Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988.
13
Um nokkurt skeiö hefur ööru
hvoru verið íjallaö um svokölluð
„náttúrulyf1 í þáttum með yfir-
skriftinni „Lífsstíir í DV.
Flest hafa þessi skrif verið í nei-
kvæðum tón og jafnvel hafa komið
þar fram rangar eða vafasamar
ósannaöar fullyrðingar. Oft á tíð-
iim virðist þó ætlast tfi aö lesendur
lesi milh línanna meira en sagt er
berum orðum.
Verst er þó að margt í þessum
skrifum virðist ritað af ónógri
þekkingu á þessum málum og
gamlar lummur, sem andstæðing-
ar náttúrulyfia hafa notað áratug-
um saman, endurteknar án þess
að rökstyðja þær frekar.
Sumar af þeim fullyrðingum hafa
nú á síðari árum veriö hraktar með
visindalegum rökum og eiga því
ekkert erindi í málefnalega um-
ræðu um gagnsemi eða gagnsleysi
náttúrulyfia.
Tekið skal fram að undirritaöur
hefur ekkert á móti því að mismun-
andi skoðanir komi fram í skrifum
um þetta efni. Vitað er að sérfræö-
inga greinir oft á um ýmislegt, þ.á
m. gildi náttúrulyfia. Rannsóknir
einar, ásamt almennri reynslu, eru
þær aðferðir sem að lokum hljóta
að skera endanlega úr um það
mál. Því er mikilvægt að þeir sem
um þetta fialla kynni sér allar
rannsóknir sem kostur er á áður
en þeir fara að reyna að upplýsa
aðra. Því miður virðist mér aö
nokkur misbrestur hafi orðið á
þessu í umræddum þáttum.
Undirritaður hefur kynnt sér
þessi mál í á annan áratug, m.a.
með lestri vísindatímarita úr ýms-
um áttum, bæði svokallaðra „við-
urkenndra" og einnig annarra, sem
meira eru skrifuö fyrir almenning
eq vísindamenn.
Tekið skal fram að sá er þetta
ritar hefur engra hagsmuna að
gæta í sambandi við innflutning,
dreifingu eða sölu neinna áöur-
nefndra efna og að eina ástæöan
fyrir því að þessi grein er skrifuð
er sú að greinarhöfundi finnst allt
of einhliða málflutningur komi
fram í áðurnefndum þáttum í DV
og því sé nauðsynlegt að fleiri radd-
ir heyrist.
Sannanir eru stundum
fyrir hendi
Ein helsta röksemdin gegn nátt-
úrulyfium í pistlum DV er sú að
lækningaverkun þeirra sé ósönn-
uö.
Þó að þetta kunni að eiga viö um
einhver slík efni gildir þetta þó
ekki um þau efni sem mest hefur
verið skrifað um í þessum þáttum
en það eru blómafrjókorn og hvít-
laukur.
Ég hef t.d. hér á borðinu við hlið-
ina á mér velunna rannsóknar-
skýrslu um tvíblinda prófun á
einni tegund blómafrjókorna við
bólgum í blööruhálskirtli. Skýrslan
var birt í sænska vísindatímaritinu
„Biologisk Medicin nr. 2,1988“ eftir
frumheimildum.
Rannsóknin gaf til kynna ótví-
ræðan- árangur, reyndar miklu
’betri en oft á tíðum fæst úr hlið-
stæðum lyfiaprófunum en er þó
talinn sanna gagnsemi lyfsins.
Engra hliðarverkana af frjókorn-
unum varð vart í prófuninni.
Fleiri hliðstæðar prófanir, sem
sýna gagnsemi blómafrjókorna,
hafa verið gerðar. Þær sýna m.a.
aukið þrek, lækkaða blóðfitu og
rénun á bólgum.
Látum þetta nægja um blómafrjó-
korn að sinni, rúmsins vegna.
Um hvítlaukinn er líka sögu að
segja. Hann hefur lengi verið not-
aður sem lyf við háum blóöþrýst-
Um náttúrulyf
Kjallariim
Ævar Jóhannesson,
starfsmaður Raun-
vísindastofnunar HÍ
ingi með góðum árangri. í Sovét-
ríkjunum hefur hann t.d. áratug-
um saman veri eitt helsta lyf gegn
háþrýstingi.
Vegna alþekktrar lyktar var lengi
vel ekki unnt að gera blindprófanir
á honum af augljósum ástæðum.
Nýlega tókst að búa, til óvirka
„snuðbelgi" (placebo-belgi) með
hvítlaukslykt. Þessa belgi mátti
nota með virkum belgjum við tví-
blinda prófun á lækningamætti
hvítlauksolíu.
Skýrsla um eina sbka rannsókn
var birt í vísindatímaritinu „Jour-
nal of Orthomolecular Medicine"
fyrsta ársfiórðung 1987. Rannsókn-
in var tvíblind víxlprófun (double-
blind, cross-over study), sú fyrsta
sem gerð hefur verið á hvítlauksol-
íu með þeirri aðferð.
Skýrslan sýndi á óyggjandi hátt
að hvítlauksolían-lækkaði blóð-
þrýsting og kólesteról og dró mark-
tækt úr samloðun blóðflagna
(minnkaöi líkur á að fá blóðtappa).
Aðrar ránnsóknir benda sterk-
lega til þess að hvítlaukur hindri
næstum því fullkomlega myndun
thromboxan- og leukotrin-efna-
sambanda (bólgu- og blóðtappa-
hvetjandi fitusýruhormónar). Allt
þetta passar mjög við rannsóknir
sem gerðar hafa verið á hvítlauk
eða hvítlauksolíu annars staðar.
í hvítlauk er einnig mikið af snef-
ilefninu germaníum sem japanskar
rannsóknir benda til að sé mikil-
vægt til að ónæmiskerfið starfi rétt
og jafnvel gagnlegt við krabba-
meinslækningar.
Einnig er hvítlaukur talinn
hindra viögang sumra veira, bakt-
ería og sveppa í meltingarfærun-
um.
Fleiri náttúrulyf hafa verið próf-
uð mjög vel með tvíblindum próf-
unum, t.d. kvöldvorrósarolían um-
deilda og á omega-3 fitu (lýsi og
sjávardýrafitu) eru til prófanir sem
jafngilda tvíbhndum prófunum að
áreiðanleik. Greinarhöfundur veit
um margar fleiri áreiðanlegar
rannsóknir á öðrum náttúrulyfium
þó aö hann hafi ekki í höndum
rannsóknarskýrslur til að vitna
beint í, t.d. hafa ýmiss konar gings-
engtegundir veriö þrautprófaðar í
mörgum löndum.
Því er sú fullyrðing að lækninga-
máttur náttúrulyfia sé ósannaður
í mörgum tilfellum byggð á hreinni
vanþekkingu eða vísvitandi ósann-
indum.
Eru náttúrlyf skaðleg?
í pistlum DV hefur verið látið í
það skína að náttúrlyf geti verið
skaðleg og jafnvel hættuleg og
einnig að fólk sem notar þau leiti
síður læknis viö alvarlegum sjúk-
dómum og komi því oft of seint til
þess að hægt sé að hjálpa því.
Hvaö það síðartalda snertir er
þessu áreiðanlega oftast öfugt var-
ið. Flestir fara ekki'áð reyna nátt-
úrulyf fyrr en þeir hafa þrautreynt
hefðbundnar lækningar. Því miður
hefur læknisfræðin ekki viðunandi
ráð við öllum sjúkdómum og ýmis
mikið notuð lyf hafa alvarlegar
aukaverkanir, séu þau notuð að
staðaldri. í stuttri fréttaklausu í
DV nýlega var t.d. sagt frá því að
sjötti hver sjúklingur, sem dvelur
á sjúkrahúsum í Danmörku, sé þar
vegna notkunar (eða misnotkunar)
á lyfium (ekki fíkniefnum).
Sú hugmynd væri verð íhugunar,
hvort sumu þessu fólki hefði ekki
vegnað betur ef það hefði notað
náttúrulyf frá upphafi í stað lyfi-
anna sem það fékk aukaverkanirn-
ar af.
Hvað þaö fyrrnefnda varðar er
einkum rætt um hættuleg ofnænl-
isviðbrögð. Ofnæmi fyrir ýmsum
efnum,.þ.á m. algengum matvæl-
um, er vel þekkt. í því efni eru lyf
og náttúrulyf engin undantekning.
Sérstaklega hefur verið rætt um
frjókornaofnæmi.
í pistlum DV er gefið í skyn að
aukin tíðni ofnæmissjúkdóma á
síðari árum kunni að stafa af
neyslu blómafrjókorna. Þessi til-
gáta er þó ekkert rökstudd og virð-
ist fyrgt og fremst vera lögð fram
til að gera blómafrjókorn tortryggi-
leg í augum almennings.
Vafalaust má þó finna eitt og eitt
dæmi þess aö fólk þoli ekki blóma-
frjókorn en það er þó alls ekki eins
algengt og gefið er í skyn í grein-
inni og alvarleg tilfelli eru fátíð og
þá helst hjá fólki með heymæði á
háu stigi.
Fyrir rúmu ári var sagt frá því í
útvarpsfréttum að vísindamenn í
Englandi væru að gera tilraunir
með aö nota blómafrjókorn til að
afnæma fólk gegn heymæði. Þá eru
gefnir í fyrstu örlitlir skammtar af
blómafrjókornum (varla sýnilegar
með berum augum). Síðan eru
skammtarnir smástækkaöir með
mikilli gætni á nokkurra vikna
fresti. Að liðnum nokkrum mánuð-
um, eöa jafnvel árum, fer sjúkling-
urinn að þola venjulegán dag-
skammt. Við þetta hverfur ofnæm-
ið fyrir frjódufti í lofti sem veldur
heymæðinni og sjúklingurinn
verður laus við sjúkdóminn. ,
Ég veit að minnsta kosti einn inn-
flytjandi blómafrjókorna hefur
ráðlagt fólki að byrja með mjög litla
skammta og síðan smástækka þá á
löngum tíma líkt og áður var lýst.
Ástæður fyrir fiölgun ofnæmistil-
fella eru sjálfsagt fleiri en ein en
líklegt má þó telja að stóraukin
notkun aukefna í mat sé sú veiga-
mesta.
í sumum pistlunum í DV er reynt
að gera sem minnst úr þessú og
reyndar er engu líkara en að grein-
arhöfundur sé gerður út af ein-
hverjum, sem hagsmuna hafa að
gæta í matvælaiönaðinum, til að
verja notkun vafasamra aukefna í
mat.
Þar segir m.a. um aukefni í mat:
„Sjaldnast er minnst á alla þá
vinnu og rannsóknir sem fara í að
sýna fram á skaðleysi þeirra." (let-
urbreyting mín) M.ö.o. Matvæla-
iönaöurinn ver svimháum upp-
hæðum til aö „sýna fram á“ að
ýmis vafasöm efni sem notuð eru
(oft að þarflausu) séu skaðlaus. Þá
skiptir ekki máli hvort þau séu það
heldur hvort tekst að láta líta.svo
út.
Á síðari árum hefur komið í ljós
að sum þessara íblöndunarefna
valda fiölþættum ofnæmisvið-
brögöum hjá viðkvæmum einstakl-
ingum, enda þótt þau hafi átt að
vera vísindalega rannsökuð í bak
og fyrir með ærnum kostnaði. Þetta
er ekkert leyndarmál og almennt
viðurkennt af ofnæmisfræðingum,
þó aö matvælaiðnaðurinn, bæði
hér á landi og annars staðar, eigi
erfitt með að sætta sig við þetta og
keppist við „sýna fram á“-rann-
sóknir til að reyna að komast hjá
að hætta að nota sum þessara efna.
Væntingaráhrif
í þáttum DV er mikið rætt um
væntingaráhrif (placebo efiect) og
meint lækningaáhrif náttúrulyfia
eingöngu talin þeim að þakka.
Væntingaráhrif skipta efalaust
töluverðu máli við allar lækningar.
Tvíblindar prófanir á lyfium eru
einmitt gerðar til að væntingar-
áhrif gefi ekki falskar niðurstööur
þegar ný lyf eða náttúrulyf eru
prófuö.
Væntingaráhrif eru þó yfirleitt
ekki talin vara lengur en í nokkrar
vikur eöa í mesta lagi mánuði og
oft miklu skemur. Einnig eru þau
talin veigalítil, sé um vefræna sjúk-
dóma að ræða, og þá eingöngu
tengd líðan en ekki raunverulegri
framvindu sjúkdómsins.
Að vísu er ótalmargt á huldu um
þátt hugarfarsins í heilbrigði og
sjúkdómum svo að best er að full-
yrða ekki of mikið í þeim efnum.
Eitt ættu þó flestir að geta veriö
sammála um aö ólíklegt sé að vænt-
ingaráhrif komi aðeins fram þegar
náttúrulyf eru notuð en síður eða
alls ekki við aðra læknismeðferð.
Súmir þeir sem hlotið hafa bata
með aðstoð náttúrulyfia hafa áður
gengið undir fiölþætta og langvar-
andi almenna læknismeðferð,
árum og jafnvel áratugum saman,
án árangurs. Einnig hefur sýnt sig
að batinn sem fæst með aðstoð
náttúrulyfia er oft varanlegur. Um
það er óþarfi að deila. Dæmin eru
of mörg til þess.
Aö mínu mati eru .væntingar-
áhrif engan veginh nothæf til aö
skýra þetta á fullnægjandi hátt og
tvíblindu prófanirnar, sem gerðar
hafa verið á sumum þessara efna,
gefa heldur ekki ástæðu til að ætla
að svo sé.
í raun og veru er hér þó kannski
verið að deila um keisarans skegg
og þetta skiptir ekki meginmáli,
nema þá helst frá vísindalegu sjón-
armiði. Aðalatriðið er að sjúkir
hafa fengið bata og munu halda
áfram að fá hann. Vilji einhverjir
þakka það væntingaráhrifum mega
þeir það mín vegna. Ég og ýmsir
aðrir áskiljum okkur aftur á móti
rétt til að vera á annarri skoðun.
Ævar Jóhannesson
Höfundur er starfsmaður Haunvísinda-
stofnúnar Háskólans og er auk þess í rit-
nefnd timaritsins „Hollefni og heilsu-
rœkt“ sem Heilsuhringurinn gefur út.
TJULLUM OG TJEIA
SPORTBÍL OG SPÍTTBÁT
„Astæður fyrir fjölgun ofnæmistilfella
eru sjálfsagt fleiri en ein en líklegt má
þó telja að stóraukin notkun aukefna 1
mat sé sú veigamesta.“