Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Blaðsíða 36
36
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988.
Andlát
Lilja Steingrímsdóttir frá Hörgs-
landskoti, Bugöulæk 11, andaöist í
Landakotsspítala 21. ágúst.
Páll Vídalín Magnússon bifreiða-
stjóri, Skúlagötu 66, andaðist á heim-
ili sínu 22. ágúst.
Helga Pálsdóttir Geirdal, Laugar-
braut 21, Akranesi, andaöist í sjúkra-
húsi Akraness þann 22. ágúst.
Jarðarfarir
Útfor Rúnu Guðmundsdóttur, Fjöln-
isvegi 8, Reykjavík, verður gerð frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 25.
ágúst kl. 13.30.
Vilhjálmur Ingvarsson fram-
kvæmdastjóri, Sæbraut 11, Seltjarn-
arnesi, verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni fóstudaginn 26. ágúst kl.
13.30.
Hafliði Jóhannsson húsasmiðameist-
ari lést 16. ágúst. Hann fæddist í
Reykjavík 29. desember 1906, sonur
hjónanna Guöbjargar Gísladóttur og
Jóhanns Haíliðasonar. Hafliði fór
ungur að starfa með fóður sínum,
lærði þjá honum smíðar og útskrif-
aðist úr Iðnskólanum í Reykjavík.
Hann varð meö árunum virtur verk-
taki. Eftirlifandi eiginkona hans er
Svana Ingibergsdóttir. Þeim hjónum
varð þriggja barna auðið. Útfór Haf-
liöa verður gerð frá Fossvogskirkju
í dag kl. 13.30.
Námskeið
Námskeið í skyndihjálp
Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands
heldur námskeið í skyndihjálp sem hefst
miðvikudaginn 24. ágúst og stendur í 5
kvöld sem dreifast á 10 daga. Námskeiðið
verður haldið að Öldugötu 4. Öllum 14
ára og eldri er heimil þátttaka. Þeir sem
hafa áhuga á að komast á námskeiðið
geta skráð sig í síma 28222. Fjöldi þátttak-
enda er takmarkaður við 15. Notað verð-
ur nýtt námsefni sem RKÍ tók nýlega í
notkun og hefur gefið góða raun. Nokkuð
er um nýjungar. Lögð verður áhersla á
fyrirbyggjandi leiðbeiningar og ráð tU
almennings við slys og önnur óhöpp. Á
námskeiðinu verður kennt hjartalmoð,
fyrsta hjálp við bruna, kah og eitrunum.
Einnig verður kennd meðferð helstu
beinbrota og stöðvun blæðinga. Enn-
fremur verður fjallað um ýmsar ráðstaf-
anir til varnar slysum í heimahúsum og
margt íleira. Sýndar verða myndir um
helstu slys. Talið er æskilegt að taka
námskeiðið allt á 2 ára fresti og rifja upp
einu sinni á ári. Námskeiðinu lýkur með
prófi sem hægt er að fá metið í flestum
framhaldsskólum.
Fyrirlestrar
Fyrirlestur um
tungumálakennslu
Hér á landi er staddur Dave Allan, for-
stöðumaður Beli School of Languages í
Norwich á Englandi í boði Félags ensku-
kemtara, endurmenntunar HÍ og KHÍ.
Hér heldur hann námskeið fýrir ensku-
kennara og mun hann einnig halda al-
mennan fyrirlestur í Kennaraháskóla ís-
lands við Stakkahlið miðvikudaginn 24.
ágúst kl. 20.30. Fyrirlesturinn mun m.a.
fjalla um eðli tungumálakennslu al-
mennt, hlutverk. tungumálsins, stöðu
málfræði í kennslunni og hvemig mála-
kunnátta er metin og sýnd verða dæmi
til skýringar. Dave Allan hefur að baki
langa reynslu í menntun tungumála-
kennara og hefur starfað viða um lönd.
Fyrirlesturinn á erindi við alla tungu-
málakennara, burtséð frá þvi hvaöa mál
þeir kenna. Nánari upplýsingar gefúr
Auður Torfadóttir, lektor við Kennara-
háskóla fslands.
Fundir
Alþjóðahyggja á tímum
Leníns og í dag
Stuðningsmenn Pathfinder- forlagsins á
íslandi efna til fundar í dag, 24. ágúst,
kl. 20.30 í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10
(gengið inn úr portinu). Kanadamaður-
inn John Riddell talar um alþjóðahyggju
á tímum Leníns og í dag. John Riddell
ritstýrir útgáfu á skjölum og fundargerð*'
um tengdum Alþjóðasambandi kommún-
ista á tímum Leníns. Þrjár bækur í ritröð-
inni eru komnar út. Forlagið Pathfinder
gefur bækurnar út. Þær veröa til sölu á
fundinum ásamt ýmsum öðrum bókum.
Fundurinn er öllum opinn. Þaö sem fram
fer verður þýtt. Veitingar verða á boðstól-
um.
Ráðstefruir
Ráðstefna um áhrif erfða
og umhverfis á heilsu
Dagana 23.-27. ágúst verður haldiö í Odda
7. þing Nord EMS sem er norræn deild í
alþjóðlegu félagi, „The Environmental
Mutagen Society". Heiti ráöstefnunnar á
ensku er „Genotoxic Exposure and Hum-
an Health" eða áhrif erfða og umhverfis
á heilsu. Ráðstefnan er haldin í samvinnu
Kæru vinir,
sendi ykkur hér með alúðar þakkir fyrir vinarhug og
hamingjuóskir í tilefni af 70 ára afmæli mínu þann
17. ágúst sl.
Guð veri með ykkur öllum.
Stefán Þ. Gunnlaugsson,
Vesturþergi 6, 108 Reykjavík.
MðURAimsnlUNN
BRU0H0U1
FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM
í BREIÐHOLTI
Laust er starf ritara á skrifstofu Fjölbrautaskólans í
Breiðholti. Upplýsingar veittar á skrifstofu skólans í
síma 75600.
Skrifstofustjóri.
FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM
í BREIÐHOLTI
FJðttŒum
Stundakennara vantar strax við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti í íslensku, líffræði og handmenntum
(handavinnukennari eða fatahönnuður).
Upplýsingar á skrifstofu skólaps í síma 75600.
Skólameistari.
Fréttir
Útvarpsstjóri um viöbrögðin gagnvart gervihnattasjónvarpi:
Aukin áhersla á
eigin dagskrárgerð
- telur ekki líklegt að íslendingar aðhyllist einangrun
„Við höfum fylgst með því sem
er að gerast á þessu sviði. Við vitum
hvernig aðrar sjónvarpsstöövar,
sem hafa veriö í svipaðri aðstöðu
og við, hafa brugðist við sókn gervi-
hnattasjónvarps. Þessar stöðvar
hafa aUar lagt áherslu á aö auka
eigin dagskrárgerð. Ég get engan
veginn séð að íslendingar eigi að
vera utan þess svæðis þar sem að-
gangur að sjónvarpi um gervihnött
er óhindraður eða á hvern hátt
ætti að reisa einhverja verndar-
múra í því tiliiti," sagði Markús
Öm Antonsson útvarpsstjóri við
DV þegar hann var inntur eftir áliti
sínu um sókn gervihnattasjón-
varps hér á landi og viðbrögð ís-
lenska sjónvarpsins við henni.
Sagði Markús að í Vestur-Evrópu
væri verið að fjalla um leiðir til
þess að veita mönnum sem allra
greiðastan aðgang að sjónvarpsefni
nágrannalanda um gervihnött.
Gæti hann ekki séð hvemig við
gætum skorist úr leik miðað við
nútíma tækni og frétta- og upplýs-
ingastreymi í frjálsu þjóðfélagí.
Hvað varðar samkeppni sagði
Markús að íslendingar veldu fyrst
og fremst að fylgjast með hérlendri
dagskrárgerð, fréttum og fleira efni
á íslensku máli. Aðstæður leyfðu
reyndar ekki jafngróskumikla
framleiðslu á innlendu efni og í fjöl-
mennari nágrannalöndunum þar
sem hún væri dýr hérlendis og
ekki væri hægt að hækka afnota-
gjöld endalaust.
„Við sýnum mikið af erlendu efni
af sama tagi og sýnt er í gervi-
hnattásjónvarpi. Ef við erum að
tala um samkeppni við erlenda
framhaldsþætti og ýmislegt erlent
léttmeti gæti verið um samkeppni
að ræða. Hins vegar má þenda á
að það sem eftirsóknarverðast þyk-
ir við gervihnattastöðvarnar þegar
til framtíðarinnar er litið er að þær
bjóða upp á ýmislegt sérefni þar
sem eru sérrásir með íþróttaefni
og listaefni og fleira.
Við þurfum ekki að vera óvirkir
áhorfendur að þessari þróun held-
ur getum við verið þátttakendur
pg komið á framfæri efni héðan frá
íslandi sem ekki er lítils virði fyrir
okkur. Þannig komum við til með
að eiga aðild að íþróttarásinni Eu-
rosport sem yrði rekin í samein-
ingu af Sky Channel og sjónvarps-
stöðvum í Evrópusambandi sjón-
varpsstöðva. Einnig hefur verið
rætt meðal EBU stöðvanna að
koma upp Evrópusjónvarpsfréttar-
ás svipaðri og bandarísku stöðinni
CNN. Þá legðu aðildarstöðvar EBU
til efni í sameiginlegt foröabúr sem
gengið yrði í.“ -hlh
Kvikmyiidir_____________________
Regnboginn:
í skugga páfúglsins
Shadows of the Peacock
Lelkstjóri: Phillip Noyce
Aóalhlutverk: John Lone, Wendy Hughs,
Gilllan Jones og Steven Jacobs
Hástéttarkona á miöjum aldri í
Sydney missir fóöur sinn. Um svip-
að leyti kemst hún að raun um að
eiginmaður hennar heldur fram-
hjá. Hún fyllist örvinglan og fer
með vinkonu sinni í frí til Thai-
lands. Þar tekur við allsherjar
naflaskoðun. Hún hefur eytt öllu
sínu lííl í að ala upp krakkana og
elda ofan í karlinn. Að hann skuli
launa henni með framhjáhaldi fyll-
ir hana biturleika og efasemdum
um eigið ágæti. Henni flnnst hún
hafa brugðist.
1 litið þorp við ströndina hafa
ýmsir flúiö hinn grámóskulega
hversdagsleik tilverunnar og skap-
aö sér gerviveröld. Hún gengur
beint inn í þennan heim og heill-
ast. Hún -neitar að snúa aftur til
eiginmanns og barna og veröur
ástfangin af balískum dansara.
Smám saman rennur upp fyrir
henni að þetta er gerviveröld, að
undir niðri ólgar örvinglan og ring-
ulreið. Hún slítur samvistum við
dansarann og snýr aftur til síns
heima. Ævintýrið var aðeins hiið-
arspor í sumarleyfi en á eftir að
næra drauma hennar um aldur og
ævi.
Falleg myndataka og ipjög sterk-
ur leikur í aðalhlutverkum lyftir
þessari mynd langt upp fyrir með-
allag. Hún er hæglát og gerö af
natni.
Handrit er einnig nokkuð gott en
þó er eins og eitthvað fari úrskeiðis
í lokin. Ákvörðun konunnar ber
fullbrátt að og er heimkoman í
hæsta máta einkennileg.
John Lone leikur dansarann.
Hann er hreint frábær í þessu hlut-
verki og er víst að þessi leikari á
eftir að sjást í mörgum kvikmynd-
um í framtíðinni.
í hlutverki hinnar vonsviknu eig-
inkonu er. ástralska leikkonan
Wendy Hughes. Persónan er full
doða og því daufleg. Wendy fer vel
með hlutverkiö en þó er eins og
neistann vanti á köflum.
-PLP
við Krabbameinsfélag íslands og Háskól-
ann. Þátttakendur verða um 70, þar af
50 erlendir, frá Norðurlöndunum, Bret-
landi og Bandaríkjunum.
Fræðsluráðstefna norrænna
bankamanna í Reykjavík
Fimmta fræðsluráðstefna norræna
bankamanna verður haldin á Hótel Sögu
í Reykjavík dagana 24.-26. ágúst. Norr-
æna bankamannasambandið, NBU,
skipuleggur ráðstefnuna ásamt Sam-
bandi íslenskra bankamanna. 120 manns
frá ölium Norðurlöndunum sækja ráð-
stefnuna: fulltrúar starfsmanna, banka-
stjórna og fræðslustofnanna í bankakerf-
inu. Þróun bankaþjónustu, sem verður
sífellt sérhæfðari, krefst aukinnar
menntunnar bankastarfsmanna. Meg-
ináhersla verður lögð á þetta umræðu-
efni á ráðstefnunni. Einnig verður fjallað
um Norðurlönd og Evrópu og flytur Ank-
er Jörgensen, fyrrverandi forsætisráö-
herra Danmerkur, erindi um efnið. NBU
eru heildarsamtök bankamanna á Norð-
urlöndum. Félagsmenn eru samtals rúm-
lega 166 þúsund.
Tórúeikar
HörðurTorfa
á tónleikaferð
Hörður Torfason trúbador er á tónleika-
ferð um Austfirði og Noröausturland.
Tónleikar verða á eftirtöldum stöðum:
23. ágúst á Breiðdalsvík, 24. ágúst á Borg-
arfirði eystri, 25. ágúst á Vopnafirði, 26.
ágúst á Bakkafiröi, 27. ágúst á Þórshöfn,
28. ágúst á Raufarhöfn og 29. ágúst á
Kópaskeri. Tónleikamir heflast allir kl.
21. Hörður verður með sinn árlega kon-
sert í Reykjavík 4. september í Lækjar-
tungli og verður sá konsert væntanlega
tekinn upp og gefinn út á plötu.
Tapað fundið
Lyklaveski fannst
Brúnt lyklaveski fannst á föstudaginn á
homi Sunnuvegar og Holtavegar. Upp-
lýsingar í síma 36356.
Læða tapaðist
Svört læða tapaðist frá Garösenda 7 á
laugardaginn. Ef einhver hefur orðið var
við hana eða veit hvar hún er niðurkom-
in þá vinsamlegast hringið í síma 36582.
Tilkynningar
Hallgrímskirkja
- starf aldraðra
Nk. fimmtudag, 25. ágúst, er fyrirhuguð
ferð í Galtalækjarskóg. Á heimleið verð-
ur komiö við í Skarði í Landsveit og kirHj-
an skoðuð. Einnig verða skoöaðir hellar
á Hellum. Lagt verður af stað frá kirkj-
unni kl. 10 f.h. og komið heim um kl. 19.
Nánari upplýsingar gefur Dómhildur
Jónsdóttir í síma 39965.
Kársnesprestakall
Fyrirhuguð er dagsferð á vegum Kárs-
nessóknar sunnudaginn 4. september nk.
kl. 9.30. Farið verður um Borgarflörð og
Suður-Mýrar. Þátttaka tilkynnist í þess-
ari viku milli kl. 17 og 20 þjá Stefaníu,
s. 22131, Margréti, s. 41949, eða í viðtals-
tíma sóknarprests.
Vinningar í Fjarkanum
Fjarkinn, hinn nýi skafhappdrættismiði
Marks & máts, hefur hlotið skínandi góö-
ar viðtökur landsmanna frá því aö hann
kom á markaðinn fyrr í sumar. Nýlega
hófst sala á þriðja flokki og voru í því
. tilefni afhentir tveir síðustu bílarnir af
flórum úr þeim fyrsta. Ford Escort bíl-
arnir eru stærstu vinningarnir í Fjarkan-
um og eru þeir flórir í hverjum flokki
miða, en Fjarkinn býður upp á mestar
vinningslíkúr allra skafhappdrættismiða
eöa hlutfallið 1:4. Með því að safna saman
nöfnum sex mismunandi stórmeistara í
skák eða sjö mismunandi nöfnum lands-
liösmanna í handknattleik eiga kaupend-
ur í skafmiðahappdrætti Fjarkans von á
óvæntum glaðningi. Þorgils Óttar Mat-
hiesen, fyrirhði landsliðsins í hanáknatt-
leik, Jóhann Hjartarson stórmeistari og
Sigurður Skagflörð, nýskipaður sölu-
stjóri Flugleiða, afhentu bónus-vinninga,
Saga class flugmiða til og frá einhverjum
áfangastað Flugleiða að eigin vali. Alls
hafa sex Saga class miðar verið afhentir
en það er fyrst núna sem nöfn hinna „erf-
iðu“ eru gerð opinber.