Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Page 34
34
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988.
T .ífcgffll
á laugardögum
BÍÍiR BÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBILARBÍ2.
uo
Á bílamarkaði DV á laugardögum
auglýsir fjöldi bílasala og bílaumboða
fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum
og öllum veröflokkum.
Auglýsendur, athugið! Auglýsingar í
bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi
fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum.
Ekkert eflirlit er haft með starf-
semi bingóa og lítið með skaflniða-
happdrættum. Þeim aðilum, sem
þetta reka, væri því í lófa lagið að
hafa rangt viö ef þeir kærðu sig um.
Hins vegar bendir ekkert til þess
að þessir aöilar aöhafist nokkuð
rangt.
Þónokkuð margir hafa haft sam-
band við DV að undanfömu til að
spyijast fyrir um starfsemi bingóa
en þau ganga sem aldrei fyrr. Að
sögn Jóns Thors, starfsmanns í
dómsmálaráðimeyti, er eina eftir-
litið með þessari starfsemi það að
lögregla htur inn af og til. „Við
höfum hins vegar lítið litið á þessi
bingó upp á síðkastíð," bætti Jón
við.
Sáraeinfalt að svindla í
bingói
Flest bingó eru orðin tölvuvædd.
Þetta gerir það að verkum að eftir-
ht er nauðsynlegra en nokkru sinni
fyrr þyí það er sáraeinfalt að for-
rita allar tölur fyrirfram og reikna
þannig út hvaða spjöld fá bingó.
Enn skal tekið fram að ekkert
bendir þó til þess að þetta sé gert.
Samkvæmt lögum hefur ekkert
happdrætti leyfi til að veita pen-
ingaverðlaun utan Happdrætti Há-
skóla íslands. Bingóin veita hins
vegar vöruúttektir í verðlaun.
Vöruúttektimar nema ákveðinni
upphæð og hefur heyrst að sum
bingóin greiði vömúttektímar út í
hönd að bingóinu afstöðnu. Þannig
fari þau í kringum þessi lög. Jón
sagði um þetta: „Það em eflaust
einhveijir famir að spila á ská við
reglur. Við verðum að fara að kíkja
á þessar samkundur fijótlega.“
Dregið fyrirfram í skafmiða-
happdrættum
Eftirht með skafmiðahappdrætt-
um er heldur ekki strangt. Venjan
er sú að í öllum happdrættum er
Skafmlöahappdrættin eru nú sex tatsins.
Skafmiðar seljast i stórum uppiögum.
DV-myndir KAE
fuhtrúi fógeta viðstaddur drátt.
Skafmiðahappdrættin em hins
vegar þess eðlis að dráttur hefur
fariö fram fyrir prentun. Að sögn
Þorkels Gíslasonar borgarfógeta
hefur embætti hans ekkert eftirht
með drætti í smámiðahappdrætt-
Neytendur
um. „Það er væntanlega einhver
eftirhtsmaður viðstaddur prentun.
Þetta er hins vegar alfarið á vegum
dómsmálaráðuneytis."
Jón Thors tjáði DV að samkvæmt
leyfi yrðu smámiðahappdrættin að
hafa vottorð frá þar til gerðum yfir-
völdum í því landi sem prentun fer
fram, en miðamir em prentaöir
erlendis. „í leyfinu stendur að
dráttur fari fram fyrir prentun í
viðurvist lögbókanda,“ sagði Jón.
Happdrættimum er skylt að hafa
vottorð undir höndum frá lög-
bókanda um að hann hafi verið
viðstaddur prentun á hveijum
flokki fyrir sig. Jón tjáði DV að
ráðuneytið hefði séð þessi vottorð
hjá sumum happdrættunum, en
ekki hefði veriö gengið eftir því að
sjá þau hjá þeim öhum. Happ-
írættin þurfa því ekki að standa
skil á þessu vottorði nema þess sé
sérstaklega krafist. Dómsmála-
ráðuneytið hefur ekki séð ástæðu
til þess að gera það hingað til.
Eftirlit eyöir tortryggni
Þótt ekkert bendi til þess að
bingóin og skafmiðahappdrættin
fari ekki að lögum þá er ekki þar
með sagt að einhveijir taki ekki
upp á þvi síöar í skjóU slælegs að-
halds. Það em mikUr fiármunir í
spilinu.
Einnig er óeðhlegt að bingó og
skafmiðahappdrætti sitji ekki við
sama borð og önnur happdrætti í
landinu hvað eftirht varðar. Neyt-
andinn getur treyst því aö fuUtrúi
fógeta sé viðstaddur drátt í happ-
drættimum. Hann hefur ekki þetta
traust ef eftirht er slælegt. Gott eft-
irht er því ekki síður hagur happ-
drættanna en neytendanna.
-PLP
Skafmiðahappdrætti og bingó:
Slakt eftirlit með drætti