Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988. Ólympíu- leikur DV í tilefni ólympíuleikanna byrjar skemmtilegur leikur hér í DV í næstu viku í samvinnu við Fjarkann og Bylgjuna. Leikurinn byggist á því að safna fjórum fjörkum með nafni sama handboltamanns eða stórmeistara í skák og senda til DV. Alls verða leiknar ellefu umferðir á þennan hátt og geta allir tekið þátt í hverri umferð. Leikurinn fer þannig fram að á hverjum degi birtist mynd af handboltamanni eða stórmeistara í DV ásamt seðli fyrir nafn þátt- takanda. Þennan seðil þarf að senda inn til DV ásamt fjórum íjörkum með nafni sama manns. Bæði úrklippan úr DV og íjarkarnir fjórir þurfa að vera með nafni, heimilisfangi og símanúmeri þess sem sendir. Daglega verður dregin út helgarferð með Flugleiðum til London eða Glasgow, alls ellefu ferðir. Glæsilegir ferðavinningar Þeir sem verða svo heppnir að fá sinn fjarka dreginn úr Pottinum hljóta að launum helgarferð með Flugleiðum til London eða Glasgow að eigin vah. Alls verða það því ellefu heppnir þátttakendur sem hljóta slíka ferð í þessum leik. Að loknum umferðunum ellefu veröur dregin út bónusferð til New York með Flugleiðum. Bónusferð til New York Þegar dregið hefur verið úr Fjörkunum er úrklippumyndinni haldið til haga og að loknum umferðunum ellefu verður dregið sérstaklega úr þessum innsendu seðlum og sá heppni hlýtur að launum helgar- ferð með Flugleiðum til New York. Dregið í beinni útsendingu á Bylgjunni Nöfn þeirra heppnu verða dregin út daglega í beinni útsendingu á Bylgjunni og síðan birt næsta dag í DV. Til að allir eigi jafna möguleika á þátttöku verður vikufrestur til að senda íjarkana og úrklippuna hingaö til DV þannig að dregið verð- ur úr seðlum og fjörkum frá mánudeginum 12. september í beinni útsendingu á Bylgjunni mánudaginn 19. september og nafn þess heppna birtist síðan í DV daginn eftir. Margfaldur möguleiki Þeir sem taka þátt í þessum ólympíuleik í samvinnu DV, Fjarkans og Bylgjunrtar eiga margfalda möguleika á því að komast í helgarferð með Flugleiðum til London eða Glasgow því að ef þeir taka þátt í öll- um umferðunum ellefu eiga þeir alls 44 möguleika á því að þeirra nafn verði dregið úr pottinum. Til viðbótar er svo jafn möguleiki allra til að hljóta bónusvinninginn, helgarferð til New York með Flugleiðum. Fyrsta umferð á mánudaginn Við hefjum leikinn á mánudaginn og þá birtist mynd af fyrsta hand- boltamanninum eða stórmeistaranum og þá er bara aö safna fjórum fjörkum með nafni sama íþróttamanns og senda hingaö til DV innan viku. Fréttir Nýstárleg mnheimta: Birtir nöfn skuldaranna í búðargluggum Gunnar Jón Ingólfsson kaupmaður hefur tekið upp þá nýjung í inn- heimtu að hengja upp spjöld með nöfnum þeirra sem skulda honum. Hanga þessar tilkynningar uppi í gluggum verslana kaupmannsins þannig að nöfn hinna skuldseigu blasa við vegfarendum. í glugga verslunarinnar að Berg- staðastræti 48 hafa verið hmdir upp miðar með nöfnum skuldunauta kaupmannsins. Á miðunum má einnig sjá hversu mikið hver ein- stakhngur skuldar. Á útihurð Kjöt- búðar Vesturbæjar við Bræðraborg- arstíg hangir einnig skjal með nöfn- um skuldseigra viðskiptavina. Þessi aðferð var greinilega farin að bera árangur þegar DV-menn heimsóttu verslunina í gær því þá hafði verið strikað yfir efsta nafnið. „Það var í fyrradag sem ég ákvaö að grípa til þessa ráðs,“ sagði Gunnar Ingi Ingólfsson kaupmaður er DV ræddi við hann. „Þessar skuldir eru aht upp í sex mánaða gamlar. Ég var búinn að reyna að tala við þetta fólk. Það hafði lofað bót og betrun en sveik aht jafnóðum. Þetta var þráutalend- ing en er þegar farið aö bera árang- ur.“ -JSS Allmargir vegfarendur stöldruðu við og kíktu á „svarta listann" sem kom- ið hafði verið fyrir í glugga verslun- arinnar að Bergstaðastræti 48. Þar gaf að líta nöfn skuldaranna og upp- hæðirnar sem þeir skulduðu versl- uninni. Á neðri myndinni er Gunnar Jón ingólfsson kaupmaður við „svarta listann" sem hengdur hefur verið upp á hurð Kjötbúðar Vesturbæjar. DV-myndir GVA Almennt lítiö hlustaö á útvarp samkvæmt nýrri Skáískönmm: Bylgjan hefur alls staðar meiri hlust- un en Stjaman - dagblööin mun útbreiddari miöill Fyrirtækið Skáís hefur nýlega sent frá sér nýja könnun á útvarpshlust- un þar sem mæld er hlustun mið- vikudaginn 31. ágúst. Er könnunin gerð fyrir útvarpsstöðina Bylgjuna. Þaö sem einkum vekur athygh er að hátt í helmingur landsmanna hefur ekki kveikt á útvarpinu. Eru það svipaðar niðurstöður og komu fram í svipaðri könnun sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið tæpri viku áður. Könnunin var unnin þannig að hringt var í úrtak símanúmera sem unnið var eftir símaskránni. Hringt var bæði í heimasíma og vinnusíma og spurt hvort opið væri fyrir útvarp- ið. Væri svarið jákvætt var spurt um á hvaða stöð verið væri að hlusta. Spurt var um útvarpshlustun á þremur mismunandi tímabhum, frá hálftíu th hálfehefu, hálfeitt til hálftvö og hálfsex th hálfsjö. Á fyrsta tímabih, voru 52,7% ekki með opið fyrir útvarp á Reykjavíkur- svæðinu en 47,7% á landinu í hehd. Flestir hlusta á Bylgjuna á Reykja- víkursvæðinu eða 19,0% á meðan 12,5% hlusta á Stjömuna. Ríkisrás- imar ná th tæplega 8%. Rás 2 er vin- sælust á landinu öllu á þessu tíma- bih ef marka má könnunina. Á hana hlusta 18,2% landsmanna. Bylgjan er í öðm sæti með 13,8% og Stjaman og rás 1 era jafnar með 10,1%. í hádeginu eru 44,3% íbúa á Reykjavíkursvæðinu með lokað fyrir útvarpið. Á rás 1, sem meðal annars útvarpar fréttum á þessum tíma, hlusta 18,3% en 9,3% á rás 2. Hlustun á Bylgjuna og Stjömuna er svipuö, 15% á Bylgjuna en 13% á Stjömuna. Fleiri landsbyggðarmenn hlusta á útvarp í hádeginu, samkvæmt könn- uninni, því hlutfall þeirra sém hafa lokaö fyrir útvarp lækkar í 38%. Á rás 1 hlusta 22,7% landsmanna en 18,1% á rás 2. Bylgjan og Stjarnan era á svipuðu róh, 11,2% og 10,1%. Á síðasta hlustunartímabilinu, sem mælt var, er útvarpshlustun komin í lágmark. Vel yfir helmingur íbúa á Reykjavíkursvæðinu, 56,5%, hafa slökkt á útvarpinu. Flestir hlusta þá á Bylgjuna, 14,2%, næstflestir á dæg- urmálaþátt rásar 2 eða 11,9%. Á Stjömuna hlusta 9,9% en 7,1% á rás 1. Svipaðar tölur er að sjá á landinu öllu en 53,8% landsmanna hafa ekki áhuga á að hlusta á útvarp. Flestir hlusta á rás 2 eða 16,4%. Bylgjan er í öðru sæti með 11,7% en Stjarnan og rás 1 eru á svipuðu róh, Stjarnan með 8,8% en rás 1 með 8,1%. Dagblöðin ná til fleiri landsmanna Það sem vekur einna mesta athygli í þessari nýjustu könnun Skáís er hve fáir hlusta í raun og veru á hverja útvarpsstöð og útvarp yfir- höfuð. Hátt í helmingur landsmanna virðist hafa slökkt fyrir útvarpið á daginn, nema í hádeginu en þá hlusta tæplega 2 af hveijum 3. Hlutfall þeirra sem hafa slökkt á Reykjavík- ursvæðinu er ennþá hærra eða rúm- lega 50% á daginn en 44,3% í hádeg- inu. Enginn stöð nær th meira en 20% landsmanna, fyrir utan ríkisút- varpið í hádeginu en þá hlusta 22,7% á rás 1, en reyndar hlusta 18,1% landsmanna á rás 2 á sama tíma og geta verður þess að rásirnar era samtengdar hluta af þeim tíma sem mældurvar. Ef hins vegar er lrtið til könnunar sem Félagsvísindastofnun Háskól- ans gerði fyrir ári kemur í ljós að dagblöðin hafa mun meiri út- breiðslu. Daglega eða oft sjá 75% landsmanna Morgunblaðið, DV fylg- ir fast á eftir með 67%. Þessir tveir miðlar ná því til næstum því fjórfalt fleiri en sú útvarpsstöð sem hefur hæstu meðalhlustun um land allt, en það er rás 2 með 17,6% meðalhlusfun yfir þessi þijú tímabil sem mæld voru. Tíminn nær th 19% lands- manna og Þjóðviljinn til 20% og því ná bæði þessi blöð til fleiri aðha en sú útvarpsstöð sem mest er hlustað á. -JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.