Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988.
5
Fréttir
Forsetaframbjóðandi
selur rækjur fyrir
kosningaskuldum
- og til styrktar manngildishreyfingunni
„Já, ég hef verið að selja rækjur til
styrktar manngildishreyfingunni
sem er að baki Flokki mannsins. Það
sem fæst fyrir rækjurnar rennur líka
til að greiða reikninga vegna forseta-
kosninganna, því þó að baráttan hafi
verið ódýr þá eru einhverjar skuldir
eftir hdna,“ sagði Sigrún Þorsteins-
dóttir, fyrrverandi forsetaframbjóð-
andi.
Sigrún sagði að rækjusalan gengi
ljómandi vel enda væri verið aö selja
fyrsta flokks rækju frá ísafirði. Verð-
ið er 1700 krónur fyrir einn poka sem
vegur tvö og hálft kíló.
En hvernig tekur fóik því að sjá
forsetaframbjóðandann vera kominn
í rækjusölu ?
„Fólk tekur okkur eins og hveijum
öðrum sölumönnum og hefur nú að-
allega áhuga á.rækjunni. Mér finnst
sjálfboðavinna vera holl fyrir hvern
sem er. Þó að fólk hafi komið fram
og sé orðið frægt þá eru það persónu-
réttindi þess að fá að lifa eðlilegu lífi.
Við íslendingar erum vel séttir hvað
þetta snertir ennþá. Ef maður gat
Sigrún Þorsteinsdóttir selur nú rækj-
ur upp í kosningaskuldirnar.
gert svona hluti áður, þá skiptir engu
hvort fólk hefur farið í framboö eða
orðið frægt á annan hátt,“ sagði Sig-
rún.
En myndi Sigrún hafa selt rækjur
sem forseti?
„Mín skoðun um forsetaembættið er
meðal annars sú að forseti ætti að
vera meira á meðal fólksins sem per-
sóna en ekki bara sem forseti. Ef tími
væri til slíks og þörf á því, þá er aldr-
ei að vita,“ sagði Sigrún.
Jarðgöng a Vestfiörðum:
Undirbúningsvinna hafin
Reynir Tiaustason, DV, Flateyri:
Undirbúningsvinna vegna fyrir-
hugaðrar jarðgangagerðar á Vest-
fjörðum stendur nú yfir. Að sögn
Kristjáns Kristjánssonar, umdæmis-
tæknifræðings Vegagerðarinnar, eru
tveir jarðfræðingar við sniðmæling-
ar á berglögum og auk þess er unnið
að þríhyrningsmælingum á svæðinu.
Til þess er m.a. notuð þyrla. Þegar
þessari undirbúningsvinnu lýkur
með kortlagningu af svæðinu verða
munnar jarðganganna staðsettir
endanlega.
Varðandi gerð jarðganganna, sem
nokkur styr hefur staöið um, sagði
Kristján að hann liti svo á sem tækni-
maður að kostnaðaráætlun yrði látin
ráða hvort um verður að ræða T-
göng með gatnamótum undir Þver-
felli eða tvenn sjálfstæð göng, úr
Skutulsfirði til Súgandafjarðar og
önnur áfram til Önundarfjarðar.
RYMINGARSALA
Á ÖLLUM
HÚSGÖGNUM
30%
afslAttur
jisi
A A A A A
z ci i_ ip zx rat#! _
íocíc liXjaQaa^í
i ^ h~i]■
MiaKMli UtHfiMttJMlM ««kn,
Jón Loftsson hf._________________
Hringbraut 121 Simi 10600
Húsgagnadeiid, 2. hæð
MYNDBANDAUTGAFAISERFLOKKI
KYNNIR NÝTT UMBOÐ:
BBC
VIDEO
WYNNE AND PENKOVSKY
(Framleidd 1987)
Wynne and Penkovsky er bresk mynd, byggð
á sönnum atburðum er áttu sér stað í kring-
um 1960 í tíð Kennedys og Krúsjoffs.
Wynne and Penkovsky fjallar um enska kaup-
sýslumanninn Wynne, sem tekur að sér störf
fyrir bresku leyniþjónustuna, m.a. að smygla
upplýsingum frá Rússlandi til Englands, og
Penkovsky, háttsettan foringja hjá KGB sem
svíkur stjórn sína til að hjálpa þjóð sinni og
fer að vinna með Wynne.
Wynne and Penkovsky er ein magnaðasta
njósnamynd sem nokkurn tíma hefur komið
út á myndbandi.
Verður til á myndbandaleigum
á næstu dögum.
Þessi mynd vekur hjá þér
REIÐI - SPENNU
HLÁTUR
OG SORG
Hún skilur engan eftir ósnortinn
BBC
VIDEO
Sími 79966