Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988. 9 Utlönd Pólsk stjómvöld hafa gripiö til aö- gerða til aö brjóta á bak aftur mót- mælin sem geisaö hafa í landinu síö- an í síðustu viku. Þau tilkynntu í gær aö nefnd til að kanna úrbætur í efna- hagsmálum yröi sett á laggirnar. Verkfallsmenn telja aö þessar aö- gerðir stjómvalda muni htil áhrif hafa á aöstööu almennings í landinu. Lech Walesa, leitogi Samstöðu, hins bannaöa verkalýðsfélags, sagði aö aðgeróir stjómvalda myndu ekki binda enda á verkfóllin heldur ein- göngu draga þau á langinn. Þessi mótmæh em þau víötækustu síöan áriö 1981 þegar herlög vom sett í landinu og hiö óháöa verkalýðs- félag Samstaöa bannað. Verkamenn í a.m.k. tólf kolanámum em í verk- falli en auk þess hafa hafnarverka- menn og bílstjórar almenningsfarar- tækja í mörgum borgum lagt niöur vinnu. í borginni Jastrzbie, þar sem fram- leiðsla Uggur niðri í a.m.k. fjórum kolanámum, settu yfirvöld á út- göngubann sem gildir frá því klukk- an eUefu aö kvöldi til klukkan fimm aö morgni. Samkvæmt upplýsingum leiötoga verkfaUsmanna hafa verkamenn í einni kolanámu í Andaluzja hafiö vinnu á nýjan leik en það hefur ekki fengist staöfest. Einnig segja þeir aö framleiðsla hafi stöövast í fjórum námum í Póllandi til viðbótar en það er einnig óstaðfest. Talsmaöur stjómvalda sagði í gær að viðræður miUi forystumanna Samstööu og yfirvalda kæmu ekki tíl greina. Aögeröir verkfallsmanna hafa kostað Pólland um sex milljónir í útflutningstekjur samkvæmt upp- lýsingum stjómvalda. Útílutningur á kolum er helsta tekjulind PóUands en landið á við 38 mfiljaröa dollara erlenda skuld aö stríöa. MikiU skort- ur er á nauðsynjavörum í Póllandi og hafa Ufskjör farið versnandi. VerkfaUsmenn kreflast hærri launa og batnandi lífskjara auk þess sem þeir krefjast þess að Samstaða veröi viöurkennd. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, ávarpar hér verkamenn í Gdansk skipasmiðastöðinni. Símamynd Reuter Grikkir og Tyrkir funda um Kýpur Leiðtogar þjóðarbrota Grikkja og Tyrkja á Kýpur hittast í fyrsta sinn í þijú ár tU að reyna aö sameina U)úa eyjarinnar. Eyjan hefur verið skipt í tvö svæöi Grikkja og Tyrkja í íjórtán ár eða allt frá því tyrk- neski herinn tók yfir um þriðjung hennar í kjölfar byltingar grískra Uðsforingja á eynni. Fundur leiðtoganna fer fram á Kýpur með miUigöngu Pe’res de , CueUar, aðalritara Sameinuöu þjóðanna. PuUtrúar beggja deUuaðUa á Kýpur hafa lýst sig fylgjandi sam- einingu eyjarinnar í eitt lýðveldi Tyrkneski hlutínn Tyrkir tóku um þriðjung eyjarinnar. KÝPUR Limasol ♦ en viðurkenna að mikið vantraust ríki á miUi þjóðarbrotanna þar og að margar hindranir muni verða á veginum tíl sameiningar. Meðal helstu deiluefna er áætlun sú sem þarf að gera um brottflutn- ing tuttugu og niu þúsund tyrkn- eskra hermanna sem eru á norður- hluta Kýpur. Leiötogar þjóðarbrotanna á Kýp- ur munu eiga með sér fundi i dag. Þeir Denktash, leiðtogi tyrkneskrp, og VassUiou, leiðtogi grískra, munu snæða saman hádegisverð i dag og ræða síðan deUuefni sín. George Vassiliou, forseti griskra Kýpurbúa. Simamynd Reuter Asakanir um vopnahlésbrot íranar og írakar hafa sakað hvorir aðra um að rjúfa vopnahléið sem gekk í gUdi í Persaflóastríðinu þann 20. þ.m. Bæöi ríkin ásaka hvort ann- að um að flytja herlið á vígvelhna. Yfirmaöur friðargæslusveita Sam- einuöu þjóðanna, Slavco Jovic hers- höfðingi, viðurkenndi að upp hefðu komið erfiðleikar en hann sagði ekki að annar eða báðir deUuaðUa hefðu rofiö vopnahléið. írakar tóku af skarið, eftir að ásak- anir höfðu gengið á víxl síðastliðna tvo daga, og sögöu stjórnvöld þar í landi að herUð landsins hefði „gripið til aögerða" til að tryggja stööu mála á miðlínu vígstöðvanna. Talsmaður stjómvalda sagði að aðgeröir friðar- gæslusveitanna hefðu ekki dugað til að fá írana til aö hörfa með herUö sitt og því hefðu hermenn tekið mál- in í sínar hendur. Yfirvöld í Bagdad hafa sakað írönsk stjórnvöld um að færa herUð sitt nærri landamærunum. íranar svöruðu fyrir sig og sögðu að íraskt herUð væri aö undirbúa sókn. TaUð er víst aö ásakanir stríðsaöila komi til með að varpa skugga á frið- arviðræðurnar sem hefjast í Genf á morgun. Eftirlitsmenn SÞ í Persaflóastriðinu hafa viðurkennt að vandamál hafi kom- ið upp í vopnahléi írans og íraks sem nú hefur staðið i fjóra daga. — Símamynd Reuter Innkaupastjórar! Hafið samband í síma 91 -37710 eða komið og skoðið úrvalið Ingvar Helgason hf. Vonarlandi v/Sogaveg, sími 37710 Gefðu barninu aðeins það besta! Þau bregðast ekki leikföngin frá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.