Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Page 6
6
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988.
Viðskipti
DV
Jónas Þór hjá Kjötvinnslu Jónasar Þórs:
GNF gott hakk
för með
Jónas Þór Jónasson. „Við vorum með ekta nautahakk en ekki kýrkjöt. Við
lögðum alian metnað okkar í að gera góða vöru og blekkja ekki neytendur."
DV-mynd GVA
„Það má segja að of gott hakk hafi
farið með mig. Við vorum með ekta
nautahakk en ekki kýrkjöt,“ segir
Jónas Þór Jónasson, fertugur Reyk-
víkingur, sem rekið hefur Kjöt-
vinnslu Jónasar í sjö ár. Kjötvinnsl-
an varð gjaldþrota í síðustu viku.
Fjármagnskostnaður reið fyrirtæk-
inu að fullu. En hvers vegna fór
hakkið þá með hann?
Kýrkjöt selt sem nautakjöt
„Verðtrygging lána gerir mikla
kröfu til arðsemi. Við vorum með
fyrsta flokks hráefni, nautakjöt, og
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggö
Sparisjóðsbækur ób. 10-12 Allir
nema Ib.SP
Sparireikrtingar
3jamán. uppsögn 12-14 Sb.Ab
6mán. uppsögn 13-16 Ab
12mán. uppsögn 14-18 Ab
18mán. uppsögn 22 Ib
Tékkareikningar, alm. 3-7 Ab
Sértékkareikninqar 5-14 Ab
Innlán verötryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsögn 4 Allir
Innlán með sérkjörum 11-20 Lb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 7,25-8 Vb.Ab
Sterlingspund 9.75-10,50 Vb.Ab
Vestur-þýsk mörk 4-4,50 Vb.Sp,- Ab
Danskar krónur 7,50-8,50 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óvei’ðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 23,5 Allir
Viöskiptavíxlar(forv-) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 25-36 Bb.lb,-
Vb.Sp
V:ðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr ) 26-28 Sb
Utlán verötryggö
Skuldabréf 9-9,50 Bb.Sb,-
Útlán til framleiðslu Sp
Isl. krónur 23-34 Lb
SDR 9-9,75 Lb.Úb,- Sp
Bandaríkjadalir 10,25-11 Úb.Sp
Sterlingspund 12,75- 13,50 Úb.Sp
Vestur-þýsk mörk 7-7.50 Allir nema Vb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 49,2 4,1 á mán.
MEÐALVEXTIR
Óverótr. sept. 88 39,3
Verðtr.sept.88 9.3
ViSITÖLUR
Lánskjaravisitala sept. 2254 stig
Byggingavísitala sept. 398 stig
Byggingavísitalasept. 124,3 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaói8%1.júli.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávöxtunarbréf 1,7665
Einingabréf 1 3,259
Einingabréf 2 1,869
Einingabréf 3 2,083
Fjölþjóðabréf 1,268
Gengisbréf • 1,526
Kjarabréf 3,262
Lifeyrisbréf 1.639
Markbréf 1,718
Sjóðsbréf 1 1,555
Sjóðsbréf 2 1,379
Tekjubréf 1,565
Rekstrarbréf 1,2841
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 115 kr.
Eimskip 269 kr.
Flugleiðir 240 kr.
Hampiðjan 116 kr.
lönaðarbankinn 168 kr.
Skagstrendingur hf. 158 kr.
Verslunarbankinn 120 kr.
Útgeröarf. Akure. hf. 123 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Ninarl upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
stóðumst einfaldlega ekki verðsam-
keppni manna sem selja kýrkjöt sem
nautakjöt,“ segir Jónas.
Hann segir ennfremur að þeir
hefðu ekki þurft að fá miklu hærra
verð fyrir hvert kíló af hakkinu til
að dæmið gengi upp rekstrarlega.
„Kílóið hjá okkur var aðeins hærra
en hjá þeim sem bjóða kýrkjöt sem
nautakjöt og fá þannig hærra verð
en þeir ættu í raun að fá ef markað-
urinn væri heilbrigður.“
Það myndaðist gap
sem ekki varð brúað
„Þess vegna sló á söluna hjá okkur
miðað við framleiösluna og birgðir
söfnuðust upp. Aukið birgöahald
kailar aftur á aukna lántöku og hún
þýðir aftur meiri íjármagnskostnað.
Þar með var dansinn byrjaður.
Kostnaðarlinan fór upp á meðan
tekjuiínan hækkaði ekki sem skyldi.
Þarna myndaöist gap sem ekki varð
brúað og því fór sem fór.“
Jónas segist vera einhver harðasti
talsmaður bænda fyrir því að þeir
framleiði góða vöru. „Ég hef átt mjög
gott samstarf við bændur. Að vísu
varð sá misskilningur í blaðaviðtali
við mig á dögunum að ég væri á
móti þeim þegar ég í raun var að
skjóta á samtök þeirra, mennina sem
sitja í fílabeinsturninum í Bænda-
höllinni.“
Hann segir ennfremur að Kjöt-
vinnsla Jónasar hafi árið 1987 keypt
allt aö 20 til 25 prósent af öllu ung-
nautakjöti á íslandi og þar af hafí
kjötvinnsla hans keypt um 50 pró-
sent af öllu stjörnuungnautakjöti
sem kom á markaöinn hérlendis.
„Hin 50 prósentin af stjörnukjötinu
mig
eru nú geymd í frosti. Þetta er óselt
kjöt í frystigeymslum," segir Jónas.
Kýrkjötið er 40 prósent
ódýrara
„Menn sjá svo enn betur hvernig
dæmið lítur út þegar jafnmikið kem-
ur af kýrkjöti á nautakjötsmarkað-
inn og ungnautakjöti. Verðmunur-
inn segir þó meira. Kýrkjötið er
nefnilega 40 prósent ódýrara en ung-
nautakjötiö. Þegar menn selja svo
kýrhakk sem gott nautahakk þá seg-
ir það sig sjálft að ekki er hægt að
standast samkeppnina ef maður tek-
ur ekki þátt í blekkingavefnum held-
ur býður góða vöru.“
Jónas Þór er ólærður
kjötiðnaðarmaður
Eitt það merkilegasta við Jónas Þór
er sú staðreynd að hann er ekki lærð-
ur í faginu. „Ég hef ekki lært kjötiðn,
aldrei látið verða af því. Mín fag-
mennska byggist hins vegar á því að
ég hef áhuga á kjötvinnslu og land-
búnaðarmálum almennt."
Saga Kjötvinnslu Jónasar er sjö
ára. Hún hófst árið 1981 með tilkomu
Tommaborgara. Þeir Jónas og Tóm-
as Tómasson, Tommi, settu upp kjöt-
vinnsluna til að vinna hakk fyrir
Tommaborgara. Árið eftir keypti
Jónas Tómas út úr kjötvinnslunni.
Árið 1983 keyptu Jónas og fleiri
starfsmenn hjá honum svo um 80
prósent af hlut Tómasar í Tomma-
borgurum og síöustu 20 prósentin
keyptu þeir árið eftir.
Aðeins hakk í upphafi
Kjötvinnslan vann í upphafi aðeins
hakk. Síðar var farið að vinna nauta-
kjöt. Veitingahúsið, sem reið á vaðiö,
var Potturinn og pannan. Önnur
veitingahús komu í kjölfarið. Fyrr
en varði voru viðskiptavinimir flest-
öll veitingahús á Reykjavíkursvæð-
inu.
„Vinnsla og sala nautakjöts gekk
vel hjá okkur. Af hverju nauti fer
hins vegar um helmingur í hakk. Það
sem gerðist var að vinnsla og sala
hakksins var með tapi vegna orsaka
sem ég hef áður rætt um. Það tap fór
svp með fyrirtækið þegar upp var
staðið."
Gjaldþrotið 30 til 40 milljónir
Gjaldþrot Kjötvinnslu Jónasar er
líklegast á bilinu 30 til 40 milljónir
króna. Fyrirtækið ^kuldar slátur-
húsum langmest, eða um 40 til 50
milljónir, en skuidir vúð banka eru
minni. Á móti koma útistandandi
skuldir hjá veitingahúsum upp á um
20 milljónir króna en illa hefur geng-
ið að innheimta hjá þeim að undan-
förnu vegna samdráttar og erfiðleika
á veitingahúsamarkaönum.
- Leitaðir þú út á verðbréfamarkaö-
inn?
„Nei, ég hef ekki komið nálægt
verðbréfamarkaðnum. ‘ ‘
Staðan „bullandi" góð
fyrirtveimur árum
Það hljómar kannski undarlega en
fyrir aðeins tveimur árum var staða
Kjötvúnnslu Jónasar „buflandi“ góð,
aö sögn Jónasar.
Það sem þá gerðist var að ákveðið
var að stækka vúð sig og hefja kjöt-
vúnnslu á Hellu. Ráðist var í að gera
upp gamla kjötiðnaðarstöð þar fyrir
lán sem fékkst hjá Byggðasjóði. Sam-
hliöa voru yfirteknar skuidir gömlu
kjötiðnaðarstöðvarinnar.
Vinnslugeta Kjötvinnslu Jónasar
var nú orðin helmingi meiri en áður
og það kallaði aftur á helmingi stærri
markað.
„Sala á nautakjöti á veitingahúsin
jókst eins og til þurfti. En við náðum
ekki að auka sölu nautahakksins í
samræmi við það sem við unnum af
þvú vegna samkeppninnar vúð kýr-
kjötshakkið.“
Að sögn Jónasar seldi kjötvinnsla
hans nautakjöt til Tommaborgara-
staðanna og Sprengisands, auk
nokkurra annarra skyndibitastaða.
Sá markaður var bara ekki nógu stór
miðað við framleiðsluna."
Tommaborgarar stærsti
viðskiptavinurinn
„Tommaborgarar hafa frá upphafí
verið stærsti og besti viðskiptavinur
okkar. Þeir hafa alltaf borgað best
og ævúniega staðið í skiium.“
Jónas átti bæði í Tommaborgara-
stöðunum og Sprengisandi en seldi
sinn hlut fyrirtækmu Skyndi hf. sem
keypti báða staöina fyrir um tveimur
mánuðum.
Vil að reynt sé að standa
upp úr meðalmennskunni
„Áuðvitað stendur maður á brók-
inni einni saman eftir þetta ævún-
týri. Ég sé auk þess á eftir átján góð-
um vinnúfélögum sem vaðið hafa eld
og brennistein með mér í að ná mín-
um hugmyndum í gerð góðra kjöt-
vara. En ég vúl enga samúð og með-
aumkun. Ég hef aldrei þurft á henni
að halda. Eg vúl aðeins að reynt sé
að standa upp úr meðalmennskunni
í matargerð - að þaö séu boðnar góð-
ar vörur í stað þess að svíkja og
svindla á fólki,“ segir Jónas Þór Jón-
asson. -JGH
Veitingahúsamönnum ber öllum saman um að Kjötvinnsla Jónasar hafi
verið fyrsti vísirinn að óvenju faglegri kjötvinnslu hérlendis. Matreiðslu-
mennirnir á veitingastaðnum Pottinum og pönnunni, sém við sjáum á mynd-
inni, urðu fyrstir til að fá nautakjöt i steikur frá kjötvinnslu Jónasar. Flestall-
ir veitingastaðir í Reykjavik fylgdu i kjölfarið.
Friðrik vill aukna úr-
vinnslu áls hér á landi
Friðrik Sophusson iönaðarráð-
herra hefur óskað eftir því að allir
möguleikar við frekari úrvinnslu
áls hér á landi verði kannaðir í
tengslum vúð undirbúning nýs ál-
vers vúö Straumsvúk, samkvæmt
frétt frá iðnaðarráöuneytinu í gær.
Iðnaðarráöuneytiö fól svissneska
ráðgjafarfyrirtækinu Profílex að
gera könnun á því máli og skilaði
fyrirtækið þvú verkefni af sér í vor.
Jafnframt óskaði ráðherra eftir því
við Iðntæknistofnun að hún kann-
aði málið frekar.
Fuiltrúi ráðgjafarfyrirtækisins
heimsótti álpönnusteypu Alpans
hf. á Eyrarbakka á dögunum og
kynnti sér starfsemi málmsteypa
hérlendis.
Á döfinni er að skipuleggja frek-
ari vúnnu þessara aðila til að greiða
fyrir aukinni úrvúnnslu áls í sam-
vinnu við starfandi fyrirtæki hér-
lendis, sem og erlenda aðila sem
áhuga hafa á úrvúnnslu áls á Ís-
landi.
-JGH
Friörik Sophusson iðnaðarráð-
herra kappkostar að auka úr-
vinnslu áls.