Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988.
7
Fréttir
Happdrættin
stokkuð upp
I bígerð er að setja ný lög um happ-
drætti. Markmiðið er að reglurnar
verði skýrari og að leyfisveiting fyrir
happdrætti færist frá dómsmála-
ráðuneytinu til sýslumannsemb-
ætta. <
Einnig stendur til að leggja skatt á
happdrættisvinninga. í dómsmála-
ráðuneytinu eru uppi hugmyndir um
að innheimta í ríkissjóð ákveðið
hlutfall af vinningum happdrætta.
Að sögn Bjöms Friðfinnssonar, að-
stoðarmanns dómsmálaráðherra, er
meiningin að happdrættin borgi sjálf
þennan skatt en ekki vinningshafar.
Björn er einn þeirra sem vinna að
samningu frumvarpsins og sagði
hann að sú vinna væri skammt á veg
komin.
Þær reglur sem happdrættin lúta
eru óljósar og í nokkum tíma hafa
áhyggjur manna vaxið af starfsemi
þeirra.
Samkvæmt lögum hefur Happ-
drætti Háskólans einkaleyfi á pen-
ingahappdrætti. Einkaleyfið er oft
sniögengið með því að happdrætti
auglýsa til dæmis íbúðarvinning upp
á tvær milljónir. Það fæst engin íbúð
fyrir tvær milljónir og er upphæðin
þá greidd vinningshgfa út í hönd.
Bjöm sagði að það hefði viðgengist
að farið væri í kringum reglunar um
starfsemi happdrætta. Núna væri
stefnt að því að koma þessum málum
á hreint. -pv
Kristjana Andrésdóttir, DV, Tálknafirði:
Flugklúbburinn Byr stóð fyrir flug-
degi á Patreksfjarðarflugvelli um síð-
ustu helgi. Hátíðin hófst með sýningu
varnarliðsins af Keflavíkurflugvelh,
Það sýndi meðal annars hvernig
eldsneytistaka fer fram á flugi og
björgun úr þyrlu. Þá flugu yfir svæð-
ið Orion P3 flugvél, fjórar F15 þotur
og Hercules c 131.
Björgunarþyrlan var til sýnis fyrir
gesti. Aðeins fimm einkavélar voru
á vellinum en þær voru mun færri
en til stóð vegna slæmra flugskilyrða
á leið til Patreksíj arðar. Meðal gesta-
véla vora TF-AGN frá ísafirði en sú
flugvél vegur aðeins 200 kíló og gerði
flugmaður hennar, Öm Ingólfsson,
sér lítið fyrir og tók hana á loft á flug-
hlaöinu fyrir framan flugstöðina. Þá
kom Ómar Ragnarsson á Frúnni og
Gestirnir á flugsýningunni fengu að skoða björgunarþyrlu varnarliðsins.
sýndi áhorfendum flughæfni sína.
Hákon Helgason flugkennari var
meðal gesta og sýndi hann listflug á
TF-TBP en sú vél er í eigu flug-
klúbbsins Byr.
DV-mynd K. Andrésdóttir
Fyrirhuguð var lendingarkeppni
um landsbikarinn en henni varð að
fresta vegna þess hve fáir flugmenn
og vélar voru mættar. Þess í stað
kepptu menn sér til ánægju.
mmmwwi
SPÁNN : ÍSLAND B 18.00 < HAFNARFJÖRÐUR
TÉKKÓSLÓVAKÍA: SVISS 19.00 REYKJAVÍK
| ij