðbréfa- sjóða reiknað saman, sést að hún er hvorki meiri né minni en 47,4%. Sambærileg tala í fyrra var 14,1%. Reyndar er júní dálítiö sérstakur í þessu dæmi. Þá varð sprenging og sagði Pétur Blöndal hjá Kaupþingi að þetta væri enn eitt dæmið um þaö að umræða um vexti og verðtryggingu leiddi til aukningar hjá verðbréfasjóðunum en þetta má beint rekja til efnahags- ráðstafananna í maí. Þá átti að taka verðtrygginguna úr sambandi sem leiddi tíl þess að sparifjáreigendur þyrptust til verðbréfasjóðanna. Óljóst hvort innlausn hefur aukist Forráðame'nn fjárfestingarfélag- anna hafa viljað gera lítið úr því að mikið sé um að fólk komi og leysi út fjármuni sína í kjölfar þessara umræðna. Þó sagði Gunnar Oskars- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins, að mikiö hefði verið hringt og eitthvað hefði verið um að fólk leysti til sín pen- inga. Undir þetta taka fulltrúar ann- arra verðbréfasjóða. Játuðu þeir áhyggjur sínar og tóku sumir þeirra meðal annars tU bragðs að taka sam- an upplýsingar um starfsemi sína til að dreifa tU áhyggjufuUra viðskipta- vina. Reyndar sagði Ólafur Ragnar í samtali í gær að hann hefði upplýs- ingar um að töluvert hefði verið um að fólk kæmi í verðbréfasjóðina. Það er alkunna að á verðbréfa- mörkuðum ríkir „andlegt ástand" að þvi leyti að orðrómur um slæma stöðu leiðir vanalega tíl stigmögnun- ar. Er þá talað um „runn“ á sjóöinn. í eðhlega starfræktum sjóði er gert ráð fyrir ákveðnu innlausnarhlut- faUi en allt umfram það gerir sjóðn- um erfiðara að afhenda fólki fjár- muni sína strax. Hafa þeir því ákvæöi í reglum sínum sem taka á því. Má sem dæmi nefna að Fjárfest- ingarfélagið hefur 90 daga biðtíma og Kaupþing greiðir út ákveðið hlut- faU mánaðarlega sem er 2% af heUd- arinneigninni. Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans gerir það líka á þann hátt að sjóðir félagsins yrðu leystir upp á 30 mánuðum. Skilst „grái markaðurinn“ frá verðbréfamarkaðnum? „Það er vonandi að þessi umræða leiði tU heUbrigðari markaðs og að þetta herði á neytendasinnaðri laga- setningu sem er mikUvægtsagði Pétur Blöndal hjá Kaupþingi en sum- ir innan fjármagnsmarkaðsins hafa bent á að ákveðinnar hreinsunar sé þörf. Það þurfi að skilja hinn raun- verulega „gráa markað“ frá verð- bréfamarkaðinum. Þá játaði fulltrúi eins fjárfestingar- félagsins að vönduð vinnubrögð væru aUs ekki nógu eftirsóknarverð hjá fyrirtækjunum sem allt of oft þyrftu að taka þátt í heldur ómerki- legri auglýsingamennsku til að halda hlut sínum á markaðnum. Hann bætti því við að reyndar gengju bankamir oft hvað harðast fram á auglýsingamarkaðnum. Að sögn hagfræðinga er eðlilegt að verðbréfasjóðir velti um 15-20% af innlánamarkaðnum. Munu ná- grannalöndin búa við það hlutfall. Miðað við þróunina fram tU þessa má búast við að þessu marki verði náð innan nokkurra ára. Það ýtir jafnvel enn frekar á eftir þessu að bankamir sækja inn á fjárfestingar- markaðinn og eru allir þar núna nema Búnaðarbankinn. Margir telja að með stofnun Verð- bréfaþings íslands hafi „lögum verið komið yfir veröbréfasjóðina". Af við- ræðum við forráðamenn þeirra þriggja fjárfestingarfyrirtækja sem eru aðilar að Verðbréfaþinginu, Kaupþings, Verðbréfamarkaðs Iðn- aðarbankans og Fjárfestingarfélags- ins, má ráða að þeim þykir þeir vera ábyggilegri hú en áður. Með þessu var komið á bindiskyldu hjá Seðlabankanum að því leyti að verðbréfasjóðirnir skuldbundu sig til að kaupa spariskírteini ríkissjóðs fyrir 20% af því fé sem kemur tU sjóð- anna eftir 1. júlí. Veðskuldbindingar þeirra fram að því sleppa við bindi- skyldu. Vilja sumir segja að með þessu hafi verðbréfasjóðirnir gengist undir eftirlit sem dugi. Það er þó ljóst að einhver áhrif hlýtur þetta að hafa á ávöxtun sjóðanna því aukið hlut- faU ríkisskuldabréfa í sjóðunum lækkar ávöxtunina eitthvað. Um leið ætti öryggið að aukast því menn verða að athuga að samband milli ávöxtunar og áhættu er ótvírætt. í dag mælir Dagfarí__________________ Handbolti í hávegum Dagfari er mikUl áhugamaður um handbolta og hefur fylgst vel með framgöngu handboltalandsUðsins okkar sem gengur undir nafninu strákamir okkar. Strákarnir okkar hafa verið að undirbúa sig fyrir ólympíuleikana og hafa tekið þátt í mörgum mótum og leikjum und- anfama mánuði. Frammistaða þeirra hefur ávaUt verið með mikl- um ágætum ef marka má blaða- skrif um þessa leiki. Strákamir okkar hafa að vísu ekki unnið marga leUd en það er ekki að marka vegna þess að aUt er þetta undírbúningur fyrir ólympíuleik- ana og úrsUt í leikjum ém aukaat- riði í landsleikjum þegar landsleik- irnir em undirbúningur undir aðra landsleiki. Töpin, sem við höfum orðið fyrir í mótum í Austur- Þýskalandi og á Spáni, em þess vegna ekki umtalsverð og í raun og vem má skUja þessi töp þannig að þau séu að yfirlögöu ráði. Svona gott Uð eins og strákarnir okkar eiga ekki að geta tapað leik nema það sé vísvitandi gert. Sam- kvæmt blaðafrásögnum erum við með eitt heimsins besta Uð og við erum með heimsins besta þjálfara. Þetta sjá allir og heyra sem fylgjast með handbolta og blaðamenn bera tilheyrandi lotningu fyrir þessum heimsins bestu mönnum og efast aldrei eina sekúndu um að það sem þjálfarinn segir og gerir sé það eina rétta. Það er annaö heldur en í öðr- um íþróttagreinum eins og tU dæm- is fótboltanum þar sem þjálfarinn gerir aldrei neitt af viti, velur alltaf vitlausa menn í Uðið og fótbolta- landsUðið tapar af því það getur ekki betur. Strákarnir okkar í handboltanum tapa af því þeir geta mUdð betur og töpin eru Uður í strategíunni. Fyrir vikið eru aUir afar glaðir í hvert skipti sem strák- arnir okkar tapa í handboltanum því að það eru töp af ásettu ráði. Við spUuðum mjög vel á móti Austur-Þjóðveijum og Rússum þegar við kepptum við þá á Spáni um daginn, reyndar hefur ekki sést betri handbolti í heiminum áður og það var eins og hver önnur heppni að Þjóðveijamir og Rúss- arnir spUuðu Uka heimsins besta handbolta því að annars hefðum við kannske unnið. En þar sem strákamir okkar stefndu að því að tapa sem flestum leikjum hefði það veriö meiri háttar slys ef heimsins besti handbolti af okkar hálfu hefði orðið til þess að leikimir ynnust. TU þess mátti ekki koma, enda er þetta allt undirbúningur undir ólympíuleikana. En nú stendur yfir Flugleiðamót í handbolta hér heima. Fyrst spil- uðum við gegn Tékkum og bur- stuðum þá. Dagfari heyrði það í sjónvarpslýsingunni að þar með væri komið upp mjög alvarlegt vandamál. Þulurinn og sérfræðing- urinn í stúdíóinu höíðu mestar áhyggjur af því að strákamir okkar væru komnir í of gott form. Það gæti komið þeim í koll því að nú gætu þeir tekið upp á því að vinna leikina. Hingað til hefur þjálfarinn gætt þess að hafa strákana okkar nógu þreytta í leikjunum til að þeir geti ekki unnið, enda leggur hann meira upp úr æfingum heldur en leikjum eins og allir vita sem fylgj- ast með handbolta. Þeir voru mjög þreyttir á Spáni og þeir vora enn þreyttari í Frakklandi og auðvitað eru þeir hafðir þreyttir til að koma í veg fyrir að þeir vinni leikina. En nú voru þeir sem sagt komnir í svona ofsaform að þeir burstuðu Tékkana. „Hvernig á að halda strákunum okkar í þessu formi fram að ólympíuleikjum," spurði sérfræðingurinn í sjónvarpi með skelfingarröddu. Og maður sá fram á þá hræðilegu niðurstöðu að strákarnir okkar tækju allt í einu upp á því að sigra í Flugleiðamót- inu sem mundi koma þeim í koll vegna þess að þeir voru komnir í form. En sem betur fer lagaðist þettá aftur í næsta leik þegar Sviss- lendingarnir unnu strákana okkar. Nú er um að gera fyrir strákana okkar að koma sér úr góða forminu og heimsins besti þjálfari verður að þreyta strákana okkar eins og best hann getur til að koma í veg fyrir að fleiri leikir vinnist áður en ólympíuleikarnir hefjast. Það má ekki gerast að strákarnir okkar nái sínu besta formi því að ekkert er verra fyrir strákana okkar heldur en að komast í form. Þá gætu þeir slysast til að sigra í einhverjum leikjunum á ólympíuleikunum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.