Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988.
35
Afrnæli
Halldór
Blöndal
Halldór Blöndal, Tjarnarlundi 13
K, Akureyri, er fimmtugur í dag.
Halldór er fæddur’í Rvík og varð
stúdent frá MA1959. Hann hóf nám
í lögfræði við HÍ, lauk upphafspróf-
um en hætti námi. Hann var kenn-
ari við Réttarholtsskóla í Rvík 1959-
1960, við Gagnfræðaskólann á Akur-
eyri1960-1961,1963-1964 og 1972-
1976 og stundakennari við Mennta-
skólann á Akureyri 1960-1961 og
1966-1967. Halldór var blaðamaður
við Morgunblaðið 1961-1963,1967-
1968,1971-1972 Og 1978-1980 Og vann
á Endurskoðunarstofu Björns Steff-
ensen og Ara Ó. Thorlacius á Akur-
eyri 1976-1978. Hann var erindreki
Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra 1963-1967, yfir-
skoðunarmaður ríkisreikninganna
1976-1987 og í úthlutunarnefnd hsta-
mannalauna 1978-1987. Halldór hef-
ur verið í stjóm Framkvæmdastofn-
unar ríkisins, síðar Byggðastofnun-
ar, síðan 1983, í bankaráði Búnaðar-
banka Islands síðan 1985 og varð
1985 formaður nefndar til að fjalla
um kennslu á háskólastigi á Akur-
eyri. Hann hefur veriö alþingismað-
ur Norðurlandskjördæmis eystra
síðan 1979 og varaformaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins síðan
1983.
Halldór kvæntist 16. apríl 1960
Renötu Brynju Kristjánsdóttur, f.
31. okt. 1938, d. 3. júní 1982. Þau
skildu 1967. Foreldrar hennar eru
KristjánP. Guðmundsson, forstjóri
á Akureyri, og kona hans, Úrsúla
Beate Guðmundsson, fædd Pierney.
Dætur hans og Renötu: Ragnhildur.
f. 21. september 1960, prófarkales-
ari, gift Sigurbergi Kjartanssyni,
vinnur við fiskeldi, og Kristjana, f.
28. desember 1964, uppeldisfræði-
nemi, gift Tryggva Herbertssyni,
hljóömanni á Stöð 2. Háíldór kvænt-
ist 27. des. 1969 Kristrúnu Eymunds-
dóttur, f. 4. jan. 1936, kennara viö
VÍ. Foreldrar hennár eru Eymund-
ur Magnússon, skipstjóri í Rvík, og
kona hans, Þóra Árnadóttir. Sonur
hans og Kristrúnar er Pétur, f. 6.
desember 1971, nemi.
Systkini Halldórs eru Benedikt, f.
11. janúar 1935, hæstaréttardómari,
giftur Guðrúnu Karlsdóttur; Krist-
ín, f. 5. október 1944, kennari, gift
Árna V. Þórssyni, barnalækni í
Rvík; Haraldur, f. 6. júlí 1946, hrl. í
Rvík, kvæntur Sveindísi Þórisdótt-
ur, og Ragnhildur, f. 10 febrúar 1949,
gift Knúti Jeppesen, húsameistara í
Rvík.
Foreldrar Halldórs eru Lárus H.
Blöndal, fyrrv. alþingisbókavörður
í Rvík, og kona hans, Kristjana
Benediktsdóttir, d. 17. mars 1955.
Fósturmóðir Halldórs var Margrét
Ólafsdóttir, d. 7. júni 1982. Lárus er
sonur Haralds Blöndal, ljósmynd-
ara í Rvík, bróður Jósefmu, ömmu
Matthíasar Johannessen ritstjóra.
Haraldur var sonur Lárusar Blön-
dal, amtmanns á Kornsá, Björns-
sonar Blöndal, sýslumanns í
Hvammi í Vatnsdal, ættfóður Blön-
dalsættarinnar. Móðir Haraldar var
Kristín Ásgeirsdóttir, b. á Lamba-
stööum á Seltjarnarnesi, Finnboga-
sonar og konu hans, Sigríðar Þor-
valdsdóttur, prófasts og skálds í
Holti undir Eyjafjöllum, Böðvars-
sonar, föður Þuríðar, langömmu
Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir
Lárusar var Margrét, systir Sigríð-
ar, ömmu Styrmis Gunnarssonar
ritstjóra. Margrét var dóttir Auð-
uns, b. á Svarthamri í Álftafirði,
Hermannssonar, b. á Vífilsmýrum í
Önundaríirði, Jónssonar. Móðir
Hermanns var Herdís Árnadóttir,
b. í Dalshúsum, Bárðarsonar, b. í
Arnardal, Illugasonar, ættföður
Arnardalsættarinnar.
Móðurbræður Halldórs voru
Bjarni forsætisráðherra, faðir
Björns aðstoðarritstjóra; Pétur al-
þingismaður og Sveinn fram-
kvæmdastjóri. Kristjana var dóttir
Halldór Blöndal.
Benedikts alþingisforseta Sveins-
sonar Víkings, gestgjafa á Húsavík,
Magnússonar. Móðir Kristjönu var
Guðrún Pétursdóttir, b. í Engey,
Kristinssonar. Móðir Péturs var
’ Guðrún Pétursdóttir, b. í Engey,
Guðmundssonar, föður Guðfinnu,
ömmu Bjarna Jónssonar vígslu-
biskups. Móðir Guðrúnar var Ragn-
hildur Ólafsdóttir, amma Ragnhild-
ar Helgadóttur alþingismanns.
Halldór tekur á móti gestum í Golf-
skálanum á Akureyri kl. 17-19.30 á
afmælisdaginn.
Jenna Jensdóttir
Jenna Jensdóttir, rithöfundur og
kennari, Goðheimum 16, Reykjavík,
er sjötug í dag. Jenna (Jensína) er
fædd á Læk f Dýrafirði. Tvíbura-
systir hennar, Áslaug Sólbjört, var
sjötug 23. ágúst. (Sólarhringur og sjö
klukkustundir eru milli þeirra
systra.) Jenna var kennari á Akur-
eyri, síðast við Gagnfræðaskólann,
1942-1963og kennari við efstu bekki
grunnskólans í Rvík 1963-1982. Hún
hefur verið íslenskukennari við
Námsflokka Reykjavíkur frá 1982.
Jenna birti sögur fyrir börn í barna-
blöðum nokkru eftir fermingarald-
ur. Næstum tugur smásagna birtist
í tímariti undir dulnefni og einnig
smásögur í blöðum, tímaritum og
útvarpi. Eftir Jennu eru um þrír
tugir barna- og unglingabóka sem
hún skrifaði ásamt Hreiðari. Auk
þess hefur hún gefið út ljóðabókina
Engispretturnar hafa engan kon-
ung, 1975.
Maður Jennu er Hreiðar Stefáns-
son, rithöfundur og kennari. Synir
þeirra Jennu og Hreiðars eru: Ást-
ráður Benedikt, f. 14. desember 1942,-
læknir á Landspítalanum og dósent
við HÍ, kvæntur Ástu Bryndísi Þor-
steinsdóttur hjúkrunarfræðingi.
Börn þeirra eru Arnar, f. 17. des-
ember 1967, Ásdís Jenna, f. 10. jan-
úar 1970, og Þorsteinn Hreiðar, f. 19.
september 1973. Stefán Jóhann, f. 28.
júlí 1947, læknir og forstöðumaður
Greiningar- og ráðgjafarstöövar rík-
isins, kvæntur Margréti Oddnýju
Magnúsdóttur meinatækni. Börn
þeirra eru Hrafnhildur, f. 14. nóv-
ember 1969, Magnús, f. 10. júlí 1971,
og Jenna, f. 31. desember 1980.
Foreldrar Jennu voru Jens Guð-
mundur Jónsson, b. á Minna-Garði
í Dýrafirði, og kona hans, Ásta Sól-
lilja Kristjánsdóttir. Móðir Jens var
Jensína, systir Guöfinnu, ömmu
prestanna Björns Jónssonar á
Akranesi og Jóns Bjarman. Jensína
var dóttir Jens Jónssonar, b. á
Innri-Veðrará í Önundarfirði. Móð-
ir Jens Jónssonar var Margrét, syst-
ir Borgnýjar, langömmu Kristins
Sigtryggssonar, forstjóra Arnar-
ílugs. Margrét var dóttir Guðmund-.
ar, b. á Brekku, Hákonarsonar,
bróður Brynjólfs, langafa Maríu,
ömmu Guðmundar G. Hagalín.
Móðir Jensínu var Sigríður ljós-
móðir Jónatansdóttir, b. á Innri-
Páll H. Guðmundsson
Páll H. Guðmundsson auglýsinga-
teiknari, Hálsaseli 52, Reykjavík, er
fertugurídag.
Páll fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp í austurbænum. Hann útskrif-
aðist úr verslunardeild Gagnfræða-
skóla austurbæjar 1964 og stundaði
nám í auglýsingadeild Myndlista-
og handíðaskóla íslands 1965-69.
Páll hefur starfað við auglýsinga-
gerð síðan og rekið eigin auglýsing-
stofu, Auglýsingastofuna Örkina,
síðan 1974
Páll varð formaður Félags ís-
lenskra auglýsingateiknara 1979,
hefur setið í stjórn Sambands ís-
lenskra auglýsingastofa og í stjórn
Karlakórs Reykjavíkur.
Páll á þrjú börn. Þau eru: Guð-
mundur Hrafn, f. 25.7.19^0; Linda,
f. 1.3.1977, og Hermann Örn, f. 28.5.
1982.
Systkini Páls eru Jón, bílstjóri og
lagermaður í Reykjavík, f. 29.5.1950;
Sólfríður, hjúkrunarkona, f. 3.10.
1951; Guðmundur, byggingafræð-
ingur, f. 20.8.1957; Svanhvít, hjúkr-
unarkona, f. 29.4.1960, og Matthías,
rafvirki, f. 24.11.1962.
Foreldrar Páls eru Guðmundur
Jóhann Pálsson heildsali, f. 5.4.1926,
og Salbjörg Matthíasdóttir húsmóð-
ir, f. 2.12.1929.
Foreldrar Guðmundar voru Páll
Hermann Hallbjörnsson, skipstjóri
og síðar kaupmaður á Leifsgötunni
í Reykjavík og rithöfundur, og kona
hans, Sólveig Jóhannsdóttir. Páll
var sonur Hallbjarnar E. Oddssonar
og Sigrúnar Sigurðardóttur, ætt-
foreldra Hallbjarnarættarinnar.
Foreldrar Salbjargar voru Matthí-
Jenna Jensdóttir.
Veðrará, Jónssonar og konu hans,
Helgu Hjaltadóttur Thorberg, prests
á Kirkjubóli í Langadal, ættfóöur
Thorbergættarinnar, afa Bergs
Thorberg landshöfðingja og langafa
Guðfmns, fóður Einars, útgerðar-
manns í Bolungarvík. Hjalti var
einnig langafi ðlafar, móður Jó-
hannesarNordal.
Ásta Sóllilja var dóttir Kristjáns,
b. í Breiðadal, Jónssonar, og konu
hans, Sólbjartar Jónsdóttur. Móðir
Sólbjartar var Ólöf Björnsdóttir, b.
á Mosvöllum, Eiríkssonar, bróður
Halldórs, langafa skáldanna Guð-
mundar Inga og Halldórs á Kirkju-
bóhKristjánssona.
Páll H. Guðmundsson.
as Eyjólfsson, sjómaður og síðar b.
að Hrauntúni í Leirársveit, og kona
hans, Guöríður Ólafsdóttir. Matthí-
as var sonur Eyjólfs Eyjólfssonar
og Matthildar Bjargar Matthías-
dóttur. Foreldrar Guðríðar voru
Ólafur Jónsson, b. á Geitabergi, og
kona hans, Guðrún Rögnvaldsdótt-
ir.
Unnur Bergsveinsdottir
Unnur Bergsveinsdóttir húsmóð-
ir, Þórólfsgötu 12, Borgarnesi, er sjö-
tíu og fimm ára í dag.
Unnur fæddist í Flatey-á Breiða-
firöi og ólst upp í Breiðafjarðareyj-
um en síðar í Reykjavík. Unnur gift-
ist 31.10.1933 Símoni Teitssyni járn-
smíðameistara, f. 22.3.1904, d. 13.4.
1987. Foreldrar Símonar voru Teitur
Símonarson, b. á Grímarsstöðum í
Andakíl, og Ragnheiður D. Fjeld-
steð.
Unnur og Símon bjuggu á Grím-
arsstöðum til 1942 en fluttu þá til
Borgamess og hefur Unnur búið þar
síðan.
Börn Unnar og Símonar eru Örn
Ragnar, f. 10.6.1934, kvæntur Sonju
Ásbjörnsdóttur, þau eiga þrjár dæt-
ur; Teitur, f. 12.10.1937, kvæntur
Margréti Jónsdóttur, þau eiga íjög-
ur börn; Sigrún, f. 12,12.1939, gift
Ólafi Steinþórssyni, þau eiga þrjá
syni; Sigurbjörg, f. 30.10.1941, gift
Sigurði Óskarssyni, þau eiga þrjú
böm, og Bergsteinn, f. 25.2.1945,
kvæntur Jenny Johansen, þau eiga
tvær dætur.
Bróðir Unnar var Jón Bergsveins-
son, f. 10.12.1914, d. 18.9.1953. Hann
var kvæntur Unni Þorsteinsdóttur
og eignuöust þau tvö börn.
Unnur Bergsveinsdóttir.
Foreldrar Unnar voru Bergsveinn
Sigurðsson sjómaður, f. 16.9.1891,
d. 15.11.1916, og Sigurlína Bjarna-
dóttir, verkakona í Reykjavík, f.
25.11.1885, d. 14.1.1964.
Unnur verður aö heiman á af-
mælisdaginn.
Asta Guðmundsdóttir
Ásta Guðmundsdóttir húsmóðir,
Skjóli við Kleppsveg, Reykjavík, er
áttræð í dag.
Ásta fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp.
Ásta giftist 1.9.1934 Ólafi P. Jóns-
syni héraðslækni, f. 5.10.1899, d.
1.12.1965. Foreldrar Ólafs voru Jón
Uagbjartur Guðmundsson, b. og sjó-
maður á Ósi í Arnarflrði, og kona
hans, Björnfríður Benjamínsdóttir.
Björnfríður var dóttir Benjamíns,
sonar Bólu-Hjálmars.
Ólafur var héraðslæknir í Reykj-
aríjarðarhéraði á Ströndum frá
1936-38; á Bíldudal frá 1938-48; í
Stykkishólmifrá 1948-61 ogjafn-
framt eini læknir á Sjúkrahúsi St.
Fransiskus-systra og síðast læknir
í Álafosshéraði í Mosfellssveit frá
1961-65.
Ásta og Ólafur eignuðust sjö börn
sem öll eru á lífi. Þau eru: Steinunn
Dóróthea, hjúkrunarkona í Reykja-
vik, f. 27.1.1935, gift dr. Þorleifi Ein-
arssyni, prófessor við HÍ, én þau
eiga fjögur börn; Björn, skólastjóri
í Hafnarfirði, f. 30.11.1936, kvæntur
Sigrúnu Pétursdótturljósmóður, en
þau eiga fjögur börn; Bergljót, kenn-
ari í Hafnarfirði, f. 2.12.1938, gift
Birni Péturssyni skrifstofumanni,
en þau eiga þrjú börn; Baldur,
bankafulltrúi í Landsbanka íslands
í Reykjavík, f. 14.5.1940, kvæntur
Maríu Frímannsdóttur skrifstofu-
manni, en þau eiga tvö börn; Ragn-
heiður, húsmóðir á Álftanesi, f. 8.10.
1942, gift Sölva Pálssyni skipstjóra,
en þau eiga fjögur börn; Jón, húsa-
smíðameistari í Hafnarfirði, f. 23.3.
1945, kvæntur Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur bókbindara, en þau
eiga fjögur börn, og Sverrir, mynd-
höggvari í Hafnarfirði, f. 13.5.1948,
kvæntur Rainer Ólafsson kennara,
en þau eiga fi ögur börn.
Ásta átti tvö systini sammæðra og
sex samfeðra. Systkini hennar sam-
mæðra: Theodór, verslunarmaður í
Reykjavík, f. 1893, d. 1934, og Ellen,
húsmóðir í Reykjavik, f. 1906, ekkja
eftir Ingólf Gíslason lækni. Sam-
feðra systkini hennar: Inga, hús-
móðir í Reykjavík; Pétur; Sigurjón;
Björn; Gísli og Hörður.
Foreldrar Ástu voru Guðmundur
Pétursson nuddlæknir, f. 24.5.1873,
d. 18.2.1944, og Steinunn Sverris-
dóttirhúsmóðir, f. 8.3.1867, d. 15.11.
1934.
Faðir Steinunnar var Sverrir, b. á
Ytri-Sólheimum undir Eyjaijöllum,
Magnússon, hreppstjóra á Efstu-
Grund undir Eyjafjöllum, Einars-
sonar. Kona Sverris var Elsa D. Ein-
arsdóttir. Kona Magnúsar var
Steinunn Kjartansdóttir.
Ásta tekur á móti gestum að heim-
ili dóttur sinnar, Hákotsvör 3, Álfta-
nesi, á afmælisdaginn eftir klukkan
17.00.
Hl hamingju með daginn
85 ára
Ólöf Jónsdóttir,
Ánalandi 3, Reykjavík.
80 ára
Margrét Bjarnadóttir,
Dvalarheimillnu Höföa, Akranesi
75 ára
Jarþrúður Guðmundsdóttir,
Bauganesi 38, Reykiavík.
Stefán Stefánsson,
Fitjum, Skorradalshreppi.
Sigurður Einarsson,
Laufásvegi 10, Reykjavik.
70 ára
Hún er aö heiman í dag en tekur á
móti gestum á sunnudaginn í sal
íþróttahúss HafnarQarðar klukkan
16-20.00.
Sigríður Hannesdóttir,
Lefi-ubakka 8, Reykjavík.
Ágústa Ásgeirsdóttir,
Túngötu 17, Seyðisfirði.
Anna Guðjónsdóttir,
Stóragerði 32, Reykjavík.
Guðmundur Kr. Áxelsson,
Vestmannabraut 61,
Vestmannaej'jum.
Jóhann Þorsteinsson,
Litluhlíð, Logafold 130, Reykjavík.
50 ára
Birgir Björgvinsson,
Furuvöflum 1Ö, Egilsstööum.
Anna Axelsdóttir,
Fífusundi 9, Hvammstanga.
Elín Þorsteinsdóttir,
Skógum, Austur-Landeyjum.
60 ára
Jóhanna F. Karlsdóttir,
Hraunbrún 46, HafnarfirðL
40 ára
Sigríður Gunnarsdóttir,
Fjarðargötu 53A, Þingeyrarhreppi.
Auðunn Sigurjónsson,
Torfufelli 48, Reykjavík.
Bjarni Guðmundsson,
Ránargötu 20, Akureyri.